Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018
✝ Helga Jóhann-esdóttir fædd-
ist í Ferjunesi, Vill-
ingaholtshreppi,
25. júní 1926. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Ljós-
heimum á Selfossi
16. apríl 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún Ei-
ríksdóttir frá Ferj-
unesi, f. 1903, d.
2001, og Jóhannes Jóhannsson
frá Goddastöðum, Dalasýslu, f.
1901, d. 1997. Systkini Helgu
voru sammæðra Hjördís, f.
1934, drengur, f. andvana 1936,
Jón, f. 1940, og Viðar, f. 1945,
og samfeðra Óskar, f. 1936, og
Guðrún, f. 1949.
Helga giftist 15. ágúst 1953
Valdimar Þórðarsyni frá Ás-
mundarstöðum í Holtum, Rang-
árvallasýslu, f. 19. mars 1918, d.
17. mars 2009. Þau eignuðust
fimm börn saman en fyrir eign-
aðist Helga tvær dætur með
Magnúsi Guðmundssyni, f. 1922,
d. 1981, þau eru: 1) Oddný
Magnúsdóttir, f. 1947, gift Emil
Þóra, f. 1979, gift Oddgeiri Þor-
geirssyni, f. 1978, og börn
þeirra eru a) Margeir Sig-
urberg, f. 2001, b) Þorgeir Guð-
mundur, f. 2003, c) Siggeir Jó-
hannes, f. 2011, d) María Sif, f.
2012. 3d) Finnur Torfi, f. 1990.
4) Björgvin Þór Valdimarsson,
f. 1956, kvæntur Sigríði Magneu
Njálsdóttur, f. 1955, dætur
þeirra eru 4a) Sigrún Ósk, f.
1980, gift Guðlaug Hjartarsyni,
f. 1980, og dætur þeirra eru a)
Lilja María, f. 2012, og b) Marta
Sigríður, f. 2017. 4b) Helga
Þóra, f. 1984, gift Carlos Caro
Aguilera, f. 1988, dóttir þeirra
er Selma Katrín, f. 2017. 5) Guð-
rún Valdimarsdóttir, f. 1957,
gift Sigurði Pétri Bragasyni, f.
1954, sonur þeirra er Valdimar,
f. 1978, kvæntur Evu Cörlu Þór-
isdóttur, f. 1980, sonur þeirra er
Þórir Gísli, f. 2014, synir Valdi-
mars frá fyrra hjónabandi með
Hjördísi Höllu Eyjólfsdóttur, f.
1980, eru a) Alexsander, f. 2002,
og b) Viktor, f. 2006. 6) Magnea
Kristín Valdimarsdóttir, f. 1964,
börn Magneu og Sigurðar Rún-
ars Sigurðssonar, f. 1962, eru
6a) Kristrún Ásta, f. 1988, 6b)
Helga Valdís, f. 1995, 6c) Jón
Rúnar, f. 1996. 7) Björk Valdi-
marsdóttir, f. 1968.
Útför Helgu fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 25. apríl 2018,
klukkan 14.
Guðjónssyni, f.
1947, synir þeirra
eru 1a) Guðjón, f.
1979, í sambúð með
Kristrúnu Friðriks-
dóttur, f. 1985,
börn Guðjóns og
Kristínar Theodóru
Þórarinsdóttur, f.
1980, eru a) Emilía
Ólöf, f. 2007, og b)
Þórarinn Smári, f.
2014, 1b) Magnús,
f. 1986. 2) Stúlka Magnúsdóttir,
f. 1949, d. 1950. 3) Jónína Valdi-
marsdóttir, f. 1954, gift Guð-
mundi Bjarnasyni Baldurssyni,
f. 1952, börn þeirra eru 3a)
Dagbjört Helga, f. 1974, gift Jó-
hanni Gunnlaugssyni, f. 1969,
dætur þeirra eru a) Linda
Björk, f. 1995, í sambúð með
Hálfdáni Helga Hálfdánarsyni,
f. 1991, b) Margrét Ágústa, f.
