Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 AÐALFUNDUR Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.11 gr. í samþykktum félagsins. 2. Önnurmál. Aðalfundur HBGranda hf. verður haldinn í dag, 4. maí 2018, í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00. Fundurinn fer fram á íslensku. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð. b) greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu, form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur á íslensku, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á venjulegum skrifstofutíma. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.hbgrandi.is Stjórn HBGranda hf. ÍS L E N S K A S IA .I S G R A 88 12 6 04 /1 8 Morgunblaðið/Hari Sigurvegarar Keppendur Heiðarskóla hampa bikarnum í Skólahreysti. Liðsheildin skóp sigurinn, að sögn keppenda og þjálfara í Skóla- hreystiliði Heiðarskóla í Reykja- nesbæ, sem sigraði í lokakeppni Skólahreysti í fyrrakvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Heiðar- skóli ber sigur úr býtum í Skóla- hreysti og það er ekki endilega nein tilviljun, því skólinn leggur mikinn metnað í keppnina. „Þau voru ofarlega alls staðar og það er það sem skiptir mestu máli, að það sé jafnvægi í liðinu. Það er það sem skapar sigurinn, ekkert endilega ein grein frekar en önnur, það er bara þessi liðsheild, allir eru að gera sitt allra besta og það er það sem þau náðu að gera,“ segir Helena Ósk Jónsdóttir, íþrótta- kennari og þjálfari liðsins, í samtali við mbl.is. Keppendurnir Ingibjörg, Bart- osz, Eyþór, Ástrós, Hildur, Jóna og Andri söfnuðust saman á skrifstofu skólastjóra í gærmorgun og ræddu við mbl.is um sigurinn. Þau segja það mjög góða tilfinningu að hafa unnið Skólahreysti fyrir hönd skól- ans, en keppnin hafi verið erfið og spennandi og samkeppnin frá hin- um skólunum mikil. – En hvað þykir þeim best við að taka þátt í Skólahreysti? „Upplifunin, að fá að vera fyrir- mynd fyrir skólann, nemendurna og yngri krakkana og undirbúning- urinn fyrir þetta,“ segir Eyþór, sem keppti í hraðabrautinni ásamt Ingi- björgu. Nánari umfjöllun um keppni í máli og myndum er að finna á mbl.is. Skólarnir sem kepptu í úrslit- unum á miðvikudagskvöld voru Grunnskóli Hornafjarðar, Heið- arskóli í Reykjanesbæ, Lindaskóli í Kópavogi, Grunnskólinn á Hellu, Varmahlíðarskóli í Skagafirði, Brekkuskóli á Akureyri, Lauga- lækjarskóli í Reykjavík, Varmár- skóli í Mosfellsbæ, Ölduselsskóli í Reykjavík, Holtaskóli í Reykja- nesbæ, Grunnskóli Húnaþings vestra og Grunnskólinn á Suður- eyri og Súðavík. athi@mbl.is Liðsheildin skóp þriðja sigurinn  Heiðarskóli sigraði í Skólahreysti Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heitar umræður eru á Akranesi um það hvort leyfa eigi stækkun landfyllingar út í Krókalón svo Skaginn 3X gæti stækkað húsnæði sitt á Grenjum. Krókalón er á hverfisverndarsvæði strandlengj- unnar og íbúar í húsum næst Krókalóni og fyrirhuguðum bygg- ingum telja framkvæmdirnar skerða lífsgæði íbúa og verðmæti húsa. Þeir sem meðmæltir eru framkvæmdinni telja mikilvægt að veita fyrirtækjum svigrúm til að þróast en ekki flæma þau í burtu. Fyrirtækið Skaginn 3X sem framleiðir tækjabúnað fyrir mat- vælaiðnað og stendur mjög fram- arlega á sínu sviði hefur óskað eft- ir því að fá að stækka á aðalathafnasvæði sínu á Grenjum á norðanverðum Skaganum. Bæjar- stjórn samþykkti að kynna áform um 1,2 til 1,3 hektara nýja landfyll- ingu út frá lóð fyrirtækisins út í Krókalón en þar hyggst fyrirtækið byggja 4.000 fermetra viðbyggingu við hús sitt. Skipulagsferlið ekki hafið Almenningi og stofnunum var gefinn kostur á að skila athuga- semdum auk þess sem haldinn var kynningarfundur í fyrrakvöld. Mikil þátttaka var í fundinum, meiri en þekkist á slíkum fundum á Akranesi, og varð að flytja hann í stærri fundarsal. Íbúar hafa látið í sér heyra í athugasemdum, á sam- félagsmiðlum og á fundinum. Mest áberandi eru nágrannar fyrirtæk- isins, við Krókatún og Vesturgötu, sem eru andvígir þessum áformum en þeir sem eru meðmæltir hafa einnig látið í sér heyra. Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri tekur fram að eiginlegt skipulagsferli sé ekki hafið. Bæj- arstjórn muni að fenginni tillögu skipulags- og umhverfisráðs ákveða hvort breytingar á aðal- og deiliskipulagi verði auglýstar eða ekki. Verði niðurstaðan að auglýsa hefjist hið formlega skipulagsferli þar sem íbúum og öðrum hags- munaaðilum gefist kostur á ný að gera athugasemdir. Komin undir verksmiðjuvegg Krókalón er á hverfisverndar- svæði norðurstrandar bæjarlands- ins. Ströndin er vernduð vegna landslags, náttúrufars og fuglalífs, auk þess sem svæðið hefur mikið útivistargildi. Ætlast er til að mannvirkjagerð sé haldið í lág- marki. Breyta þarf hverfisvernd- arsvæðinu komi til landfyllingar. Sveinn Kristinsson, íbúi við Vesturgötu, segir að þótt þurft hafi að verja ströndina með grjót- görðum fyrir landbroti hafi verið reynt að gera það þannig að fjör- urnar sjálfar héldu sér sem mest óspilltar. Nú séu skolpmálin komin í lag og búið að hreinsa Krókalón. Þar sé svartur sandur og börn geti farið að baða sig. Mönnum þyki enn vænna um svæðið enda sé það orðið útivistarsvæði fyrir alla. Sveinn segir íbúa ekki amast við þeirri starfsemi sem sé á Grenjum nú. Hann minnir þó á að leyft hafi verið að stækka athafnasvæði fyr- irtækjanna örlítið á árinu 2013 til þess að þau hefðu meira olnboga- rými. Leyfi hafi verið gefið fyrir 2.000 fermetra stækkun en íbúun- um hafi að vísu þótt fermetrarnir nokkuð stórir. Nú séu þau búin að mæla svæðið nákvæmlega upp og í ljós komi að uppfyllingin hafi verið 7.000 fermetrar, 5.000 fermetrum Hiti í íbúum vegna stækk- unar lóðar  Skiptar skoðanir um uppfyllingu út í Krókalón vegna umsóknar Skagans 3X Krókalón 18,2 ha Fylling 1,2-1,3 ha V e s t u r g a t a Krókatún Grenjar Viðbygging 4.000 m2 Möguleg stækkun uppfyllingar út í Krókalón á Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.