Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 34
Ljósmynd/Ragnar Hólm Hugmyndir kallar Guðmundur ÁrmannSigurjónsson myndlistarmaður sýn-inguna sem hann opnar í Menningar- húsinu Hofi á Akureyri í dag, laugardag, klukk- an 14. Hugmyndirnar og myndheim verkanna sækir hann í umhverfið við Eyjafjörð og eru verkin öll máluð á þessu ári og því síðasta. Guðmundur Ármann málar verkin bæði á vinnustofu sinni í Listagilinu svokölluðu og úti í náttúrunni. „Ég hef í ein tíu, fimmtán ár verið að fara út að mála, oft með olíu- og akrýlliti hér áður, en það breyttist verulega eftir að ég komst fyrir nokkrum árum í kynni við nokkra sænska vatnslitamálara,“ segir Guðmundur. „Ég vann með þeim í Færeyjum og víðar; við vorum fimm manna hópur og heimsóttum hver annan og sát- um úti og máluðum. Það var mikil upplifun að byrja á því. Ég var þá í mínum heimi orðinn nokkuð fastur í einföldum og nokkuð mínimal- ískum myndum, og mér var farið að finnast ég vera að endurtaka mig. Þarna kom eitthvað nýtt inn. Það að fara út með vatnslitina og horfa á það sem var fyrir augum, hvað sem það var og byrja að mála, opnaði þá fyrir mér nýjan litaskala, með liti sem mér hafði aldrei dottið í hug að setja saman. Og það hafði áhrif í framhaldinu á olíumálverkin mín.“ Þegar haft er á orði að í bókinni Úr mynd- smiðju, sem kom út fyrir áratug og fjallar um feril Guðmundar Ármanns, megi sjá hvað ferill hans hefur þróast með markvissum hætti, þá svarar hann hlæjandi að sér hafi sjálfum fundist hann vera „óttalega lauslátur í þessu á stund- um“. En í dag vinni hann þetta tvennt alveg saman, vatnslitaverkin sem verða til úti og olíu- málverkin sem fæðast á vinnustofunni. Töfrar við að mála úti „Áhrifin af því sérstaka flæði sem ég lærði af þessum skandinavísku málurum, þar sem mað- ur hellir vatni á myndina og lætur litina flæða, gerðu það að verkum að ég fór að reyna að nota olíulitina með svipuðum hætti,“ segir Guð- mundur. „Ég vildi sjá hvernig ég gæti þynnt þá án þess að slíta í sundur bindiefni og litarefni. Þetta hefur verið viðfangsefni mitt síðustu tvö árin og afraksturinn, sem sjá má á sýningunni, er að mestu myndir sem ég hef málað nú á þessu ári.“ Þetta hefur því verið gjöfult ár hjá honum. „Það er svona þegar maður er kominn í flóka- skóna og hættur að kenna! Þá hef ég nógan tíma. Ég er svolítið í félagsmálum líka, í Gil- félaginu og í menningarmálum hér á Akureyri, sem mér finnst líka mikilvægt.“ Þegar spurt er hversu oft hann fari út með vatnslitina að mála svarar Guðmundur að þegar viðri vel og birtan sé falleg, og hitinn yfir frost- marki, þá reyni hann gjarnan að fara út að mála. „Eftir að hafa verið inni á vinnustofunni finnst mér gott að fara út að mála seinnipartinn. Ætli það megi ekki kalla þetta ákveðna hug- leiðslu, það eru einhverjir töfrar fólgnir í því að vera úti að mála með þessum hætti.“ Og hann fer gjarnan á sömu staðina. „Ég reyni að fara á staði þar sem ég hef frið – ég hef ekkert á móti því að fólk komi og spjalli en mér finnst þægilegra að vera þar sem ég er utan við alfaraleið. Stundum förum við Ragnar Hólm saman og þetta hefur orðið árátta hjá okkur báðum.“ Semi dæmi um staði sem hann nýtur að mála á nefnir Guðmundur Gáseyri, Svalbarðseyri og „góða staði inni í Eyjafirði. Staðar- byggðarfjallið er til dæmis gott myndefni en það skartar oft á vorin sínu fegursta, þá er oft ofboðslega falleg birta á fjallinu miðdegis.