Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 4. M A Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 104. tölublað 106. árgangur
REYNSLUNNI
RÍKARI OG MUNUM
BÆTA OKKUR
MIKIÐ HEFUR
ÁUNNIST MEÐ
RAFVÆÐINGU
GERÐUST SJÁLFBOÐALIÐAR Í́ AFRÍKU 12 RAFBÍLAR 24 SÍÐURNÁLGAST 100 LANDSLEIKI ÍÞRÓTTIR
Langdræg bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-52H
Stratofortress lenti á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan
hálftvö í gær. Hafði vélinni þá verið flogið hingað til lands
frá Minot-herflugvellinum í Norður-Dakóta í Bandaríkj-
unum. Tilgangur heimsóknarinnar er að taka þátt í
minningarathöfn sem haldin var á Reykjanesi í gær, en þar
var verið að afhjúpa minnisvarða um þá fjórtán sem létust
er bandarísk B-24 Liberator-sprengjuflugvél fórst á Fagra-
dalsfjalli 3. maí 1943. Aðeins stélskytta vélarinnar komst
lífs af í slysinu. Var B-52 vélinni flogið í um 300 metra hæð
yfir svæðið á meðan athöfnin stóð yfir. Þotur þessar eru
engin smásmíði, um 50 metrar á lengd og með 56 metra
vænghaf. Eftir lendingu í Keflavík var bremsuhlíf sleppt til
að hjálpa til við að hægja á vélinni. Meðal þeirra fjömörgu
sem viðstaddir voru athöfnina voru ættingjar þeirra sem
létust í flugslysinu, fulltrúar íslenskra stjórnvalda, Land-
helgisgæslu Íslands, bandaríska sendiráðsins á Íslandi og
flughers Bandaríkjanna. »6
Langdræg sprengjuflugvél sótti landið heim
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vegna stytt-
ingar náms í
framhaldsskóla
munu sumir skól-
anna útskrifa tvö-
faldan hóp stúd-
enta í vor, en þá
útskrifast annars
vegar árgangur
með fjögurra ára
nám að baki og
hins vegar fyrsti
árgangur í þriggja ára námi til stúd-
entsprófs.
Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli
Benediktsson, segir áhrifin af stytt-
ingunni dreifast á nokkur ár. Skv.
gögnum reiknar hann með að ný-
nemum í grunnnámi við skólann
fjölgi um 7-12% í haust, sem er fjölg-
un um 1.200-1.400 nemendur en um
35% stúdenta úr hverjum árgangi
hefja nám við HÍ. Skólinn hafi tekið
yfir 3.000 nýnema í grunnnám ár-
lega. Í haust megi gera ráð fyrir allt
að 3.300. Áætlað er að mesta fjölg-
unin geti orðið á næsta ári, eða um
15%, og það gætu orðið allt að 3.600
nýskráningar í grunnnám. Skoða
þurfi greinar með samkeppn-
isprófum, eins og lög- og læknis-
fræði, sérstaklega. »6
HÍ býst við mikilli
fjölgun nýnema
Stúdentar Nem-
endur útskrifaðir.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Íslenskir lífeyrissjóðir hafa beina
aðkomu að uppbyggingu nýs lúx-
ushótels við Austurhöfn í Reykja-
vík. Í byggingunni verður rekið
Marriott Edition hótel í hæsta
gæðaflokki. Líkt og fram kom í
Morgunblaðinu í gær stefnir allt í
að framkvæmdir við hótelið muni
fara milljarða fram úr áætlunum.
Lífeyrissjóðirnir halda á, í félagi
við aðra innlenda fjárfesta, tæplega
40% hlut í félaginu Cambridge
Plaza Hotel Company ehf. sem á
bygginguna. Meirihluti félagsins er
hins vegar í eigu hollenska félags-
ins Cambridge Netherlands Inve-
stors B.V. Eigendur þess eru
bandaríska fasteignaþróunarfélagið
Carpenter & Company og fjárfest-
irinn Eggert Þór Dagbjartsson.
Eignarhlutur lífeyrissjóðanna er
vistaður í félaginu Mandólín ehf.
Athygli vekur að sjóðastýringar-
fyrirtækið Stefnir er fyrirferðar-
mikið innan Mandólíns og lífeyr-
issjóðirnir eiga verulegra
hagsmuna að gæta í gegnum sjóð-
inn SÍA III slhf. sem Stefnir rek-
ur. Stefnir er í eigu Arion banka
sem seldi byggingarréttinn undir
hótelið og er jafnframt stærsti lán-
veitandinn að verkefninu. Lífeyris-
sjóðir eiga þó ekki aðeins hags-
muna að gæta í gegnum
fjárfestingu sína í SÍA III heldur
eru Almenni lífeyrissjóðurinn og
Festa lífeyrissjóður einnig beinir
eigendur að Mandólín.
Mikið í húfi fyrir lífeyr-
issjóði vegna hótelsins
Verkefnið við Hörpu hefur farið milljarða fram úr áætlunum
Risaframkvæmd Kostnaðurinn mun stappa nærri 20 milljörðum króna.
MLífeyrissjóðir með verulega ... »18
Umsókn fyrirtækisins Skagans 3X
um að fá að byggja við iðnaðarhús
fyrirtækisins með stærri uppfyll-
ingu út í Krókalón er eitt helsta
umræðuefnið á Akranesi þessa
dagana. Hugmyndirnar mæta and-
stöðu, ekki síst íbúa á svæðinu sem
næst er fyrirhuguðum byggingum.
Á móti eru aðrir sem vilja styðja
gott fyrirtæki í að vaxa og dafna.
Vilja ekki að eins fari fyrir því og
HB Granda sem hætti aðal-
starfsemi sinni á Akranesi. Akra-
nesbær kynnti þessi áform en
ákvörðun um hvort farið verði í
formlegt skipulagsferli eða ekki
bíður nýrrar bæjarstjórnar. »10-11
Titringur í
Krókalóni
Íbúar ræða stækk-
un lóðar Skagans 3X
Morgunblaðið/Eggert
Akratorg Tekist er á um uppbyggingu.
NÝ SÝN OG ÆVINTÝRI