Morgunblaðið - 04.05.2018, Side 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á nau
tið
Nú líður að knatt-
spyrnukeppnunum
miklu í Rússlandi, og
margir Íslendingar
hyggjast fara að sækja
landið það heim.
Þá verður þeim víst
ekki bara skylt að
halda með okkar
merkilega góða fót-
boltaliði; heldur líka í
leiðinni að hugleiða
hvernig lýðræðismálin líta út gagn-
vart Íslandi; í íþróttum, hermálum,
jafnréttismálum, kynjamálum, og
jafnvel í sjávarútvegsmálum; að
kaldastríðsarfleifð Sovétríkjanna
ógleymdri.
Enda er Rússland víst orðið sem
fastur landfræðilegur fylgifiskur
fyrir okkur Íslendinga; líkt og Esjan
er Reykvíkingum; síðustu öldina; en
þó ólíkt skeinuhættara.
Þátttaka í pólitískum
skrípaleik?
Það sem hæst ber nú, er þó ekki
hinn óvænti glæsileiki okkar sem
knattspyrnuþjóðar á alþjóðavett-
vangi, heldur íþróttasiðferðið í vest-
rænu samhengi; hversu langt eigi að
leyfa lýðræðislegum þjóðum að
draga fjöður yfir augu vestræns al-
mennings varðandi þversagnirnar
og hagsmunaárekstrana við gest-
gjafalandið, undir yfirvarpi lýðræð-
islegrar afþreyingarþrár og bræðra-
lags.
Líkt og er með reynslu heimkom-
inna ferðalanga okkar til fyrrver-
andi einræðisríkja, sem
komast ekki hjá að
hugsa sitt um þá fortíð
lengi síðan.
Skemmst er og að
minnast þess er Rúss-
land naut Vetraról-
ympíuleikanna sinna í
Sochi um árið, til að
ráðast síðan inn í Krím-
skaga Úkraínu, meðan
heimsbyggðin var enn í
hrifningarvímu við
íþróttahald þeirra.
(Og ekki má gleyma
hér andlýðræðislegu árekstrunum
um árið, er fyrrverandi Sovét-
lýðveldið Hvíta-Rússland vistaði
knattspyrnuleikana; við mikinn var-
hug Vesturlanda!).
Talað er nú um tækifæri Íslend-
inga til að kynna land sitt og þjóð
fyrir milljónum rússneskra fótbolta-
aðdáenda þar; sem munu þó að
miklu leyti vera í hópi þeirra kjós-
enda Pútíns sem nú sætta sig við
óbreytta fámennisstjórn Rússlands í
fjölflokkamálum, hermálum; og
kjarnorkuflaugaógn við NATÓ og
Ísland.
Og ekki má gleyma lyfjaspillinga-
málum Rússa sem leiddu til jað-
arsetningar á nýloknu Vetrarólymp-
íuleikunum í Suður-Kóreu.
- Sem voru aftur leifarnar af lyfja-
blekkingahefðinni frá Sovétríkj-
unum sálugu, í heimsveldisáróð-
urstilburðum þeirra í kalda stríðinu.
(Og jafnvel einræðisstjórnin í
Norður-Kóreu er nú að nýta sér
þátttöku sína í nýafstöðnu Ólympíu-
leikunum í Suður-Kóreu, til að
styrkja samningsstöðu sína sem
kjarnorkuvopnaógnarveldis!).
Nú ætla Bretar að láta ríkisstjórn
sína sniðganga þessa leika vegna
meints stórveldisyfirgangs Rússa, í
njósnamálum, hryðjuverkamálum
og hermálum; og fleiri þjóðir hyggj-
ast ganga í kjölfarið.
Knattspyrnan óeðlilega karl-
rembuleg íþróttagrein?
Þær íslensku konur sem ætla nú
til Rússlands, ættu að hugleiða hvort
rétt sé að HM sé að verða of ein-
strengingsleg karlaíþrótt, þar eð
undirliggjandi túlkun sveimar þar
um og yfir, um að karlar séu í krafti
sinna meðfæddu eiginleika, fremri
íþróttamenn; þar, sem í flestum öðr-
um íþróttum; en konur.
Á móti gætu konurnar t.d. krafist
þess að kvennafótbolti færi þar sam-
tímis fram jafnrétthátt, eða þá að
jöfn kynjahlutföll yrðu meðal
íþróttaliða á stærri landsmótum
íþróttamanna yfirleitt!
