Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 16
Þ angað til flautað verður til leiks Íslands og Argentínu á Otkritie- leikvanginum í Moskvu 16. júní næstkomandi verður Paragvæ fá- mennasta þjóðin til að hafa tekið þátt í lokakeppni Heimsmeistaramóts (HM) karla í knattspyrnu. Það var strax á fyrsta mótinu, í Úrúgvæ árið 1930, en þjóðin taldi aðeins 860.000 manns á þeim tíma. Allar aðr- ar þjóðir sem spreytt hafa sig á HM hafa að lágmarki verið með eina milljón íbúa. Paragvæjar þurftu að hafa talsvert minna fyrir þátttöku sinni fyrir 88 árum en við Ís- lendingar nú. Engin undankeppni fór fram fyrir þetta fyrsta mót; Alþjóðaknattspyrnu- sambandið (FIFA) ákvað bara að mótið færi fram í Úrúgvæ og lýsti svo eftir áhugasöm- um þátttakendum. Stutt var fyrir Paragvæ að fara og fyrir vikið slógu sparkyfirvöld þar í landi til. Dýrt og tímafrekt var að ferðast á þessum árum og þess vegna sátu flest Evr- ópuríki heima; til að mynda England, Ítalía, Þýskaland og Spánn. Af þátttökuríkjunum þrettán komu sjö frá Suður-Ameríku. Þarna voru líka Bandaríkin og Mexíkó. Þrátt fyrir smæðina sigldu Paragvæjar inn á mótið á til þess að gera sveru orðspori; höfðu hafnað í öðru sæti í Suður-Am- eríkukeppninni árinu áður. Þess vegna kom ósigur Paragvæ gegn Bandaríkjunum í fyrsta leik mörgum í opna skjöldu, og það 3:0. Bandaríkjamenn hafa, þrátt fyrir fjölmenni, aldrei verið háttskrifaðir í knattspynu karla; þannig svíður Englendingum til dæmis enn að hafa lotið í gras gegn þeim á HM í Bras- ilíu 1950. Til þessa dags er það annað stór- slysið í sögu enska landsliðsins. Við Íslend- ingar vitum allt um hitt. Aðeins voru þrjú lið í riðli Paragvæja 1930 og þar sem Bandaríkin höfðu áður lagt Belg- íu var útséð um að smáþjóðin kæmist áfram í undanúrslit þegar tapliðin tvö mættust í loka- leik riðilsins. Paragvæ vann þó leikinn, 1:0, með marki fyrirliðans og útherjans, Luis Vargas Peña. Eins og gefur að skilja er Paragvæ því ennþá, 88 árum síðar, fámenn- asta þjóðin til að vinna leik á lokamóti HM. Það met getum við Íslendingar slegið í sum- ar. Paragvæ hefur verið reglulegur gestur á HM gegnum tíðina; verið með alls átta sinn- um, síðast 2010 í Suður-Afríku. Í landinu búa í dag tæpar sjö milljónir manna. Unnu þegar þeir mættu Úrúgvæjar, sem unnu þetta fyrsta HM-mót á heimavelli, heyrðu sjálfir sannarlega ekki til flokki stórþjóða; voru aðeins um 1,9 milljónir á þeim tíma sem skilar þeim í sjöunda sæti yfir fámennustu þjóðir til að keppa á HM. Úrúgvæ er vitaskuld langminnsta þjóðin til að vinna HM. Liðið vann alla fjóra leiki sína á mótinu; Rúmeníu og Perú í riðlinum, Júgó- slavíu í undanúrslitum og Argentínu í úrslita- leik, 4:2. Úrúgvæjar harðneituðu að taka þátt í HM 1934 á Ítalíu og vildu með þeim hætti mót- mæla fjarveru Evrópuríkjanna 1930. Enn sátu þeir heima 1938, vegna þess að Frakk- land varð fyrir valinu sem keppnisstaður en ekki ríki í Suður-Ameríku, eins og Úrú- gvæjar töldu FIFA hafa lofað. Úrúgvæjar mættu ferskir til leiks í Bras- ilíu eftir stríð, 1950. Og urðu aftur heims- meistarar, eftir frækinn sigur á heimamönn- um í úrslitaleik. Tap sem Brasilíumenn mega ekki heyra á minnst. Úrúgvæ hefur verið fastagestur á HM gegnum tíðina og tekur þátt í þrettánda sinn í sumar