Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 12
Siðir sumarleyfisins Langþráð sumarfrí er handan við hornið. Tíminn þegar okkur „kemur þetta bara ekki við“, því eins og Stella hér um árið erum við í orlofi. Sumarfrí Íslendinga hefur lengst og breyst í gegnum áratugina, með nýjum áfangastöðum, nýjum græjum í fríið og mismun- andi hugmyndum hverju sinni um hvað raunverulegt frí sé. Sunnudagsblað Morgunblaðsins tók léttan snúning á sumarfríi lands- manna gegnum tíðina þar sem eitt er víst að breytist aldrei innanlands; alltaf þurfa stígvél, regnfatnaður og ullarföt að vera með í för. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Getty Images/iStockphoto ÚTTEKT 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018 þriggja daga sumarfrí í nýjum samn- ingum eins og bókbindarar árið 1919. Sendisveinar í Reykjavík fengu 7 daga sumarfrí í kringum 1930, í fyrsta skipti, þótt þeir hefðu í mörg ár verið sendi- sveinar. 1937 var samþykkt að veita þeim sem unnu við sorphirðu 5 daga sumarfrí. Um miðja öldina áttu flestir vinnandi menn orðið heimtingu á ein- hverju sumarfríi með launum, yfirleitt um tvær vikur. Þó var enn hópur þá sem talaði um fríin sem vitleysu, uppá- tæki nútímans sem ætti lítinn rétt á sér. Það er ekki fyrr en á 7. áratugnum sem sumarfrí er orðið algjörlega sjálf- sagt. Með fyrirvaranum með sveitina, alltaf var og hefur verið stór munur á rólegheitunum í borginni í júlímánuði og á landsbyggðinni. Nýtt fyrirbæri, sumarfrí, þýddi nýj- ar vangaveltur. Fólk sat uppi með spurningar hvert það ætti að fara, hvað það ætti að gera, átti það að hvíla sig, gera sér eitthvað sér til fróðleiks og skemmtunar? Við erum enn í dag að reyna að nýta sumarfríið okkar sem best og reyna að fá gott út úr því. Maður hafði ekki þessi sumarfríeins og nú tíðkast. Helstaskemmtun á sumrin hér í Reykjavík voru útreiðartúrarnir. Farið lengst upp á Kolviðarhól eða til Þing- valla einu sinni á sumri. Lagt af stað á laugardagskvöldum og komið aftur á sunnudagskvöldum. Legið í hlöðum um nóttina. Alltaf brennivín.“ Hafliði Jónsson verslunarmaður lýs- ir eins dags sumarfríi sínu eins og það var fyrri part 20. aldar, í Morg- unblaðinu. „Á síðastliðnu sumri tóku þau gömlu hjónin sér sitt fyrsta og eina sumarfrí. Fóru þau norður í land að finna börn sín, sem þar búa. Aldrei höfðu þau áður getað tekið sér eins dags hvíld frá störf- um og ekkert ferðast, nema stöku sinn- um í kaupstaðinn.“ Sumarfríi bónda- hjóna árið 1951, úr minningargrein. Þróunin á sumarfríum var þó hraðari hjá vinnandi stéttum í þéttbýli enda annir mestar á landsbyggðinni á sumr- in. Hröð þróun þýddi þó í fyrstu aðeins að starfsstéttir fögnuðu því að fá Fóru ekki í fríið Í raun er ekki svo langt síðan sumarfrí var ekki sjálfsagt. Eða síðan þau voru hreinlega ekki til, enginn fékk frí, nema kannski einn dag. Annir í sveit breyt- ast ekki þótt réttur til sumarfrís verði lögbundinn. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Á fjórða áratugnum tóku verslunarmenn í borg-inni eftir breytingu. Silli og Valdi sáu að fleiriog fleiri komu til þeirra áður en lagt var af stað til þess að birgja sig upp með nesti. Þótt ferðirnar væru bara nokkrir dagar, helgi eða einn dagur var þetta ný- mæli. Enda þurftu margir að vinna happdrættisvinning til að komast í sumarfrí, eins og Reykvíkingur nokkur sem vann 5.000 krónur 1935 og notaði peninginn til að taka sér sumarfrí og ferðast um landið með