Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Af hverju gengur nú- verandi meirihluti borg- arstjórnar Reykjavíkur í berhögg við vilja meiri- hluta landsmanna/ kjósenda? Eru það flók- in vísindi að meirihluti fólks veit hvað meiri- hluta fólks er fyrir bestu? Lýðræði er vítt hug- tak yfir þær stjórn- málastefnur sem byggjast á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varða. Grunnútgangspunkturinn er því að valdið í tilteknu samfélagi manna eigi sér frumuppsprettu hjá fólkinu. Úthlutun lóðar undir mosku í Sogamýri Bókun borgarráðs nr. 5282 þann 19. september 2013: Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Besta flokksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: „Borgarráð fagnar því að geta loks samþykkt umsókn félags múslima á Íslandi um lóð undir mosku...“ Við borgarhliðið Sá hluti sem snýr að mosku í Soga- mýri, þ.e. áberandi staðsetningu við borgarhlið höfuðborgarinnar, er mér hugleikinn. Persónulega er ég mótfall- inn þessari staðsetningu út frá skipu- lagssjónarmiði en var ekki viss um hvort ég ætti mér skoðanabræður/ systur meðal almennings. Ég lét því vinna hlutlausa skoðanakönnun hjá Gallup sem staðfestir svo um munar að meirihluti almennings er sömu skoð- unar. Einnig finnst mér skjóta skökku við að trúfélag með 486 skráða með- limi, skv. vef Hagstofu í desember 2015, fái úthlutaða frítt svo verðmæta lóð á þessum stað á kostnað allra Reykvíkinga. Auk umdeildrar staðsetningar finnst mér að ekki hafi verið upplýst um fjár- mögnun. Samkv. frétt Vísis þ. 5. mars 2015 kom sendiherra Sádi- Arabíu til Reykjavíkur til þess að skoða um- rædda lóð og hét greiðslu upp á eina millj- ón Bandaríkjadollara (135 milljónir ISK á þá- verandi gengi). Mörgum áleitnum spurningum er ósvarað af hálfu núver- andi meirihluta, sem æskilegt væri að fá svör við í aðdrag- anda kosninga. Einn af hornsteinum lýðræðis er gegnsæi og heiðarleiki. Í þessu einstaka máli finnst mér vilji meirihluta kjósenda, samkv. skoð- anakönnun, fótum troðinn til hyglingar örfárra, sem er í öndverðu við inntak og hugmyndafræði lýðræðisins. Núverandi meirihluta mátti ljóst vera að um þessa lóðarúthlutun væru skiptar skoðanir meðal almennings og hún þyrfti lýðræðislega umfjöllun. Sýnir afgerandi andstöðu við byggingu mosku í Sogamýri Í könnun sem Gallup gerði dagana 11.-25. apríl kemur fram andstaða við byggingu mosku í Sogamýri. Könn- unin var gerð fyrir undirritaðan sem er áhugamaður um íbúalýðræði og borgarskipulag. Könnunin var fram- kvæmd með netkönnun dagana 11.-25. apríl og voru í úrtakinu 2.624 manns á landinu öllu, 18 ára og eldri, handa- hófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup, en fjöldi svarenda var 1.428 og svarhlut- fall því 54,4%. Alls svaraði 1.371 spurningunni Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) byggingu mosku í Sogamýri í Reykjavík? Rúm- ur þriðjungur þeirra svaraði hvorki né, 42% voru henni andvíg, en 21% hlynnt, sem er hlutfall tveir á móti einum ef aðeins er horft til þeirra sem svöruðu andvíg eða hlynnt, sjá mynd 1. Ekki er munur á afstöðu kynjanna til byggingar mosku, en hins vegar er verulegur munur á aldurshópum. Hin- ir yngri eru líklegri til þess að vera hlynntir henni, en andstaðan eykst mjög með aldri. Í aldurshópnum 18-24 ára er fleiri hlynntir en andvígir, meðal 25-34 ára er jafnræði með fylking- unum, en í öðrum aldurshópum er ein- dreginn meirihluti á móti. Einnig var spurt um aðalástæðu af- stöðu manna: Meirihlutinn, andstæð- ingar moskubyggingar í Sogamýri, nefndi staðsetningu langoftast (39%). Næst komu þeir sem ekki töldu mosku eiga heima hér (14%) og að menn vildu ekki mosku (13%). Minnihlutinn, sem er hlynntur henni, nefndi hins vegar oftast trúfrelsi (42%), rétt trúfélaga til bænahúsa (29%) og jafnræði (21%), sjá mynd 2. Þá var spurt um afstöðu fólks til þess að fram færi íbúakosning um mál- ið. Þar reyndust 46% vera hlynnt því, en andvígir voru 29%. Fjórðungur svaraði hvorki né. Þegar þau svör eru greind eftir stuðningi við stjórn- málaflokka, voru fylgismenn Samfylk- ingarinnar afdráttarlausastir í and- stöðu sinni við íbúakosningu, 45% á móti en 32% hlynnt. Vinstri græn og Píratar voru mun blendnari í afstöðu sinni, nánast jafnmargir með og móti. 62% sjálfstæðismanna voru hlynnt íbúakosningu. Loks voru þeir spurðir, sem tóku af- stöðu til íbúakosningar, um hvenær best færi á því að halda íbúakosningu ef hún yrði raunin; 45% töldu að hún ætti að fara fram samhliða sveit- arstjórnakosningum, en 18% að hún ætti að fara fram síðar. 