Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 115. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. „Ég var bara rekinn“ 2. „Ég sé ógeðslega eftir þessu“ 3. Slökkt á öndunarvél í kjölfar dóms 4. Andar enn án öndunarvélar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Richard Andersson NOR tríó kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múl- ans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Tríóið skipa bassaleikarinn og tónskáldið Richard Andersson, saxó- fónleikarinn Óskar Guðjónsson og trommuleikarinn Matthías M.D. Hem- stock. Tríóið hefur haldið fjölda tón- leika á Íslandi, í Danmörku og Fær- eyjum með efnisskrá sem saman- stendur af frumsömdu efni. Í kvöld mun tríóið leika nýtt efni sem verður gefið út í haust. Leika nýtt efni  Harpa Ófelíu, örhljóðverk Sverr- is Guðjónssonar sem hann samdi árið 2016 fyrir ör- hljóðverkakeppni Rásar 1, Shake- speare á fimm mínútum, hlaut fyrstu verðlaun í flokki örverka á útvarpsverkahátíð- inni UK International Radio Drama Festival sem fór fram 19.-24. mars í Herne Bay í Kent á Englandi. Verkið hefur einnig verið valið á hátíðina Int- ernational Radio Drama sem haldin verður á eyjunni Hvar 19.-25. maí. Hlaut fyrstu verðlaun  Sópransöngkonan Hrund Ósk og píanóleikarinn Kristinn Örn Krist- insson halda tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld kl. 20 og eru þeir helgaðir minningu óperusöng- konunnar Mariu Callas. Hrund syngur þekktustu aríur Callas sem og sér- valin ljóð eftir Strauss. Á laugar- daginn halda Hrund og Kristinn svo tónleika í Hömrum á Ísafirði kl. 15. Í minningu Callas Á fimmtudag Austlæg átt, 3-10 m/s, en norðlæg átt 3-10 A-lands. Rigning á láglendi á S- og SA-landi, en slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast á SV-landi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Svipað veður í dag og var í gær en þó él fyrir norðan. Hiti 0 til 10 stig að deginum, hlýjast S-lands, en frystir víða um nóttina, einkum norðantil. VEÐUR Íslandsmeistarar Þórs/KA unnu Stjörnuna í víta- spyrnukeppni í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu á Akureyri í gærkvöld. Staðan að lokn- um venjulegum leiktíma var 2:2 en þá hafði Þór/KA misst aðalmarkvörð sinn meiddan af velli og Bianca Sierra fengið rautt spjald. Varamarkvörður Þórs/KA var svo hetja liðsins í víta- spyrnukeppninni. »2 Varamarkvörður hetja meistaranna Eyjamenn unnu fyrsta leik sinn við Hauka í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Mikil spenna var í leiknum en ÍBV vann að lokum sigur, 24:22, þrátt fyrir að leika án fyrirliðans Magnúsar Stefánssonar á lokakafl- anum. Magnús fékk beint rautt spjald fyrir högg í andlit eins leikmanna Haukaliðsins. »2 Fyrirliðinn sá rautt en ÍBV komst í 1:0 Haukar komust í 2:1 í einvígi sínu við Val í úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta í gærkvöld með nokkuð öruggum sigri á heimavelli sínum í Hafnarfirði, 96:85. Haukakonur hittu sérstaklega vel utan þriggja stiga lín- unnar í gær eða úr rétt tæplega helmingi skota sinna þaðan. Þær geta orðið Íslandsmeistarar með sigri á Hlíðarenda á morgun. »2 Haukakonur eru sigri frá Íslandsmeistaratitli ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu fór fram í Hótel- og veitingaskólanum