2002, 3b) Vilhjálmur Baldur, f.
1975, kvæntur Sigríði Sigfús-
dóttur, f. 1974, dætur þeirra
eru a) Vigdís Þóra, f. 2000, b)
Jónína, f. 2002, c) Helga Guð-
rún, f. 2006, d) Sigurbjörg
Marta, f. 2008. 3c) Guðbjörg
Tengdamóðir mín, Helga Jó-
hannesdóttir, er látin. Hún varð
91 árs gömul.
Þegar ég hugsa um Helgu þá
kemur Valdimar tengdafaðir
minn einnig upp í huga mér, en
hann lést árið 2009.
Kynni mín af Helgu, Valdimari
og fjölskyldu hófust fyrir rúm-
lega 40 árum þegar ég og Björg-
vin Þór fórum að vera saman. Frá
fyrstu fundum var mér mjög vel
tekið og ég tel það hafa verið for-
réttindi fyrir mig að eignast þau
hjón fyrir tengdaforeldra. Þau
voru alla tíð mjög góð við mig og
móður mína og var hún alla tíð
velkomin á heimili þeirra. Mjög
gestkvæmt var á heimilinu, bæði
á Eyrarveginum og síðar á Heið-
arveginum og ávallt vel tekið á
móti öllum.
Helga var dugleg kona og
stjórnaði stóru heimili af miklum
myndarskap. Hún sá um uppeldi
sex barna á meðan Valdimar
vann hjá Trésmíðaverkstæði
Kaupfélags Árnesinga á Selfossi.
Helga eldaði, bakaði og sinnti
börnunum af alúð. Hún var róleg
að eðlisfari og bar ekki tilfinning-
ar sínar á torg. Að mínu mati
voru þau hjón ólík á margan hátt
en bættu hvort annað upp og
báru virðingu hvort fyrir öðru.
Helga var mjög hlý og góð
amma og langamma og fylgdist
vel með afkomendum sínum. Hún
sýndi dætrum okkar Björgvins,
tengdasonum og litlu dætrum
þeirra mikinn áhuga og var um-
hugað um velferð þeirra.
Eftir að Valdimar lést, þá bjó
Helga ein á Heiðarveginum þar
til að hún flutti á hjúkrunarheim-
ilið Ljósheima á Selfossi. Þar
fékk hún lítið herbergi sem gert
var að hennar. Henni fannst mjög
gaman að skoða myndir af ætt-
ingjum í fjölmörgum myndaal-
búmum og sýndi þeim sem til
hennar komu. Það voru margir
sem heimsóttu hana, bæði ætt-
ingjar og vinir. Það leið varla sá
dagur að einhver kæmi ekki og
það gladdi hana. Einnig hringdu
margir til að vitja um hana og
hún gerði slíkt hið sama. Á Ljós-
heimum var hugsað einstaklega
vel um Helgu og starfsfólkið
sýndi henni mikla hlýju og um-
hyggju sem fjölskyldan er óend-
anlega þakklát fyrir.
Nú er tíminn liðinn og heiðurs-
hjónin Helga og Valdimar eru
sameinuð á ný. Að leiðarlokum
langar mig að þakka tengdamóð-
ur minni fyrir alla hlýjuna og fal-
legt viðmót í minn garð.
Blessuð sé minning Helgu Jó-
hannesdóttur.
Þín tengdadóttir,
Sigríður Magnea Njálsdóttir.
Okkur systkinin langar til þess
að minnast ömmu með örfáum
orðum. Amma var góð, um-
hyggjusöm, gestrisin, hjartahlý
og frændrækin. Hún fylgdist allt-
af vel með því sem við vorum að
gera og í seinni tíð fylgdist hún
einnig með börnunum okkar. Það
var ótrúlegt hvað hún hafði mikla
og góða yfirsýn yfir hópinn sinn
sem hún var svo stolt af. Hún
mundi alla afmælisdaga og
hringdi alltaf þegar einhver átti
afmæli, okkur þótti vænt um það.
