Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Þeir sem lögðu leið sína niður á
Austurvöll í síbreytilegu veðri gær-
dagsins hafa eflaust rekið upp stór
augu vegna fjölda fólks, lögreglu-
manna og sjúkrabíla.
Tökur á nýrri þáttaröð af Ófærð
eru nú í fullum gangi, og í mann-
mergðinni mátti sjá glitta í kvik-
myndatökumenn auk leikstjórans
Baltasars Kormáks, leikarans Ólafs
Darra Ólafssonar og handritshöf-
undarins Sigurjóns Kjartanssonar.
Fyrri þáttaröðin af Ófærð naut
gríðarmikilla vinsælda, jafnt hér
heima og erlendis, en þættirnir
voru meðal annars sýndir í Skand-
inavíu, Bretlandi, Frakklandi og
Þýskalandi undir nafninu Trapped.
Því er óhætt að segja að fjöldi
manns bíði spenntur eftir fram-
haldinu, en stefnt er að frumsýn-
ingu í haust.
Í fyrrahaust komust RÚV og
Reykjavík Studios að samkomulagi
um að hefja framleiðslu á næstu
þáttaröð, en tökur hófust á Siglu-
firði í október.
Tökur á Ófærð 2 við Alþingishúsið
Lögregla,
sjúkrabíll
og leikarar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ófærð Mikið var um að vera á Austurvelli í gær, en hér má meðal annars sjá glitta í Ólaf Darra innan um lögreglu og sjúkraflutningamenn.
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Skýrslan dregur saman með skýr-
um hætti þá þekkingu um loftslags-
breytingar sem er til staðar hér-
lendis og staðfestir það sem fyrri
skýrslur hafa sýnt fram á. En hún
bætir líka heilmiklu við, til dæmis
hvað varðar súrnun sjávar og ýmsar
breytingar í lífríkinu, þ.m.t. áhrif á
gróður, fiska og fugla.“ Þetta segir
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra, í
skriflegu svari við fyrirspurn Morg-
unblaðsins um hans sýn á skýrsluna
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra
á Íslandi sem gefin var út og kynnt
á Veðurstofu Íslands í gær. Skýrsl-
an var unnin af Vísindanefnd um
loftslagsbreytingar sem skipuð var
aðilum frá Veðurstofu Íslands, Há-
skóla Íslands, Landbúnaðarháskóla
Íslands og Náttúrufræðistofnun Ís-
lands árið 2015.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að
súrnun sjávar er mun örari í hafinu
nærri Íslandi, þ.e. nyrst í Atlants-
hafinu, en á öðrum hafsvæðum
heimsins, og því má búast við að
áhrif súrnunar komi fyrr fram í líf-
ríki hafsins umhverfis Ísland en
annars staðar.
Annað sem tekið er fram í skýrsl-
unni er sú staðreynd að frá aldamót-
um og fram að miðbiki aldarinnar er
líklegt að hlýni um 1,3 til 2,3 stig á
landinu og hafsvæðinu umhverfis
það og að hlýnun hefur aukið af-
rakstur ræktarlands og trjávaxtar.
Á móti kemur þó að ýmsir skaðvald-
ar gróðurs hafa orðið meira áber-
andi.
Í skýrslunni er áhersla einnig
lögð á aðgerðir til aðlögunar að
loftslagsbreytingum. „Við höfum
hingað til veitt mótvægisaðgerðum
mun meiri athygli enda mikilvægast
að reyna að koma í veg fyrir miklar
breytingar á loftslagi, en þetta er
þáttur sem við þurfum einnig að líta
meira til,“ segir Guðmundur Ingi.
Hann kveðst ætla að setja af stað
vinnu við gerð aðlögunaráætlunar
og leggur ríka áherslu á að ná fram
samlegðaráhrifum og góðri nýtingu
fjármuna með aðgerðum sem nýtast
bæði sem mótvægisaðgerðir og að-
lögun. „Sem dæmi má nefna endur-
heimt mýrlendis sem dregur úr los-
un gróðurhúsalofttegunda á sama
tíma og hið endurheimta votlendi
getur dregið úr áhrifum flóða, og
sparað þannig samfélaginu.“
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar-
innar fyrir 2019 til 2023, sem nú bíð-
ur samþykktar þingsins, hyggst
ríkisstjórnin verja tæpum sjö millj-
örðum króna til loftslagsmála og
verður skýrslan höfð að leiðarljósi
við nýtingu fjármagnsins, að sögn
Guðmundar Inga.
