Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 35
29.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 18.-24. APRÍL Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Dagar höfnunarElena Ferrante 2 Týnda systirinB A Paris 3 BlóðengillÓskar Guðmundsson 4 Í nafni sannleikansViveca Sten 5 FléttanLaetitia Colombani 6 ÞorstiJo Nesbø 7 Mið-AusturlöndMagnús Þorkell Bernharðsson 8 Allt sundrastChinua Achebe 9 UppruniDan Brown 10 Englar HammúrabísMax Seeck 1 Kormákur krummafóturJóna V. Árnadóttir/Elsa Nielsen 2 Stóra bókin um Hvolpasveitina Mary Tillworth 3 Risasyrpa – Sögufrægar endur Walt Disney 4 Hulduheimar 4 – Hafmeyjarif Rosie Banks 5 Veröld MíuMargrét Ýr Ingimarsdóttir 6 Lói þú flýgur aldrei einnStyrmir G./Sigmundur Þ. 7 Skafmyndalist SpiroSetberg 8 Víti í VestmannaeyjumGunnar Helgason 9 Gilitrutt barnaóperaSalka/Hildigunnur/Heiða 10 FuglarHjörleifur H./Rán Flygenring Allar bækur Barnabækur Ég er að klára að kenna Gísla sögu Súrssonar og í miðjum klíð- um í Kjalnesinga sögu og er því með þær á nátt- borðinu, það er gott að rifja aðeins upp. Svo býður hver lest- ur alltaf upp á ein- hverjar nýjar vanga- veltur, maður sér alltaf einhverja nýja vinkla. Eitt það skemmtilegasta við að vera að kenna er líka að maður fær inn nýja og ólíka ein- staklinga og þeir sjá oft eitthvað sem maður hafði sjálfur ekki tekið eftir. Nemendurnir eru líka alltaf að kenna mér. Yndislesturinn minn núna er Saga þernunnar eftir Margaret Atwood. Ég byrjaði að horfa á þættina á Netflix, en hætti svo að horfa því vinkon- ur mínar mæltu mjög með því að lesa bókina fyrst. Ætli ég taki ekki bara þættina þegar ég er búin með bókina. Undirtónninn í bók- inni er óhuggulegur og vekur líka spurningar. Það er svo margt sem við lítum á sem sjálfsagða hluti sem geta breyst skyndilega og þá er spurningin hvernig við bregð- umst við. ÉG ER AÐ LESA Sigurrós Eiðsdóttir Sigurrós Eiðsdóttir er framhalds- skólakennari. Blóðengill heitir önnur saga Óskars Guð- mundssonar um rannsóknarlögreglukonuna Hilmu, en fyrri bókin hlaut Blóðdropann árið 2016 sem besta glæpasagan og var tilnefnd til Glerlykilsins sem besta glæpasaga á Norður- löndum. Í bókinni segir frá því er stúlka hringir í Neyðarlínuna og tilkynnir að móðir hennar sé látin. Þegar lögreglan kemur á staðinn er þar ekkert að finna nema blóðbletti. Hilma er köll- uð á staðinn og hefst þá kapphlaup við tímann um að finna stúlkuna og móður hennar. Bjartur gefur út. Keisarakokteillinn eftir Ragnar Arnalds, fyrrverandi þingmann og ráðherra, gerist í fjár- málahruninu haustið 2008 og segir frá vinunum Friðriki stórkaupmanni og Bjarti Bláfells sem fjárfest hafa af miklum dugnaði í hlutabréfum bankanna undanfarin ár. Skjótt skipast veður í lofti og þegar við þeim blasir að bankarnir séu komnir í þrot og hlutaféð verðlaust ákveða þeir að bjarga fjárhagnum með því að senda unga stúlku til Parísar til að sækja mikið magn af fíkniefnum. Í fyrstu gengur allt að óskum. Tind- ur gefur út. Jan-Erik Fjell fékk norsku bóksalaverðlaunin fyrir fyrstu skádsögu sína um rannsóknarlög- reglumanninn Anton Brekke. Lukkuriddarinn, sem kom nýverið út í íslenskri þýðingu Atla Steins Guðmundssonar, er fimmta og nýjasta bókin um Brekke og glímu hans við glæpi. Í bók- inni segir frá því er bifvélavirki finnur bein úr mannshendi í undirvagninum á gömlum Cadill- ac og Anton Brekke heldur til Fredrikstad til að rannsaka manndráp þar sem miðaldra kona er fórnarlambið. Bókabeitan gefur út. NÝJAR BÆKUR Mér hefur alltaf fundist gaman að skrifa og þaðhefur alltaf blundað í mér að skrifa barnabók.