Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir rúmlega 30 daga siglingu lögð- ust nýju togararnir Páll Pálsson ÍS og Breki VE að bryggju á Valetta á Möltu í gærmorgun. Þar átti að taka vatn, vistir og olíu og var reiknað með að skipin legðu aftur af stað síð- degis í gær. „Við erum ekki hérna til að fara í frí þótt það sé 25 stiga hiti og fallegt. Við erum í vinnunni og höldum áfram seinni partinn,“ sagði Páll Halldórsson, skipstjóri á Páli, um hádegi í gær. Systurskipin lögðu af stað frá borginni Shidaho í Rongcheng- héraði í Kína 22. mars áleiðis til Ís- lands. Vistir, olía og vopnaðir örygg- isverðir voru tekin í Colombo, en þar var ekki farið upp að bryggju. Sigl- ingin hefur gengið vel að sögn Páls og eru skipin eitthvað á undan áætl- un. Miðað hefði verið við að sigla á 11 sjómílum, en oft hefði hraðinn verið meiri. „Það þarf lítið afl til að rúlla þess- um bátum á 12 mílum,“ segir Páll. Spurður hvort þeir séu ekki frekir á olíu þegar siglt er á 12 mílum svarar hann: „Þeir eru algerir sparibaukar þessir bátar.“ Menn þekkja langa útiveru Páll lætur vel af nýja skipinu og segir að siglt hafi verið í góðu veðri til þessa og skipið hafi varla hreyfst. Ferðin í gegnum Súes áður en komið var inn í Miðjarðarhafið hafi gengið vel. Páll gerir ekki mikið úr því að sums staðar hafi þurft að borga aukalega með kartonum af sígar- ettum og menn hafi verið búnir und- ir það. „Er það ekki bara reglan hjá öllum sem fara um skurðinn að þurfa að borga eitthvað aukalega fyrir þjónustuna, án þess að það þurfi að ræða það eitthvað sérstaklega?“ Hann segir að andrúmsloftið um borð sé gott og menn vinni sína 12 tíma á sólarhring. Margir hafi verið á frystiskipum og þekki langa úti- veru. Hann segist vona að systur- skipin verði komin heim viku af maí, en það fari eðlilega eftir veðri þegar Miðjarðarhafið verður að baki og komið verður út á Atlantshafið. „Algerir sparibaukar“  Nýju togararnir á Möltu  Tóku vatn, vistir og olíu Á heimleið Systurskipin Páll Pálsson og Breki lögðu af stað frá Kína 23. mars. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hvalfjarðargöngin verða lokuð í fimm nætur í þessari viku. Þetta er óvenju langur tími því auk vorhrein- gerningar og reglulegs viðhalds verður gerð allsherjarúttekt á ástandi mannvirkisins. Úttektin tengist eigendaskiptunum í haust, þ.e. þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af Speli. Fimmta og síð- asta lokun verður aðfaranótt föstu- dags næstkomandi. Sérfræðingar verkfræðistofunnar Mannvits gera úttekt á göngunum í samræmi við samning ríkisins og Spalar. Mannvitsmenn skoða og skrá sprungur í múrklæðningum, slit malbiks á akbrautum, ástand tæknibúnaðar og sitthvað fleira, seg- ir í frétt á heimasíðu Spalar. Inni í göngunum hafa múrarar frá Akranesi lagfært stóra skemmd í múrklæðningunni. Bílstjóri á ferð að næturþeli sofnaði undir stýri og ók á vegg ganganna. Hann meiddist sem betur fer ekki en bíllinn skemmdist mikið og gangaveggurinn sömuleið- is. Í norðurhluta ganganna stóðu yfir í fyrrinótt stórfelldar hreingern- ingar með þrýstivatni og vélsópum. Rykið sem myndast og berst inn er meira að umfangi en margir trúa. Afraksturinn var gámur fullur af fínu ryki, minnst átta tonn. Rykinu var sópað saman og það fjarlægt ein- ungis fjórum sólarhringum eftir að síðast var farið um göngin með vél- sópi. Úti fyrir suðurmunna unnu menn að því að koma fyrir öryggisslá ofan við akbrautina. Sláin hefur það hlut- verk að sýna ökumönnum flutn- ingabíla hve hár farmurinn megi vera svo löglegur sé í göngunum. Flutningsgámur rakst í slána dög- unum og skemmdi hana, enn einu sinni. „Skagamaðurinn knái hjá ÞÞÞ, Ólafur Þórðarson, kom með slána úr viðgerð og sá um að hífa hana í rétt- ar skorður í nótt ásamt starfs- mönnum Meitils á Grundartanga. Ákveðið og fumlaust gengið til verka. Ekkert væl af nokkru tagi,“ segir í frétt Spalar. Staðbundið heitt vatn Þegar bergið undir Hvalfirði var sprengt á framkvæmdatímanum 1997 kom í ljós leki á heitu vatni. Bormönnum leist ekki á blikuna en jarðhitinn reyndist staðbundinn á nokkurra metra kafla og innrennslið tiltölulega lítið. Dúk var komið fyrir svo vatnið læki ekki á akbrautina. Vatnið var mælt og reyndist hitinn 57 gráður. Dr. Gísli Guðmundsson hjá Mannviti mældi það á nýjan leik í fyrrinótt. Reyndist það vera ná- kvæmlega 46,7 gráða heitt „eða álíka og í heitustu pottum sundlauga“. Ljósmynd/Spölur Sláin á sinn stað Ólafur Þórðarson, knattspyrnukappi og vörubílstjóri, kemur slánni í réttar skorður ásamt Jónasi Þorkelssyni, starfsmanni Meitils. Allsherjarúttekt gerð á göngunum  Hvalfjarðargöngin lokuð í fimm nætur  Yfirtaka ríkisins undirbúin LISTHÚSINU Fallegar gjafavörur Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 105.000 10.70034.700 34.700 34.700 32.900 39.700 12.900 18.900 JÓN BERGSSON EHF Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM Hentar þetta þínum garði, svölum, rekstri eða sumarbústað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.