Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 37
29.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 SJÓNVARP Fyrir þá sem vilja aðeins horfa á gæðaefni má benda á að IMDb tekur saman ýmsa lista yfir efni sem skorar hátt hjá gagnrýnendum. Til dæmis er hægt að nálgast lista yfir sjónvarpsseríur sem hafa fengið 9 og yfir í einkunn en þótt ótrúlegt megi hljóma eru að- eins 24 seríur í sjónvarpssögunni sem hafa náð slíkri toppeinkunn. Þar í efsta sæti trónir önnur þáttasería af Planet Earth. Í öðru sæti eru Band of Brothers frá 2001. Af nýjustu seríunum er True Detective frá 2014 á topp- listanum og Game of Thrones. Athygli vekur að margir heimildamyndaflokkar um jörðina og geiminn eru á list- anum og er David Attenborough stjarna margra þeirra. Þetta eru þættir svo sem The Blue Planet, Human Plan- et, Cosmos: A Spacetime Odyssey, Cosmos og Life. Yfir níu á IMDb David Attenborough trónir í efsta sæti með Planet Earth. SJÓNVARP Sömuleiðis er hægt að finna á IMBd lista yfir versta sjónvarpsefni allra tíma, sem lægstu einkunnir hafa hlotið. Jóban rosszban, eða Í blíðu og stríðu, þykir samkvæmt IMDb, sé miðað við þætti sem að minnsta kosti 1.000 manns hafa gagnrýnt, allra versta sjónvarp fyrr og síðar. Þættirnir voru þó í gangi í heimalandinu, Ungverja- landi, í fjölmörg ár og urðu þættirnir yfir 100 talsins. Á IMDb fær í Blíðu og stríðu 1,4 í ein- kunn. Efni þáttanna er ungverskur læknir sem segir skilið við glæstan feril í Bandaríkj- unum til að byggja upp spítala í Ungverja- landi. Og það versta Henriett Novak fer með aðalhlutverkið í verstu sjónvarpsþáttunum. Hvor er hvað? André Benjamin (t.h.) tókst sérstaklega vel upp í túlkun sinni á rokkgoð- sögninni Jimi Hendrix í kvikmyndinni Jimi: All Is by My Side (2013). Benjamin er þekkur sem helmingur hipp hopp tvíeykisins Outcast. Gina Gershon minnti mjög á fyrirmyndina Donatellu Versace í sjónvarps- myndinni House of Versace (2013) sem fjallaði um litríka og viðburðaríka ævi þessarar ítölsku tískudrottningar. Athygli vakti hversu vel Sverri Guðna- syni tókst að líkja eftir Björn Borg í íþrótta- dramanu Borg vs. McEnroe (2017) en hér má sjá Borg með spaða í hönd og svipað ennisband og Sverrir er með. Ashton Kutcher var sérstaklega lík- ur Steve Jobs í kvikmyndinni Jobs (2013) eins og sést þegar gömul, svarthvít mynd af frumkvöðlinum er skoðuð. Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu PALLAOLÍA • Allround olían er efnisrík gæðaolía sem endist lengur • Margir fallegir litir* * Litur á palli EJLINGE

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.