Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 14

Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Björn Björnsson bgbb@simnet.is „Þið eruð fyrirmyndir og aukið hróður félags ykkar og héraðsins alls,“ sagði Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), m.a. í ávarpi sínu í kaffisamsæti sl. fimmtu- dag sem haldið var til heiðurs körfu- knattleiksliði Tindastóls sem varð bik- armeistari karla í vetur og hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu, eftir harða úrslitaviðureign við KR. Er þetta besti árangur félagsins í íþróttinni til þessa. Óskaði Þórólfur leikmönnum til hamingju með glæsilegan árangur á leiktíðinni og tilkynnti jafnfram um þriggja milljóna króna styrk til körfu- knattleiksdeildarinnar. Leikmenn voru viðstaddir athöfn- ina, stjórnarmenn Tindastóls, sveit- arstjórnarmenn og fleiri gestir. Sagði Þórólfur að árangur afreks- manna í liðinu varpaði björtu ljósi á Skagafjörð og allt mannlíf svæðisins, enda framkoma liðsins og leikgleði hvarvetna til fyrirmyndar. Frú Inga Valdís Tómasdóttir, ekkja Helga Rafns Traustasonar, fyrrverandi kaupfélagsstjóra, afhenti styrkinn, en Helgi Rafn var einn helsti frumkvöðull að því að kynna körfubolta fyrir Skag- firðingum á sínum tíma. Það var svo nafni hans, dóttursonur og fyrirliði Tindastóls, Helgi Rafn Viggósson, sem veitti viðurkenningunni viðtöku ásamt Birni Hansen, fjármálastjóra körfu- boltadeildarinnar. Þeir fluttu stutt ávörp og þökkuðu þann frábæra stuðning sem hér kæmi fram, en ekki síður mikinn stuðning alls samfélags- ins sem í kringum félagið stæði. Þá tók einnig til máls Bjarni Mar- onsson, stjórnarformaður KS, og flutti félaginu heillaóskir og þakkir og sló á létta strengi með tilvitnunum til nútíð- ar og fortíðar. Morgunblaðið/Björn Björnsson Körfubolti Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, tók til máls og þakkaði kaupfélaginu fyrir styrkinn góða. „Þið eruð fyrirmyndir“  Körfuboltalið Tindastóls fékk þriggja milljóna króna styrk frá Kaupfélagi Skagfirðinga fyrir góðan árangur Styrkur Helgi Rafn og Björn Hansen tóku við styrknum úr hendi ömmu Helga, Ingu Valdísar Tómasdóttur. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS, eru í bakgrunni. Sérstök fluguhnýtingakeppni, Iron Fly, verður á Sóloni Bistro í Banka- stræti í Reykjavík annað kvöld. Keppnin á uppruna sinn að rekja til Bandaríkjanna og var kynnt hér- lendis á íslensku fluguveiðisýning- unni í Háskólabíói í mars sem leið. Kristján Páll Rafnsson, fram- kvæmdastjóri Fish Partner, sem stendur að keppninni, segir að til- gangur hennar sé að fá veiðimenn saman og sýna fólki að fluguveiði sé ekki snobb ríkra manna heldur heppileg fyrir allan almenning. Mikil dagskrá verður í boði frá klukkan 20, þar sem keppni 12 ein- staklinga verður hápunkturinn. Auk þess verður sérstök kastkeppni og góð verðlaun í boði. „Þetta er fyrir alla áhugamenn um veiði, jafnt byrj- endur sem þá sem lengra eru komn- ir,“ segir Kristján. steinthor@mbl.is Fluguhnýtinga- keppni á Sóloni Fluguhnýtingar Frá keppninni í Háskólabíói í mars sem leið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að ótækt sé að það taki jafn langan tíma og raun ber vitni að semja við ljósmæður. Hún segist styðja ljóðsmæður í kjarabar- áttu þeirra. Ráðherrann lét þessi um- mæli falla í utandagskrárumræðum um kjör ljósmæðra á Alþingi í gær. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var máls- hefjandi í umræðunum, spurði ráð- herra „hvort við séum enn að fá stað- fest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamis- réttis?“ Hann sagði að það væri „raunalegt að upplifa þetta hróplega óréttlæti þegar horft væri til saman- burðarhópa úr háskólasamfélaginu.“ Þingmaðurinn spurði hvort það myndi kannski liðka fyrir lausn „að þær skiptu um nafn og nefndu sig fæðingartæknifræðinga eða fæðing- arfræðinga?“ eins og hann komst að orði. Guðjón biðlaði til ráðherra að grípa inn í kjaradeilu ljósmæðra og skoraði síðan á ráðherra „að leggjast á árarnar og bregðast ekki ljósmæðr- um“. Ekki hjá heilbrigðisráðherra Svandís sagði að kjaraviðræðurn- ar heyrðu ekki undir hana þar sem þær væru á borði fjármála- og efna- hagsráðuneytisins. Hún sagðist hafa beitt sér í sambandi við samninga við sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu og hefðu þeir samn- ingar náðst, en sú starfsemi heyrir undir valdsvið heilbrigðisráðuneytis- ins. Svandís sagði það ekki á dagskrá að ráðherrar gripu inn í kjaradeilu ljósmæðra og að samninganefnd rík- isins hefði fullt umboð til þess að semja innan þeirrar launastefnu sem fyrir lægi. Hún bætti því þó við að það væri hennar afstaða að „þegar hnúturinn er orðinn svo harður eins og raun ber vitni hér þá þarf að hugsa út fyrir boxið“. Heilbrigðisráðherra sagði ábyrgð stjórnvalda mikla í sambandi við launakjör kvennastétta og sagði verkalýðshreyfinguna þurfa að leggj- ast á árar með stjórnvöldum sem og atvinnulífið til þess að skapa sátt um launakjör stórra kvennastétta. Vill hugsa út fyrir boxið  Heilbrigðisráðherra segir ótækt hve langan tíma taki að semja við ljósmæður Svandís Svavarsdóttir Guðjón S. Brjánsson Norðlendingar munu áfram geta flogið frá Akureyri í morgunsárið og lent við Leifsstöð nógu tíman- lega til að fljúga þaðan beint út í heim. Frá þessu er greint á ferða- vefnum Túristi.is. Forsvarsmenn Air Iceland Connect höfðu áður til- kynnt að fluginu yrði hætt nú í vor, en forsvarsmenn flugfélagsins hafa hins vegar nú breytt þeirri ákvörð- un sinni og hyggjast aðeins gera hlé á fluginu yfir sumarmánuðina. Verða fyrstu ferðir vetrarins farn- ar strax í byrjun október, í tengslum við Vestnorden- ferðakaupstefnuna, og flogið verð- ur fjórum sinnum í viku. Sem fyrr er flugáætlunin byggð upp í kring- um morgunflugið frá Keflavíkur- flugvelli og því er brottför frá Akureyri árla dags. Flogið verður síðan aftur norður seinni partinn. Tengiflugi haldið áfram til Keflavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.