Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018 Hljóðvist bætt og umhverfið fegrað Grjótkörfuveggur sem reisturhefur verið milli Lönguhlíð-ar og Rauðarárstígs í Reykjavík hefur breytt götumynd Miklubrautarinnar talsvert. Spurður um tilgang veggjarins vísar Þor- steinn Rúnar Hermannsson, sam- göngustjóri Reykjavíkurborgar, í svar umferðarsérfræðinga borg- arinnar við fyrirspurn á vefsíðu borg- arinnar. Þar segir meðal annars: „Það er gert til að bæta hljóðvist og auka umhverfisgæði íbúa við Miklubraut og fyrir þá sem nota úti- vistarsvæðið á Klambratúni. Vegg- urinn við Klambratún bætir einnig öryggi gangandi og hjólandi vegfar- enda. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerð- arinnar og Vegagerðin gerir þá kröfu að leitast sé við að hindra að gang- andi vegfarendur geti farið yfir Miklubraut við Klambratún nema á gangbrautarljósum við Reykjahlíð. Í dag er umferð gangandi vegfarenda yfir götuna hindruð með vegriðum og girðingu á miðeyju. Við hönnun stóð því valið á milli þess að hafa vegrið og girðingu á miðeyju eða lága veggi sitt hvorum megin götunnar.“ Að beiðni íbúa Á vefsíðu borgarinnar kemur einnig fram að á skipulagsstigi og við und- irbúning framkvæmdar hafi ítrekað komið fram beiðnir íbúa og hverfis- ráðs Hlíða um að samhliða uppbygg- ingu strætóreinar yrði hljóðvist bætt og umhverfið fegrað með meiri gróðri. Að norðanverðu er grjótvegg- urinn 1,3-1,5 m yfir akbraut en að há- marki um 1,2 m yfir hæð hjóla- og göngustíga. Að sunnanverðu verður steyptur veggur sem verður um 1,0- 1,2 metra hár. Þeir sem þarna fara um gangandi og hjólandi munu því sjá vel yfir veggina. Á sunnanverðu Klambratúni eru m.a. leikvöllur og körfuboltavöllur og er fullyrt að veggurinn við Klambratún muni bæta hljóðvist á túninu. Einnig kemur fram að við hönnun á umhverfinu hafi sérstaklega verið hugað að auknu öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda og bættri að- stöðu fyrir þá. Sérfræðingar sem unnið hafa að verkefninu munu ekki hafa talið ástæðu til að setja upp vegrið til að varna því að bílar aki á veggi norðan eða sunnan götunnar. „Um er að ræða götu í grónu borg- arhverfi með mikilli umferð og tak- mörkuðum hraða og aðstæður því aðrar en á vegum þar sem vegrið eru almennt í notkun. Ljósastaurar, sem nú standa í götukanti, verða aftan við veggi,“ segir í svari við fyrirspurn á vefsíðu borgarinnar sem samgöngu- stjóri vísaði til. Hagkvæm framkvæmd Skilyrt var í deiliskipulagi að hljóð- verja aðliggjandi svæði, bæði íbúða- byggðina að sunnanverðu, garðinn og stígana að norðanverðu. Að sögn Þráins Haukssonar, landslags- arkitekts hjá Landslagi, sem kom að verkefninu, voru nokkrir kostir í stöðunni, til dæmis að hlaða vegg eða hafa hann úr steypu eða timbri. „Nið- urstaða ráðgjafa og verkkaupa var að gera þetta með þessum hætti. Líka hefði komið til greina að hlaða vegg, eins og við þekkjum í kringum Þjóð- arbókhlöðuna. Þetta er hins vegar mun hagkvæmari framkvæmd sem talin er skila sama árangri og endast jafnvel lengur. Þess utan gleypir grjótkarfan hljóð betur en til dæmis sléttur steyptur veggur sem speglar hljóðið meira.“ Þráinn segir menn líka hafa haft í huga að stækka Klambratúnið í átt- ina að Miklubraut svo fólk hjóli og gangi í jaðri garðsins og sé um leið í vari fyrir akandi umferð. „Fólk losn- ar við hljóðið en sér samt yfir vegg- inn. Þannig að ferðalagið ætti að verða yndislegra en áður.