konu sinni. Aðbúnaður fyrir alla þessa Íslendinga sem voru að öðlast réttindi til að fá sumarfrí var lélegur. Þróunin hélst ekki í hendur, fólk fékk frí en gat ekki auðveldlega fundið stað til að dvelja á nema það hefði pantað með miklum fyrirvara. Þau sumargistihús sem voru til voru yfirfull allt sumarið á 5. áratugnum og auk þess sem vantaði gistihús vantaði nýja stétt fólks til að vinna við það. Menn veltu því fyrir sér hvort sækja ætti til út- landa reynda gistihússtjóra, yfirþjóna og matreiðslu- menn eða senda fólk út í nám, skapa yrði nýja atvinnu- grein. Fyrstu fríin Það tók „ekki nema“ 9 daga sjóferð að skreppa til Kaupmannahafnar á 4. áratugnum og var ferðin þó köll- uð hraðferð. Innanlandsferðir voru það sem fyrstu sumarfríin snerust um, bæði vegna samgangna og fjárhags. Þær voru þó ekki svo einfaldar, fáir áttu bíla og gisti- staðir af skornum skammti. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon Sumarfrí voru tiltöku- mál í byrjun síðustu ald- ar, ekki aðeins var til- kynnt hverjir fóru í frí í blöðum heldur einnig hvert þeir fóru: „Í sumarfrí fóru þeir í gær upp í Kjós, Jón Ás- björnsson, fulltrúi lög- reglustjóra, og Halldór Hansen læknir.“ „Fólkið streymir burt úr bænum í sumarfrí. Með Ingólfi í gær fór fjöldi farþega, m.a. Vilh. Bernhöft tannlæknir, Matthías Einarsson spítalalæknir, Daniel Bernhöft bakari, allir í laxveiðaferð í Grímsá.“ „Sterling fór í gær- kvöldi til Vestmanna- eyja og Leith. Meðal far- þega: Helgi Pétursson gjaldkeri og Baldvin Ein- arsson í sumarfrí til Skotlands og ýmsir fleiri.“ Þeir fóru í fríið „Gullfoss verður, eins og kunnugt er í hraðferðum milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur í sumar. Fyrir þá, sem þurfa að fara snögga ferð til útlanda í einhverjum erindagerðum, eða þá sem langar til að skreppa til útlanda í sumarfríinu sínu, en hafa ekki yfir miklum tíma að ráða eru þessar ferðir sérlega hentugar. Ferðin frá Reykjavík til Kaupmannahafnar og heim aftur tekur aðeins 17 daga, sjóferðin tekur aðeins um 9 daga.“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Útlandaferð ársins 1933 - „Hraðferð“ Í áratugi var skammast yfir því að Íslendingar gætu ekki verið göngu- fólk „eins og Norð- menn“. Þegar við vor- um hætt að þeysast milli landshluta á hest- baki tók bíllinn við. Það er samt mjög seint sem Íslendingar geta farið að ferðast um landið á eigin bifreiðum og ekki orðið sjálfsagt fyrr en á 7. áratugnum. Fólk sameinaðist um þær bifreiðar sem að- gengilegar voru, leigðu bifreiðar og fengu lán- aðar jafnvel bara þessar 1-2 vikur á ári sem sum- arfríið var og voru ekki á bíl þess á milli: ❊ Sæti laust í ágætri 5 manna bifreið í 10 daga ferð til Norðurlands. Uppl. í síma 2840 eftir hádegi í dag. ❊ Ungur maður í góðri stöðu sem ætlar í sumarfrí snemma í júlí, óskar eftir skemmti- legri stúlku á aldrinum 18—22 ára, sem ferðafjelaga. Farið verður í prívatbíl til norðurlandsins. ❊ Tvær 19 ára stúlkur óska eftir að kynn- ast 2 piltum, sem eiga bíl, sem ferðafélögum í sumarfrí. ❊ Er kaupandi að gömlum bíl, sem nota mætti í sumarfríið. Bíllinn þarf að vera sem næst í gangfæru standi. Tilboð með upplýs- ingum um tegund og verð leggist inn á af- greiðslu Þjóðviljans fyrir fimmtudagskvöld, — merkt ,,Gamall bíll — Sumarfrí". ❊ Ferðafjelagar með bifreið til yfirráða óskast í viku í sumar. Bílstjóri sem getur skipst á að keyra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.