Áhersla á aðlögun að loftslagsbreytingum
Morgunblaðið/RAX
Súrt Á hnattræna vísu er súrnun sjávar hvað örust í hafinu nærri Íslandi.
Ný skýrsla um loftslagsmál gefin út í gær Súrnun sjávar ör í hafinu í kringum Ísland Áherslan
hefur verið lögð á mótvægisaðgerðir fremur en aðlögunaraðgerðir, að sögn umhverfisráðherra
Ný loftslagsskýrsla
» Breytingar á ástandi sjávar
hafa haft veruleg áhrif á vist-
kerfi sjávar sem skýrir að hluta
breytingar í stofnstærð og út-
breiðslu sumra uppsjávarfiska,
sérstaklega loðnu, makríls og
sandsílis.
» Takmarkaðar upplýsingar
liggja fyrir um aðlögunarþörf
vegna afleiðinga loftslags-
breytinga, og ólíkt nágranna-
þjóðum er ekki til landsáætlun
í þeim efnum.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Tekist hefur að endurheimta tæpar
10 milljónir af um 35 milljóna króna
fjárhagsaðstoð íslenska ríkisins
vegna ívilnunarsamninga um ný-
fjárfestingar sem ESA, Eftirlits-
stofnun EFTA, lýsti ólögmæta
haustið 2014. Þetta kemur fram í
skriflegu svari Ingva Más Pálsson-
ar, skrifstofustjóra í atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytinu, við
fyrirspurn Morgunblaðsins.
Samtals fengust um 9,6 milljónir
endurgreiddar og kom það allt frá
einu fyrirtæki af þremur sem ríkið
hafði veitt fjárhagsaðstoð eftir íviln-
unarsamning, Becromal við Eyja-
fjörð vegna álþynnuverksmiðju.
Engin endurgreiðsla fékkst frá
tveimur öðrum fyrirtækjum sem
fengið höfðu ívilnanir á þessum
tíma, GMR stálendurvinnslu og
Verne gagnaverum. Aðstoðin við
fyrirtækin þrjú er metin á 34,8
milljónir króna. Fyrirmæli ESA
vörðuðu fimm ívilnunarsamninga,
en tveir þeirra, við Thorsil vegna
kísilmálmverksmiðju á Þorlákshöfn
og GSM vegna kísilmálmverksmiðju
í Helguvík, urðu ekki að veruleika.
Ríkisaðstoðin við Becromal nam í
heild tæplega 25 milljónum króna.
Aðstoðin við GMR vegna stálendur-
vinnslunnar á Grundartanga nam
7,1 milljón króna og við Verne
gagnver á Reykjanesi 2,9 milljónum
króna. Hvorugt síðarnefndu fyrir-
tækjanna endurgreiddi. GMR var
tekið til gjaldþrotaskipta og ekkert
fékkst upp í kröfu ríkisins í
þrotabúið. Aðstoðin við Verne var
metin innan svokallaðrar „de mi-
nimis“-aðstoðar, sem telst ekki til-
kynningarskyld ríkisaðstoð. Sama
er að segja um þann hluta aðstoð-
arinnar við Becromal sem ekki var
endurgreiddur, rúmar 15 milljónir
króna.
Að sögn Ingva Más hefur ESA
metið það sem svo að málinu sé að
fullu lokið gagnvart íslenskum
stjórnvöldum. »20
Tíu milljónir endurgreiddar
Ríkisaðstoð í nokkrum ívilnunarsamningum var úrskurðuð ólögleg af ESA
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ívilnun Becromal endurgreiddi 9,6
millj. af 25 millj. kr. ríkisaðstoð.
„Þetta er óvenju-
legt, að það skuli
gera svona snjó-
hryðjur hérna
sunnanlands,“
segir Einar
Sveinbjörnsson
veðurfræðingur í
samtali við Morg-
unblaðið.
„Oftast þegar
gerir vorhret þá
er það vegna norðanáttar, en það
getur gerst að hretið komi úr vestri
eins og núna frá Kanada og Græn-
landi,“ segir Einar og bætir við að
fyrir sauðburðinn sé það skárra þar
sem það frysti minna með vestan-
áttinni, en gæta beri að hálku á
fjallvegum. Svona verði veðrið
fram yfir helgi en skaplegra og
bjartara fyrir norðan og austan.
Vorhret úr vestri er
skárra en úr norðri
Snjóhryðjur sunn-
anlands og vestan.