Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 13:00 13:05 - 13:15 13:15 - 13:25 13:25 - 14:10 14:10 - 14: 25 14:25 - 14:40 14:40 - 14:55 14:55 - 15:15 15:15 - 15:45 15:45 - 16:00 16:00 - 16:15 16:15 - 16:30 16:30 - 16:45 16:45 - 17:00 Setning ráðstefnunnar Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ Ávarp Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Ávarp Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Future care - Quality Reform for the elderly Line Miriam Sandberg, ráðuneytisstjóri í nýju ráðuneyti Norðmanna sem sinnir öldruðum og lýðheilsu Hver er stefna Dana og Svía í öldrunarþjónustu? Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi Að hvaða marki er til mótuð stefna í öldrunarmálum á Íslandi? Hver mótar stefnuna? Bryndís Þorvaldsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneyti. Kynning á stefnu Velferðarráðs Reykjavíkurborgar Elín Oddný Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar Kaffi Er stefnu fylgt? Hver hefur eftirlit? og hver veitir aðhald? Laura Sch. Thorsteinsson Embætti landlæknis Mikilvægt úrræði í þjónustu við eldra fólk? Öldrunargeðdeild Pálmi V. Jónsson, öldrunarlæknir Er þörf á sértækri líknardeild fyrir aldraðra? Ólafur Samúelsson, öldrunarlæknir Er heima best? Margrét Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi og Guðmunda Steingrímsdóttir, sjúkraliði með sérnám í hjúkrun aldraðra Samantekt Ögmundur Jónasson Ráðstefnuslit Þórdís S. Hannesdóttir, formaður sérdeildar Sjúkraliðafélags Íslands Dagskrá Icelandair Hótel Natura fimmtudaginn 26. apríl kl. 13.00 – 17.00 Ráðstefnustjóri Ögmundur Jónasson Ráðstefna á vegum Sjúkraliðafélags Íslands um réttindi aldraðra með áherslu á þjónustu Kópavogsbær ætlar að reisa sam- rekinn leik- og grunnskóla upp í 4. bekk við Skólagerði í Kópavogi í staðinn fyrir skólabyggingu Kársnesskóla sem þar hefur staðið allt frá árinu 1957. Til stendur að rífa bygginguna sem þar stendur eftir að mikil mygla fannst í byrj- un árs 2017. Ákvörðun um niður- rif var tekin í ágúst í fyrra. Á vef Kópavogsbæjar kemur fram að hönnun og bygging verði boðin út á næstu vikum. „Starfshópur skipaður fulltrú- um nemenda, skólans, stjórnsýsl- unnar og flokka í bæjarstjórn Kópavogs leggur til að ný bygg- ing verði sveigjanleg þannig að hægt verði að breyta húsnæðinu með fyrirhafnarlitlum hætti í takt við breytingar á starfinu. Þá taki hönnun byggingarinnar mið af áherslu á útinám og auðvelt sé að byggja við hana ef íbúaþróun á Kársnesi kallar á það. Hópurinn var við störf í vetur og skilaði af sér skýrslu sem höfð verður til hliðsjónar við útboð verksins,“ segir enn fremur á vef bæjarfé- lagsins. Niðurrif líklegast í haust Kópavogsbær tekur einnig fram að ekki liggi fyrir nákvæmlega hvenær gamli skólinn verði rifinn en stefnt sé að því að fara í niður- rif eftir sumarið og verður því lokið í september. Þá segir að Kársnesskóli standi fyrir kveðju- athöfn við gamla skólahúsið í tengslum við vorhátíð skólans 5. júní. Leik- og grunnskóli saman Morgunblaðið/Eggert Kárnesskóli Niðurrif gamla Kársnesskóla verður lokið í september.  Kópavogsbær kynnir áætlanir fyrir nýjan Kársnsesskóla Héraðsdómari í Amsterdam mun í dag taka ákvörðun um hvort Sindri Þór Stefánsson, fanginn sem strauk úr fangelsinu að Sogni, verður úr- skurðaður í gæslu- varðhald í 19 daga til viðbótar. Sindri var úrskurðaður í sólarhrings gæsluvarðhald í gær. Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi héraðssaksóknaraembættisins í Amsterdam, staðfesti við mbl.is að Sindri Þór hefði verið handtekin í kjölfar ábendingar vegfarenda. Hafði einstaklingur tekið mynd á símann sinn af Sindra úti á götu í miðborg Amsterdam og farið á næstu lög- reglustöð.Tveir lögregluþjónar voru sendir til þess að leita að Sindra og fannst hann í miðborginni þar sem hann var handtekinn. Sindri Þór fyr- ir hollenskan dómara í dag Sindri Þór Stefánsson Sigríður Andersen dómsmálaráð- herra mun leggja áherslu á að fram- lög vegna sálfræðinga og félags- fræðinga í fullnustukerfinu verði aukin. „Nauðsynlegt sé að efla þessa þjónustu við fanga til að stuðla að markmiði laga um fullnustu refsinga um að draga úr líkum á ítrekun brota og stuðla að farsælli aðlögun dómþola að samfélaginu“. Þetta kemur fram í svari við spurningu mbl.is um hvort fjár- framlög til fangelsismála verði auk- in á næstunni. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti að fjárframlög til fangles- ismála yrðu aukin á næstunni. Meðal annars til þess að hægt yrði að full- nýta fangelsið á Hólmsheiði og koma á aukinni aðstoð við fanga, svo sem sálfræðiþjónustu. Gert er ráð fyrir óskiptu framlagi til löggæslu, landhelgisgæslu, fangelsismála o.fl. upp á 7,5 milljarða króna á árunum 2019-2023 en útfærsla og frekari ráðstöfun þess fjár verður mótuð í fjárlögum næsta árs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hólmsheiði Fangelsið á að vera fullnýtt og auka á þjónustu. Auka sál- fræðiþjón- ustu fanga  Fjárframlög aukast samhliða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.