Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
Safarí Mæðgurnar og mæðginin fóru einnig til meginlandsins í safaríferð
og heimsóttu meðal annars Maasai-þorp í leiðinni og fengu góðar móttökur.
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir
ingibjorgrosa@gmail.com
V
ið fórum út í byrjun jan-
úar og dvöldum í mán-
uð í litlu, fátæku þorpi
sem heitir Jambiani og
er á Sansibar, sem til-
heyrir Tansaníu,“ segir Halla Rós
Arnarsdóttir um ferð þeirra vin-
kvennanna, hennar og Margrétar
Birgisdóttur, til Afríku fyrr á þessu
ári.
„Mig var búið að dreyma um
að fara í svona ferð með dætur
mínar í mörg ár og þegar ég datt
niður á þetta verkefni hjá Nínukoti
ákvað ég að drífa mig og taka 14
ára dóttur mína, Sólbjörgu Lind,
með.“
Þær mæðgur buðu Margréti
og Vigni syni hennar, sem er 13
ára, að koma með en Margrét
þurfti nokkurrar sannfæringar við
þegar Halla stakk fyrst upp á því
að þær færu hvor með sitt barnið
til Afríku. „Mér fannst það frekar
áhættusamt að fara með barnið
mitt til Afríku!“
Nínukot er milliliður fyrir sam-
tökin African Impact sem skipu-
leggja sjálfboðastörf víðsvegar um
Afríku. Eftir talsverða umhugsun
ákvað Margrét hins vegar að láta
slag standa og þann 7. janúar flaug
hópurinn á vit ævintýranna. Halla
og Margrét starfa báðar við ferða-
þjónustu svo hávetur var hent-
ugasti tíminn til að fara og auðsótt
mál var fyrir krakkana að fá frí í
skólanum enda margt hægt að læra
við sjálfboðastörf í framandi landi.
Halla segir að þau hafi fengið
góðar upplýsingar frá Nínukoti um
alla hluti áður en þau fóru og hafi
verið duglegar að leita ráða og því
verið nokkuð vel undirbúnar áður
en ævintýrið hófst.
„Við höfðum mestar áhyggjur
af moskítóbitum og að við þyrftum
að gæta barnanna eins og sjáaldurs
augnanna. En raunin var sú að
moskítóflugur eru ekkert skæðar á
þessum árstíma og eftir eina viku
leið okkur eins og við værum jafn-
Komu heim með
nýja sýn á heiminn
Vinkonurnar Margrét Birgisdóttir og Halla Rós Arnarsdóttir lögðu nýlega land
undir fót ásamt tveimur börnum sínum og gerðust sjálfboðaliðar í Austur-Afríku,
sem gerði það að verkum að nú kunna þau enn betur að meta glas af köldu vatni
og kraftmikla sturtu. Þau langar samt öll til að fara aftur til Sansibar.
Gaman Öll fjögur tóku þau að sér að kenna ensku, bæði börnum, unglingum
og fullorðnum. Hér eru Sólbjörg og Vignir með nokkrum nemendum sínum.
Frí Halla, Sólbjörg, Vignir og Margrét nýttu helgarfríin vel til að skoða sig
um og njóta þess að vera á þessum magnaða stað, Sansibar-eyjaklasanum.
Endurfundir Eiginmenn Höllu og Margrétar, ásamt vini og eldri bróður
Vignis, mættu til Sansibar í lok dvalarinnar, eftir að hafa klifið Kilimanjaro
og urðu fagnaðarfundir þar áður en allur hópurinn hélt heim á leið.
Eruð þið í gatinu?“ Ég fékkþessa spurningu um dag-inn í einni af ótal rólóferð-um með eins og hálfs árs
gömlum syni mínum. Spyrjandinn
var frekar þreytulegur faðir og ég,
frekar þreytuleg móðir, svaraði með
smá andvarpi: „Já, þið líka?“ Umrætt
gat er bilið frá því að fæðingarorlofi
lýkur og barn kemst inn á leikskóla,
yfirleitt um 18 mánaða aldur.
Það ættu þó allir að vita af þeirri
krísu sem ríkir í leikskólamálum og
það er ekkert gefið að börn komist
inn á þessum aldri. Flestir foreldrar
nýta sér dagforeldra í gatinu. En það
er alls ekki gefið að fá pláss hjá dag-
foreldrum og ég þótti heldur sein
þegar ég leitaði að plássi þegar
guttinn var fjögurra mánaða. Eftir
mörg símtöl fékk hann pláss og
byrjaði hjá dagforeldrum
síðastliðið haust en það
gekk hins vegar ekki
upp, fyrir því eru ótal
ástæður sem er óþarfi
að fara út í hér. Nið-
urstaðan var því sú að
ég breytti vinnufyrir-
komulagi mínu, vinn
aðra hverja viku á
kvöldin og er
heima með guttann
á daginn. Við for-
eldrarnir hjálp-
umst auðvitað að
en þetta fyrir-
komulag varð
niðurstaðan.
Svo kom stóri dagurinn
í síðustu viku. Úthlutun á
leikskólaplássi! Þetta var eiginlega
bara jafn stór dagur og þegar blessað
barnið kom í heiminn, svo mikil var
gleðin (og fyrirhöfnin). En við vorum
heppin. Staðreyndin er sú að enn eru
börn sem eru orðin eldri en 18 mán-
aða og fá ekki leikskólapláss í
haust. Þessu þarf að breyta.
Núna. Eru ekki annars að
koma kosningar?
Eins mikið og ég elska
stóra strákinn minn hlakka
ég óendanlega mikið til að
fara með hann í aðlögun á
leikskólann. Við erum
kannski búin að eyða að-
eins of miklum tíma
saman, tíma sem er
samt svo dýrmætur. En
þegar ég fer á klósettið
og hann eltir mig (það er
ekki í boði að læsa), opn-
ar skúffuna, tekur dömu-
bindi úr pakkanum og réttir
mér, þá veit ég að
mæðginasambandið er orð-
ið of náið. Ó hvað það verð-
ur gaman í ágúst þegar
leikskólinn byrjar.
»Þetta var eiginlegabara jafn stór dagur
og þegar blessað barnið kom
í heiminn, svo mikil var
gleðin (og fyrirhöfnin).
Heimur Erlu Maríu
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Æðisleg sófaborð frá Zijlstra í hnotu
Verð frá 49.900 kr.