með sjálfan Luis Suárez í broddi fylkingar. Í dag búa tæplega þrjár og hálf milljón manna í landinu. Á téðum smæðarlista er þriðja Suður- Ameríkuþjóðin, Bólivía, í níunda sæti en hún bjó aðeins að tveimur milljónum íbúa árið 1930. Liðið tapaði báðum leikjum sínum; gegn Brasilíu og Júgóslavíu. Hataðasti Englendingurinn Í þriðja sæti á listanum, á eftir Íslandi og Paragvæ, er Trínidad og Tóbagó en eyjan í Karíbahafinu fóstraði 1,3 milljónir manna þegar landslið hennar tók þátt á HM í Þýska- landi árið 2006. Sannkallað Öskubusku- ævintýri en liðið samanstóð að mestu af leik- mönnum úr neðri deildum á Englandi. Kunnuglegt stef, eða hvað? Trínidad og Tóbagó vann strax hug og hjarta heimsbyggðarinnar með því að gera markalaust jafntefli gegn stjörnum prýddu liði Svía, með Zlatan Ibrahimović, Henrik Larsson og Fredrik Ljungberg innanborðs. Lengi vel héldu þeir líka jöfnu gegn stóra bróður, Englendingum, og komið var fram á 83. mínútu þegar Peter „spóaleggur“ Crouch sveif yfir Brent Sancho, núverandi íþrótta- málaráðherra T&T, og hamraði sendingu Davids Beckhams í netið með enninu. Ein- hverjir vildu fá dæmt brot; sögðu Crouch hafa þrifið í dreddlokkana á Sancho á leiðinni upp, eins og óknyttastrákur í sandkassa, en sá málstaður hvíldi á veikum grunni. Það breytti hins vegar ekki því að vinsældir langa mannsins voru lengi vel óverulegar í Kar- íbahafinu og Sancho greindi frá því síðar í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að Cro- uch væri „hataðasti Englendingurinn í sögu Trínidad og Tóbagó“ og er þó af ófáum að taka. Crouch svaraði með eftirfarandi hætti á Twitter: „Ég fer þá annað í sumarfrí að þessu sinni.“ Steven Gerrard stráði salti í sárin með öðru marki í uppbótartíma og Trínidadar voru sigraðir. Þeir töpuðu svo lokaleiknum með sömu markatölu gegn vinum okkar frá Paragvæ og héldu heim án sigurs og marks og hafa ekki sést á HM síðan. Írafár í Svíþjóð Fræknasta afrek fámennrar Evrópuþjóðar á HM, alla vega þangað til í sumar, unnu án Smá Emm í knattspyrnu Ísland er sem kunnugt er langfámennasta þjóðin til að senda lið á lokamót HM í knattspyrnu karla. Í 88 ára sögu mótsins hafa þó ýmsir Davíðar freistað þess að velgja Golíötunum undir uggum, þeirra á meðal Paragvæ, Trínidad og Tóbagó, Norður-Írland og Kúveit. Gengi þessara þjóða hefur verið misjafnt á mótinu en flestar hafa þær heillað heimsbyggðina upp úr skónum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Harry Gregg var hetja Norður-Íra á HM í Svíþjóð sumarið 1958, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann lifði af flugslysið í München, þar sem margir samherja hans úr Manchester United létust. Colorsport/REX/Shutterstock Milenko Acimovic skoraði fyrir Slóveníu á HM 2002; þriðju minnstu þjóðina til að tryggja sér þátttökurétt á HM. Slóvenar snéru aftur 2010. ’Formaður kúveiska knatt-spyrnusambandsins, sjeikFahad Al-Ahmed Al-Jaber Al-Sabah, var ekki á því að kyngja markinu. Baðaði út öll- um öngum í stúkunni og tók strauið niður á grasflötina. Upphófst þar mikil rekistefna. Delfín Benítez Cáceres var í liði Paragvæ á HM í Úrúgvæ 1930; fámennustu þjóðarinnar til að taka þátt í lokakeppni HM. Þangað til í sumar. FÓTBOLTI 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.