36% höfðu ekki skoðun á tímasetningu kosning- arinnar. Samtals 63% þeirra sem tóku afstöðu til íbúakosningar vildu lýðræð- islega íbúakosningu um málið, sjá mynd 3. Íbúalýðræði og komandi kosningar 26. maí nk. Borgaraleg áskorun til oddvita allra stjórnmálaflokka í framboði til borgar- stjórnar: Í ljósi andstöðu meirihluta almenn- ings til byggingar mosku, skv. skoð- anakönnun Gallup, skora ég eindregið á frambjóðendur að lýsa vilja til íbúa- kosningar um jafn umdeilt mál og raun ber vitni. Um þessa framkvæmd þarf að ríkja lýðræðisleg sátt. Moska í Sogamýri – áskorun um íbúakosningu í Reykjavík Eftir Árna Má Jensson »Nýleg skoðanakönn- un sýnir mikla and- stöðu við fyrirhugaða byggingu mosku í Soga- mýri. Árni Már Jensson Höfundur er framkvæmdastjóri og áhugamaður um íbúalýðræði og betra líf. Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) byggingu mosku í Sogamýri í Reykjavík? Afstaða til byggingar Hlynnt(ur) Hvorki né Andvíg(ur) MYND 1 Heimild: Gallup, apríl 2018 21,9% 42,4% 35,8% Hvers vegna ert þú andvíg(ur) bygg ingu mosku í Sogamýri í Reykjavík? MYND 2 Heimild: Gallup, apríl 2018 39,3% 14,1% 12,7% 7,2% 7,0% 5,7% 5,5% 4,2% 3,4% 2,4% 2,3% 2,1% 1,4% 1,0% 5,1% Staðsetning Á ekki heima hér Vil ekki mosku Er á móti múslimatrú Kristin þjóð Andvíg(ur) trúfélögum Úthlutun borgarinnar á lóðinni Öfgahópar og hryðjuverk Of áberandi Mun skapa vandamál Við myndum ekki fá að byggja kirkju í Islamsríki Hávaði frá byggingunni Neikvæð þróun Óþarfi Annað Afstaða til íbúakosningar um byggingu mosku Hvort myndir þú vilja hafa íbúakosningu um byggingu mosku í Reykjavík sam- hliða næstu sveitarstjórnarkosningum í maí næstkomandi, eða myndir þú vilja hafa íbúakosninguna síðar? Halda íbúakosningu um byggingu mosku samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum Halda íbúakosningu um byggingu mosku síðar Hef ekki skoðun á tímasetningu kosningar um byggingu mosku, er alveg sama 45,4% 18,2% 36,4% MYND 3Heimild: Gallup, apríl 2018 Kennaraskortur er yfirvofandi. Háskól- arnir brautskrá ekki nægjanlega marga kennara til þess að viðhalda eðlilegri ný- liðun í stéttinni og meðalaldur kennara nálgast 50 ár. Þá er talið er að einungis helmingur útskrifaðra grunn- skólakennara starfi við fagið, en kennarar nefna gjarnan lág laun og mikið álag í vinnu sem ástæðu þess að þeir leiti á önnur mið. Ekkert samfélagslegt verkefni er okkur mikilvægara en það að bregðast við þessu. Ekkert verk- efni er á hverjum tíma mikilvæg- ara en það að sjá til þess að næsta kynslóð sé vel í stakk búin til þess að takast á við það sem koma skal. Skólarnir okkar verða aldrei betri en starfsfólkið sem í þeim er. Börnin okkar hafa síðustu misseri ekki verið að koma vel út í alþjóðlegum samanburði, en það er ljóst að ekki verður hægt að snúa þeirri þróun við ef ekki verð- ur hægt að tryggja aðgang þeirra að hæfum kennurum. Framsóknarflokkurinn í Reykja- vík ætlar að forgangsraða í þágu skólamála. Við lítum svo á að ef ekki er til fjármagn í stórátaka í þessum málum þá sé ekki til fjármagn í nein önnur verkefni. Ef við komumst í meirihluta að loknum borgarstjórnarkosn- ingunum í vor munum við: 1. Hækka laun leik- og grunnskólakennara um 100.000 kr. á mán- uði. 2. Draga úr mið- stýringu og láta féð renna beint til skólanna. 3. Stytta vinnuviku leik- og grunnskóla í 35 klst. Kennarar barnanna okkar ættu að vera okkar hæfasta fólk en nei- kvæð orðræða um kennarastarfið í leik- og grunnskólum hefur leitt til þess að ungt hæfileikafólk íhug- ar kennaranám ekki lengur sem valkost, þessu vill Framsókn- arflokkurinn breyta. Við verðum að gera kennara- starfið eftirsótt á ný. Við verðum að fjárfesta í framtíðinni. Fjárfestum í framtíðinni Eftir Snædísi Karlsdóttur Snædís Karlsdóttir » Við verðum að gera kennarastarfið eftirsótt á ný. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.