Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 29

Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 starfskonu. Elín var alltaf í góðu skapi og tilbúin að grínast og taka þátt í ýmsum skemmtilegheitum og sprelli, bæði í vinnunni og utan hennar. Hún var mikil bókakona og hafði sérstaka unun af að lesa fyr- ir börnin og þá tókum við okkur oft vel út saman. Hún las með til- þrifum og ég lék söguþráðinn með leikrænni tjáningu og við skemmtum okkur ekkert smá við það og erlendu börnin fylgdust vel með og fóru að skilja textann bet- ur. Þessar samverustundir í leik- skólunum eru mér ógleymanlegar og standa upp úr þegar ég minnist Elínar. Tónlist var henni líka hug- leikin og það var ekki leiðinlegt þegar unnið var með tóna og texta. Þar var hugmyndaflug allra og sköpun látin ráða för. Elín Hrund var falleg og góð bæði að innan og utan, alltaf hlý og umhyggjusöm, sama hver átti í hlut, og alltaf sá hún ljósa punkta við það sem virtist í fyrstu vera slæmt. Ég mun alltaf sakna hennar en get bara ímyndað mér þann sökn- uð og missi sem fjölskylda hennar þarf að líða núna. Hún lætur eftir sig fjögur börn, eiginmann og aldraða foreldra. Fjölskyldan var henni mikils virði og hún dýrkaði börnin sín enda eru þau öll snill- ingar. Ég votta allri fjölskyldu Elínar Hrundar mína dýpstu samúð. Marta Gunnarsdóttir. Í dag kveðjum við elsku hjart- ans vinkonu okkar. Elín Hrund kom í fjölskyldu okkar árið 1988 þegar hún og Þorsteinn bróðir okkar urðu par. Þau hófu búskap sinn í Bólstaðarhlíð en draumur þeirra var að eignast framtíðar- heimili í Hjálmholti, en þar sem það er lítil gata þurftu þau að bíða nokkuð eftir því að þar kæmi eign á sölu. En að því kom að draumur þeirra rættist og bjuggu þau sér og börnum sínum fallegt heimili í Hjálmholti. Strax varð kært á milli okkar og Elínar og ýmislegt var brallað. Elín var glaðlynd, skemmtileg og ótrúlega hugmyndarík. Hún átti frumkvæðið að því að við stofn- uðum með okkur systra- og mág- konuklúbb. Við hittumst reglu- lega og skemmtum okkur saman meðal annars í matarboðum, menningarferðum, ferðum í sum- arbústað og dásamlegri utan- landsferð. Í þessum boðum og ferðum var mikið lagt upp úr að finna gott þema, t.d. síðkjóla, hatta, ljótunaglalakkskeppni o.s.frv. Elín var myndasmiður klúbbsins og voru oft miklar til- færingar hjá henni við að stilla hópnum upp fyrir myndatökur. Það eru því til margar skemmti- legar myndir af klúbbmeðlimum á gleðistundum. Það eru þung spor að fylgja elskulegri mágkonu okkar til grafar og stórt skarð er höggvið í okkar hóp. Minning um yndislega vinkonu, hláturmilda og glettna, mun lifa með okkur. Elsku Þorsteinn, Jón Steinarr, Hulda, Sigurður Örn og Kolbeinn, guð gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma og megi minningin um elskulega eiginkonu og móðir vera ykkar ljós til framtíðar. Perlur vaxa milli okkar þrátt fyrir fjarlægð. Vinir að eilífu. (Hulda Ólafsdóttir) Helga Sigurðardóttir, Birna Sigurðardóttir, Hulda Sigurðardóttir og Alda Björg Ármannsdóttir (Helga, Birna, Hulda og Bogga). Í rökkurró hún sefur með rós að hjartastað. Sjá haustið andað hefur í hljóði á liljublað. Við bólið blómum þakið er blækyrr helgiró. Og lágstillt lóukvakið er liðið burt úr mó. Í haustblæ lengi, lengi um lyngmó titrar kvein. Við sólhvörf silfrin strengi þar sorgin bærir ein. (Guðmundur Guðmundsson) Með þessu ljóði kveðjum við okkar góðu samstarfskonu og leikskólakennara. Megi kærleikur og ljós lýsa minningu Elínar Hrundar. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til eiginmanns og barna. Fyrir hönd leikskólakennara í Vinagerði, Dagrún Ársælsdóttir. Ég hef aldrei lesið minningar- grein, eftir því sem ég man best, sem veldur mér ákveðnum vand- ræðum núna, þar sem ég sit og ætla að reyna að koma einhverju frá mér um mömmu, a.m.k. 30 ár- um of snemma. Það er snjókoma úti, í maí, og ég vaknaði í morgun, tannburstaði og klæddi mig eins og ég geri alltaf. Allt er í raun eins, en samt ekki. Ég fæddist á Landspítalanum 14. október 1989, fyrsta barn mömmu og pabba. Ég man vissu- lega ekkert eftir því en það hlýtur að hafa gengið ágætlega. Við bjuggum þrjú saman í blokk í Ból- staðarhlíðinni og höfðum það bara frekar gott. Á þessum tíma giftu mamma og pabbi sig og eina sag- an sem ég hef heyrt um það var þegar ég átti að hafa brotið kampavínsglas í bílnum hans Agga, sem keyrði mömmu og pabba eftir athöfnina. Fyrsta glasið sem mér var kennt um að brjóta, en ekki það síðasta. En eins og Adam var ég ekki lengi í paradís, því mamma og pabbi voru greinilega svona ánægð með frumburðinn að þau urðu að fá meira. Í júní 1991 fæddist Hulda systir mín. Ég held að fyrsta minning mín úr æsku hafi einmitt verið með henni og mömmu uppi í rúmi þar sem mamma var að lesa fyrir okkur fyrir háttinn og Hulda gat ekki verið kyrr, sem pirraði mig óstjórnlega. Fyrsta skipti sem ég man eftir að hafa verið pirraður út í hana, en ekki síðasta. Mamma las mikið fyrir okkur og söng mikið. Eftir því sem árin liðu bættist í hópinn Sigurður og svo loks kom Kolbeinn. Við mamma áttum margar góð- ar stundir, heima, á Egilsstöðum og fjölmörgum ferðalögum, innan sem utanlands. Samt er sú stund sem situr hvað fastast í mér fimmtudagskvöld í Hjálmholtinu, eftir 10-fréttir, mamma með sí- trónu sem hún borðaði eintóma og við tvö að horfa á Sex and the City, af öllu. Reyndar gleymi ég ekki heldur baðferðum mömmu, alltaf á kvöldin fyrir háttinn, þeg- ar allir þurftu að nota klósettið, fór mamma í bað. Oftar en ekki sat hún þar og söng einhver lög sem hún samdi á staðnum. Nokk- uð sem ég er farinn að taka eftir að ég geri heima hjá mér, en ólíkt mömmu er ég laglaus eins og pabbi og er ég því mjög fljótt beð- inn um að halda kj... áður en ég næ langt. Mamma var umfram allt góð. Hún gat ekki verið reið lengi og kenndi mér þá reglu að fara aldrei að sofa ósáttur við ástvini. Það er talað um að það lýsi fólki vel ef börn og dýr hænast að því. Það var staðreyndin um mömmu. Hún átti ofboðslega mik- ið eftir og margt sem mig langaði að gera með henni en oft var því frestaði þar sem ég hélt að ég hefði nægan tíma, eins og að bjóða henni með mér í túr vestur eða bara í kvöldmat heima hjá mér. En það sem særir mig mest er að hún fær aldrei að hitta börnin mín. Mamma dó á Landspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 24. apríl. Ég og bróðir minn stóðum við hliðina á henni. Og þó að lífið haldi áfram verð- ur það aldrei eins. Jón Steinarr. ✝ Alda Braga-dóttir fæddist í Reykjavík 15. maí 1944. