Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 14
3. áratugurinn Kjólabúðin í Lækjargötu sá um ferðaföt þessa tíma; Reiðföt og gátu stúlkur sem notuðu þau ekki nema yfir blásumarið fengið þau leigð. Með í för var niðursoðið kjöt, fiskmeti og ávextir sem hægt var að birgja sig upp af í Kjöt og fisk. Mackintosh’s dós með konfekti, ná- kvæmlega eins og sú sem er hér til hliðar, var mikið auglýst sem ómissandi í sumarfríið á þess- um árum. Fersól mixtúra var vinsæl í fríinu, hún átti að innihalda lífskraft sem líkaminn þarfn- aðist, koma í veg fyrir taugaveiklun, þreytu og ellisljóleika. Þeir sem voru komnir á þann stað að hafa efni á sumarfríi höfðu þá sumir líka efni á að kíkja við í Vöruhúsi ljósmyndara og festa kaup á filmum, plötum og pappír fyrir ljósmyndavélar þess tíma. Meðferðis út í sveit höfðu þeir grammófón sem hægt var að hafa í vasanum – „hið áttunda undraverk heimsins“ eins og sagði í auglýs- ingum. 4. áratugurinn Lúbarinn súgfiskur og lím- onaði-töflur eru samkvæmt auglýsingum verslana ómissandi í sumarfríið. Gefjunarteppi, nivea-krem og Freyju átsúkku- laði. Þeir sem eiga munnhörpu og harmonikku og kunna á taka hana með í fríið en gleymum því ekki að „Allir kunna á ferðafón“. Og ferðaplöturnar kosta aðeins 2 kr hjá Atlafón. Útilegubúnaðurinn þróast nokkuð. Bak- pokinn kemst í almenna notkun, fyrstu vindsængurnar eru seldar og þykir fólki frábært að geta legið í svefnpok- anum án þess að jarðkuldinn veki það. Mörgum þótti þó enn öruggast að vera heima og hafa hitann á. Beddar, ferðaprímusar, ferða- áttavitar verða staðalbúnaður fyrir sumarfrí. Brýnt er fyrir ferðafólki að vera með ullarföt, vatnsheld hlífðarföt og góðan skóbúnað en hér kemur einnig nýtt fyrirbæri til sögunnar; Sport- klæðnaður - „góður í sumarfríið“ sportblússur, sportbuxur, sport- treyjur. Sport hitt og þetta er heiti á klæðnaði sem fólk vill eignast sér- staklega fyrir sumarfríið, þrátt fyrir að fæstir séu farnir að fara til hlýrri landa þar sem fatnaðurinn hentar betur. 5. áratugurinn Þegar seinni heimsstyrjöld lýkur fara margir Evrópubúar í fyrsta skipti á ströndina í sex ár. Ís- lendingar hafa ekki misst af neinni strönd því slíkar ferðir þekkja þeir ekki og það er enn tími í að þeir fari í slíkar ferðir. Þeir taka áfram með sér ferðafón í sumarfríið og tímarit eins og Úrval eru farin að fljóta með. Bóksalar brýna fyrir fólki að það sé merki um gáfur að taka með sér góða bók í sumarfríið og þá er fullyrt að það sé lær- dómsríkt að rífa þorskhausa í fríinu. Sumir voru svo heppnir að geta farið í sumarbústað og greini- legt að karlmennirnir voru skemur með í bústað- arferðinni og konurnar dvöldu oft lengur með börnin: „Þetta er bókin sem þjer sendið konunni yðar í sumarbústaðinn. Lesið Kvendáðir áður en kvik- myndin um ævintýri Ettu Shiber og Kitty Beaurepos kemur hingað til landsins.“ 6. áratugurinn Sumarfrí eru orðin sjálf- sagður hlutur og iðnaður- inn í kringum þau mikill þar sem alls kyns vörur eru markaðssettar fyrir fríið, ekki síst fatnaður. Nú er eng- inn að rífa þorskshausa heldur verða allir að eiga sport- jakkann frá Verksmiðjunni Fram og konurnar þurfa að kaupa sér amerískar sport- blússur og tweed-pils fyrir fríið. Hattabúð Reykjavíkur lætur ekki sitt eftir liggja og vill selja konum sér- staka sloppa áður en þær fara í að njóta og slaka á. Verslunin Guðrún á Rauðarárstíg kynnir nýtt fyrirbæri á Íslandi ár- ið 1956; Kjörflík í sumarfríið hér á landi þar sem snögglega geta skipst á hiti og kuldi; peysur sem Guðrún sjálf nefnir hettupeysur, með hettu sem hægt er að draga út af öxlunum. Ef farið var til útlanda var ekki hægt að vera meira nýmóðins en vera í bikiní. Stórkostleg nýjung var að nú var hægt að hafa ýmislegt í túpum með sér í sumarfríið, jarðarberjasultu, síróp, sykursíld, kavíar og fleira. 