Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 WOW air fékk í gær afhenta glænýja farþegaþotu af gerðinni Airbus A321ceo, en vélinni var flogið hingað til lands beint frá verksmiðju Airbus í Hamborg í Þýskalandi. Skömmu áður en þotan lenti í Keflavík var henni flogið yfir höfuðborgarsvæðið og fer hún, samkvæmt upplýsingum frá félaginu, strax í áætlunarflug. Er þetta 19. farþegaþota félagsins. Í nýju vélinni, sem ber einkennis- stafina TF-DOG, má finna 208 sæti fyrir farþega og þar af eru átta svo- kölluð „big seat“, en þau sæti eru breiðari og njóta þeir sem þar sitja einnig meira sætabils. Vélinni er ætl- að að fljúga til áfangastaða WOW air í Evrópu og Bandaríkjunum. „Við tökum spennt á móti þessari nýju viðbót í flota WOW air. Það er ánægjulegt að geta boðið farþegum okkar upp á nýjasta flugflotann á Ís- landi og á sama tíma haldið áfram að lækka flugverð,“ er haft eftir Skúla Mogensen, stofnanda og forstjóra WOW air, í tilkynningu. Breiðþotur á leiðinni Í gær birti Airbus ljósmynd af fyrstu A330-900neo-breiðþotu WOW air, en félagið hefur gengið frá kaup- um á fjórum slíkum vélum. Er breið- þotan nú stödd í verksmiðju Airbus í Toulouse í Frakklandi og komin í einkennisliti WOW air. Hún verður afhent síðar á þessu ári. WOW air á í dag þrjár breiðþotur af gerðinni A330 og kom sú fyrsta hingað til lands árið 2016. A330- 900neo-breiðþoturnar verða með Trent 7000-hreyflum frá Rolls- Royce og eiga þeir að gera þoturnar um 14% sparneytnari en venjulegar A330-vélar. Í lok þessa árs verða alls 24 Air- bus-farþegaþotur í flugflota WOW air, sem er einn sá yngsti sem þekk- ist í heiminum, en meðalaldur flug- véla félagsins er 2,9 ár. khj@mbl.is Ljósmynd/Airbus Risi Breiðþotan, sem stödd er í verksmiðju Airbus, er nú komin í liti WOW air. Kemur hún hingað síðar á árinu. Fjölgar í flotanum  Glæný Airbus A321ceo kom til landsins í gær  Ný A330- 900neo-breiðþota komin í liti WOW air  24 vélar í lok árs Ljósmynd/WOW air Skömmu fyrir heimferð Á myndinni eru þeir Einar Valur Bárðarson flug- stjóri, Már Þórarinsson tæknistjóri og Reynald Hinriksson flugmaður. Guerlain kynning í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ 25.–28. apríl Við kynnum til leiks nýtt sólarpúður frá Guerlain, TERRACOTTA LIGHT. Sólkysst húð með heilbrigðum ljóma. Guerlain-sérfræðingur verður á staðnum og aðstoðar þig við að finna þinn fullkomna lit. 20% afsláttur af öllum vörum frá Guerlain kristalhofid.is • dancecenter.is Sumarið er tíminn! Upplifðu DansGleðina! Öll skráning fer fram á Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á kristalhofid@gmail.com eða í síma 777 3658 Fylgstu með okkur á Facebook! dancecenter.reykjavik kristalhofid VORnámskeið 30. apríl & Sumarnámskeið 11. júní! FjölListanámskeið : Fagfólkmeð árala nga reynslu. Commercial Hip h op DívuDansGleði! Colombian Rhythm s BollyWoodFitness DanzaModerna Mæðgina- & feðg inaDansGleði! ZumbaGold 60+ dancecenter.felog.is Takmarkaður fjöldi! KRISTALHOFIÐ Háteigsvegi 27-29 105 RVK Gengið var frá samkomulagi í gær um breytingar á kjarasamningi Al- þýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um lífeyrismál frá 12. desember 1995. Samningurinn á uppruna sinn í samkomulagi frá árinu 1969. Í samkomulaginu felst breyting á stjórnkerfiskafla kjarasamningsins sem fjallar um ársfundi, fulltrúaráð og stjórnir lífeyrissjóðanna á samn- ingssviði aðila, auk skipan formlegs samráðsvettvangs samningsaðila um lífeyrismál. Helstu nýmæli samkomulagsins varða skipan og samsetningu stjórn- armanna, uppstillingarnefndir til- nefningaraðila, hámarkssetu í stjórn, hæfisreglur og hagsmuna- árekstur. Þá var einnig undirritaður kjara- samningur um lífeyrismál milli VR annars vegar og Samtaka atvinnu- lífsins og Félags atvinnurekenda hins vegar, sem lýtur einvörðungu að Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LÍVE) og kemur í stað kjarasamn- ings aðila frá 30. desember 1996. Samningurinn er samhljóða kjara- samningi ASÍ og SA að öðru leyti en því að að stjórn LÍVE skal skipuð átta fulltrúum sem skipaðir eru til tveggja eða fjögurra ára í senn að vali hvers samningsaðila. VR skipar fjóra, Samtök atvinnulífsins þrjá og Félag atvinnurekenda einn. Samkomulag um lífeyrismál  Uppruni samkomulags frá 1969 Lífeyrismál Halldór B. Þorbergs- son frá SA og Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ undirrita samkomulagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.