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Sel- fossi 25. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru Bragi Brynjólfsson klæð- skeri, f. 6.8. 1916, d. 18.8. 1995, og Dóra Halldórsdóttir, f. 12.1. 1919, d. 25.12. 2011. Systk- ini Öldu eru Halldór Bragason, f. 18.11. 1945, d. 4.9. 1997, m. Þorbjörg Jónasdóttir, Elín Sig- ríður Bragadóttir, f. 17.2. 1951, m. Guðmundur G. Konráðsson, og Brynjólfur Bragason, f. 5.4. 1954. Alda giftist Birni Inga Björnssyni kjötiðnaðarmeistara þann 28.12. 1968. Foreldrar 17.3. 2004. Jón á einnig soninn Daníel Þór, f. 23.7. 1994, og dótturina Karenu Björgu, f. 17.4. 2001. Alda lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands og starfaði eftir það í Landsmiðj- unni ásamt því að reka versl- unina Kjötbúð Suðurvers með eiginmanni sínum og vina- hjónum þeirra, þeim Höbbu og Sigga. Eftir að þau hjónin fluttu á Selfoss tók Alda stúd- entspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands samhliða því að vinna við bókhald á Hótel Sel- foss. Eftir stúdentspróf hóf Alda störf hjá KPMG og vann hún þar til starfsloka árið 2011. Árið 1996 stofnuðu Alda og Björn kjötvinnsluna Krás ásamt tveimur vinnufélögum Björns og mökum þeirra og sá Alda um bókhaldið þar sam- hliða vinnu sinni hjá KPMG. Útför Öldu fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 4. maí 2018, klukkan 14. hans voru Björn Jónsson yfirvél- stjóri, f. 31.5. 1904, d. 19.1. 1975, og Ingibjörg Ó. Stephensen, f. 22.6. 1906, d. 10.2. 1998. Alda og Björn hófu bú- skap sinn á Seltjarnarnesi en hafa síðan árið 1984 verið búsett á Selfossi. Alda og Björn eignuðust þrjár dætur: 1) Dóra Margrét, f. 3.11. 1963, d. 31.10. 1975. 2) Steinunn Inga, f. 23.10. 1973. Synir hennar eru Reynir Björn, f. 17.8. 2007, og Þór, f. 5.12. 2010. 3) Dóra, f. 11.11. 1976, maki Jón Lindsay, f. 24.9. 1966. Börn þeirra eru Arnþór Ingi, f. 2.1. 1999, og Natalía Nótt, f. Elsku mamma, engin orð sem ég set niður á blað geta tjáð ást mína til þín og söknuðinn sem ég ber í brjóstinu. Ég vil þakka þér fyrir að hafa veitt mér hlýj- asta faðminn, styrkustu höndina og bestu ráðin. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar og takk fyrir allar yndislegu og skemmtilegu stundirnar, minningar sem munu ylja um hjartað um ókom- in ár. Takk fyrir að vera besta mamman sem ég hefði getað hugsað mér. Þínir síðustu mánuðir voru þér erfiðir, en þú stóðst þig svo vel. Núna líður þér betur. Núna gengur þú án stuðnings um Draumalandið og knúsar mömmu þína og pabba og litlu dótturina sem er búin að bíða eftir að fá mömmu sína til sín. Hvíldu í friði, mamma mín. Dóra. Elsku fallega mamma mín. Mikið er sárt að þurfa að kveðja þig. Ég var ekki tilbúin að gera það strax og ekki svona snögglega. Ég hugga mig við það að þú þurftir ekki að þjást og sé þig núna fyrir mér í faðmi ástvina. Dóra Magga er þar örugglega fremst í flokki og get ég rétt ímyndað mér fagnaðarfundina. Þú varst kletturinn í lífinu, alltaf að passa upp á alla, vildir ekkert vesen eða leiðindi. Ég man t.d. ekki eftir að hafa nokk- urn tímann rifist við þig. Þú varst dugnaðarforkur, vannst mikið alla þína tíð og gafst aldr- ei upp þó að á móti blési. Þar stóðuð þið pabbi þétt saman og gerðuð það sem gera þurfti til að láta hlutina ganga upp. Samheldnari hjón er