Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018 LESBÓK HOLLYWOOD Leikarinn Matthew McConaughey óttast nú að March for Our Lives-hreyfingin verði yfirtekin af þeim sem eru alfarið á móti byssueign í Bandaríkjunum í stað þess að hvetja löggjafann til að herða reglur eins og lagt hafi verið upp með. McConaughey ræddi um hreyfinguna, sem vaknaði í kjöl- far skotárásar í skóla í Flórída í febrúar, þegar hann var að kynna mynd sína White Boy Rick í Los Angeles á dögunum. McConaughey hefur léð March for Our Lives rödd sína og talað fyrir strangara eftirliti, m.a. á heimaslóðum í Texas. „Ég ólst upp við veiðar og að maður ætti að umgangast skotvopn af ábyrgð og virðingu. Þessi herferð má ekki snúast upp í að vera á móti allri skotvopnaeign heldur á March for Our Lives að snúast um að tala fyrir því að herða reglur og mótmæla alfarið almennri eign á vélbyssum og sjálfvirkum vopnum.“ Vill ábyrga byssueign Matthew McConaughey ólst upp við að byssueigendur þyrftu að taka ábyrgð. SJÓNVARP Nú þegar fjórtánda þáttaröðin af Grey’s Anatomy er senn á enda hefur verið til- kynnt að sú fimmtánda verði gerð, aðdáendum til mikils léttis. Tvær stjörnur stökkva þó frá borði í millitíðinni. Þær Jessica Capshaw sem leikur Arizonu Robbins og Sarah Drew sem fer með hlutverk April Kepner hafa tilkynnt að þær hafi verið skrifaðar út úr þáttunum. Höfuðpaurinn, sjálf Ellen Pompeo sem leik- ur Meredith Grey, fer hins vegar hvergi því hún hefur skrifað undir samning um að leika bæði í fimmtándu og sextándu þáttaröðinni, verði hún gerð. Aðeins sjö dramaþættir í bandarískri sjónvarpssögu hafa lifað lengur. Langlíft læknadrama Ellen Pompeo heldur áfram að bjarga mannslífum á skjánum sem Meredith Grey. Nýtt á Netflix SJÓNVARP Fyrir þá sem nýta efn- isveituna Netflix til að horfa á sjón- varpsþætti, bíómyndir eða heimild- armyndir er gott að vita að á vefnum www.whats-on-netflix.com er að finna allar upplýsingar um nýtt efni sem bætist við á Netflix og einnig það efni sem hættir. Það getur verið gagnlegt að hafa á einum stað yfirlit yfir það sem er að gerast hverju sinni og vera með nýjungarnar á hreinu. RÚV Á sunnu- dagskvöld hefst tíu þátta leikin dönsk þáttaröð byggð á sannsögu- legum atburðum um stofnun fyrstu ólöglegu útvarps- stöðvarinnar í Danmörku, Radio Mercur, árið 1958. Á tíma einok- unar ríkisútvarpsins fann hópur tónlistaráhugamanna smugu í dönskum lögum sem gerði það að verkum að leyfilegt var að senda útvarpsbylgjur af hafi úti. Í kjölfar- ið stofnaði hópurinn sína eigin út- varpsstöð og segja þættirnir frá upphafi hennar, risi og falli. Ólöglegt útvarp SJÓNVARP SÍMANS Þættir um ís- lenska hönnun og hönnuði í umsjón Berglindar Berndsen innanhúss- arkitekts eru á dagskrá á miðviku- dagskvöldum. Berglind heimsækir hönnuði úr öllum greinum á vinnu- stofur þeirra og heimili, rýnir í og spjallar við þá um verk þeirra, feril og hugmyndafræði, í persónulegum og skemmtilegum viðtölum. Berg- lind ræðir að auki við álitsgjafa úr öllum greinum um stöðu hönnunar á Íslandi. Hönnun rædd Natalie Portman tókst á við hlutverk hinnar dáðu for- setafrúar Jacqueline Kennedy í kvikmynd- inni Jackie (2016) en myndin segir frá tím- anum í kjölfar þess að eiginmaður hennar John F. Kennedy var skotinn til bana. Eins og fyrirmyndin Vel gerðar kvikmyndir gerðar eftir ævi frægra einstaklinga njóta jafnan mikilla vinsælda. Þannig fær áhorfandinn innsýn í líf manneskj- unnar sem oftar en ekki hefur áorkað meiru en venja er og þess vegna veita svona myndir gjarnan mikinn innblástur. Síðan skemmir ekki fyrir þegar leikarinn nær að verða svona líkur fyrirmyndinni eins og hér er raunin. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Meryl Streep lék hinn þekkta breska stjórn- málaleiðtoga Margaret Thatcher í kvikmynd- inni The Iron Lady (2011). Streep fékk Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á járnfrúnni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.