Við systkinin eigum ótal góðar
minningar frá heimsóknum á
Eyraveg 12 þar sem amma og afi
bjuggu allan sinn búskap þar til
þau fluttu yfir götuna á Heiða-
veginn í litlu íbúðina sína. Alltaf
var tekið vel á móti okkur og það
var ósjaldan kíkt í kvöldkaffi til
ömmu og afa. Það fór enginn
svangur frá ömmu, hún var ein-
staklega góð heim að sækja og
var alltaf mikill gestagangur hjá
henni. Hún amma vildi enga lof-
ræðu um sig en það er ekki annað
hægt, hún var bara þannig gerð,
við vitum að hún fyrirgefur okkur
því við höfum ekkert minnst á
pönnukökurnar góðu. Amma bjó
á Ljósheimum síðustu árin þar
sem vel var hugsað um hana og
henni leið vel. Við minnumst
elsku ömmu okkar með þakklæti
og hlýhug.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Systkinin Kirkjuferju,
Dagbjört Helga, Baldur,
Guðbjörg Þóra og Finnur
Torfi.
Kær systir, Helga Jóhannes-
dóttir, er látin. Einhvern veginn
er það svo óraunverulegt ennþá.
Helga var afar kærleiksrík og
umvefjandi kona, sem lét sér sér-
lega annt um fjölskyldu sína og
vini. Hún var ekki fyrir að trana
sér sjálfri fram, en naut þess
ríkulega að sjá börnum sínum og
öllum afkomendum vegna vel.
Þar átti hún líka stórt ríkidæmi,
góðan, duglegan og hæfileikarík-
an hóp, sem öll spegla eiginleika
foreldranna á einn eða annan
hátt.
Það voru ófáir sem nutu elsku-
semi Helgu og umhyggju og þar
á meðal var ég. Við vorum hálf-
systur, áttum sama föður. Helga
var 23 árum eldri en ég og hefði
ég því vel getað verið dóttir henn-
ar, enda hugsaði hún svo vel um
mig og til mín alla tíð, sem svo
væri.
Selfoss varð sveitin mín.
Heimilið þeirra Valdimars, mágs
míns, stóð mér opið allt frá því að
ég man eftir mér. Þangað fékk ég
að fara og dvelja tíma og tíma og
kynntist um leið frændsystkinum
mínum, börnunum þeirra sex. Þá
var oft kátt á hjalla, ekki síst þeg-
ar farið var í bíltúr með allan hóp-
inn á Skódanum, sungið og hleg-
ið. Þá var ekki til siðs að nota
bílbelti og alltaf sat Helga með
yngsta barnið í fanginu við hlið-
ina á Valda sínum, við hin þétt í
aftursætinu og svo fékk prinsinn
á bænum heiðurssæti í skottinu.
Þetta eru ákaflega ánægjulegar
minningar. Heimili þeirra Helgu
og Valdimars var hlýtt og gott og
þau hjón bæði afskaplega gest-
risin. Þar var tekið jafn vel á móti
öllum, allir skyldu þiggja veiting-
ar og borð svignuðu undan kræs-
ingum, enda hjónin bæði afar
myndarleg hvort á sína vísu.
Vinátta Helgu og Magneu,
móður minnar, var einlæg af
beggja hálfu. Það var ótrúlega
mikils virði fyrir okkur öll í
Reykjavíkurfjölskyldunni, fyrir
pabba okkar og fyrir okkur Ósk-
ar, bróður okkar og fjölskyldur.
Við nutum þess ætíð hve kær-
leiksríkar þessar konur voru báð-
ar og bundu sterk bönd í þennan
hóp. Eins var mér tekið eins og
einni af fjölskyldunni hjá Guð-
rúnu, móður Helgu, Ólafi manni
hennar og systkinum Helgu á
Selfossi. Það hefur alltaf verið
ómetanlegt fyrir mig.
Þakklæti er mér efst í huga við
andlát Helgu. Þakklæti fyrir að
hafa átt hana sem systur og fyrir
hugsunarsemi við mig og fjöl-
skyldu mína, hvatningu og fyrir-
bænir.
