Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 10
Kerfið má ekki stjórna „Þótt kerfið skrifi nánast öll frum- vörp sem verða að lögum er ekki hægt að eftirláta stjórnkerfinu stjórn landsins.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Ég var bara rekinn „Ég vildi ekki hætta hjá Ægi svo ég er vonsvikinn. Ég var bara rekinn.“ Franski sundþjálfarinn Jacky Pellerin. Varð að hætta vegna þess að hún gifti sig „Ég varð að hætta þá vegna þess að ég gifti mig, en flugfreyjur máttu ekki vera giftar í þá daga.“ Kristín Jónasdóttir, fyrrverandi flugfreyja, sem þurfti að skipta um starf eftir brúðkaup sitt árið 1963. Ekki álitinn hættulegur „Viðkomandi maður mun ekki hafa verið álitinn hættulegur og því erfitt að sjá að þessi framgangur í málinu þjóni almannahagsmunum.“ Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, um flótta Sindra Þórs Stefánssonar frá Sogni. Lífið er fótbolti „Ef ég gæti ekki talað um fótbolta þá er nú ekki mikið annað sem ég gæti talað um.“ Eiður Smári Guðjohnsen, dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi. Góð tilfinning „Að ná að toppa á réttum tíma og sigla þessu heim er ólýsanlega góð tilfinning.“ Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Ís- landsmeistara Fram í handbolta. Morgunblaðið/Árni Sæberg VIKAN SEM LEIÐ 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018 VETTVANGUR Ég er fastagestur í Vesturbæjarlauginni. Hún ermeiriháttar. En í hvert skipti sem ég fer í sturtuverður mér hugsað til þess hvernig fólk notar sjampóið. Við vitum hvernig við gerum þetta heima hjá okkur. Við notum ekki mikið. Bara svona nákvæmlega passlegt fyrir hárið á okkur og aðra staði sem þurfa að vera í toppstandi. Kannski af því að sjampó kostar pen- ing, sem við þurfum sjálf að borga. Svo sé ég fólk í sturtunni í lauginni. Ég er ekkert að glápa á það en ég kemst ekki hjá því að taka eftir þessu. Það pumpar og pumpar lófafylli af sjampói. Eins og það sé óþrjótandi brunnur og það sé nánast borg- araleg skylda okkar að nota næstum því meira sjampó en vatn. Það er af því að það er „ókeypis“. Ég er hinsvegar ekkert fyrir sápuna í sundlaug- unum. Mér finnst hún vond. Og kannski er hún vond vegna þess að fólk notar svona mikið af henni. Það væri soltið galið að vera með rándýrt lúxussjampó sem fólk pumpaði bara eins og það ætti lífið að leysa. Ef ég væri hagfræðingur þá væri ég andvaka yfir þessu. Eftir síðustu ferð í laugina fór ég heim og sá að gangstéttin í götunni minni hefur enn ekki verið sópuð. Þá vaknaði önnur hagfræðileg spurning: Á ég að sópa sjálfur fyrir framan garðinn minn, þegar ég er búinn að borga fyrir það með útsvarinu? Eða á ég að bíða eft- ir því að sérfræðingar borgarinnar komist að þeirri niðurstöðu að sennilega verði ekki sandað meira fyrir sumar? Rétt eins og þeir biðu með snjómoksturinn í fyrravetur allan veturinn af því að það gæti snjóað meira. Þar til snjórinn bráðnaði. Stutta svarið er að ég sópaði sjálfur og laug að mér að ég hefði bara gaman af því. En í mér sat efinn. Er verið að misnota það hvað ég er frábær gaur? Nú er ég með nokkrar lausnir. Til dæmis að fólk borgaði fyrir sjampó í lauginni. Það er ekki mikið galn- ara en að fólk þurfi að borga 200 kall til að fá að pissa á skiptistöð Strætó í Mjóddinni. En þá myndi fólk kannski hætta að nota sápu. Það er einfaldara en að hætta að pissa. En að ég borgaði minna í sund og lofaði að nota bara mitt eigið sjampó? Eða allir fengju sjampóbréf með sér með útreiknuðum opinberum sjampóskammti? Og hver gata gæti leigt einhvern til að moka snjó og sópa götur og borgaði þá lægra útsvar? Væri það betra kerfi eða sanngjarnara? Ég vona, ykkar vegna, að þið hafið ekki lesið alla leið hingað og séuð að bíða eftir geðveikt snjallri lausn. Ég á hana ekki til. Mér finnst þetta bara merkilegt, og stundum pirrandi, að ég sé að borga fyrir hluti sem ég nota ekki og horfa á fólk fara illa með peningana okk- ar. Líklega er ástæðan sú að við upplifum ekki peninga sem alvöru fyrr en við þurfum að borga sjálf, ekki með sköttum eða útsvari, heldur taka þá úr veskinu. Það er nefnilega svo merkilegt að opinber útgjöld koma úr veskinu okkar. Líka sjampó. Hagfræði sjampósins Logi Bergmann logi@mbl.is Á meðan ég man ’Ef ég væri hagfræðingur þá væri ég andvaka yfir þessu. UMMÆLI VIKUNNAR ’Við erum bara komnarmeð nóg.Arney Þórarinsdóttir, ljósmóðir og tals-maður sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu, um drög að samningi um þjónustu þeirra við sængurkonur. Fasteignir Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Elskaðu. Lifðu. Njóttu. FEMARELLE REJUVENATE • Minnkar skapsveiflur • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur teygjanleika húðar • Viðheldur eðlilegu hári Égmæli hiklaust með Femarelle. Í byrjun árs fór ég að finna fyrir hitaköstum bæði á daginn og einnig á nóttunni, sem var mjög skrítið því mér var venjulega alltaf svo kalt. Þetta ágerðist svo meira þegar leið á sumarið og ég fór að spá í því hvað væri í gangi. Ég las um Femarelle sem konur á mí- num aldri væru að taka með góðum árangri, en ég er 45 ára. Ég ákvað að prófa og fann mikinn mun strax eða á c.a. þremur vikum. Ég hef tekið Femarelle núna í þrjá mánuði og stendur ekki til að hætta að taka það. Ég mæli hiklaust með því. Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.