Ég segi mikið við börnin sem ég kenni og við börnin mín að maður eigi að fylgja draumum sínum og hlusta á innri rödd,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem skrifaði og gaf út nýlega barnabókina Veröld Míu. Lét gamlan draum rætast „Það var einn nemandi hjá mér sem spurði mig að því hvaða draum ég hefði. Ég svaraði að mig hefði alltaf langað til að skrifa barnabók. Og ertu búin að því? spurði hann. Ég gat ekki játað því. Mér fannst þetta gott hjá honum og ég ákvað að láta minn draum rætast,“ segir Margrét og hlær. „Ég hef mikla trú á þessari bók og finnst boðskapurinn góður. Hún er nýkomin í búðir og það er þegar búið að panta meira, þannig að það er jákvætt,“ segir Margrét. Hún hefur að sjálfsögðu lesið bókina fyrir bekkinn sinn en hún kennir öðrum bekk í Hvaleyrarskóla. „Ég myndi segja að bókin væri fyrir þriggja til átta, níu ára,“ segir Margrét, en hún myndskreytti sjálf bók- ina. „Ég elska að föndra. Dýrin eru teiknuð og síðan er bakgrunnurinn föndraður og svo var það útfært í tölvu,“ útskýrir Margrét. Finnst hann heldur litlaus Aðalpersóna bókarinnar er lítill hvítur fugl sem er afar ósáttur við útlit sitt og finnst hann vera heldur litlaus. Fuglinn Mía kemst svo að því að allir hafa sína kosti og betra sé að einblína á kostina en gallana. „Mig langaði að hafa boðskap og að börn gætu lært eitthvað af henni. Ég vil að börn ýti undir styrkleika sína í stað þess að horfa á náungann. Það er mjög mikilvægt þótt auðvitað þurfi þau líka að fá uppbyggilega gagnrýni. Það stendur í skólastofunni minni: það er enginn góður í öllu en allir eru góðir í einhverju. Mér finnst að börn skorti sjálfstraust,“ segir Margrét. „Foreldrar geta rætt við börnin sín um boðskap bók- arinnar og ein kona benti á að þetta væri ekki síður góð- ur boðskapur fyrir okkur fullorðna fólkið,“ segir Mar- grét og hlær. „Við erum öll svo miklum kostum gædd, það hafa allir eitthvað til að bera. Það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt við alla.“ Að finna styrkleika sína Margrét á tvær dætur, Sölku tíu ára og Kötlu sex ára sem eru stoltar af mömmu sinni. „Ég vona að þetta veiti þeim hugrekki til að elta sína drauma. Ég skrifaði bókina til að opna augu barna fyrir eiginleikum sínum og verða ánægð með sig. Það er gott að samgleðjast hinum en ekki að bera sig saman við aðra. Börn þurfa að finna sína styrkleika og leyfa þeim að njóta sín og dafna.“ Allir góðir í einhverju Margrét Ýr Ingimarsdóttir kennari lét draum sinn rætast og skrifaði barnabók- ina Veröld Míu. Hún vill að börn finni sína styrkleika og öðlist meira sjálfstraust. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Katla og Salka eru ánægðar með bók móður sinnar, Ver- öld Míu. Margrét bæði skrifaði bókina og myndskreytti. Morgunblaðið/Ásdís Vertu velkomin! ...til dæmis eldhúsinu, með litlum tilkostnaði. Eina sem þarf eru efni og ráðleggingar frá Slippfélaginu. Það er auðvelt að breyta... Borgartúni 22 og Dugguvogi 4, Reykjavík, sími 588 8000 • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði, sími 565 0385 Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, sími 421 2720 • Gleráreyrum 2, Akureyri, sími 461 2760 Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga Hér má sjá eldhús sem gert var upp af Söru Dögg innanhússarkitekt, (femme.is), lakkað matt svart.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.