Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Mikið úrval af flottum
HUNDARÚMUM
– fyrir dýrin þín
Á hæð við borgina Montgomery í
Alabamaríki í Bandaríkjunum hefur
verið opnað umfangsmikið minnis-
merki sem kennt er við frið og rétt-
læti – The National Memorial for
Peace and Justice. Og staðsetningin
er ekki tilviljun þar sem Montgom-
ery tengist mörgum myrkum köflum
í réttindarbaráttu svartra í landinu;
þetta er gríðarstór minnisvarði um
þær þúsundir hörundsdökkra karla
og kvenna – nær 4.400 manns – sem
hvítir öfgamenn tóku á löngu árabili
af lífi án dóms og laga, oftast með
hengingu.
Fyrir miðju minnisvarðans er stór
skáli þar sem aftakanna og fórnar-
lambanna er minnst með áhrifamikl-
um hætti: yfir höfði gesta hanga 800
stálkassar niður út loftinu og minna
á legsteina. Hver kassi er merktur
hrepp í Bandaríkjunum þar sem
svartir voru hengdir og neðar eru
nöfn hinna myrtu og ártal – í sumum
tilvikum eru nöfnin gleymd og þá
stendur aðeins „óþekktur“.
Hönnuðir skálans segja afstöðu
gesta þar sem þeir horfa upp á nöfn-
in minna á hvíta mannfjöldann sem
iðulega mætti sér til skemmtunar
þar sem svartir voru hengdir.
Gagnrýnendur segja minnisverkið
vel lukkað og upplýsa gesti á áhrifa-
ríkan hátt um þessa myrku sögu
sem allir verði að þekkja. Í vegg-
textum er greint frá nokkrum aftök-
um, eins og sögu Parks Banks, sem
var hengdur í Mississippi árið 1922
fyrir að vera með ljósmynd af hvítri
konu á sér, og Calebs Gadlys, sem
var hengdur í Kentucky árið 1894
fyrir „að ganga fyrir aftan eiginkonu
hvíts yfirmanns síns“.
Á einum stað eru á löngum hillum
stórar krukkur með mold í og á þeim
nöfn fórnarlamba og aftökuárið;
moldin var tekin á þeim stöðum þar
sem fólkið var myrt.
Lögmaðurinn Bryan Stevenson,
sem stofnaði samtökin sem beittu
sér fyrir byggingu minnisvarðans,
bendir á mikilvægi þess fyrir söguna
að nú fyrst megi á einum stað sjá
nöfn allra fórnarlambanna. Steven-
son og samstarfsmenn hans eyddu
mörgum árum í skjalasöfnum við að
hafa uppi á öllum þessum nöfnum og
stöðum þar sem morðin voru framin.
„Ég vil ekki tala um sögu Banda-
ríkjanna vegna þess að ég vilji refsa
þjóðinni, heldur vil ég frelsa hana
með þekkingunni,“ segir Stevenson í
samtali við The New York Times.
Fyrir utan stóra skálann eru raðir
af 800 sams konar stálkössum með
nöfnum hinna myrtu og er óskað eft-
ir því að þeim verði komið fyrir í
þeim hreppum landsins þar sem
fólkið var hengt.
Ættingi? Einn gesturinn, Ed Sykes, fann nafn manns sem mögulega var
ættingi hans og hafði verið tekinn af lífi án dóms og laga í Mississippi.
Minningarmörk Á stálkössunum sem hanga úr loftinu eru heiti hreppanna
800 þar sem morðin voru framin og nöfn þeirra sem voru tekin af lífi í þeim.
Þrælasala Gestur les upplýsingar um þrælasölu í Bandaríkjunum fyrr á
öldum, við styttur þar sem hinna seldu þræla er minnst.
AFP
Áhrifamikið Gestir ganga um meginskála minnisvarðans og lesa nöfn allra þeirra svörtu karla og kvenna sem voru hengd í 800 hreppum Bandaríkjanna á nokkrum áratugum.
Minnisvarði um alla þá hengdu
Nær 4.400 hörundsdökkir karlar og konur voru tekin af lífi án dóms og laga í Bandaríkjunum
Hinna myrtu er minnst með áhrifamiklum hætti í umfangsmiklum minnisvarða í Alabama