Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 23
29.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Ískaffi fer vel með bæði beyglum og kleinuhringjum, ekki síst á sólríkum sum- ardegi. ÍSKAFFI 135 g grófmalað kaffi 1,2 l kalt vatn Hrærið saman og látið standa í ísskáp í 16 klukkutíma. Sigtið kaffið frá og látið leka í gegnum kaffisíu. Svo er hægt að deyfa kaffið með vatni ef fólki finnst það of sterkt eða láta það liggja í styttri tíma. Blandið með sykur- sírópi, mjólk og klaka. SYKURSÍRÓP 100 g sykur 100 g vatn Hitið saman þangað til sykurinn er bráðn- aður. Kald- bruggað kaffi um við með hugmyndina að Le Kock. Deig byrjaði þar inni en við vildum alltaf opna sjálf- stæðan stað síðar,“ segir hann en á Le Kock eru hugvitssamlegar samlokur og hamborg- arar í fyrirrúmi. Bandarísk áhrif Deig var síðan opnað um miðjan mars og hafa viðtökurnar verið góðar. Hann segir að úrvalið hafi reyndar ruglað suma svolítið í ríminu í fyrstu. „Sumir hafa reyndar orðið svolítið ringlaðir og spurt: Af hverju eruð þið ekki með vín- arbrauð? Hvar er snúðurinn með glassúr? Það er næstum eins og það sé ekki hægt að opna bakarí án þess að bjóða upp á þetta,“ segir hann en það er réttmæt ábending að bakarí hér séu mörg lík þó ein- hver skeri sig úr og þá síðast Brauð&co. Mark- ús og félagar bjóða þó upp á súrdeigsbrauð í takmörkuðu upplagi dag hvern. „Knútur er hönn- uðurinn, Kalli er kokkurinn og ég er bakarinn. Við erum auðvitað allir kokkar en svona má lýsa okkar sterku hliðum í sam- vinnunni,“ segir Markús. Bandarískt uppeldi hans hefur því eitthvað að segja um úrvalið í Deigi enda eru kleinuhringir og beyglur í fyrirrúmi en hingað til hefur ekki verið gott úrval af beyglum á Íslandi. „Þetta hefur gengið mjög vel í fólk, ekki síst kleinuhringirnir. Sumir eru reyndar hissa á sam- setninguninni beyglur og rjómaostur,“ segir hann en Deig selur líka rjómaostablöndur sem passa vel sem álegg á beyglurnar. Vildu vera lókal Af hverju að opna bakarí í Breiðholti en ekki niður í bæ? „Við hefðum getað bara opnað stað niður í bæ, það hefði kannski verið kostur sem blasir við því þar eru ferðamennir. Helsta ástæðan er samt sú að við vildum að Íslendingar myndu fyrst kaupa vörurnar okkar og síðan fara líka niður í bæ. Ef við getum gert Íslendinga ánægða þá ættum við að geta fleiri ánægða. Við vildum vera lókal. Við vorum að taka áhættu með að opna Le Kock í Ármála og svo Deig hér,“ segir hann en þetta virðist hafa borgað sig. „Þegar við fyrst opnuðum Le Kock þá var bara rólegt því það eru svo fáir á þessu svæði á kvöldin en núna keyrir maður niður Ármúlann á kvöldin og það eru tuttugu bílar fyrir utan veitingastaðinn. Þetta er ótrúlegt hvað Íslend- ingar hafa tekið okkur vel,“ segir hann. Bandaríkjamenn á Íslandi hafa tekið beygl- unum á Deigi vel ef eitthvað er að marka um- sagnir á Facebook. Markús segir samt að þeir hafi þróað sína eigin beygluuppskrift. „Við er- um ekki að búa til hefðbundnar beyglur sem eru mjúkar en alveg seigar undir tönn, eins og frá New York. Okkar er með harðri skorpu og er síðan mjúk að innan. Okkur langaði að búa til eitthvað sem okkur lík- aði vel,“ útskýrir Mark- ús. Sköpunargleðin ræð- ur líka ríkjum hvað kleinuhringina varðar. „Við reyndum að vera eins villtir og við gátum. Hver einasta kleinuhringjabúð býður uppá einhvern alveg sérstakan kleinuhring en fólk er gjarnan að apa upp hvert eftir öðru,“ segir Markús og þeir fé- lagar hugsuðu mikið með sér hvernig þeir gætu gert eitthvað öðruvísi. Á end- anum ákváðu þeir að leika sér með ís- lenskar hefðir og bjóða til dæmis uppá einn sem byggist á hefðbundinni kleinu og annan sem minnir á skúffuköku með kókos en er auðvitað samt kleinuhringur. Einnig er boðið uppá skemmtilega kleinu- hringi á borð við morgunverðar kleinu- hring með morgunkornshringjum „og einn sem er með hlynsírópi og beikoni,“ segir Markús en hann segir þá síðastnefndu vera nokkuð algenga sjón þar sem hann ólst upp á Nýja Englandi. Þremenningarnir Markús, Knútur og Karl ætla ekki að láta hér staðar numið en næst á dagskrá er að opna stað í miðbænum en ekki er komin dagsetning á opnun. Staðurinn verð- ur við Tryggvagötu, á Naustareit, en þar verð- ur að finna á einum stað Le Kock, Deig og líka bar. Það er boðið uppá súrdeigsbrauð í takmörkuðu upplagi. Beyglur með parmesanhúð, öllu og sesam. Skúffukökukleinuhringur er á meðal þess sem er í boði. ’ Sumir hafa reyndar orðið svolítið ringlaðir og spurt: Af hverju eruð þið ekki með vínarbrauð? Hvar er snúðurinn með glassúr? Rjómaostur með graslauk Þessi er mjög góður ofan á beyglur. GRASLAUKSRJÓMAOSTUR 250 g rjómaostur 1 búnt graslaukur, saxaður 1stk. skalottlaukur, saxaður 1stk. hvítlauksgeiri, kraminn Blandið saman í hrærivél með spaðanum í eina mínútu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.