Börnum hennar og fjölskyldu
allri sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning elsku
Helgu systur.
Guðrún Jóhannesdóttir.
Helga
Jóhannesdóttir
✝ Oddgeir Krist-jánsson fædd-
ist í Reykjavík 6.
ágúst 1961. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 13. apríl
2018.
Foreldrar hans
voru Kristján Odd-
geirsson, f. 20.10.
1940, og Hólm-
fríður Hákonar-
dóttir, f. 5.9. 1942, d. 5.7. 1980.
Börn þeirra eru Hjördís, f. 12.8.
1959, d. 25.7. 2008. Hún var gift
Héðni Ó. Skjaldarsyni. Baldvin,
f. 22.10. 1962, Guðfinna Jóna, f.
30.1. 1964, hennar maður er
Gunnþór Oddgeirsson, þau eiga
Andri Snær, f. 12.8. 2005. 3)
Heiðar Ingi, f. 23.4. 1988. Unn-
usta hans er Rakel Sif Thorar-
ensen, f. 11.7. 1991 4) Bryndís
Ósk, f. 30.5. 1991, gift Hope
Efetayan, f. 26.9. 1983. Börn
þeirra eru Bryan Geir, f. 10.3.
2015, og Justin Viðar, f. 11.10.
2017.
Systkini Ingibjargar eru:
Hulda Lilja, d. 5.7. 2017, Kjart-
an, Júlíus, Sigurður, Maríanna
og Theodóra.
Oddgeir ólst upp í Reykjavík
en fluttist ungur til Ólafsvíkur.
Þar hóf hann búskap með Ingi-
björgu og stundaði hann ýmis
störf, aðallega sjómennsku. Ár-
ið 1986 fluttust þau til Reykja-
víkur og þar vann Oddgeir ým-
is störf. Lengst af starfaði
Oddgeir sem leigubílstjóri,
fyrst hjá Borgarbíl og svo hjá
Hreyfli.
Útför Oddgeirs fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 25. apríl
2018, klukkan 13.
fjögur börn og þrjú
barnabörn. Hall-
dóra, f. 22.4. 1965,
gift Hannesi C.
Péturssyni, f.
30.12. 1959. Helga
Hólmfríðardóttir, f.
16.10. 1968 og hún
á þrjú börn. Krist-
ján giftist Narumol
Yamakupt, börn
þeirra eru Khittin,
f. 25.4. 1997, og
Ósk Dís, f. 6.7. 2000.
Eiginkona Oddgeirs er Ingi-
björg G. Haraldsdóttir, f. 21.3.
1962. Þeirra börn eru 1) Krist-
ján, f. 20.12. 1979 2) Hólmar
Freyr, f. 21.11. 1982. Börn hans
eru Lilja Dís, f. 10.8. 2003, og
Elsku pabbi minn.
Ég sakna þín meira en orð fá
lýst. Þú varst besti pabbi sem
hægt var að hugsa sér. Ég er ekki
enn búin að ná því að þú sért far-
inn frá okkur. Að hugsa sér að
geta ekki hringt í þig og talað við
þig, bara að heyra í þér og spyrja
þig um hluti.
Þú vissir allt, ég er alveg tóm
án þín. Þú hefur svo oft verið
mjög veikur og alltaf hefur þú
staðið upp aftur sama hvað kom
upp á.
Þú fórst oft á gjörgæslu og í
hjartastopp og læknar sögðu þig
vera kraftaverk. Þú varst með
svo stórt hjarta. Eftir öll þín veik-
indi héldum við að þú myndir
opna augun og myndir koma til
baka. Við áttum svo mikið eftir í
lífinu saman.
Ég man þegar ég varð ólétt að
fyrsta barni mínu hvað þú hlakk-
aðir til að sjá hann og keyptir
margt fyrir hann og gerðir allt
fyrir hann.