Ég skora því á utanríkisráðherra
okkar, forsætisráðherra, forseta, og
formenn Sjálfstæðisflokksins og
Samfylkingarinnar, að tjá sig um
þessi mál, auk Kvenréttindafélags
Íslands, Mannréttindastofu, jafn-
réttisráðs; og Íþróttasambandsins!
Við megum ekki styðja lengur við
þá árþúsundagömlu brellu að nota
íþróttagleðina til að slæva alvarlega
undirliggjandi ágreiningsáherslu úr
hófi fram!
...
Nýlega orti ég ljóð sem kallast
Pútíns ríma II. En þar þóknast mér
að kveða m. a. svo um Rússlands-
pólitík síðustu ára:
...
Pútín nú til Ólympsleika platar;
praktar sig þar konungsfortíð í.
Meðan núna heimsbyggðin með hjalar,
Krímskagans hann yfirtekur þý.
Sprengjuþotur Sýrland sá,
splundra meintum öfgaöflum:
veröld núna skýrt má sjá
virði Rússlands hers við söltun.
HM í Rússlandi: hryssings-
legur hræsnileikur?
Eftir Tryggva V.
Líndal. »Hversu langt á að
leyfa lýðræðislegum
þjóðum að draga fjöður
yfir augu vestræns al-
mennings varðandi
þversagnirnar og hags-
munaárekstrana við
gestgjafalandið?
Tryggvi V. Líndal
Höfundur er skáld og menningar-
mannfræðingur.
Smá inngangur:
Þegar loftárásunum á
Sýrland lauk um dag-
inn var haldinn blaða-
mannafundur í Penta-
gon. Þar var sagt að
ráðist hefði verið á
þrjár efnavopnaverk-
smiðjur og þær eyði-
lagðar. Ekki nóg með
það. Það var líka sagt
að mörg hundruð tonn
af efnavopnum hefðu verið eyðilögð.
Hér kemur svo spurning: Hvernig
stendur á því að engin mengun hefur
mælst þar sem verksmiðjurnar voru?
Væru þetta efnavopnaverksmiðjur
sem framleiddu alvöru efnavopn ætti
allt að vera gjörsamlega dautt á fleiri
hundruð ferkílómetra svæði! En ég
sá ekki betur en að fólk væri að
spássera um rústirnar og taka vídeó.
Hér er augljóslega eitthvað sem ekki
stemmir.
Hér er önnur spurning: Hvar eru
sannanirnar fyrir því að Sýrlands-
stjórn hafi staðið fyrir efnavopnaárás
í Douma?
Varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna hefur lýst því yfir að Bandaríkin
hafi engar sannanir fyrir því að Sýr-
landsstjórn hafi nokkurn tíma beitt
efnavopnum. Það var ekki einu sinni
gerð tilraun til þess að rannsaka hvað
hefði átt sér stað í Douma.
Fyrst var okkur sagt að óyggjandi
sannanir lægju fyrir um að Sýrlands-
stjórn hefði staðið að baki efnavop-
naárás í Douma. Í dag er ekkert
minnst á sannanir. Nú er staðan sú að
það er uppi mikill efi um að efnavop-
naárás hafi yfirleitt átt sér stað í
Douma og að allt hafi verið sviðsett
fyrir vestræna fjölmiðla.
Spólum til baka nokkur ár. Það var
árið 2012 að Obama
Bandaríkjaforseti lýsti
því yfir að notkun efna-
vopna í Sýrlandi væri
rauð strik fyrir Banda-
ríkin og að notkun
þeirra gæti leitt til þess
að Bandaríkin gripu til
hernaðaraðgerða gegn
Sýrlendingum.
Það er ekki með
nokkru móti hægt að
túlka þessa yfirlýsingu á
annan hátt en þann að
hún sé loforð um að
Bandaríkin grípi til að-
gerða (loftárása) verði efnavopnum
beitt í Sýrlandi.
Við hvaða afleiðingum má búast
þegar forseti Bandaríkjanna gefur
svona yfirlýsingu? Eru einhverjir
sem halda að hryðjuverkamenn komi
ekki til með að nýta sér þessi hrika-
legu mistök sem þessi yfirlýsing var?
Það sem gerðist í framhaldinu er
vel þekkt. Yfirlýsingin setti af stað
skriðu efnavopnaárása í Sýrlandi. Og
alltaf var Sýrlandsstjórn kennt um.
