Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 29
29.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Hægt er að fara í dagsferð í þjóðgarðinn Krka frá Split. Hann nær frá Adríahafinu til fjalla 73 km leið meðfram ánni Krka. Þarna eru heillandi fossar og djúp gil. Það er þó ekki aðeins nátt- úrufegurðin sem dregur ferða- fólk í þjóðgarðinn heldur einnig manngerðar byggingar en þarna er að finna gömul munka- klaustur. Skradinski Buk-fossinn er vin- sælasti staðurinn í þjóðgarð- inum en fyrir neðan hann er hægt að baða sig. Þar nærri eru gömul þorp þar sem húsunum hefur verið breytt í listasmiðjur, minjaversl- anir og veitingastaði. Ferða- menn flykkjast á þetta svæði og eru þeir mjög margir yfir há- sumarið. Í Króatíu eru alls átta þjóð- garðar þar sem hægt er að njóta náttúru og menningar landsins. Skradinski Buk-fossarnir í Krka laða marga ferðamenn til sín. KRÓATÍA Þjóðgarðurinn Krka en hægt er að fara upp í klukku- turninn en þaðan er einstakt útsýni yfir gamla bæinn í Split. Baðströnd í borginni Split er ein af þessum borgum þar sem vel er hægt að fá sér sund- sprett fyrir morgunmat ef maður vill. Aðalbaðströnd borgarinnar er í grunnri vík sem ber nafnið Bacvice og hefur þar verið opinber bað- staður frá árinu 1891. Ströndin ligg- ur vel við sól og þar sem víkin er frekar lokuð og vatnið grunnt er vatnið nógu heitt til að synda í stór- an hluta ársins. Ströndin er hrein og er með bláa fánann því til stað- festingar. Kaffi við sjávarsíðuna Kaffihús eru fjölmörg í Split og allt- af vel sótt. Helsti staðurinn er Riva, breiðgatan við Adríahafið sem prýdd er pálmatrjám. Þar er nógu sólríkt til þess að hægt sé að sitja úti nærri allan ársins hring. Sjáv- arbreiðgatan liggur meðfram öllum gamla bænum og þykir einhver sú fallegasta í Evrópu. Það er ekki bara kaffi sem hægt er að drekka í Split, því að heilmikil vínrækt er í héraðinu svo víða er hægt að fara í vínsmakkanir til að smakka vín frá svæðinu. Þarna er líka nóg að gera fyrir menningarunnendur en vel er hægt að mæla með heimsókn í Gallery of Fine Arts í Split. Þar eru til sýnis nærri 400 verk frá um 700 ára tíma- bili en safnið er til húsa þar sem eitt sinn var fyrsta sjúkrahús borg- arinnar. Heimild: Lonely Planet, Telegraph Travel, Wikipedia. Útsýni yfir gamla bæinn. GettyImages/iStockphoto ’Split er ein af þessumborgum þar sem vel erhægt að fá sér sundsprettfyrir morgunmat ef mað- ur vill. Þ að eru margir kostir sem fylgja því að ferðast aðeins með handfarangur á flug- ferðalagi; til dæmis þarf ekki að tékka hann inn og þar af leiðandi ekki bíða eftir honum á áfangastað. Líkurnar á því að hann týnist ættu líka að minnka. Önnur ástæða til að ferðast bara með handfarangur er að þannig er hægt að fá ódýrari flugmiða. Það er vel hægt að koma öllu sem þarf í litla tösku fyrir stutt ferðalag en það þarf að eyða aðeins meiri tíma í að pakka. Margir kannast áreiðanlega við að hafa einhvern tímann tekið óþarflega mikið af fötum í ferðalagið. Það er einhvern veginn þannig að maður er mest í því sem manni finnst þægilegast. Það er um að gera að vera í þægilegustu skónum og þyngstu yfirhöfninni í flugvélinni ef þarf en það segir sig sjálft að það er einfaldara að pakka litlu ef för- inni er heitið á sólarströnd. Til að koma öllu betur fyrir er gott ráð að rúlla upp fötunum en þannig taka þau minna pláss og krumpast síður. Það er nauðsynlegt að átta sig á því hvað má og hvað ekki. Ef för- inni er heitið á gott hótel þá er ef til vill óþarfi að pakka hársápu og hárnæringu heldur er hægt að nota það sem hótelið býður uppá. Aðrar fljótandi snyrtivörur þurfa að vera í réttri stærð, litlum flöskum og glærum poka, eins og flestir þekkja. Mikilvægt er líka að vera með tösku í réttri stærð; reglurnar eru mismunandi eftir flugfélögum en algeng stærð er 56x45x25cm. Það þarf líka að passa að taskan sjálf sé ekki þung svo meira komist fyrir. Með allt til taks Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með handfarangur en þá er gott að vera snjall að pakka. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fljótandi snyrtivörur í handfar- angri þurfa að vera í litlum ílátum í glærri tösku eða poka. Það sparar pláss að rúlla fötunum og þannig krumpast þau líka síður. G et ty Im ag es /iS to ck ph ot o BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 S V E F N S Ó F A R TURI kr. 149.800 frá Innovation Living Denmark

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.