Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 27

Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 ✝ Brynleifur Há-steinn Stein- grímsson fæddist 14.9. 1929 á Blönduósi og lést á Landakotsspítala 24. apríl 2018. For- eldrar hans voru Steingrímur Á.B. Davíðsson, skóla- stjóri á Blönduósi, f. 17.11. 1891, d. 9.10. 1981, og kona hans Helga Dýrleif Jónsdóttir, f. 8.12. 1895, d. 7.6. 1995. Brynleifur var áttundi í röð tólf systkina sem á legg komust: Anna Sigríður, f. 1919, d. 1993, Aðalheiður Svava, f. 1921, d. 2014, Árdís Olga, f. 1922, d. 2010, Hólmsteinn Ottó, f. 1923, Hersteinn Haukur, f. 1925, Brynhildur Fjóla, f. 1927, d. 1993, Jóninna Guðný, f. 1928, d. 2015, Sigþór Reynir, f. 1931, Steingrímur Davíð, f. 1932, d. 2017, Jón Pálmi, f. 1934, d. 2001, Sigurgeir f. 1938. Brynleifur ólst upp á Blöndu- ósi. Stúdent frá MA 1950, cand. med. frá HÍ 1956, við framhalds- nám og læknisstörf í Svíþjóð 1958-68, University of Bristol 1972-73, Oslóarháskóla vor 1973 og Lasarettet í Lundi 1988-89. 1978, dætur hennar og Ágústs Ólafs Ágústssonar, f. 1977 (þau skildu): Elísabet Una, Kristrún og María Guðrún. b) Jón Andr- eas, f. 1982, maki Hjördís Eva Þórðardóttir, f. 1982. Synir þeirra: Friðrik Atli, Jóhann Daði og Gunnlaugur Orri. 2) Helga kennari, f. 4.3. 1956, gift Jóni G. Haukssyni ritstjóra, f. 6.11. 1955. Börn: a) Brynleifur Birgir Björnsson, f. 1977, kvæntur Ingibjörgu Ösp Magnúsdóttur, f. 1979. Synir þeirra: Birkir Snær, Magnús Breki og Björn Hlynur. b) Sig- ríður Silja Sigurjónsdóttir, f. 1983, sambýlismaður Guð- mundur Jón Amlín Sigurðsson, f. 1972. c) Jón Haukur Jónsson, f. 1990, unnusta Þóra Rut Jóns- dóttir, f. 1992. 3) Friðrik, f. 15.5. 1958, d. 22.12. 1990. Var kvænt- ur Ólöfu Halldórsdóttur, f. 15.5. 1956. Dóttir hennar Hrafnhildur Guðmundsdóttir, f. 1975. 4) Brynja Blanda fjármálastjóri, f. 11.8. 1971, gift Ingvaldi Thor Einarssyni framkvæmdastjóra, f. 7.2. 1974. Börn þeirra: a) Maríanna Björg. f. 2001. b) Ein- ar Helgi, f. 2005. Síðari kona Brynleifs var Hulda Guðbjörnsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 27.12. 1951, d. 16.5. 2010. Þau skildu. Sonur þeirra: Steingrímur rafgreinir, f. 30.3. 1977. Sonur Huldu: Hrafn Tryggvason, f. 1970. Útför Brynleifs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 4. maí 2018, kl. 15. Sérfræðingur í þremur greinum læknisfræðinnar. Brynleifur var héraðslæknir á Kirkjubæjar- klaustri 1957-58, héraðslæknir á Sel- fossi 1968-82, sér- fræðingur í lyf- lækningum við Sjúkrahús Suður- lands frá 1983, síð- an yfirlæknir lyfjadeildar þar, og yfirlæknir á Litla-Hrauni 1969-87. Loks læknir við Heilsu- gæslustöðina í Reykjanesbæ í þrjú ár nokkru eftir að hann hætti störfum fyrir aldurs sakir á Selfossi. Hreppsnefndarmaður á Selfossi 1974-78, bæjarfulltrúi 1986-90. Í bæjarráði og forseti bæjarstjórnar og bæjarráðs um skeið. Formaður Læknaráðs Suðurlands um árabil. Sat í ótal nefndum og stjórnum. Gaf út ljóðabók sína, Í ljósi dags, 1993. Fyrri kona Brynleifs var Þor- björg Sigríður Friðriksdóttir, f. 6.7. 1930, d. 19.12. 1975. Börn þeirra: 1) Guðrún Helga hæsta- réttarlögmaður, f. 22.6. 1954, gift Gunnlaugi A. Jónssyni pró- fessor, f. 28.4. 