Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 2
Mikið lifandis skelfingar ósköp fór vel á með þeim EmmanuelMacron Frakklandsforseta og hinum bandaríska kollega hans,Donald Trump, í og við Hvíta húsið við upphaf opinberrar heimsóknar þess fyrrnefnda í vikunni. Sáuð þið þessar myndir? Þeim virt- ist lífsins ómögulegt að taka hendurnar hvor af öðrum. Uppákoman minnti einna helst á turtildúfur úr stétt kóngafólks að opinbera trúlofun sína. Og kannski rúmlega það, alltént var Harry Bretaprins hvergi nærri eins fjölþreifinn þegar hann frumsýndi hana Meghan sína fyrir fáeinum mánuðum. Var ást þeirra þó ósvik- in. Einu þjóðarleiðtogarnir sem slá Macron og Trump mögulega við eru Leoníd gamli Bréshnev og Er- ich Honecker en sá sovéski smellti sem frægt er einum rennblautum á hinn austur-þýska starfsbróður sinn um árið. Beint á munninn. Enginn sem hana hefur séð losnar við þá mynd úr kollinum. Þeir koma, að því er virðist, hvor úr sinni áttinni; Macron þessi blíði nútímalegi metrósexúalmaður, og Trump svolítið hrjúfur, luralegur og gamaldags, svo við orðum það bara pent. Eigi að síður eru þeir alveg dæmalaust fleðulegir hvor í garð annars. Hver man ekki eftir því þegar Macron ruddi hverjum þjóðarleiðtoganum af öðrum hér um bil um koll til að geta staðið við hliðina á Trumpinum á ljósmynd sem til stóð að taka á fundi Atlantshafsbandalagsins, helstu iðnríkja heims eða einhverra slíkra höfðingjaklúbba. Man ekki nákvæmlega hverjum. Svo virðist sem Macron tilbiðji manninn; nema þá hann vilji bara halda óvininum þétt að sér. Það er kunn herkænska. Núna þegar Donald Trump hefur sýnt á sér þessa alúðlegu kossa- og knúshlið lofar það tvímælalaust góðu þegar hann loksins hittir ólík- indatólið Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Maður sér strax fyrir sér tilhlaup í anda Cathy og Heathcliff í Fýkur yfir hæðir. Báðir eru þeir mjúkir menn á línurnar og vel má ímynda sér kappana skella saman, líða út af og velta sér í urrandi alsælu upp úr Móður jörð. Rjóða í vöngum. Þeirrar stundar myndu allir menn njóta; nema mögulega aumingja Emmanuel Macron. Hann yrði ugglaust ofurlítið abbó. AFP Alúðlegir þjóð- höfðingjar Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.iis ’Maður sér strax fyrirsér tilhlaup í andaCathy og Heathcliff íFýkur yfir hæðir. Hvað er að frétta? „Útgáfa nýju plötunnar minnar og undirbúningar myndlistarsýningarinnar sem hófst á fimmtudag hef- ur yfirtekið allt. Það verður gott, þegar þetta er búið, að fara að hugsa um náttúrulegri hluti eins og garð- yrkju og vorverk.“ Hvernig er hljómurinn á nýju plötunni? „Að sumu leyti er hann svipaður og á fyrri plötunum, kannski að einhverju leyti þyngri, aðeins dekkri litir. Alltaf er þó verið að tala um hversdagslegar glímur.“ Hvaðan kemur titill plötunnar, Þriðja kryddið? „Þegar ég hlustaði á plötuna þegar hún var tilbúin fattaði ég að það var eitthvert leiðarstef þarna, eins og að velja ein- faldar leiðir í lífinu. Þá varð þessi titill til í kjölfarið því þriðja kryddið er einföld leið í matreiðslu og ákveðin lífsspeki – ef þú ferð þriðja krydds leiðina í lífinu þá ertu að velja einföldu leiðina en ekki þá flóknu.“ Hvernig verk ertu með á myndlistarsýningunni? „Þemað á sýningunni er líka þriðja kryddið en eitt lag á plötunni, „Er of seint að fá sér kaffi núna?“, hefur heltekið mig. Ég tengi þá spurn- ingu við svo margt annað sem maður veltir fyrir sér; Er of seint að gera eitthvað ákveðið í lífinu núna? Er ég of gamall fyrir þetta núna? Ég bjó til nokkur skilti út frá þessum lagatitli, grafísk verk, og svo sýni ég ljósmyndir af hringtorgunum á Reykjanesbrautinni sem hafa verið mér hugleikin í mörg ár.“ Hvað er framundan eftir útgáfutónleikana? „Túr um landið. Ég tek mér smá hlé meðan Íslendingar njóta að hlusta á Eurovision og ég geri það líka sjálfur, en það er ekki hægt að halda uppi annarri skemmtidagskrá á meðan. Maí fer í tónleika- ferðalög og svo fer maður í Havaríið fyrir austan í lok maí, þá byrjar tónleikadagskrá í Berufirði sem stendur fram í ágúst en við kynnum þá dagskrá 2. maí.“ Hvernig leggst sumarið í þig og hver verða sveitaverkin? „Reyni að koma fræjum og útsæði ofan í jörðina í maí. Sumarið leggst mjög vel í mig, ég vona að tíðin verði góð og það er komin smá reynsla á þetta hjá okkur fyrir austan, maður er ekki að gera allt í fyrsta skipti núna. Það er öryggi sem fylgir því og smá rútína, mað- ur gerir hlutina betur og það er skemmtilegt.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon PRINS PÓLÓ SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Sara Matthíasdóttir Já, ég geri það. Mér finnst nafnið á prinsinum krúttlegt. Ég hélt samt að það yrði Albert. SPURNING DAGSINS Fylgist þú með fréttum af bresku konungs- fjölskyld- unni? Liam Hewitt Ég geri það stundum; ég er þaðan. Ég veit samt ekki hvað litli prinsinn heitir. Jens Arnljótsson Nei, það geri ég ekki, ekki neitt. Ragnhildur Anna Þorgeirsdóttir Nei, ekki nema það sem dúkkar upp á Facebook og jú, ég les mikið um þau á mbl.is. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndin er af Getty Images/ iStockphoto Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, gaf út sína þriðju plötu í vikunni, Þriðja kryddið. Myndlistarsýning með verkum eftir hann var líka opnuð í Gallerí Port á Laugavegi og stendur til 1. maí. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, reka gisti- heimili og menningarstarfsemi í Berufirði sem kallast Havarí. Spurningin um kaffið heltók hann

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.