Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018 E itthvert furðulegasta mál nútímastjórn- mála er tilraunin til að sanna að Donald Trump hafi verið í leynilegu samkrulli með yfirvöldum í Kreml um að vinna bandarísku kosningarnar. Aðkeypt sullumbull Komið hefur í ljós að allur þessi málatilbúnaður er byggður á tilbúningi sem starfsmenn demókrata fengu fyrrverandi breskan njósnara til að sjóða saman í sam- krulli við gamla rússneska kunningja sína. Það kostaði sitt en kosningastjórn Hillary Clinton borgaði brúsann með bros á vör. Aldrei hefur verið útskýrt hvernig Pútín forseti fékk þetta ofurvald á bandarískum kosningum. Helstu sannanir virðast hafa verið þær að upplýst hafi verið að rússneskir erindrekar hafi án þess að nokkur áttaði sig á því fyrr en ári síðar eða svo keypt sig inn á netmiðla fyrir dollara sem samanlagt námu 0,00001% af þeim fjármunum sem stóru flokkarnir og sjóðir tengdir þeim beint eða óbeint vörðu í áróður og er þá auður Soros að sögn ekki talinn með. Því er bætt við að svo og svo margir hafi smellt „like“ við hinum hallærislega áróðri. Cornelius Smith í Kaliforníu þyrfti ekki annað en að full- yrða að Trump væri með gamla litaða hárkollu af Marlyn Monroe til að fá milljón „like“. Trump metur það að sjálf- sögðu svo að ef Cornelius hefði látið það vera hefði Trump stóraukið fylgi sitt. Hvaða galdur var það sem Pútín hafði uppi í erminni og réði úrslitum í bandarískum landbúnaðarhéruðum, sem tryggði Trump sigur. Vinn- andi fólk á þeim svæðum hefur allra manna minnstan tíma til að hanga á netinu. Það gera menn hins vegar ómælt í Kaliforníu og New York og þar vann frú Clinton með miklum yfirburðum. Er víst að þessar kenningar með Rússa á netinu haldi? Hökkurum hjálpað Allt annað en þetta er fullkomlega óljóst. Það var vissulega vitað að rússneskir hakkarar reyndu að brjóta sér leið inni í tölvur beggja stóru flokkanna vestra. FBI, sem vissulega hefur hrapað í áliti að und- anförnu, komst þó á snoðir um áformin í tæka tíð. Alrík- islögreglan setti sig þegar í samband við flokkana tvo og bauðst til að aðstoða þá við að efla varnir gegn árásunum. Repúblikanaflokkurinn þáði tilboð FBI en Demókrata- flokkur hafnaði! Hakkarnarnir brugðust ekki sínum vonda málstað og settu sig í samband við flokkinn. Þeir komust í sambandi við kosningastjóra Clinton og sögðust þurfa að fá lykilorð tölvu hans svo hægt væri að uppfæra hana. Lipurmennið John Podesta fyrrverandi starfs- mannastjóri Bill Clintons og síðar sérlegur ráðgjafi Obama, lét ekki spyrja sig tvisvar. Hann gaf þeim strax lykilorð sitt, sem hann mundi vel. Kannski hefði hann átt að vera frumlegur og hafa haft það „lykilorð“ á íslensku. En þar sem hugmyndaauðgin var ekki að þjaka hann, hafði hann „password“ sitt „password“. Líklegt er að WikiLeaks og rússneskir, kóreanskir og kínverskir hakkarar hefðu að lokum náð inn fyrir eggja- skurn kerfis demókrata eins og FBI hafði bent á og því ósanngjarnt að gera málið flóknara en þurfti. WikiLeaks náði að birta nokkra pínlega pósta fyrr fyrir vikið, en þeir lifðu ekki langa umræðu. Tölvupóstar að súrdegi Öðru máli gegndi um þá rúmlega 30 þúsund tölvupósta sem frambjóðandinn, fyrrverandi utanríkisráðherra, hýsti í heimildarleysi í bakhúsi sínu, algjörlega óvarða fyrir öllum hökkurum. Snjallast hefði verið fyrir þá að hringja í Podesta því hann hefði á augabragði gefið þeim upp heimilisfangið á skúrnum og sent aukalykil að heng- ilásnum. Þegar þingnefnd um öryggismál ríkisins hafði gert op- inbera kröfu um að ráðherrann fyrrverandi afhenti henni póstana þegar í stað var ákveðið að merja á annan tug síma Hillary í mél og fá sérfræðinga í eyðingu til að baða tölvuhýslana upp úr hraðétandi sýru, svo hægt væri að skila þessu snyrtilegu til þingnefndarinnar. Al- ríkislögreglan FBI lét lengi eins og hún hefði verið að rannsaka þessi mál af fullri alvöru. Hún minntist þó aldrei á þessa glæpsamlegu eyðingu eftir að opinber krafa þingsins lá fyrir. Meint rannsókn var í skötulíki og að auki fengin í hendur þeirra sem frá fyrsta degi máttu ekki til þess hugsa að sannleikurinn kæmi í ljós. Harðsvíruð klíka Nú er vitað fyrir víst að í forystu fyrir þessari sýndar „rannsókn“ voru áköfustu stuðningsmenn frambjóðand- ans innan FBI. Síðar kom í ljós að eiginkona og dóttir Comey forstjóra voru einnig þannig sinnaðar og tóku þátt í mótmælagöngu gegn forsetanum strax eftir kjör hans. Gangan var undir heitinu „Ekki okkar forseti.“ Nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að rússneskir út- sendarar höfðu skipulagt og kostað mótmælin. Ætlar einhver að halda því fram að Pútín geti ekki gert að gamni sínu. Meðal þess sem síðan hefur komið í ljós er að lyk- ilmenn í efstu þrepum FBI héldu fundi á skrifstofu að- stoðarforstjóra FBI, sem nú hefur verið rekinn eftir rannsókn aðaleftirlitsmanns FBI. Á þeim fundi virðast þessir háttsettu FBI menn hafa rætt að nauðsynlegt væri að til yrði „varaplan“ færi svo ólíklega og illa að Trump ynni forsetakosningarnar, þrátt fyrir allt. Þessar alvarlegu ráðagerðir komust í hámæli vegna þess að háttsettir starfsmenn FBI, báðir í hjónabandi, gleymdu sér gjörsamlega í ástar- og framhjáhalds- málum og sendu ótal smáskeyti (50.000 eru nefnd op- inberlega) um helstu hugðarefni sín, fiðringinn og fjand- skapinn við Trump. Smáskeytin fóru um síma sem FBI skaffaði þeim. Viðkvæmasta „samsærishjalið“ reyndu þau þó að senda um aðra síma, eins og þau misstu út í síma fyrirtækisins. Samsung kennt um Grunsemdir vöknuðu um að til væru smáskeyti af þessu tagi. Þingnefndin krafðist þess að fá að fara yfir þau í trúnaði og kynna sér þau þeirra sem snertu opinber málefni sem væru til rannsóknar. Eftir langa og tímafreka leit svaraði FBI því til að um- ræddir póstar hefðu eyðilagst! Ástæðan væri sú að starfsmennirnir hefðu haft síma frá Samsung til afnota, eins og flestir hjá FBI, sem reynst hefðu gallaðir og því væri allt týnt. En þá heyrð- ist óvænt hljóð úr horni. Óháður eftirlitsmaður í dómsmálaráðuneytinu, Mich- ael Horowitz, skipaður í sína stöðu af Obama árið 2012, tilkynnti að hann teldi sig hafa fundið póstana sem FBI fullyrti að væru ekki lengur til. Horowitz hafði hins veg- ar ekki vald til þess að nálgast „leynisímana“ sem brunnið höfðu yfir af ást. Og FBI, hin fræga alrík- islögregla hefur ekki getað fundið þá! Eftirlitsmaðurinn hefur þegar birt nokkurn hluta þús- unda pósta sem lykta óneitanlega af miklum illvilja í garð forsetans og sumir segja af samsæri. Fleiri póstar munu væntanlegir á næstu dögum. Og nú skal sá rannsaka Trump Það sýnir hið mikla traust sem gagnnjósnaforinginn Peter Strzok naut innan FBI að hann var í fremstu röð þess hóps sem hafði með „rannsókn“ á málum Hillary að gera. Í einum póstinum minnir Angela Page, ástkona Strzok, hann efnislega á að fara verði mildum höndum um Hillary. Hún sé jú að verða næsti forseti Bandaríkj- anna og muni ekki kunna þeim neinar þakkir sem hafi strokið henni öfugt. Strzok er sagður hafa gert upp- kastið, (eða að minnsta kosti náð að milda það) að sýkn- uræðu Comey, þar sem hann tilkynnti að Hillary yrði ekki ákærð fyrir brot sín. Nú er komið í ljós að sú til- kynning lá fyrir fullkláruð mörgum vikum áður en Hillary var yfirheyrð af FBI í fyrsta og eina sinn! Eftir að Comey (að eigin sögn) hafði tryggt með lek- um sínum að skipaður yrði sérstakur rannsóknardómari gegn Trump varð Robert Mueller fyrir valinu. Fyrrver- andi forstjóri FBI og náinn vinur Comeys. Og hver skyldi hafa verið valinn strax í hóp aðstoðarmanna rann- sóknardómarans? Peter Strzok! Hann var ekki látinn fara úr þeim hópi, fyrr en Michael Horowitz hafði galdrað fram sms-skeytin sem FBI hafði logið að Sam- sung-símar hefðu eyðilagt. Og það var þessi sami Strzok sem leiddi Flynn örygg- isráðgjafa í gildru „ósanninda“. Sá taldi sig verða að játa sök, því ella myndi hann missa heimili sitt og sparifé í lögfræðinga á fáeinum vikum! „Glæpur“ Flynn var að hafa í samtali við Strzok (þennan líka strangheiðarlega pappír) gleymt í upptaln- ingu eftir minni að nefna eitt samtal við rússneska sendi- herrann á meðal margra tuga samtala við erlenda sendi- menn. Enginn ágreiningur var eða er um að það var skylduverkefni tilvonandi öryggisráðgjafa nýkjörins forseta að eiga slík samtöl. Risið er ekki að hækka á Comey enda langur fyrir Comey lögregluforingi sagðist hafa, eftir brottrekstur sinn, látið prófessor nokkurn og góðan vin sinn fá afrit af minnisblöðum sínum um fundi með Trump og beðið hann að koma þeim með leynd á framfæri við fjölmiðil. Þetta sagðist Comey hafa gert gagngert til að tryggja að sérstakur rannsóknardómari yrði skipaður um hugs- anlegt samspil Trumps og Rússa. Þótt Comey sé þráspurður í fjölmiðlum heldur hann því fram að ekki hafi falist leki í þeirri gjörð. Jafnvel fjöl- miðlarnir vestra sem eru kallaðir „the mainstream media“ og hömuðust með demókrötum alla kosninga- baráttuna og kunna sér ekki hóf eftir að Trump var svo ósvífinn að vinna samt, kaupa þó ekki þetta tal fyrrver- andi forstjóra FBI enda dómgreindarlaust. Comey hefur nú gefið út bók um málstað sinn sem selst mjög vel og hann hefur fengið „drottningarviðtöl“ í Kannski eru byssurnar fyrir löngu hættar að reykja. En taka þær í nefið? Reykjavíkurbréf27.04.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.