1952. Börn þeirra: a) Þorbjörg Sigríður, f. Á æskuárum mínum bjugg- um við á Akureyri, sem varð til þess að samverustundir með afa Brynleifi voru ekki tíðar og því meiri viðburður í hvert sinn sem ég hitti hann. Breyting varð á með búferlaflutningum okkar suður til Reykjavíkur og samverustundir urðu fleiri. Þegar ég varð eldri urðu tengsl okkar sterkari og samskiptin nánari. Nafni minn, eins og við gjarnan kölluðum hvor annan, reyndist mér mikill stuðnings- maður, veitti mér hvatningu og vináttu. Brynleifur afi var góðum gáfum gæddur og vel að sér í málefnum líðandi stundar, hvort sem það var á vettvangi stjórnmálanna eða í öðrum samfélagslegum og heimspeki- legum efnum. Honum þótti gaman að rökræða og skiptast á skoðunum um ýmsa hug- myndafræði. Hann átti líka auðvelt með að spjalla við sér ókunnugt fólk af öllum stigum þjóðfélagsins, eiginleiki sem mér þykir aðdáunarverður. Hann hafði yfirleitt skýra af- stöðu til þeirra hluta sem við ræddum. Það styrkti umræðuna að hann lét mig ekki komast upp með að viðra skoðanir mínar án þess að færa fyrir þeim gild rök og styðja með dæmum. Hann var í senn vinalegur og á góðan hátt krefjandi viðmæl- andi þar sem ávallt var stutt í glettnina. Brynleifur afi hafði mikla greiningarhæfni sem læknir. Þessi hæfileiki hans var byggð- ur á ákaflega djúpum skilningi á læknisfræðinni sem einungis fæst með því að kafa vel ofan í grunninn eins og hann orðaði það sjálfur. Ég veit að kollegar hans dáðust að þessum hæfi- leika. Eitt sinn átti ég spjall við lækni sem lýsti þessu með skemmtilegri myndlíkingu. Hann sagði að Brynleifur væri með læknisfræði í heilastofn- inum og sjúkdómsgreiningar hans kæmu sem ósjálfráð við- brögð. Þó svo að ég hafi ekki valið að verða læknir eins og nafni minn hef ég reynt að öðl- ast þennan hæfileika í því sem ég fæst við og eru mér heilræði hans í þeim efnum drjúg. Hann var enn fremur kjarn- yrtur og með mikla skáldgáfu. Ljóðin eftir hann eru orðin fjöl- mörg en eitt er mér þó sér- staklega minnisstætt. Það var ljóð sem hann orti til móður minnar, Helgu Brynleifsdóttur, í tilefni af sextíu ára afmæli hennar. Þar tókum við nafnarn- ir höndum saman og kom það í minn hlut að syngja ljóðið í af- mælisveislunni. Einnig er mér mjög minnisstæð veisla í tilefni af 85 ára afmæli hans þar sem ég gat orðið við þeirri ósk að syngja eitt af uppáhaldslögum hans eftir Megas. Langar mig því að vitna í lokaerindi þess lags, sem í mínum huga mun halda minningunni um heiðurs- manninn og afa minn Brynleif H. Steingrímsson lifandi um ókomna tíð. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas) Brynleifur B. Björnsson. Í dag kveðjum við langafa okkar og viljum við nú minnast hans. Hann langafi Brynleifur var fyndinn og skemmtilegur karl sem var alltaf brosandi. Við munum sakna hans sárt og birtum hér ljóð sem Kristrún orti til hans um síðustu jól. Hann Brynleifur H. Steingrímsson er mikill heiðursmaður. Hann yrkir ljóð eins og Salómon og alltaf er hann glaður. Hann langafi er allra afa bestur. Bjó hann ungur við Blönduós. Einnig er hann mikið fyrir lestur. Yljar sér við jólaljós. Brynleifur er bestimann, bjargar fólki tíðum. Börnin öll þau elska hann. Við eftir jólum bíðum. Elísabet Una og Kristrún Ágústsdætur. Leiðir okkar Brynleifs lágu saman fyrir rúmum tveimur áratugum er við Brynja, yngsta dóttir Brynleifs, hófum að rugla saman reytum. Ungur maðurinn kveið þess- um fyrsta fundi enda heyrt ótal sögur af ættföðurnum. Kvíðinn laut þó fljótt í lægra haldi. Eftir snarpa yfirheyrslu hlaut verðandi tengdasonur skilyrðis- lausa blessun. Ekki var því að þakka að hann var í sínu fín- asta pússi og afskaplega kurt- eis. „Hverra manna ertu?