Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 24
HEILSA Jóga þýðir heild eða sameining en líkami, tilfinningar og hugur myndaeina heild. Við erum ekki aðskilin hvert frá öðru heldur myndum við eina heild sem er samofin lífríki jarðar. Horfum á heildina 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018 Feður í fæðingarorlofi hafa núfengið sérstaka jógatíma fyrirsig og barn sitt í Jógasetrinu við Skipholt. Eigandi setursins og einn kennaranna á námskeiðinu er Auður Bjarnadóttir en hana hafði lengi langað að byrja með pabbajóga á stöðinni. „Þetta er eins og annað í Jógasetr- inu, þetta er allt eitthvert ferli,“ segir Auður og útskýrir að hún hafi byrjað með meðgöngujóga og út frá því hafi mömmujógað þróast. Seinna vildu konurnar fá makana með og úr því þróaðist parakvöldið. „Síðan hef ég verið spurð síðustu ár hvort ég sé ekkert að hugsa um að vera með pabbajóga. Ég er búin að vera að grínast með það í svona tvö ár að það sé enginn biðlisti í pabbajóga. Svo kom einn mjög áhugasamur um dag- inn og vildi komast inn í mömmu- jógahópinn og þá hugsaði ég að við ættum nú kannski bara að prófa þetta,“ segir Auður og varð þetta kveikjan að þessu námskeiði sem nú stendur yfir. Vantar pabbahópa „Þeir eru ekki margir en þeir eru mjög ánægðir og glaðir sem eru á námskeiðinu. Ég heyri það frá kon- unum að þegar þær eru búnar í sínu orlofi og farnar að vinna að það er ekki eins mikið prógramm hjá pöbb- unum sem eru heima með barnið,“ segir hún en viðburðir sem tengjast börnum á þessum aldri eru oftar en ekki tengdir mömmuhópum af ýmsu tagi en þessu vildi Auður breyta. „Konur eru dug- legri að fara út með börnin og hitta aðr- ar konur eins og í mömmujóga og svo fara þær saman út að borða. Konur eru vanar svona saumaklúbbum. Hugsunin með jógað er líka til að hafa eitthvað fyrir þá, svona pabbaklúbbur þar sem þeir geta hitt aðra feður. Þeir hafa gaman af þessu og börnin eru mjög lífleg. Þau eru aðeins eldri en almennt í mömmujóganu. Það er aðeins meira fjör og skrið um gólfið. Ein skreið al- veg upp að búddastyttunni sem er á veggnum og á meðan skreið önnur að pallinum mínum en ég þóttist ætla að vera að passa börnin á meðan þeir sváfu. Þetta var mjög skemmtilegt. Maður fær alveg nýja samúð með því að vera nýtt foreldri á 150% vaktinni með barn sem fer upp um allt.“ Námskeiðinu er lýst þannig að feð- ur og börn stundi þar mjúka og styrkjandi hreyfingu saman. Teygjur, liðleiki og slökun eru í fyrirrúmi og fá börnin auðvitað sína athygli með því að taka þátt í leikandi æfingum. Ekki skrýtið heldur sjálfsagt Hjá mörgum konum hefur meðgöngujógað og mömmujógað verið leið inn í frekari jóga- ástundun á meðan karlar hafa ekki verið eins mikið í jóga en Auður segir þetta vera að breytast. „Í kennaranáminu hjá mér eru oft kannski 30% þeirra sem eru í náminu konur sem hafa byrjað hjá mér í með- göngujóga. En við erum búin að vera með sérstaka karlajógatíma í tvö ár,“ segir hún en þessir tímar eru opnir fyrir feðurna í pabbajóga. „Stundum er ég alveg gapandi, hef verið að kenna og kem fram og þá sitja þeir þarna eins og í saumaklúbbi að fá sér te fyrir tímann,“ segir Auður sem er ánægð með stemninguna sem hefur myndast í kringum tímana. „Það er gaman að horfa inn í sal og sjá 20 karla að gera jóga saman. Þetta hefði bara ekki gerst fyrir fimm árum. Það er mjög hröð breyting hvað varðar jóga sem hefur átt sér stað.“ Auður segir ennfremur að með- göngujógað hafi aldrei notið jafn mik- illa vinsælda og nú. „Jóga er orðið svo almennt að þetta þykir ekki skrýtið heldur sjálfsagt, þetta eru breyttir tímar,“ segir frumkvöðullinn Auður. Fyrsta pabbajóganámskeiðið stendur nú yfir en áhugasömum pöbbum er bent á að hafa samband við Jógasetrið upp á frekari námskeið og uppákomur en upplýsingar er að finna á jogasetrid.is. Arna Rín kenndi pöbbunum í tímanum þegar ljósmynd- arinn kom í heimsókn. Morgunblaðið/Valli Skemmtileg samvera Pabbajóga er nýjung hjá Jógasetrinu. Auður Bjarnadóttir jógakennari segir tímana sérlega líf- lega og skemmtilega, enda börnin orðin eldri þeg- ar pabbarnir mæta með þau. Svona samveru- stundir hefur skort fyrir feður í fæðingarorlofi. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Teygjur, liðleiki og slökun eru í fyrirrúmi og fá börnin auðvitað sína athygli með því að taka þátt í leikandi æfingum eins og þessari með litríku slæðunni. Auður Bjarnadóttir Það er eitthvað stórkostlegt við að vera viðráslínuna í stórum hópi samsettum úrótal einstaklingum sem allir stefna að sama marki. Einstaklingurinn verður hluti af stærri heild í hópi og stemningin engu lík. Sú hrifnæma hópsál sem ég er nærist á orkunni sem magnast upp í þessum aðstæðum. Þessa helgi verð ég meðal mörg hundruð þátttakenda í Fossavatnsgöngunni á Ísafirði. Búin að drösla áhugalítilli fjölskyldunni í annan landshluta eft- ir að hafa leitað logandi ljósi að gistimöguleikum fyrir okkur í nágrannabæjarfélögum til þess að hvetja mig áfram – eða að minnsta kosti njóta ferðalagsins. Þetta er í fyrsta skipti sem ég reyni fyrir mér á gönguskíðum þótt ég hafi nokkrum sinnum tekið þátt í keppni í almenningsíþróttum. Ferlið er alltaf svipað; þegar ákvörðun er tekin um að taka áskorun er hún þægilega langt inni í fram- tíðinni og kona hugsar með sér: „Þetta verður gaman, iss ég verð búin að ná frábærum tökum á íþróttinni þegar þetta verður!“ Þegar nær dregur fara efasemdaraddirnar innra með mér að hækka róminn og segja: „Þú ert biluð að reyna þetta“, „þú verður að æfa þig meira“, „það er alltaf hægt að hætta við“ … og þá strax á eftir: „Ef þú hættir við ertu AUMINGI!“ Á þessum tímapunkti í ferlinu er voða lítið skemmtilegt við hugmyndina. Svo þegar stóra stundin rennur upp og keppnin hefst með því að fólk leggur einbeitt af stað gerast töfrarnir. Manneskjan sem ein lítil fruma í líkama lífveru sem hlykkjast um lands- lagið, ákveðin í að gera sitt besta, og þar finnur kona gleðina. Loksins fer keppnisskapið að vinna með henni. Að komast í mark er svo toppurinn. Tilfinn- ingin sem réttlætir allar æfingarnar og efa- semdirnar sem virðast óhjákvæmilegur fylgi- fiskur þess að takast á við krefjandi áskorun. Á þeirri stundu spila allar heimsins tilfinningar sína sinfóníu í kroppnum: Stolt yfir að klára, léttir yfir að þurfa ekki að endurtaka leikinn, gleði yfir upplifuninni og þakklæti fyrir að hafa heilsu sem vinnur með órökréttri kappsemi. Mögulega eru fleiri en ég hrifnæmar hópsálir sem bæði elska orkuna og að strjúka egóinu í leiðinni með þátttöku sinni. Að minnsta kosti hefur ýmiskonar keppnum fjölgað stórkostlega og þátttökumet eru slegin árlega. Þetta er sann- arlega rannsóknarefni. Mögulega er þetta merki þess að nútímafólk sé bara meðvitaðra um mik- ilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Mögulega höfum við meiri tíma en forfeður okkar. Mögulega er það rétt sem ég heyrði Kára Stefánsson segja í viðtali að manneskjan sem dýrategund hafi óbil- andi þörf fyrir að reyna á hvar mörkin liggja og refsa sér í raun í leiðinni. Mögulega þurfum við á því að halda á einhvern frumstæðan hátt að upp- lifa hvernig það sé að berjast fyrir lífi okkar en fáum ekki tækifæri til þess í friðsælu velferð- arsamfélagi allsnægtanna. Hvað mig varðar akkúrat núna, nokkrum dögum fyrir keppni, er ég harðákveðin í að taka aldrei aftur þátt í keppni. Að minnsta kosti ekki fyrr en næsta stórafmælisaldurskrísa bankar upp á og vantar staðfestingu þess að allt sé mögulegt. Hrifnæm hópsál hafnar allri skynsemi Út fyrir rammann Agnes Ósk Sigmundsdóttir agnesosk@gmail.com Getty Images/iStockphoto

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.