erfitt að finna. Þú varst fyrirmynd í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og skilaðir þínu alltaf 100%. Ég hef alltaf getað treyst á ykkur pabba. Þið hafið alltaf verið til staðar, alltaf tilbúin að aðstoða. Ég á eftir að sakna símtal- anna og samverustundanna okkar. Við fjölskyldan höfum skapað margar minningar í gegnum tíðina sem við rifjum reglulega upp með því að fara í gegnum myndaalbúmin sem þú varst sérstaklega dugleg að líma myndir í og skrifa við hverja mynd. Þessi albúm eru mikill fjársjóður sem við mun- um halda áfram að skoða og leita í. Elsku mamma. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér í gegnum lífið. Takk fyrir að standa alltaf með mér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig og drengina mína. Takk fyrir allt! Við munum öll passa vel upp á pabba. Ég elska þig og ég á eftir að sakna þín mikið, elsku mamma. Þín Steinunn Inga. Sorgarfregn barst nýverið um andlát Öldu. Þó svo að hún hafi átt við erfið veikindi að stríða um allnokkurt skeið kem- ur slík fregn einhvern veginn ávallt í bakið á manni. Þá ekki hvað síst finnst mér að Alda hafi horfið í svefninn langa allt of ung, svo ekki sé talað um óréttlætið sem mér fannst fólgið í því að hún veikt- ist svo illa sem raun bar vitni. Öldu hef ég þekkt frá því ég man fyrst eftir mér að ráði, enda gift náfrænda mínum hon- um Bassa, sem við kölluðum hann Björn Inga, og hitti ég því oft á þau hjónin sem og börn þeirra um lífsleiðina við hin ýmsu tækifæri. Alda var hnarreist og gull- falleg kona. Ég man ekki til þess að hafa hitt hana öðruvísi en glaða og brosandi hinu mikla og fallega brosi sínu. Hún var kát og skemmtileg og smitaði glaðværð hennar til þeirra sem hún umgekkst. Gekk ég ávallt glaður í sinni af fundum mínum við þau heiðurshjón, enda voru þau ævinlega hrókar alls fagn- aðar hvar sem þau komu. Minnist ég af miklum hlýhug þeirra ótal stunda sem ég hitti þau í stærri sem minni mann- fögnuðum, í útilegum, ættar- mótum, á heimili þeirra eða annarra ættmenna okkar sem og hjá einu af uppáhaldsætt- menni mínu, henni Bíbí ömmu- systur minni og móður Bassa. Þá féll eplið ekki langt frá eik- inni í hinum yndislegu börnum þeirra og gáfu Bassi og Alda þeim ríkulega af kærleik sínum og lyndiseinkunn sem og vit- anlega til kærkominna barna- barna þeirra. Nú er skarð fyrir skildi hjá fjölskyldunni, sem erfitt er að fylla, ef þá mögulegt yfirleitt. Slíkir voru mannkostir Öldu og geislandi kærleikur. Við sem eftir lifum treystum á fyrirheit Frelsarans um upprisuna á efsta degi, „þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust Hans og ganga fram, þeir sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins“ og treystum því að við mun- um fyrir hitta Öldu í himnesk- um heimkynnum eilífðarinnar hjá algóðum Guði. Ég bið algóðan Guð um að blessa og styrkja Bassa við þessi erfiðu tímamót, sem og myndarlega hópinn hans og Öldu. Ég bið blessunar almáttugs og algóðs Guðs yfir minningu þeirrar yndislegu konu sem Alda var. Megi hún hvíla í Guðs blessaða friði. Þorsteinn. Það sem ræður líklega hvað mestu um hamingju sérhvers manns er samferðafólkið. Hvort sem um er að ræða fjölskyld- una, vinina eða samstarfsfólkið. Góð samskipti, glaðværð, vænt- umþykja og áhugi fyrir