7. áratugurinn Nú eru bílarnir ekki auglýstir til að deila, leigja eða fá lánaða í sumarfríið heldur vilja bílasalar um allan bæ nú selja fólki eigin bíl fyrir fríið. Trabant 601 er sagður sérstaklega kjörinn í sumarfríið. Svo er hægt að kaupa Johnson utan- borðsmótor og bát og stunda veiði á vötnum, jafn- vel sjóskíði og köfun segja heildsalar hér í bæ og fullyrða að nýir undraheimar íslenskrar náttúru opnist meðalfjölskyldunni. Föt sem þarf ekki að pressa og strauja eru best í fríið, nýkomnar stretch-buxur með teygju undir ilina eru fullkomnar til þess. 8. áratugurinn Börn var ekki endilega sjálfsagt að hafa með í sumarfríið. Langt fram eftir öldinni auglýstu barnapíur grimmt í smáauglýsingum og vildu ráða sig til að passa börn meðan foreldrarnir færu í sumarfrí. Fólk reifst um þetta, greinar- höfundur nokkur sagðist hafa þurft að réttlæta að hann ætl- aði sér að taka börnin sín með í sumarfríið, gárungar hefðu orðið hissa að hann ætlaði sér greinilega ekkert að hvílast í fríinu. Á þessum tíma urðu ferðirnar meira miðaðar inn á börnin. Barnafatnaður fyrir sumarfríin var markaðssettur, leik- föng í sumarfríið, uppblásinn kanó í sundlaugina. 9. áratugurinn Ef það átti einhvern tíma að vera flottastur í sumarfríinu var það 1980-1989. Vídeómyndavél, upptöku- og afspilunartæki til að taka kvikmyndir milli fjalls og fjöru fylgdi í tösku og sportfatn- aðurinn var með en var farinn að heita „frístunda- fatnaður“. Vasadiskó, kasettur, gaskrullujárn og það var meira að segja hægt að hafa litasjónvarp með í fríið og tengja það við 12 vatta rafmagn með spanspenni. Á suðlægum ströndum voru konur með risaslæður sem þær lærðu að binda í pils og kjóla og ýmislegt annað eftir leiðbeining- um í tímaritum. Slík stemning var fyrir sumarfríum að 1980 var haldin alþjóðavörusýning, Sumarið ’80 þar sem gestir og gangandi drukku í sig hvernig þeir gætu haft sumarfríið sem glæsilegast. 10. áratugurinn Ferðageislaspilarar tóku við af vasadiskóum og nýjar græjur bættust við. Til dæmis tungumála- tölva sem naut vinsælda um skamma hríð en hún þýddi orð milli sex tungumála, 2800 orð í hverju tungumáli og 150 tilbúnar setningar. Stærsta breytingin á þessum tíma var að fólk fór að taka símann með í fríið og 1997 var hægt að ná í fólk í gegnum gsm-síma hvar sem það var statt í Vestur-Evrópu. Tek með í fríið … á síðustu öld Hverju er nauðsynlegt að pakka? Hvað þurfum við að hafa með? RAX ÚTTEKT 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018 Tjald, prímus, hálfpottur af olíu á dag, svo hægt sé að hita upp tjald- ið og eldspýtur í blikkdós. Emal- eraðir diskar, bollar, hnífapör, pottur og brauðbretti. Borðtuska og sólskinssápa. Handklæði, sápa, krem, greiða, naglaskafa, tann- bursti og áburður gegn mýbiti. Plástur, sinkpasta, öryggisnælur, nál, tvinni og snæri. Ullarnærföt, köflótt skyrta, lítil peysa, galla- buxur, stormblússa, lopapeysa, olíubuxur, olíustakkur og sjóhatt- ur, nóg af ullarleistum og vettling- um, gönguklossar og strigaskór. Sundbolur og stuttbuxur. Matur fyrir fjóra í viku: 2 kg af kartöflum á dag, 1 brauð á dag, 2 kg af smjöri, kakódós, pund af sykri, neskaffi, pund af matarkexi, ofan- álegg, salt, einn pottur af ávaxta- graut, haframjöl, pakkasúpur og kjötdósir. Tékklisti útilegu 1955 Nælonnærföt, sex pör af nælon- sokkum, nælonnáttkjóll. Dragt, frakki, 2 peysur, stutterma og langerma, nælonblússa, lérefts- kjóll, fínni sumarkjóll sem ekki krumpast og hægt er að þvo, og hattur sem má brjóta saman og nota bæði í kirkju og kokteilboð. Sandalar, götuskór og háhælaðir skór, rúmgott veski og hanskar í lit, sem fer vel við allan annan klæðnað. Slæða, regnhlíf og höf- uðklútur. Eyrnalokkar og háls- festi. Handklæði, þvottapoki, krem, hárbursti, tannbursti, önnur snyrtitæki. Skyndiplástur, nál, tvinni, öryggisnælur, sápa, herðatré til að þurrka nælon- blússuna á, skóáburður skó- bursti og fatabursti. Sundbolur og strandföt. Létt strigataska, vegabréf, ferðatékkar og erlend smámynt fyrir strætisvagninum frá flugvellinum. (Elín Pálmadóttir blaðamaður tók saman listana og studdist við pökkunaraðferðir vinkvenna sinna). Tékklisti utanlands- ferðar 1955

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.