Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að haga málum þannig að kraftar þínir komi ekki síður öðrum til góða en sjálfum þér. Reyndu að veita þér það, ef þú getur. 20. apríl - 20. maí  Naut Það sem maður laðast að og það sem er manni gott er ekki endilega alltaf það sama. Klappaðu sjálfum þér á bakið fyrir að þora að íhuga að snúa baki við því sem þú þekkir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sumum finnst þeir þurfa að fegra hlutina en það á ekki við um þig. Mundu að enginn er eins heyrnarlaus og sá sem ekki vill heyra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Samskipti við maka og vini eru nokk- uð stirð um þessar mundir. Passaðu þig á að láta ekki fullkomnunaráráttuna þvælast fyrir mikilvægum ákvörðunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu bjartsýnn og láttu vol annarra engin áhrif á þig hafa. Varastu að gera upp á milli manna af persónulegum ástæðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert staðráðinn í að leggja mikið á þig til þess að auka tekjurnar núna. Farðu líka fram á að fólk skili hlutum sem þú hefur lán- að því. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhver er tilbúinn til að aðstoða þig við að gera umbætur á heimilinu eða í einkalíf- inu. Hafðu fyrirhyggju og góða stjórn á fjár- málunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert í náðinni hjá samstarfs- mönnunum og ættir að nota tækifærið til þess að koma hugmyndum þínum á fram- færi. Dugnaður þinn gerir þér kleift að koma miklu í verk. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Afskipti koma reyndar í veg fyrir að fólk skilji það sem því er ætlað. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú flækist inn í mál sem á eftir að valda þér miklu angri. Þú þarft að tala þínu máli og veist að enginn getur gert það fyrir þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú býrð yfir miklum fróðleik sem þú getur miðlað til annarra ef þú ert tilbúinn til að gefa af sjálfum þér. Treystu á sjálfan þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fólk virðist almennt standa í þeirri trú í dag að það viti hvað öðrum er fyrir bestu. Þú gætir komist að leyndarmáli í trúnaðar- samtali. Þessi sonnetta Ólafs Stef-ánssonar, –„Vor kemur og fer“ – lýsir hugrenningum bóndans hvernig hann upplifir þennan árs- tíma: Gengur nú allt í græna endurlifun, græðast tún og holt af fullum þunga. Fagnar jörð að fæðist vorið unga, þó fátt sé nýtt og lífið sífelld klifun. Enn gægist nálin gegnum sinuflæmið, gamalt hjólfar þornar upp og ræsist, vindur suðar, vermir kinn, og æsist vilji og þor, – en slíkt er kallað væmið. En hretin bíða í heljarlöngum röðum, á helgum degi kemur oft það fyrsta. Kólguhryðjur kynna sig og byrsta, kæfir snjó í for á vegi’ og hlöðum. Svo birtir til með blíða sumardaga, og „bannsett vorið“ orðið gömul saga. Hreinn Þorkelsson yrkir á Boðnarmiði þessa stöku með „lif- andi“ mynd sem skýrir stökuna og gerir hana „lifandi“: Ennþá er súgurinn í ‘onum eygló í bæjarferð himinn í skjóli af skýjunum skríkjandi söngfuglamergð. Viðar Konráðsson áttar sig á, hvað síðan tekur við: Elskendur innbrenndra hama til uppgjafar virðast mér knúðir. Súgurinn er við það sama og sólin er farin í búðir! Sigurður Ingimundarson Eng- landsfari orti: Út er runnin æskan blíð; ellin gerir mig þungan. Aftur kemur kærri tíð; Kristur gerir mig ungan. Jónas í Hróarsdal í Skagafirði orti, – vafalaust í vorharðindum: Bágt á ég með barnakind bjargarvana í hreysi. Sendu, Drottinn, sunnanvind svo að vötnin leysi. Ekki er þetta falleg mannlýsing hjá Árna Óla: Stóðu öll vopn á verjum manns vóðu að svipir fornir; glóðum elds að höfði hans hlóðu refsinornir. Að lokum eftir Þorstein tól Giss- urarson: Að kveða lof um látinn mann linar í mér kátínu. Lítils met ég þvætting þann þó hann sé á látínu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Saga ný verður gömul „ÓKEI… EN HVER ERU LANGTÍMAMARKMIÐ ÞÍN?“ „ÞETTA ER EKKI KARTÖFLUMÚS, FRÖNSKU KARTÖFLURNAR DUTTU Á GÓLFIÐ.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... biðarinnar virði! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann JÁ, EN HANN GETUR JAFNAÐ SIG! SÁ VINNUR SEM VINNUR FYRST TVO AF ÞREMUR! GRETTIR, MIG ER AÐ DREYMA ÞENNAN DRAUM AFTUR ÞAÐ ER DRAUMURINN ÞAR SEM ÉG ER LÆSTUR ÚTI BUXNALAUS MIG ER AÐ DREYMA, ER ÞA Ð EKKI? NÚ KEMUR BESTI PARTURINN VAR HUNANG AÐ SÆRA TILFINNINGAR VINAR SÍNS? Það vakti athygli þegar kvennaliðKR í körfubolta fór í gegnum keppnistímabilið í vetur, 30 við- ureignir, án þess að tapa leik. Liðið vann alla 24 leiki deildarkeppninnar í fyrstu deild og sló út báða andstæð- inga sína í úrslitakeppninni um sæti í efstu deild í sex leikjum. Liðið féll þó út í bikarnum og var því ekki með öllu taplaust. x x x Víkverji velti fyrir sér hvort þettaværi einsdæmi og komst að því að svo er ekki. Gísli Georgsson, fyrr- verandi formaður stjórnar körfu- knattleiksdeildar KR, er með fróðari mönnum um körfubolta á Íslandi. Hann hefur farið yfir undanfarna fjóra áratugi og orðið margs vísari. x x x 1961 vann KR alla sína leiki á Ís-landsmótinu og tryggði sér sinn fyrsta titil. Reyndar var aðeins leik- inn einn leikur. Hann var við Ár- mann. Í Ármannsliðinu voru hand- boltakonur, en leikmenn KR æfðu körfubolta og sigruðu 28:11. x x x Öllu meira er að marka tímabilið1998-99. Liðið sigraði þá í öllum leikjum sínum í deildinni, 20 alls, og varð deildarmeistari. Í undan- úrslitum sló liðið Grindavík út í tveim- ur leikjum og fagnaði svo Íslands- meistaratitli eftir að hafa sigrað Keflavík 3:0. Liðið varð einnig bik- armeistari (þrír leikir) og vann alla fjóra leiki sína í Reykjavíkurmótinu. KR vann sem sagt alla 32 leiki tíma- bilsins. x x x Árið 1983 vann KR bæði deild ogbikar með fullu húsi. Keflavík vann deildina með fullu húsi árið 1997, 18 leiki, en féll síðan út í úr- slitakeppninni fyrir Grindavík. Segir Gísli ótrúlegt að kvennalið Keflavíkur hafi aldrei klárað deildina með fullu húsi nema í þetta eina sinn þrátt fyrir alla titlana síðustu 25 árin. x x x Gísli er ekki með upplýsingar fyrirárin 1955-77, en þar sem þá hafi frekar fá lið verið um hituna sé mjög líklegt að lið hafi unnið með fullu húsi. vikverji@mbl.is Víkverji Enginn er sem þú, Drottinn. Voldugur ert þú og mikill er máttur nafns þíns. (Jeremía 10.6) Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Svampþvottastöð Afkastamikil sjálfvirk þvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Opið virka daga kl. 8 -19 helgar kl. 10 – 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.