“ var fyrsta spurning verðandi tengdaföður. Eftir að hafa rak- ið ættir víða um land bar mig niður að Víkum á Skaga í Húnavatnssýslu. Ekki þurfti frekari vitnanna við, en að mati Brynleifs eru Húnvetningar allra manna mestir. Margar góðar samveru- stundir höfum við átt síðan. Brynleifur var fróður maður, áhugasamur um lífið og til- veruna. Sama hvert umræðuefnið var aldrei komið að kofanum tóm- um. Þrátt fyrir áföll lífsins elt- ist forvitni barnsins ekki af Brynleifi. Hann drakk í sig nýj- an fróðleik dag hvern og deildi með þeim sem hann hittu. Skopskynið varð beittara með árunum og hann kallaði jafnan fram gleði hjá þeim sem hann hittu og náði vel til barnanna. Um jólin bar Guð á góma og sagðist Brynleifur halda að slíkt mikilmenni hlyti að vera Húnvetningur! Nú fallinn er frá, húnvetnskur höfðingi. Englar guðs veri þér hjá, þess óskar Ingi. Ingvaldur Thor Einarsson. Vissi, vissi vegur Guðs var ferðin mín. Á þessari trúarjátningu lýk- ur ljóði Brynleifs tengdaföður míns sem hann nefndi „Kaldi- dalur og Sálmur 23“. Brynleifur var margslunginn maður, fljúgandi greindur með viðurkenningu í þremur sér- greinum læknisfræðinnar. Hann hafði orð á sér fyrir að vera bæði fljótur og nákvæmur að sjúkdómsgreina. Hann var lengi pólitískt virkur, fyrst sem Þjóðvarnarmaður í stúdenta- ráði en hin síðari árin sjálf- stæðismaður. „Maður verður að ferðast um landið til að þekkja það“ svar- aði hann skorinort er hann var spurður út í þau mál. Brynleifur var hressilegur í framgöngu, mannblendinn og tók fólk tali hvar sem hann kom. Hann var þó viðkvæmur í lund og hafði farið um dimma dali. En það síðasta sem hann sagði þegar við ræddum saman tveimur dögum fyrir andlát hans var: „Ég óttast ekki.“ Andspænis dauðanum var játn- ing hans hin sama og höfundar 23. Davíðssálms. Brynleifur lét sér aldrei dægurmálin duga heldur glímdi við hinar dýpri spurningar trú- ar og heimspeki og ljóðlistin var honum ein leið út úr þeirri glímu. Í næstum tvo síðastliðna áratugi var hann alltaf hjá okk- ur Guðrúnu, dóttur sinni, á að- fangadagskvöld. Þar leyndi sér ekki að hann kunni að meta andblæ hinnar helgu hátíðar. Er ég varði doktorsritgerð mína frá Lundarháskóla fyrir 30 árum var Brynleifur við- staddur. Í veislu um kvöldið stóð hann upp og hélt snjalla ræðu á sænsku. Hann sló á létta strengi og sagði að þarna inni væri margt sænskra guð- fræðinga. Fyrr á öldum hefðum við fengið nokkra slíka til Ís- lands, en tekið þeim misjafn- lega, stundum einfaldlega sett þá í poka og drekkt þeim í næstu á! Ummælin vöktu kát- ínu þó að ekki þekktu allir til hvers var vísað. Minnisstæð er heimsókn til Hultsfred í Smálöndum þar sem fjölskyldan hafði búið lengst á Svíþjóðarárum, fimm ár af ellefu. Við komum inn í skóverslun. Kaupmaðurinn tókst allur á loft þegar hann bar kennsl á Brynleif, setti annan fótlegginn upp á búð- arborðið og dró buxnaskálmina upp að kné og sagði: „Þarna var mikið svöðusár sem Stein- grímsson læknir saumaði af miklu listfengi fyrir 40 árum,“ og svo féllust þeir í faðma. Brynleifur var alltaf fljótur að tileinka sér nýjustu tækni á ótal sviðum. Þannig man ég er danskur læknir, mágur minn, kom í heimsókn til Brynleifs á Selfossi til að kynna sér að hann hafði komið öllum sjúkra- skýrslum sínum í tölvutækt form. Það var nánast óþekkt þá. Brynleifur hafði átt við vax- andi vanheilsu að glíma síðast- liðin tvö ár. Þegar langafa- dætur þrjár heimsóttu hann á Landakotsspítala um daginn sagði hann hressilega: „Mikið er gaman að sjá ykkur, stelpur mínar. Hér sjáið þið hvernig gamall karl lítur út sem fer bráðum að deyja,“ og svo áttu þau gott spjall saman. Ég spurði hann um daginn hvað honum kæmi í hug þegar hann liti yfir langa lífsgöngu. „Stórt er spurt,“ sagði hann og bætti við íbygginn: „Ég held ég sé orðinn hógværari en áður!