“ Í veiði með vatnslitunum Guðmundur segir mótífin í olíumálverkunum ekki vera jafn fígúratíf og í verkunum sem hann málar með vatnslitunum. „Þau eru einhvers staðar á mörkum, en ég vinn oftast út frá gilinu hérna,“ segir hann og á við Lista- gilið. „Hér er endalaust myndefni að vinna með, Akureyrarkirkja, Listasafnið, Ketilhúsið og vinnustofan hérna þar sem við Helgi Vilberg erum í sömu lengjunni …“ Guðmundur Ármann hefur lengi verið ástríðufullur silungsveiðimaður og hann skellir uppúr þegar spurt er hvort vatnslitavinnan sé ekki farin að skemma veiðiferðir. „Jú jú. Veiðiferðirnar enda stundum með því að ég kem heim með vatnslitamynd. Einu sinni kallaði ég það að taka vatnslitina með í veiði en það hefur snúist við, nú fer ég mögulega í veiði mað vatnslitunum. Ég er heltekinn af þessu um þessar mundir. Stundum er ekki mikil skynsemi í því sem mað- ur er að gera en maður verður að fylgja inn- sæinu og mér líður vel með það. Lengi vel var þetta aðskipt hjá mér, vatns- litamyndirnar voru tiltölulega fígúratífar og málverkin nær algjörlega án mótífs. En nú eru olíumyndirnar með mótífum sem stundum eru sótt beint í vatnslitamyndirnar. Það eru einhver form sem ég finn eða litaskalar og línur, sem fara inn í myndirnar. Það hefur ágerst. Þess vegna sýni ég núna í Hofi bæði vatnslitamyndir og olíumálverk og þó þær séu að sumu leyti ólíkar þá standa verkin vel saman.“ Eru endalaus myndefni í Eyjafirði? „Já, ég held það. Og bæjarstæðið hérna er svo fjölbreytt og fallegt, til að mynda þegar komið er niður úr Víkurskarðinu og eins þegar horft er af skíðasvæðinu yfir bæinn. Það eru fal- leg sjónarhorn. Ég held að umhverfið hafi meiri áhrif á mann en margir gera sér grein fyrir,“ segir hann. Guðmundur vitnar í Cézanne sem sagði „myndlistin býr yfir samræmi sem er hliðstætt náttúrunni,“ þegar hann var að útskýra hvað hann hafði verið að fást við þegar hann leyfði sér að hnika réttri fjarvídd og myndefnið var einfaldað. Í þeim anda eru málverk Guðmundar og jafnvel gengið enn lengra í að brjóta upp form náttúrunnar, þar til myndin verður aðeins hugmynd af því sem var málað. „Ég er heltekinn af þessu“ Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður opnar í dag í Hofi á Akureyri sýningu á splunkunýjum vatnslita- og olíumálverkum. Það hefur breytt verklagi hans og myndheimi að mála reglulega vatnslitamyndir úti í náttúrunni. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is ’Veiðiferðirnar enda stundummeð því að ég kem heim meðvatnslitamynd. Einu sinni kall-aði ég það að taka vatnslitina með í veiði en það hefur snúist við, nú fer ég mögulega í veiði mað vatnslitunum. „Ætli það megi ekki kalla þetta ákveðna hugleiðslu, það eru einhverjir töfrar fólgnir í því að vera úti að mála með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ármann. Hér málar hann í eyfirskum vetri. Ljósmynd/Árni Ólafsson „Nú eru olíumyndirnar með mótífum sem stundum eru sótt beint í vatnslitamyndirnar,“ segir Guðmundur Ármann sem er hér á vinnustofunni. LESBÓK Sigtryggur Berg Sigmarsson, mynd- og hljóðlistamaður, og smáritiðSkeleton Horse halda útgáfufagnað í Mengi við Óðinsgötu á laugar- dagskvöld kl. 21. Harry Knuckles og Sigtryggur flytja þar eigið efni. Sigtryggur Berg í Mengi 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.