Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Blaðsíða 27
fléttan kemur líka sterk inn en hún má vera laus og frjálsleg og best er að notast við litla, ósýnilega teygju í þeirri greiðslu.“ Þá segir Hildur að við eigum eftir að sjá mun meira af mjög stuttum klippingum þegar kemur að herrunum. „Um er að ræða klippingar sem er auðvelt að greiða og munum við sjá hárið frekar greitt fram í toppnum heldur en aftur. Sólarvörn fyrir hárið Hitabreytingar hafa vissulega áhrif á hárið, líkt og húðina og segir Hildur mikilvægt að huga rétt að hárumhirðu á sumrin. „Það er nauðsynlegt að næra hárið vel á sumrin og gefa því raka. Einnig er mjög mik- ilvægt að nota hita- og sólarvörn fyrir hárið,“ segir hún og bætir við að ef fólk er í mikilli sól sé upplagt að verja hárið vel með flottum hatti. „Það er úrval af vörum með sólarvörn og fólk þarf að vera duglegt að næra hárið á sumrin. Þá er mjög sniðugt að eiga næringar- bombur í sturtunni yfir sumarið.“ Fylgihlutir ómissandi í sumar Aðspurð hvaða tískuhús hafi, að mati Hildar, staðið upp úr hvað varðar hártísku í sumar, svarar hún: „Mér fannst Dolce & Gabbana, Versace og Erdem vera að gera skemmtilega hluti. Þessi tískuhús notuðu mikið af spennum og allskonar fylgihlutum sem mér finnst skemmtilegt og sumarlegt. Það er alltaf partur af sumrinu að leika sér meira með fylgihluti til þess að djassa hárið upp.“ Sýnikennsla Hildur sýndi skref fyrir skref sumarlega greiðslu sem hefur verið vinsæl með vorinu. „Pipe Braid“ eða pípufléttan er svokölluð sum- arhátíðar- eða festival-flétta sumarsins. „Hugmyndasmiður hennar heitir Nicci Welsh, hún er mikið í því að búa til nýjar flétt- ur og er algjör listamaður í því,“ útskýrir Hild- ur sem fer með okkur yfir helstu skref þess- arar skemmtilegu fléttu. Hildur segir fléttur meðal þess sem er hvað vinsælast í sumar. Á Instagram-síðu Barbarella, instagram.com/barbarellahairsalon, má sjá fjöldann allan af hugmyndum að skemmtilegri hárgreiðslu. Auk þess er hægt að panta tíma hjá Hildi á Facebook-síðu stofunnar. Þessi skref eru svo endurtekin alla leið niður. Fjórða skref Þá tekur þú endann á lokk 2, býrð til lykkju og vefur utan um - sama með lokk 3. Að lokum sameinast þeir miðjulokknum (lokk 1). Fyrsta skref Þú tekur einn þykkan lokk í miðjunni (köllum hann lokk 1). Þriðja skref Þriðja skref er eins og annað skref nema þú tekur lokk frá hinn hliðinni (lokkur 3). Gylltir og hlýir tónar eru mál- ið í sumar. FLÉTTAN SAMANSTENDUR AF FJÓRUM SKREFUM Annað skref Þú tekur lokk frá hliðinni (lokkur 2) og leggur undir miðjulokkinn og býrð til lykkju. Að lokum vefur þú svo lokknum yfir og ofan í lykkjuna og herðir. Ein vinsælasta hárgreiðsla sum- arsins er skóla- stelpu-fléttan. Hún má bæði vera laus og frjálsleg. 29.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Geysir 24.800 kr. Falleg peysa frá Anecdote. Vero Moda 6.590 kr. Grófar galla- buxur í töff sniði. Net-a-Porter.com 37.000 kr. Gullhúðaðir eyrnalokkar frá Jennifer Fisher. Asos.com 4.300 kr. Þessa skó var ég að panta mér fyrir sumarið frá Monki. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Ég var að panta mér æðislega hvíta, opna skó fyrir sumarið með svokölluðum „kitten“-hæl sem er stór partur af sumar- tískunni. „Kitten“-hælar passa bæði við sæta sumarkjóla og hressa upp á hvers- dagslegri samsetningar eins og til að mynda grófar gallabuxur og stuttermabol. Yeoman 19.900 kr. Töff sundbolur frá Lovestories. Céline 380.000 kr. Draumataskan mín er þessi fallega taska úr kálfaskinni frá Céline. Madison 5.900 kr. Reverence Aromatique frá Aesop er eftirlætishandsápan mín með fíngerðum kornum sem veita milda djúphreinsun.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.