Heppinn var hann að hafa þig í
þessi þrjú ár sem þú varst hjá
okkur. Svo þegar ég varð ólétt að
öðru barni mínu fylltist þú af
gleði og fannst svo gaman að sjá
sónarmyndir.
Við sátum saman og töluðum
um hvað okkur vantaði fyrir
krakkana og ég ætlaði að fara að
kaupa það, þá komst þú alltaf til
hjálpar og keyptir hvað sem
vantaði. Svo þegar þú lást á spít-
ala leyfði ég Bryan Geir að sjá þig
á Facetime og hann sagði: „Hæ
afi, ég elska þig“, hann endurtók
alltaf aftur og aftur „hæ afi, hæ
afi“ og þú gast ekki svarað hon-
um.
Þá sagði hann við mig að afi
svaraði sér ekki. Ég vissi ekki
hvað ég ætti að segja en ég sagði
honum að afi væri sofandi og þá
sagði hann: „Góða nótt afi minn,
ég elska þig.“ Enn spyr hann um
þig og ég svo dofin og segi alltaf
við hann að afi sé sofandi hjá
englunum.
Við vorum búin að tala um að
fara í síðustu ferðina þína áður en
þú myndir kveðja okkur. Þú elsk-
aðir að ferðast en máttir ekki fara
út af veikindum. Þú varst búinn
að kaupa miða út en varðst að
sleppa ferðinni. Svo ég hélt að við
ættum enn eftir að fara í ferðina
okkar en þá varstu farinn frá
okkur áður en við gátum farið.
Ég veit að þér líður mikið betur
þar sem þú ert núna. Þú varst bú-
inn að vera svo rosalega veikur í
mörg ár, gast ekki staðið á lappir
og á endanum fékkstu svo
krabbamein ofan á það.
Þú varst svo mikill húmoristi,
maður gat hlegið með þér dag
eftir dag, alltaf að segja brandara
eða einhverjar fyndnar sögur.
Alltaf þegar maður var blankur
léstu mann fá pening, þú vildir
aldrei að ég væri matarlaus eða
peningalaus.
Ég veit að þú munt vaka yfir
okkur og passa okkur og við
munum hugsa til þín á hverjum
degi. Við munum gera eins flott
hjá þér og við mögulega getum.
Ég get ekki einu sinni grátið á
meðan ég skrifa, ég er búin með
öll tár sem til voru. Elska þig,
pabbi minn.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Bryndís Ósk Efetayan
Oddgeirsdóttir
Hope Efetayan
Bryan Geir Efetayan
Justin Viðar Efetayan.
Elsku Geiri minn, er þetta
virkilega raunveruleikinn? Ég er
ekki ennþá búin að átta mig á því
að þú sért farinn frá okkur. Ég
trúi því varla að ég sitji hér heima
og sé að skrifa minningargrein
um þig því þetta er allt svo óraun-
verulegt. Þú varst besti tengda-
pabbi sem hægt var að óska sér,
þú gerðir allt fyrir afabörnin þín,
þú varst þeim allt. Þegar þú
kvaddir okkur var eins og eitt-
hvað hefði dáið innra með mér.
Við áttum yndislega tíma saman
og er ég svo þakklát að hafa feng-
ið að koma í fjölskyldu ykkar að-
eins 17 ára gömul, þú tókst mér
alltaf eins og þinni eigin dóttir, þú
varst alltaf til staðar sama hvað
það var og við áttum okkar húm-
or saman. Þú varst algjör brand-
arakall og fékkst alla til að hlæja
sem voru í kringum þig og við átt-
um líka lag saman sem heitir Álf-
heiður Björt og þú söngst alltaf
Helena Dögg í staðinn. Allar út-
landaferðirnar okkar til Beni-
dorm verða ógleymanlegar. Þú
varst yndislegur maður og er það
mikill missir að missa þig en ég
veit að þú vakir yfir okkur öllum.
