Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 28
FERÐALÖG Það eru nokkrir hlutir sem hægt er að taka með sér tilað gera flugferðina þægilegri en þar ber hæst sjal, helst úr þunnri ull, eyrnatappa, augnhvílu og hvíldarkraga. Þægilegt ferðalag 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018 K róatía var ekki á lista margra ferðamanna í nærri áratug eftir stríðið sem stóð yfir 1991-1995 en þá var Júgóslavíu skipt upp. Núna er land- ið hinsvegar komið rækilega á dag- skrá á ný en þar er falleg strand- lengja, óspillt náttúra og fallegir gamlir hafnarbæir. Einn slíkur er Split, næststærsta borg Króatíu og sú stærsta í héraðinu sem kennt er við Dalmatíu. Borgin var stofnuð sem grísk nýlenda á 3. og 2. öld fyr- ir Krist en hún varð mikilvæg og styrktist í sessi í kringum árið 650. Heimafólk sem kallað er „Splicani“ lýsir gjarnan borg sinni sem þeirri fallegustu í heimi. Í borginni búa innan við 200.000 manns en nærri 350.000 á borgarsvæðinu öllu þegar nærliggjandi bæir eru taldir með. Höll Díókletíanusar Borgin þykir lífleg og vera góð blanda af hinu forna og nýja. Í borginni er að finna glæsilega höll Díókletíanusar sem byggð var 300 árum eftir Krist þegar þessi rómverski keisari settist í helgan stein. Höllin er á heimsminjaskrá UNESCO og þykir vera með áhrifameiri rómverskum minjum í heiminum. Samhliða þessum forn- minjum þrífast nútímalegir barir, veitingastaðir og verslanir. Hall- armúrarnir faðma gamla bæinn í Split en þar er miðjan stórt torg með einkennandi marmarasúlum, sem ber nafnið Peristil. Þar hefur Díókletíanus komið fram og ávarp- að almenning. Á svæðinu er kirkja GettyImages/iStockphoto Bacvice-baðströndin þar sem hægt er að synda í hreinum sjó. Blanda af hinu forna og nýja Split er heillandi borg í Króatíu þar sem hægt er að njóta afslappaðs lífs við sjávarsíðuna með kaffibolla eða vín úr héraði í hendi. Þar eru rómverskar fornminjar við hlið nútímalegra veitingastaða. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Steinlagðar götur miðborgarinnar. Prokurative, litríka lýðveldistorgið, vestur af sjávarbreiðgötunni Riva. SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.