En það er fyrst í ágúst 2013 að
hlutirnir taka á sig alvarlega mynd.
Þá var gerð efnavopnaárás í Ghouta
þar sem fleiri hundruð manns fórust.
Þrennt gerðist í kjölfar árás-
arinnar í Ghouta sem vert er að gefa
gaum. Það fyrsta er að utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna hélt blaða-
mannafund og kenndi Sýrlandsstjórn
um árásina. Hann hefur sannanir.
Hleruð samtöl sýrlenskra herforingja
þar sem þeir skipuleggja árásina.
Óyggjandi sannanir. Hann lofar að
birta öll gögnin þannig að allir geti
séð svart á hvítu að Sýrlandsstjórn er
á bakvið árásirnar.
Ekkert hefur verið birt af þessum
gögnum sem ráðherrann talaði um á
þessum fundi. Engin alvöru sönn-
unargögn hafa verið birt sem sýna
með óyggjandi hætti að Sýrlands-
Hvar eru
sannanirnar?
Eftir Þorstein
Bergmann
Einarsson
Þorsteinn Bergmann
Einarsson
Allt um
sjávarútveg
Nýlega var umfjöll-
un hjá fréttastofu
RÚV um ungan mann,
34 ára, sem var til-
nefndur til að koma í
laust pláss í Mörkinni
á venjulegt heimili þar
sem meðalaldur heim-
ilismanna var 83 ár.
Þessi ungi maður
hafði fengið heilablóð-
fall nokkrum mán-
uðum fyrr, var að ljúka endurhæf-
ingu á Grensás og eftir því sem ég
best veit var ekki hægt að gera
neitt meira fyrir hann varðandi
endurhæfingu. Vegna heilablóðfalls-
ins er hann allsendis ófær um að sjá
um sig sjálfur og vantaði því var-
anlegan samastað.
Nú er það svo að þegar losnar
pláss á öldrunarheimili þá tilnefnir
viðkomandi færni- og heilsumats-
nefnd tvo einstaklinga sem stjórn-
endum heimilisins er síðan gert að
velja úr. Í þetta skiptið tilnefndi
nefndin á höfuðborgarsvæðinu tvo
einstaklinga, annan 34 ára og hinn
35 ára, til að koma í pláss á heimili
hjá okkur í Mörkinni þar sem með-
alaldur er 83 ár. Í alla staði óvið-
unandi fyrir viðkomandi einstakl-
inga, aðstandendur þeirra og aðra
sem að málinu koma.
Ég man sem ungur drengur, upp
úr 1970, eftir tveimur einstaklingum
á Grund sem fóru þangað mjög ung-
ir og dvöldu þar ævilangt, Gesti og
Önnu. Þau eru látin fyrir ein-
hverjum áratugum. Bæði áttu við
fötlun að stríða og á þeim tíma þeg-
ar þau komu inn á
Grund, líklega upp úr
1960, fór ekki mikið
fyrir sambýlum í ís-
lensku þjóðfélagi. Þetta
þótti ef til vill ekkert
óeðlilegt á þeim tíma.
Sennilega voru þeir
fötluðu heima við í um-
sjón ættingja ef þeir
komust ekki inn á öldr-
unarheimili. Ef til vill á
sjúkrahúsum. Síðan þá
hefur mjög mikið vatn
runnið til sjávar og í raun óskilj-
anlegt að ofangreind staða með
þessa tvo ungu menn skuli vera
komin upp í okkar annars ágæta
samfélagi.
Stjórnendur heilbrigðismála,
bæði hjá ríki og sveitarfélögum, já
málefni fatlaðra heyra nefnilega
undir sveitarfélögin, verða að
bregðast við hinni miklu húsnæðis-
og umönnunarþörf þeirra sem lenda
í áföllum sem heilablóðfalli og
tengdum sjúkdómum. Það er ekki
boðlegt að bjóða ungu fólki pláss á
öldrunarheimili, hugsanlega til ára-
tuga dvalar. Við hljótum að geta
gert betur en þetta.
Ungir á öldrunar-
heimilum
Eftir Gísla Pál
Pálsson
Gísli Páll Pálsson
» Það er ekki boðlegt
að bjóða ungu fólki
pláss á öldrunarheimili,
hugsanlega til áratuga
dvalar.
Höfundur er forstjóri hjúkr-
unarheimilisins Merkur.
gisli@grund.is