Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018 Við vissum að við værum að leita að nálí heystakki. Við fundum hana og þaðhér í Sacramento,“ sagði ríkis- saksóknari Sacramento-héraðs, Anne Marie Schubert, á blaðamannafundi á miðvikudag- inn þegar hún tilkynnti handtöku morðingja og nauðgara sem leitað hafði verið að í fjöru- tíu ár. Joseph James DeAngelo var handtekinn síðastliðið þriðjudagskvöld í úthverfi Sacra- mento og er talið að hann sé hinn alræmdi Golden State Killer sem talinn er hafa myrt tólf og nauðgað að minnsta kosti fimmtíu konum í Kaliforníu á árunum 1976-1986. Lögregla segir að gamalt DNA sýni passi við sýni sem tekin voru á heimili DeAngelo en vildi ekki tjá sig frekar um hvað það var sem kom þeim á sporið. DeAngelo var leiddur fyrir dómara á föstu- dag og ákærður fyrir átta morð. Rekinn úr lögreglunni „Við gleymum of oft að tala um fórnarlömbin en í dag stigum við fyrstu skrefin í átt að ein- hvers konar uppgjöri fyrir fórnarlömb þess- ara óhugnanlegu glæpa,“ segir Scott Jones, lögreglustjóri í Sacramento. Hinn ákærði er fyrrverandi lögreglumaður í Auburn í Kalíforníu sem rekinn var úr lög- reglunni árið 1979 fyrir búðarhnupl. DeAngelo starfaði sem lögregluþjónn í sex ár, frá 1973-1979. „Það er mjög líklegt að hann hafi framið glæpina á meðan hann var í lögreglunni og við munum að sjálfsögðu kanna það,“ segir Jones. Nágrannar segja hann „öðruvísi“ Nágranni DeAngelo til tuttugu ára, Kevin Tapia, segir að undanfarin ár hafi DeAngelo haldið sig frá öðru fólki og átt það til að öskra á nágrannana af minnsta tilefni. „Hann var ekki beint ógnvekjandi mann- eskja, en hélt sig til hlés og var dáldið öðru- vísi,“ segir Tapia í viðtali við HLN, sjón- varpsstöð sem sérhæfir sig í að skoða sakamál. Kona að nafni Jane Carson-Sandler sagði í viðtali þar á miðvikudag að hún hefði búið í Citrus Heights, þar sem DeAngelo bjó, þegar henni var nauðgað á heimili sínu. Það var ár- ið 1976 og er hún talin vera fyrsta nauðgun- arfórnarlamb hans. Hún var sofandi heima ásamt þriggja ára syni þegar maður braust inn, batt þau og nauðgaði henni. „Þegar ég hugsa um öll lífin sem hann hef- ur eyðilagt og allt fólkið sem hann hefur haft áhrif á verð ég reið. Mig langar að kýla hann,“ segir Carson-Sandler. Yfirvöld hófu strax leit að nauðgara hennar sem átti eftir að nauðga og drepa fólk í heilan áratug eftir þessa fyrstu árás. Fleiri nauðganir voru tilkynntar og í upp- hafi voru það konur sem voru einar heima með börn sín. Síðar réðst hann inn hjá pörum og árið 1978 er hann sagður hafa elt og drep- ið hjónin Katie og Brian Maggiore. Talið er að þau hafi verið þau fyrstu sem hann myrti. DNA sýni leiddu til handtöku DeAngelo er þá talinn hafa flutt sig um set því svipaðir glæpir voru tilkynntir í Santa Barbara-héraði og þótt lögregla hafi ekki átt- að sig á því á þeim tíma, þá svipaði þessum glæpum til hinna sem framdir voru í Sacra- mento. Ýmis nöfn voru notuð yfir þennan morðingja og nauðgara, eins og East Area Rapist og Original Night Stalker, en hann réðst á konur og pör í Suður-Kaliforníu frá 1970-1986. Lögreglan hafði sínar grunsemdir um að þetta væri einn og sami maðurinn en hann skildi aldrei eftir fingraför og á þeim tíma voru DNA rannsóknir ekki komnar til sögunnar. Árið 2001, þegar DNA próf voru gerð, kom í ljós að um sama manninn var um að ræða en ekki tókst að hafa hendur í hári hans. Árið 2016 bauð Alríkislögreglan verðlaunafé hverjum þeim sem gæti varpað ljósi á hver ódæðismaðurinn væri. „Þessir glæpir voru þeir allra verstu sem ég hef þurft að rannsaka,“ segir Erika Hutchcraft, sem rannsakaði málið fyrir sak- sóknara Orange County. „Þetta eru ekki ástríðuglæpir heldur eru þetta algjörlega til- finningalausir glæpir. Mjög kaldrifjaðir, mjög ofbeldisfullir.