“ Ég þakka tengdaföður mín- um meira en 40 ára samfylgd. Guð varðveiti útgöngu hans og inngöngu. Gunnlaugur A. Jónsson. Í lífshlaupinu náði tengda- faðir minn góðum tíma; hann lést á 89. aldursári. Hann naut þeirrar gæfu að vera hraustur og hress í ellinni – og skýr til hinstu stundar. Það var rétt í lokin sem þessi fyrrverandi hlaupagarpur og Vasagöngumaður varð móður. Hann kvaddi frekar snöggt; líkt og hann gerði oft þegar við ræddum saman í síma. Hann var húnvetnskur sveitamaður og heimsborgari, litríkur, reffi- legur, eftirminnilegur öllum sem kynntust honum, bjó yfir öflugum tilsvörum og nálgaðist mál með frumlegri hugsun. Hann var spjallari við ókunnuga, leit á það sem kurt- eisi og hafði gaman af, en al- mennt hafði hann litla þolin- mæði fyrir tilgangslausu tali. Oftast ræddum við þjóðmál og stjórnmálaforingja. Það reyndi oft skemmtilega á mann í þeim samtölum; hjá honum var fyrir öllu að kryfja mál til mergjar og rökræða sig til niðurstöðu. Alinn upp á bökkum Blöndu, það fór aldrei á milli mála, svo tíðrætt varð honum um bernskuslóðirnar. Þegar á ung- lingsaldri var hann harðákveð- inn í að mennta sig og átti því láni að fagna að vinna í vega- vinnu hjá föður sínum, skóla- stjóranum og vegaverkstjóran- um. Hann lagði samviskusamlega fyrir af sum- arhýrunni og notaði í sína eigin vegagerð; menntaveginn. Sem læknir var hann þekkt- ur fyrir yfirburðafærni við að greina sjúkdóma. Hann kafaði djúpt í fræðin til að vita sínu viti, hafa allt á hreinu og forð- ast mistök. Í einu ljóða sinna segir hann einmitt: Að vera von í vanda manns er vafinn sem ég á. Í Svíþjóð var hann lengst af héraðslæknir í stóru héraði í Smálöndunum. Fjölskyldan bjó í bænum Hultsfred. Þegar við fórum þangað fyrir nokkrum árum gekk Brynleifur að eldri manni sem sat þar á bekk við göngugötuna. Þeir byrjuðu að spjalla. Þegar maðurinn komst að því að þetta væri doktor Steingrímsson stóð hann strax upp, brosti sínu breiðasta og heilsaði með handabandi. Skömmu síðar litum við inn í skóbúð. Þegar skósalinn upp- götvaði hver væri á ferð bretti hann upp aðra skálmina og benti á lítið, fínlegt ör á hnénu og sagði: Þú saumaðir mig eftir að ég datt illa á skautum sjö ára. Það var ekki nema hálfri öld áður! Hann skrifaði fjölda blaða- greina og tók þátt í stjórn- málum. Í mjög svo líflegu sex- tugsafmæli hans á Hótel Selfossi hafði einn fjölmargra ræðumanna á orði að það væri eðlilegt að Brynleifur hefði mikið fylgi í bæjarpólitíkinni; kjósendurnir væru sjúklingar hans. Hann unni ljóðlist og orti aragrúa ljóða. Haustið 1993 kom hann með svarta skjala- tösku til okkar Helgu. Það var óreiða í þeirri tösku en hún var innihaldsrík. Hafði að geyma mörg ljóða hans; mörg hver páruð á miða og servíettur. Hann fól Helgu að finna út úr þessu. Skömmu fyrir jólin þetta ár gaf hann svo út ljóðabók sína; Í ljósi dags. Genginn er eftirminnilegur maður sem sögur fóru af. Eðli- lega er sorg og söknuður á kveðjustundu. En um leið gleðjumst við yfir lífshlaupi manns sem var von í vanda margra sjúklinga. Hann var mér kær. Blessuð sé minning hans. Jón G. Hauksson. „Hvað er gleði?