Þegar þú fórst á spítalann núna í
apríl hélt ég að þú myndir koma
aftur heim því þú hefur alltaf
stígið upp aftur og aftur, þú varst
algjört kraftaverk og algjör
hetja. Þú hefur nú yfirgefið þessa
jarðvist og ert fluttur yfir í flottu
paradísina og ég veit að þér líður
miklu betur núna þar sem þú ert
og hefur fundið friðinn og ert laus
við allar kvalir og þjáningar.
Elsku Geiri minn, takk fyrir allt
saman, núna standa eftir góðar
og fallegar minningar og líka
mikil sorg sem maður verður að
láta tímann græða. Ég elska þig
af öllu mínu hjarta, Geiri minn,
og þakka þér fyrir allan þann frá-
bæra tíma sem við áttum saman.
Minningarnar munu lifa að eilífu.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Þín
Helena Dögg.
Elsku afi okkar, þetta er allt
svo óraunverulegt, að þú sért far-
inn frá okkur. Þú gerðir alltaf allt
fyrir okkur og varst langbesti afi
í heimi og þú varst alltaf til staðar
fyrir okkur. Þú ert kominn á
betri stað, ert laus við allar kval-
irnar. Þú ert sterkastur í heimi.
Alltaf fórstu upp á spítala og allt-
af heim aftur og ég hélt að þú
myndir lagast eftir öll skiptin þín
á spítala. Maður gat alltaf hringt
eða talað við þig ef eitthvað vant-
aði en ekki lengur og sakna þess
að það sé alltaf að vera að kalla á
okkur nennirðu að rétta mér
þetta og hitt. Þú verður samt allt-
af með okkur. Sorgin verður mik-
il. Við elskum þig og söknum þín
að eilífu.
Þín
Lilja Dís og Andri Snær.
Hann Geiri stóri bróðir minn
er farinn héðan allt of fljótt, það
er mikill missir.
Geiri var alltaf svo hugulsam-
ur og góður, hann mundi alltaf
eftir okkur, hringdi oft og fylgd-
ist með heilsu okkar, þó að hann
væri sjálfur miklu veikari en við.
Hann hugsaði vel um alla í fjöl-
skyldunni. Hann gleymdi aldrei
afmælisdögunum okkar og
minnti aðra á að hafa samband.
Geiri vildi alltaf að öllum liði vel
og að allir væru sáttir. Við gleðj-
umst yfir því að öllum veikindum
Geira er nú lokið og að hann er
kominn til Guðs. Við munum allt-
af sakna hans.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Halldóra Kristjánsdóttir
og Hannes Pétursson
(Dóra og Hannes).
Þú manst þegar ég fæddist.
„Hegga litla“ kallaðir þú mig oft.
Þú passaðir alltaf upp á að mig
skorti ekki neitt. Þegar þú varst
of gjafmildur eða greiðvikinn
sagðir þú: ég ræði þetta ekki
meira. Við höfum þetta bara okk-
ar á milli. Málið var útrætt.
Svona varstu. Þú vissir bókstaf-
lega allt um alla hluti, leiðbeindir
mörgum áfram í lífinu.
Það var ótrúlegt að fylgjast
með þér síðustu árin, ótrúlega líf-
seigur þrátt fyrir veikindin.
Hausinn var alltaf í lagi þó að
margt annað hafi verið búið að
gefa sig. Þú varst líka vinamarg-
ur. Það sá ég síðustu daga, fólk
sem ég hafði aldrei séð var harmi
slegið. Við vorum öll hjá þér brói
minn og fundum kraftinn frá þér.
Smá hluti af mér er „abbó“ því ég
trúi að þú sért hjá mömmu og
Hjöddu systur. Vil trúa því að þið
séuð saman ásamt tengdaforeldr-
um þínum, Ásu og Halla og
fjöldamörgum öðrum. Nú verður
þú að fara að redda hlutunum
þarna uppi. Skilaðu kveðju frá
mér.
Ég sakna þín svo mikið. Það er
mér huggun að vita að þú finnir
ekki meira til. Takk fyrir lífið,
brói minn.
Helga Hólmfríðardóttir.
Oddgeir
Kristjánsson
Fleiri minningargreinar
um Oddgeir Kristjáns-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.