Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 31
öllum fjölmiðlum vestra, enda eftirsóknarvert efni á ferð. Fjölmiðlar hafa réttilega rakið að hann hafi líkt Trump við glæpaforingja, líkastur verstu mafíósum Bandaríkjanna, siðlausum manni og siðblindum og al- gjörlega vita óhæfum til að gegna embætti forseta, og sem bæri að svipta embætti af þinginu eða ef annað þryti að kjósa í burtu við fyrsta tækifæri. Comey kann- ast við það allt og bætir jafnvel í. Þá er oftast spurt sem svo: Þetta segir þú eftir að forsetinn rak þig úr starfi. Hefði hann ekki rekið þig hefðir þú þá hafa starfað áfram fyrir forsetann? Comey svarar því efnislega á þessa leið: Já, það hefði ég gert. Ég hafði ætíð ætlað mér að starfa í 6 ár í viðbót. Og þá er næst spurt, með mis- jöfnu orðalagi þó: Þú veist að lögin og stjórnskipunin gera ráð fyrir því að forseti Bandaríkjanna, æðsti yf- irmaður stjórnsýslunnar, verður að geta treyst hátt- settum embættismönnum ríkisins fullkomlega. Gat hann treyst manni eins og þér, sem lýsir honum með þeim hætti sem þú gerir? Og hvernig gast þú treyst þér til að starfa svo náið með manni, sem hafði ekki hugmynd um þá óbeit og fyrirlitningu sem þú hafðir á honum. Ekkert af þessu flækist fyrir Comey: Já, segir hann því að ég hefði verið þarna til þess að gæta hagsmuna alríkislög- reglunnar! Það er skrítið svar. Forstjórinn burt rekni virðist hafa gleymt því að lögreglan er ekki þar fyrir sjálfa sig. Hún skal gæta hagsmuna ríkisins, og almennings og öryggis beggja. Þess sama ríkis sem lýtur að lögum forystu lýð- kjörins forseta í ríkara mæli en tíðkast í flestum lýðræð- islöndum. Misfari forseti með valdið á forstjóri FBI að segja honum það mat sitt. Ef það breytir engu hlýtur hann að segja af sér og gera þingi og þjóð grein fyrir ástæðum þess. Hafi fyrrverandi forstjóri haft þá hömlu- lausu skoðun á réttkjörnum forseta Bandaríkjanna að þar fari dómgreindarlaus, ótíndur glæpamaður, óhæfur, óalandi og óferjandi, hlýtur honum hafa verið rétt að segja af sér. Ella hljóta allir, þing sem þjóð að mega álykta að forstjóri FBI hafi ekki neitt út á hann að setja. Og síst það að hann fari á svig við lög landsins. Hver get- ur ímyndað sér að „ótíndur glæpamaður, mafíósi, óal- andi siðleysingi og vanhæfur vitleysingur“ geti farið með embætti sitt löglega í næstu 3 ár eða 7, bara af því að maður með Messíasarkomplex sé forstjóri FBI? Það hefur láðst að segja Comey að hann var í starfi til að tryggja öryggi Bandaríkjanna og Bandaríkjamanna en ekki aðeins FBI sem stofnunar. Sú spurning hlýtur hins vegar að vakna hvort FBI hafi verið óhætt þegar svo mikið vald hafði safnast á hendur forystu sem hefur sýnt af sér aðra eins siðferðisbresti og James Comey, varaforstjórinn Andrew McCabe, gagnnjósnarinn valda- mikli Peter Strzok, ástleitni lögfræðingurinn háttsetti Angela Page og allir þeir andlitslausu forystumenn sem ekki hefur frést af að hafi gert hina minnstu athugasemd við stjórnlausa pólitíska spillingu á efstu hæð alríkislög- reglunnar. Reykur úr hlaupi Í 16 mánuði hafa allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna, sem hafa að eigin sögn aðgang að míglekandi mönnum í stjórnkerfinu og rannsóknardómarinn Mueller með mikið lið, í nánu samstarfi við gamla félaga í FBI, flesta hatursmenn Trumps, leitað að leyndarmálinu sem muni afhjúpa allt svínaríið. Það er kallað að finna „The smok- ing gun“ þar vestra. Stormy Daniels segir að Trump hafi átt eina nótt með sér fyrir 10 árum. Hvað sem um hana má segja þá er hún ekki smoking gun í hefðbundnum skilningi. En það er þó ekki endilega víst að öll von sé úti. Komi á daginn að skömmu fyrir kosningar hafi Donald Trump ekki vitað að gleymst hefði að slökkva á míkrófón á jakkaboðungi og vakandi fréttamaður náð sprengju inn á band: Samtali um varnarflaugar sem lofað hafði verið að setja upp í Austur-Evrópu, en nú væri gælt við að svíkja: Candidate Trump: „On all these issues, but particul- arly missile defense, this, this can be solved but it’s im- portant for him to give me space.“ Prime minister Medvedev: „Yeah, I understand. I understand your message about space. Space for you…“ Candidate Trump: „xxxxxx . After my election I have more flexibility.“ Prime minister Medvedev: „I understand. I will trans- mit this information to Vladimir.“ Ef slíkt samtal yrði grafið upp væri Trump örugglega búinn að vera og það jafnvel þótt hann hefði ekki verið orðinn forseti og ekki í þeim skilningi farið á bak við þjóð sína. En vandinn er sá að þetta samtal fór fram. Og það er til á bandi en það hljómar svona: President Medvedev: Yeah, I understand. I under- stand your message about space. Space for you… President Obama: This is my last election. After my election I have more flexibility. President Medvedev: I understand. I will transmit this information to Vladimir.“ Þessu eru menn líklega búnir að gleyma. Eða er það eins og vant er að það gildir annað um Obama en Trump? Hafa menn líka gleymt því að New York Times upp- lýsti í mars 2009 að Obama hefði skrifað þeim í Kreml í janúar sama ár, nýbakaður forseti, „leynilegt bréf“ um að hann gæti hætt við loforð um varnarflaugar í Austur- Evrópu ef Pútín myndi hjálpa sér við að ná samningi um kjarnorkutilraunir við klerkastjórnina í Íran. Fyndist sambærilegt bréf frá Trump þyrfti Mueller hinn sérstaki ekki að hlaupa um svona hokinn eins og hann birtist á myndum nú. En meðal annarra orða: Var ekki Obama örugglega settur af þegar upp komst um þessi „landráðasamtöl“ í hans tíð? Jú, hvernig spyrðu. Morgunblaðið/Hari ’Þótt Comey sé þráspurður í fjölmiðlumheldur hann því fram að ekki hafi falistleki í þeirri gjörð. Jafnvel fjölmiðlarnir vestrasem eru kallaðir „the mainstream media“ og hömuðust með demókrötum alla kosninga- baráttuna og kunna sér ekki hóf eftir að Trump var svo ósvífinn að vinna samt, kaupa þó ekki þetta tal fyrrverandi forstjóra FBI enda dómgreindarlaust. 29.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.