“ sagði hann eftir sannar samræður sem ég man ekki lengur um hvað hverfðust, en brosið á Binna man ég enn. Þetta var svo ein- lægt og sjarmerandi bros að ég held að flestir jarðarbúar hefðu fallið fyrir því. Í þessu brosi var einhver hlýja, einhver væntumþykja, sem virtust engin takmörk sett. Ég hafði alist upp á heimili afa og ömmu á Blönduósi og aðeins þekkt Binna af afspurn. En þegar Binni kom í heimsókn var greinilegt að þar fór maður sem í heyrðist. Seinna meir átti ég eftir að komast að því að á námsárum áttu þeir í kapp- ræðum hann og Sverrir Her- mannsson og létu sig hvergi. Sannfæringarkraftur hans var óbilandi, maður hreifst með því sem hann sagði. Það var eins og Björn á Löngumýri sagði við mig mörgum árum seinna: Það var eitthvað í röddinni sem fékk mann til að hlusta á hvað hann sagði. Hvaða maður hefði til að mynda getað sannfært mismunandi flokka um ágæti sitt en það gerði Binni. Hver hefði getið farið í framboð fyrir og setið í bæjarstjórn fyrir Al- þýðuflokkinn, Framsóknar- flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn og öllum hefði líkað vel við hann jafnvel eftir kosningar? Eftir að hafa tekið framhalds- nám í Svíþjóð í læknisfræði á þeim árum sem hin „sænska“ bylgja læknisfræðinnar reið yfir hér á landi kom Binni og fjölskylda heim að námi loknu. Binni fékk stöðu á Selfossi og þar átti eftir að verða hans starfsvettvangur. Það er eng- inn vafi á því að Binni var góð- ur læknir og ekki síður grein- andi. Ég fer ekki ofan af því að hann hafði eitthvað í sér sem þessir húnvetnsku læknar höfðu; eitthvert innsæi sem var eins og þeir sæju í gegnum þig. Binni var mjög líkur ömmu en einmitt hún horfði í gegnum þig og þau sögðu hluti sem ekki var hægt að neita. Læknishæfi- leikinn var í blóðinu og var honum eðlislægur. Það var alltaf einhvers að vænta af Binna í þeim fjölda samkomna sem haldnar voru á fyrstu árum fjölskyldunnar í Reykjavík. Hann iðaði í skinn- inu á hliðarlínunni að fá að halda ræðu en af því hafði hann gaman og gat vel. Um leið og Binni hóf að tala varð grafar- þögn; það var eins og viðstadd- ir væru með honum þegar hann hóf talið. Hann var háfleygur, fór með himinskautum, en ávallt var það hin húnvetnska gáfa sem var innihaldið auk þeirrar per- sónu sem í hlut átti. En þögnin var alger. Binni, frændi minn, var í raun einstakur ættjarðarsinni Austur-Húnavatnssýslu. Sýslan var honum svo kær að ég hef aldrei vitað um svona kærleika til síns uppruna. Það var hann sem var upphafsmaður að því að þriðja ættarmótið skyldi haldið í sumar á Blönduósi. Leitt er að hann skyldi ekki ná þessu takmarki. Árið 1993 gaf Binni út ljóða- bókina Í ljósi dags, sem hann sagði að ætti að tjá tilfinningar og þau vitundarsvið sem ekki yrði öðruvísi lýst. Þarna var Binni háfleygur, eins og hún- vetnskt skáld og læknir, eins og hann vildi vera. Ég kveð Binna með virðingu. Afkomend- um votta ég virðingu og segi um leið að með Binna sé farinn einstakur maður, stundum djúpt hugsi, en þó skemmti- legur og einlægur. Ég mun sakna Brynleifs í leiftrandi snilld sinni. Helgi Sigurðsson. Brynleifur H. Steingrímsson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.