Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 15
an. Gjaldeyrishöft þýddu að nýta varð hverja krónu svo fyrir suma munaði að eiga eitthvað í töskunni en oft var þetta hræðsla við matinn, eða vissan um að það íslenska bragðaðist best í heimi, eða eitthvað fengist ekki í útlandinu. ❊ Frændi minn tók til dæmis arómat með í allar ferðir, marga stauka ef ferðin var löng. Eitt sinn hellt- ist arómatið yfir alla töskuna, þar með yfir Aðeins allra yngstu kynslóðum finnst eðlilegur hlutur að fara í flug, eldri kynslóðir, þar með talin und- irrituð, muna eftir því hversu hátíð- legt það var að fara í flug. Sérstök dress voru keypt fyrir ferðina, fjölskyldan var jafnvel búin að sauma samlitan alklæðnað á alla í stíl til að vera í fluginu. „Flugdress“ var alvöru fyrirbæri. Ég var áskrif- andi að Æskunni og ég man að þeg- ar blaðið barst varð að geyma blaðið í plastinu í nokkrar vikur, mátti ekki opna það fyrr en 10. júlí, „í flugvél- inni“ þar sem það var rifið upp við hátíðlega athöfn. Meðferðis var að sjálfsögðu þurrkaður saltfiskur - til að „tipsa hótelstarfsmenn með“ en slíkt athæfi virðist hafa verið sjálf- sagt meðal margra hérlendis og er hjá sumum enn. ❊ Kollegi minn á blaðinu fór í sól- arlandaferð í kringum 1980. Klein- ur voru bakaðar fyrir ferðina og settar ofan í ferðatöskuna. Sér- stök handklæði með vösum voru svo saumuð fyrir alla fjölskylduna. ❊ Svo var það maturinn sem Ís- lendingar tóku með sér að heim- hvítu sumar- skyrturnar og hann var þekktur sem gæinn í karrígula dressinu í ferðinni. ❊ Ofan í töskurnar rataði hangi- kjöt, niður- soðinn mat- ur og til eru nýlegar frá- sagnir af fólki sem fór með lambalæri til Krítar. Það var því ekkert óvanalegt að teknar væru upp Ora-fiskibollur í bleikri sósu á íbúðahótel- inu eftir langan dag á ströndinni. ❊ Stundum varð vart við ákveðna hræðslu við matinn, jafn- vel vatnið – að það væri eitrað eins og Sigurdór Sigurðsson, fyrr- verandi fararstjóri á Spáni, sagði frá í Þjóðviljanum 1984. Farþegar komu þá með 80 lítra af íslensku vatni, í mjólkurfernum. ❊ Það skipti líka máli að vera í fal- legum fötum í ferðinni. Skrifað var um að þau gætu hreinlega skorið úr um hvort fólk myndi pipra, í sumarfríum yrði framtíð- armakinn gjarnan á vegi manns. Fallegur sundbolur gerði krafta- verk, gervihár á kvöldin til að þykkja það, það var líka nauðsyn- legt að láta kartöflurnar í friði fyr- ir ferðina og megra sig. Karlmenn þurftu að hafa minni áhyggjur, bara að passa að vera í þröngum buxum á kvöldin og litríkum skyrtum við, meðan konum sem fengu gjarnan gæsahúð var bent á þetta: „Á sumrin eru kjólar með stutt- um ermum algengastir, en það er ekki fallegt ef handleggirnir eru rauðir með „gæsahúð“, sem svo er nefnd.“ Spariklædd í flugið … með Ora-baunir AFP Þegar íslenski ferðamaðurinn fór að fara til útlandavoru ferðir bundnar við Norðurlönd, England ogÞýskaland. Kaupmannahöfn var vinsæl millilend- ing til að halda eitthvað áfram með lest, bíl eða næsta flugi. Þegar ferðalögin urðu lengri og leiðin lá aðeins sunnar var gleðin mikil að uppgötva hversu hræódýr leikvöllur Spánn og eyjarnar þar í kring voru. Majorka, Costa del Sol, Ítalía, Kanaríeyjar. Þetta gat þó verið misódýrt milli ára og gjaldeyrishöftin höfðu sitt að segja. Í kringum 1965 eru ferðir til heitari landa orðnar reglu- bundnar. Í fyrstu voru utanlandsferðir okkar hálfgerðar inn- kaupaferðir og minntu um margt á kaupstaðarferðirnar áður fyrr. Þetta breyttist smám saman þótt vissulega fari fólk ennþá slíkar innkaupaferðir í dag. Sólarlandaferðir hafa sennilega ekki síst notið vinsælda því þær hafa oftast verið hagstæðastar fyrir Íslendinga. Ferðafrömuðurinn Ingólfur Guðbrandsson sagði eitt sinn frá því í viðtali að hann hefði strax tekið eftir á fyrstu árum þeirra ferða að Costa del Sol höfðaði um- fram aðra staði til Íslendinga. Eins og áður segir var framan af ekkert svo sjálfsagt að hafa börnin með. Ferð- irnar voru fyrir mömmu og pabba að slaka á og njóta og það var ekki fyrr en árið 1970 sem Ingólfur sagði í sama viðtali að það væri nýbreytni að fjölskyldan öll færi saman í sólarlandaferðir en ekki bara foreldrarnir. Næstu áratugi áttu allir heimsins áfangastaðir smátt og smátt eftir að bætast við. Nýjar strendur, nýjar borgir en einnig sumarbústaðir í útlöndum, sumarhúsabyggðir í Hollandi, Þýskalandi og Danmörku, þar sem aldrei var vont veður því í miðjum þorpunum voru sundlaugar, og veitingastaðir í glerhýsum. Svo komumst við til útlanda Farþegar Arnarflugs koma úr vélinni á Spáni árið 1977. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Í fyrstu voru börnin oftast skilin eftir heima þegar farið var til útlanda en það breyttist og þá var þeirra gætt í svokölluðum barnaklúbbum. 29.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Mjög hefur færst í vöxt að efnt sé til alls kyns hópferða til útlanda og eru tilefnin harla mismunandi. Talað er um sumaraukaferðir, sólarlandaferðir, ferðir til að horfa á fótbolta, ferðir með lysti- skipum til að skoða löndin við botn Miðjarðarhafs, að ekki sé nú talað um hinar frægu og afar vin- sælu verslunarferðir, sem hafa orðið til þess að koma inn- kaupaóðu, íslensku kvenfólki í heimspressuna. Nú höfum við fregnað að ein ferðaskrifstofan sé að undirbúa spánnýja tegund skemmtiferða; svonefndar svallferðir. Það hefur frá því að Íslendingar fóru að gera tíðreist til útlanda, verið vitað mál að svall hefur í ut- anlandsferðum orðið að sitja mjög á hakanum vegna annarra anna. Mönnum hefur verið skip- að að skoða söfn, merkar bygg- ingar og jafnvel fornleifar. Hafa þá oft verið hin mestu vandkvæði á því, að íslenskir ferðamenn hefðu tök á því að stunda svall að því marki sem æskilegt þótti sam- kvæmt þjóðareðli Íslendinga. Margir hafa þó reynt að stunda svall eftir föngum í hóp- ferðum þeim, sem ferðaskrif- stofur hér hafa efnt til en jafnan við hin verstu skilyrði.“ Ný vikutíðindi, 1966. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Svallferð til sólarlanda Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íslendingar í grísa- veislu á Spáni á 8. áratugnum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.