“ Efnið er bögglaberg og ber Þráinn lof á verktakann sem hafi nostrað við framkvæmdina; hlaðið grjótinu vand- lega í körfurnar í stað þess að hrúga því inn, eins og stundum tíðkast. „Að mínu mati er þetta mjög vel gert og setur ný viðmið í svona frágangi.“ Einnig var lögð áhersla á að hafa yfirbragðið eins grænt og kostur er og Þráinn bendir á, að eftir sé að ganga frá beðum og gróðri á svæðinu sem komi til með að breyta heildar- svipnum heilmikið. „Áherslan í því sambandi er á borgarumhverfi en ekki hraðbrautarumhverfi,“ segir hann en þess má geta að rannsóknir hafa sýnt að með því að þrengja sjón- svið ökumanna, t.d. með gróðri og lágum veggjum eins og þarna er gert, dregur úr hraða bílaumferðar. Þráinn á fastlega von á því að grjótkörfuveggir verði notaðir meira í náinni framtíð enda hafi lausnin gefið góða raun víða er- lendis og ekki bara í gatnaum- hverfinu. Vinna við fram- kvæmdina er langt komin og eru verklok áætluð í júní næst- komandi. Grjótkörfuveggurinn setur sterkan svip á Miklubraut- ina við Klambratún. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grjótkörfuveggurinn á Miklubrautinni hefur þann tilgang að bæta hljóðvist og auka umhverfisgæði íbúa við götuna og fyrir þá sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Veggurinn við Klambratún er einnig sagður bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Ekki er gert ráð fyrir því að um- ferð um þennan vegarkafla auk- ist vegna breytinganna. Fjöldi einkabíla sem aka um kaflann takmarkist af afkastagetu gatnamóta Miklubrautar og Lönguhlíðar. Þar verða ekki gerðar breytingar og því ekki verið að stuðla að aukinni bíla- umferð. Tekið er fram að með tilkomu strætóakreinarinnar þurfi að láta græna ljósið lifa lengur og lengja rýmingartíma gangandi á gönguljósum við Reykjahlíð en það dregur úr af- köstum götunnar vegna um- ferðar bíla á þeim stað. Ekki er heldur áætlað að um- ferðarhraði komi til með að aukast vegna framkvæmdanna. Við hönnun götunnar var þvert á móti hugað að því að draga úr umferðarhraða frá því sem nú er. Gróður verður á miðeyju og einnig beggja vegna götunnar og vegrið og girðing á miðeyju hverfa. Eins verða sett upp hraðaskilti sem mæla og sýna hraða bíla sem eru að aka inn á kaflann og aðvara ökumenn. Umferð eykst ekki Nú er unnið að uppsetningu grjótkörfuveggja og hljóð- mana við Rauðagerði og segir Þorsteinn Rúnar Her- mannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, sömu rök- semdir gilda um þá fram- kvæmd og framkvæmdina við Klambratún. Þar eru grjót- hleðsluveggirnir þó felldir inn í hefðbundnari jarðvegsmön. Gerð verður strætórein á austurakbraut Miklubraut- ar við Rauðagerði. Einnig verður gerður hjóla- og göngustígur á svæðinu og hljóðmön með gróðri verður sett milli götu og stíga. Framkvæmdir við grjótkörfuvegg standa nú yfir við Rauðagerði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Líka við Rauðagerði Þráinn Hauksson ’ Til að styrkja yfirbragð Miklubrautar sem borgargötu mætti gróðursetja krónutré með reglulegu millibili á miðeyju göt- unnar. Mikilvægt er að huga að frágangi slíkrar framkvæmdar til að verja trén gagnvart snjómokstri, saltaustri og slætti. Úr samþykktu deiliskipulagi. INNLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.