Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2018 Árið 1963 færðu Íslendingar Atl- antshafsbandalaginu (NATO) fund- arhamar að gjöf. Ásmundur Sveins- son hannaði hamarinn og var hann sömu gerðar og fundarhamar sem gefinn var Sameinuðu þjóðunum í New York, en munurinn þó að NATO stjarnan/merkið er grafin aftan á hamarinn. Samkvæmt frétt- um í Morgunblaðinu 30. maí 1975 frá leiðtogafundi NATO í Brussel, talaði Joseph Luns, þáverandi framkvæmdastjóri NATO, um að hamarinn hefði brotnað á átaka- fundi, en þá þegar höfðu Íslend- ingar gefið NATO annan samskon- ar fundarhamar, sem var sterkari. Meira spurðist ekki til þessa hamars fyrr en nýlega að hann kom í ljós við undirbúning flutnings framkvæmdastjóra NATO og skrif- stofu hans yfir í nýjar höf- uðstöðvar. Framkvæmdastjórinn notaði hamarinn í síðustu lotu fund- ar utanríkisráðherra NATO í gömlu húsakynnunum í gær og vís- aði í sögu hamarsins og gjöf Ís- lands. Reiknað er með að fram- kvæmdastjórinn noti einnig hamarinn á fyrsta ráðsfundi í nýj- um höfuðstöðvum sem fram fer 8. maí næstkomandi. Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá NATO, segir mjög ánægjulegt að hamarinn hafi komið fram en tilvist hans hefur ekki farið hátt í utanríkisþjónustunni í seinni tíð. „Sjálf hafði ég aldrei heyrt á hamarinn minnst en við eft- irgrennslan kom í ljós að þetta er nákvæm eftirlíking af upprunalega hamrinum sem greinilega hefur skemmst, eins og Luns upplýsti í Morgunblaðinu 1975. Þetta er ágætasti hamar og norska fram- kvæmdastjóranum þótti ekki leið- inlegt að handleika hann en þema Ásmundar mun hafa verið „bæn víkingsins fyrir friði“.“ Fundarhamar fundinn Forláta fundarhamar eftir Ásmund Sveinsson sem Íslendingar gáfu NATO fyrir áratugum og talinn var glataður kom óvænt í leitirnar á dögunum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, og Guðlaugur Þór Þórðarson ut- anríkisráðherra með fundarhamarinn góða í höfuðstöðvum NATO í gærdag. Ljósmynd/NATO Jónas Jónsson frá Hriflu var gjarnan milli tannanna á fólki meðan hann hafði afskipti af þjóðmálum og pólitík í þessu landi. Í lok apríl 1928, þegar Jónas gegndi embætti dómsmálaráðherra í ríkis- stjórn Tryggva Þórhallssonar, var Morgunblaðinu nóg boðið. „Þegar aðfarir Jónasar dómsmálaráðherra berast í tal manna á milli, heyrist stund- um það viðkvæði að þrátt fyrir alt og alt, þá megi hann eiga það, að hann sje duglegur, og er ekki laust við að þessi eig- inleiki mannsins sje skoðaður til þess fallinn að vega upp gallana,“ segir blaðið í pistli undir yfirskriftinni Duglegur maður. „Æfiferill þessa manns er augljóst dæmi þess, að lítt stoðar að meta manngildi manna á mælikvarða dugn- aðar. Þá fyrst er dugnaður lofsverður, þegar honum er beitt á rjettan hátt. En þó ís- lenskur ráðherra sýni dugnað í að kúga bændaþingmenn, rægja landsmenn í eyru út- lendinga, svívirða Hæstarjett og rjettarfar landsins, hilma yf- ir afbrot flokksbræðra í föls- unum (Vestur-Skaftafellssýslu), reka stjórnmálaandstæðinga úr embættum, til þess að veita þau fylgifiskum sínum, teyma bændur í erindisrekstur fyrir sósíalista, er annað veifið lifa á erlendum fjárgjöfum, þá sjer hver heilvita maður, að sá dugnaður er eigi til þess að fegra ráðherrann.“ GAMLA FRÉTTIN Dugnaður Jónasar frá Hriflu Jónas Jónsson frá Hriflu var um- deildur stjórnmálamaður á sinni tíð. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Anders W. Berthelsen danskur leikari Steinþór Hróar Steinþórsson spéfugl og leikari Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði DORMA KYNNIR Eftir áralanga þróun og prófanir höfum við náð markmiði okkar. Við höfum búið til eina þróuðustu dýnu heims Simba tvinndýnan er gerð úr einstakri samsetningu 2500 keilulaga gorma og móttækilegs minnissvamps. Fáðu betri svefn – sama hvert svefnmynstur þitt er. 80 x 200 cm 64.900 kr. 90 x 200 cm 74.990 kr. 100 x 200 cm 79.900 kr. 120 x 200 cm 89.990 kr. 140 x 200 cm 99.990 kr. 160 x 200 cm 114.990 kr. 180 x 200 cm 129.990 kr. Simba dýnurnar eru fáan- legar í eftirtöldum stærðum Komdu og kynntu þér Simba í næstu Dormaverslun eða á www.simba.is V A RA ÁRSINS 2018 B R E T L A N D HEILSUDÝNUR Kjörin heilsudýna ársins á meðal 10.637 þátttakenda í neytendakönnun KANTAR TNS í Bretlandi SIMBA dýnurnar henta einstaklega vel í stillanleg rúm

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.