“ Það var svo loks í vikunni að lögregla gat sannað að DeAngelo væri maðurinn sem leit- að hafði verið að öll þessi ár. Bruce Harrington, bróðir fórnarlambanna Keith og Patrice Harrington, gaf út yfirlýs- ingu á blaðamannafundinum sem lögreglan hélt á miðvikudag. Hann þakkaði lögreglu fyrir þrautseigju í málinu. „Það er kominn tími fyrir fórnarlömbin að finna frið. Hann er nú í fangelsi, hann er búinn að vera.“ Fjörutíu ára leit lokið Lögregla í Bandaríkjunum handtók í vikunni 72 ára gaml- an fyrrverandi lögregluþjón sem myrti tólf manns og nauðgaði um fimmtíu konum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Ný DNA-rann- sókn kom lögreglu á sporið. AFP Fjörutíu ára leit Alríkislögreglu Bandaríkjanna lauk á þriðjudag þegar maður var handtekinn. AFP PHOTO / FBI/HANDOUT Á blaðamannafundi tilkynnti lögregla að Joseph James DeAngelo hefði verið handtekinn. Hann er 72 ára í dag en framdi glæpi sína á árunum 1976-1986. ’ Þetta eru ekki ástríðuglæpir heldur eru þetta algjörlega tilfinningalausir glæpir. Mjög kaldrifjaðir, mjög ofbeldisfullir. Erika Hutchcraft, rannsakandi fyrir Orange County. ERLENT ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR asdis@mbl.is PERÚ Fyrrverandi forseti Perú, Alberto Fujimori, hefur verið ákærður fyrir að hafa gert fi mm konur ófrjóar gegn þeirra vilja á meðan hann var forseti. Þrír fyrrverandi heilbrigðisráðherrar verða líka kærðir. Þrjú hundruð þúsund konur gengust undir ófrjósemisað- gerðir á meðan hann var forseti á ár- unum 1990-2000. Aðgerðirnar áttu að vera gerðar með samþykki kvennanna en þúsundir gáfu ekki samþykki. Talið er að margar hafa verið þvingaðar í ófrjósemisaðgerð en fl estar voru þær fátækar konur af landsbyggðinni. Fleiri en tvö þúsund konur hafa lagt fram kærur. Átján konur létust í þessum aðgerðum. Ákærurnar fi mm eru vegna kvenna sem létust. SPÁNN Þúsundir manna mótmæltu víða um Spán á fi mmtudag eftir að dómur féll í máli fi mm manna sem ákærðir höfðu verið fyrir nauðgun. Reiðir mótmælendur fylltu miðborg Madrid og annarra borga. Fimmmenningarnir fengu níu ára fangelsisdóm en mörgum fannst dómurinn of vægur. Bæði fórnarlambið og þeir ákærðu hyggjast áfrýja dómnum. Mennirnir fi mm tilheyra WhatsApp hópi sem kallar sig La manada, (wolf pack) en þeir tóku nauðgunina upp á myndband. Árásin átti sér stað á San Fermin hátíðinni í Pamplona í júlí 2016. NÍGERÍA Rúmlega 160 börnum var bjargað úr „barnaverksmiðju“ og úr tveimur ólöglegum munaðarleysingjahælum í Lagos, Nígeríu, að sögn þarlendra embættismanna. Sum barn- anna höfðu verið beitt kynferðisofbeldi. Börn á þessum heimilum eru stundum seld til ættleiðingar, í barnaþrælk- un, í vændi eða fórnað í trúarathöfnum. ÍSRAEL Tíu sautján og átján ára ungmenni létu lífi ð eftir að fl óð hreif þau með sér í Nahal Tzafi t í Suður-Ísrael á fi mmtudag. Ungmennin voru í 25 manna hópi fólks sem var á æfi ngu á vegum hersins. Fimmtán var bjargað. Hópurinn hafði verið á gangi nálægt ánni Tzafi t sem er nálægt Dauðahafi nu. Tveir yfi rmenn skóla ung- mennanna hafa verið handteknir fyrir vanrækslu en varað hafði verið við fl óðum á þessu svæði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.