við- fangsefnum hvers og eins eru dæmi um ákjósanlega eiginleika þeirra sem við eigum samleið með í lífinu. Ekki má gleyma brosinu, það kostar ekki neitt, en er engu að síður mjög dýr- mætt. Ég hitti Öldu fyrst fyrir um þrjátíu árum og það fyrsta sem vakti athygli mína var brosið hennar. Þá var hún nýlega byrj- uð að vinna á skrifstofu Endur- skoðunar hf. (nú KPMG) á Sel- fossi, en þar vann hún frá árinu 1987 til ársins 2011, eða í um 24 ár. Ég fékk svo að kynnast henni betur þau fimmtár ár sem við unnum þar saman. Hún var ávallt hress og kát, með ein- stakt jafnaðargeð sem hefur örugglega haft mótandi áhrif á þann góða starfsanda sem var og er á skrifstofunni. Hún virt- ist lítið þurfa að hafa fyrir því að brosa og það hefur örugg- lega bæði gert henni og sam- ferðafólki hennar lífið léttara. Við vinnu var hún samviskusöm og náði góðu sambandi við sam- starfsfólk og þá viðskiptavini sem hún vann fyrir. Samskiptin voru almennt á léttu nótunum, já það er nefnilega hægt að hafa gaman af nánast hverju sem er, ef lundin er þannig. Það kenndi hún Alda okkur meðal annars. Á starfsmannaskemmt- unum lék hún á als oddi og naut þess að skemmta sér með sam- starfsfólki og mökum. Hún stakk nokkrum sinnum upp á því að við tvö myndum stofna hljómsveit saman. „Þú spilar á hörpu en ég á bassa.“ Svo var hlegið. Alda hætti að vinna hjá okk- ur sökum aldurs þá 67 ára göm- ul. Henni þótti það örugglega erfitt, enda mikil breyting á líf- inu að hætta að vinna. Hún hélt áfram sambandi við okkur og alltaf var gott að hitta hana á förnum vegi, eða þegar hún leit inn á skrifstofuna. Það var augljóst að Alda var stolt af fjölskyldunni sinni og það leyndi sér ekki hve gott samband hennar og Bassa var. Sárt var að sjá heilsu hennar hraka síðustu misserin og svo var hún bara allt í einu dáin. Fyrir hönd samstarfsfólksins á skrifstofu KPMG á Selfossi sendi ég Bassa, dætrunum, fjöl- skyldum þeirra og öðrum að- standendum Öldu innilegar samúðarkveðjur. Söknuðurinn er sár, en eftir lifa góðar minn- ingar. Auðunn Guðjónsson. Alda Bragadóttir Ástkær eiginmaður, faðir, sonur, bróðir og afi, PÁLMI GUÐMUNDSSON, PG þjónustunni, varð bráðkvaddur mánudaginn 30. apríl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 11. maí klukkan 13. Edda Sigríður Sigurbjarnadóttir Andrea Pálmadóttir Brynjar Lárus Brynjarsson Eyþór Pálmason Hrafnhildur Ólafía Axelsdóttir Guðmundur Ámundason Ólafía Margrét Ólafsdóttir Bríet Svala, Óli, Stína, Ditta, Bjössi, Ámundi, Inga Birna, Begga, Örn, Hjalti, Helga, Sölvi, Nathalía Lind og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRUNN INGIMARSDÓTTIR frá Laugarási, lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð mánudaginn 30. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. William Þór Dison Kristín Guðmundsdóttir Bjarni Brandsson Anna María Valdimarsdóttir Okkar elskulegi sonur, bróðir, barnabarn og frændi, VALDIMAR SNÆR STEFÁNSSON, lést miðvikudaginn 2. maí. Stefán Örn Valdimarsson Guðlaug Ósk Gísladóttir Gísli Freyr Stefánsson Brynhildur Daisy Eggertsd. Gísli Kristófer Jónsson Þórfríður Guðmundsdóttir Guðbjörg Brá Gísladóttir Oddur Sigurðsson Karen Rut Gísladóttir Arinbjörn Ólafsson Lorna Jakobson og frændsystkin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.