Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 19
Indverskir blaðamenn voru á meðal þeirra sem komu saman í gær, á al- þjóðadegi prentfrelsis, og kveiktu á kertum í minningu þeirra tíu blaða- manna sem létust í sjálfsvígsárás á mánudaginn var, en árásinni var sér- staklega beint að fjölmiðlum. Voru álíka minningarathafnir haldnar víðsvegar um heiminn. AFP Fallinna blaðamanna minnst víða um heim Kveikt á kertum í minningu kollega Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, lýsti í gær yfir stuðningi sínum við þá fyr- irætlan ríkjanna á Kóreuskaga að binda formlegan enda á Kóreustríðið. Yi er nú staddur í tveggja daga heim- sókn til Norður-Kóreu og heldur heim- leiðis í dag. Hitti hann meðal annars Kim Jong-un, einræðisherra Norður- Kóreu, í gær og ræddi við hann um ástandið á Kóreuskaganum. Norður- og Suður-Kórea hafa form- lega séð átt í stríði frá árinu 1950, þeg- ar Norður-Kóreumenn réðust á ná- granna sína í suðri. Vopnahlé var samþykkt árið 1953, en formlegur frið- ur hefur ekki enn verið samþykktur. Kim og Moon Jae-in, forseti Suður- Kóreu samþykktu á fundi sínum í síð- ustu viku að stefna að því að saminn yrði varanlegur friður á milli ríkjanna. „Kína styður að bundinn verði endi á stríðsástandið á Kóreuskaga,“ sagði Wang í sérstakri yfirlýsingu vegna heimsóknar sinnar. Lýsti hann jafn- framt yfir stuðningi við fyrirætlanir Norður-Kóreu um að einblína meira á efnahag ríkisins, á sama tíma og öryggi landsins yrði tryggt á sama tíma og það gæfi kjarnorkuvopn sín upp á bát- inn. Kim mun hafa ítrekað þá ósk sína að hefja kjarnorkuafvopnun Norður-Kór- eu á fundi hans og Wangs. Kínverjar styðja friðarviðleitni  Utanríkisráð- herra Kína heim- sækir Pyongyang AFP Kórea Wang Yi hitti einnig utanrík- isráðherra N-Kóreu, Ri Yong-ho. FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ali Akbar Velayati, utanríkismála- ráðgjafi Ali Khamenei, æðstaklerks Írans, varaði við því í gær að Íranir myndu slíta samkomulagi sínu við helstu stórveldi heims um kjarn- orkuáætlun landsins, ef Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveður að draga Bandaríkin út úr því. Trump hefur verið mjög gagnrýn- inn á samkomulagið, sem forveri hans Barack Obama átti veg og vanda að. Hefur Trump meðal ann- ars kallað það einn versta samning í sögu Bandaríkjanna, en farið verður yfir samninginn hinn 12. maí næst- komandi. Hefur Trump ýjað að því að hann muni þá draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Velayati hafnaði því jafnframt að það kæmi til greina að semja upp á nýtt um þau atriði sem helst hafa valdið áhyggjum, en Emmanuel Macron Frakklandsforseti viðraði þann möguleika í opinberri heim- sókn sinni til Washington á dögun- um. „Íran samþykkir samkomulagið eins og það stendur og mun ekki samþykkja að neinu sé bætt við eða tekið úr því,“ sagði Velayati. Gaf hann í skyn að Íranir gætu þá ákveð- ið að slíta samkomulaginu ef reynt yrði að endurskoða það. Íranir hafa ávallt neitað því að markmið þeirra sé að koma sér upp kjarnorkuvopnum, en núverandi Bandaríkjastjórn og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum sínum um að sam- komulagið geri ekki nóg til þess að koma í veg fyrir þá niðurstöðu. Flutti Benjamín Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, ræðu á mánu- daginn, þar sem hann sagðist hafa sönnunargögn um að Íranir væru að reyna að koma sér upp kjarnorku- vopnum. Hóta að slíta samningnum  Íranir vara Bandaríkjamenn við að draga sig úr kjarnorkusamkomulaginu AFP Íran Netanyahu sagði á mánudag- inn að Íranir hefðu logið um kjarn- orkuvopnaáætlun sína. Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti í gær á Twitter-síðu sinni að hann hefði endurgreitt lögfræðingi sínum, Michael Cohen, 130.000 bandaríkjadali fyrir greiðslu sem lögfræðistofa Cohens innti af hendi til klám- stjörnunnar Stormy Daniels. Sagði Trump að greiðslan hefði verið innt af hendi til þess að stöðva það sem hann kallaði „rangar og fjárkúgunarlegar“ fullyrðingar Daniels um að þau hefðu átt saman ástarfund árið 2006. Ítrekaði Trump að greiðslan hefði ekki verið tengd forseta- framboði hans á nokkurn hátt, en spurningar hafa vaknað hvort framlög til kosningabaráttunnar hafi verið misnotuð til þess að kaupa þögn Daniels. Endurgreiddi lögfræðingnum BANDARÍKIN AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Sérstök nefnd í Skotlandi sem á að rannsaka möguleg dóms- morð tilkynnti í gær að hún myndi fara aftur yfir sakfellingu Abdelbasets Ali Mohmet al- Megrahi, eina mannsins sem sakfelldur hefur verið fyrir Lock- erbie-málið. Megrahi dó árið 2012 úr krabbameini, en hann var á sínum tíma dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa sett sprengju um borð í flugvél Pan Am-flugfélags- ins sem sprakk yfir bænum Lock- erbie og drap alla 243 sem voru um borð. Honum var hins vegar sleppt árið 2009 af mannúðar- ástæðum. Fyrir tveimur árum til- kynntu lögregluyfirvöld í Skot- landi að tveir aðrir lægju undir grun og er málið enn opið. Munu fara aftur yfir Lockerbie-málið Abdelbaset al- Megrahi STÓRA-BRETLAND Sex svartir nashyrningar voru fluttir í gær frá Suður-Afríku til Tsjad, en með flutningnum á að reyna að gera landið að nýju að heimkynnum dýra- tegundarinnar. Svartir nashyrningar voru áður fyrr algengir í Tsjad, en veiðiþjófnaður leiddi til þess að þeir dóu þar út fyrir um háldri öld. Öryggisgæsla hefur verið efld í Za- kouma-þjóðgarðinum, þar sem nas- hyrningarnir eiga að fá að lifa villtir, en einungis um 5.500 svartir nashyrn- ingar eru til í heiminum. Þó að dregið hafi mjög úr veiði- þjófnaði á síðustu árum er hann þó enn vandamál víða í Afríku. Til dæm- is voru þrír svartir nashyrningar skotnir í fyrrinótt í Kenía þrátt fyrir að þeir væru í sérstakri verndar- nýlendu. Fundust hræ þeirra um morguninn og höfðu hornin verið sög- uð af. Veiðiþjófanna er nú leitað með öllum tiltækum ráðum, að sögn yfir- valda í Kenía. Sex svartir nashyrningar til Tsjad  Veiðiþjófnaður enn vandamál víðsvegar um Afríku AFP Fluttur Einn af nashyrningunum sex bíður hér þess að flytja til Tsjad. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.