í Kaupmannahöfn um síðastliðna helgi. Þar unnu ís- lensku framreiðslunemarnir til gull- verðlauna og matreiðslunemarnir fengu silfurverðlaun. Tveir framreiðslunemar og tveir matreiðslunemar, 23 ára og yngri, kepptu frá hverju landi. Keppnin stóð yfir í tvo daga, verkefnin voru fjölbreytt og nemarnir þreyttu fag- próf. Nemar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð kepptu um titilinn matreiðslu- og fram- reiðslunemi Norðurlanda. Í framreiðslu fyrir Ísland kepptu Sigurður Borgar Ólafsson, nemi á Radisson SAS Blu, og Axel Árni Herbertsson, nemi hjá Bláa lóninu. Þjálfari var Tinna Óðinsdóttir. Létt lund og góð samvinna „Mér finnst eins og við höfum sigrað á góða skapinu,“ segir Axel Árni sem segir létta lund og góða samvinnu hafa haldist út keppnina sem hafi verið krefjandi. „Það var heiður fyrir okkur að fá að keppa fyrir Ísland og koma heim með gull- ið.“ Undir það tekur Sigurður Borg- ar, en hann er að fara að keppa í Euroskills í Búdapest í haust. Hann þakkar jafnframt góðri þjálfun og miklum undirbúningi nemanna. Íslensku keppendurnir í mat- reiðslu voru Steinbjörn Björnsson, nemi í Hörpu, og Hinrik Lárusson, nemi á Radisson SAS Blu. Þjálfari var Georg Arnar Halldórsson. „Danir fengu gullið, sem kom pínu á óvart, Svíar voru metnir mjög sterkir en voru svo á eftir okkur,“ segir Hinrik en hann hlaut nýlega silfur á Nordic Chef Junior. Matreiðslunemarnir matreiddu klassíska aspassúpu, lystauka, „Amuse-bouches“, úr nautaskanka og Jerúsalem-ætiþistlum, og heitan grænmetisrétt. Hluti hráefnisins kom úr ræktun skólans. Á laugardeginum unnu kepp- endur í framreiðslu og matreiðslu saman að verkefnum dagsins. Þau fengu svokallaða leyndarkörfu og áttu að mat- og framreiða fimm rétta máltíð. Hráefnin voru kjúk- lingur, kjúklingalifur, bleikja, hum- ar, möndlur, hvítt súkkulaði og rab- arbari. Framreiðslunemarnir kepptu í vínfræðum, fyrirskurði, uppdekkn- ingu á borðum og borðskreytingum, pöruðu vín með matseðlum, blönd- uðu hanastél, kepptu í mismunandi framreiðsluaðferðum og faglegri framreiðslu. Góða skapið er gulls ígildi  Framreiðslu- nemar sigruðu í norrænni keppni Ljósmynd/Ólafur Jónsson Gull- og silfurverðlaunahafarnir Frá vinstri á myndinni eru Hinrik Lárusson matreiðslunemi, Axel Árni Herberts- son framreiðslunemi, Sigurður Borgar Ólafsson matreiðslunemi og Steinbjörn Björnsson matreiðslunemi. „Keppnin hefur verið haldin í um 30 ár. Okkur hefur í gegnum tíðina gengið betur í matreiðslu. Þjálf- unin á veitingastöðunum og kennslan í skólanum hefur náð að spila vel saman,“ segir Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs hjá IÐAN. „En nú hrepptum við gullið í framreiðslu, sem er stór áfangi því Danir hafa verið mjög sterkir í framreiðslu og þarna voru þeir á heimavelli,“ segir Ólafur og kveðst ánægður með frábæran árangur nemanna. Að nema matreiðslu og fram- reiðslu njóti vaxandi vinsælda, sér- staklega matreiðslan og keppnir séu eitt af því sem geri námið áhugavert og skemmtilegt. „Það er mikil lyftistöng fyrir nema að fá að spreyta sig í keppni og mikill áhugi á að taka þátt og spreyta sig á meðal jafningja.“ Keppni er nemum lyftistöng SIGURINN Í FRAMREIÐSLU SÉRSTAKLEGA ÁNÆGJULEGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.