Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Ný sending frá 4. maí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 101.71 102.19 101.95 Sterlingspund 138.3 138.98 138.64 Kanadadalur 79.25 79.71 79.48 Dönsk króna 16.356 16.452 16.404 Norsk króna 12.627 12.701 12.664 Sænsk króna 11.496 11.564 11.53 Svissn. franki 101.92 102.48 102.2 Japanskt jen 0.9289 0.9343 0.9316 SDR 145.55 146.41 145.98 Evra 121.86 122.54 122.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.7752 Hrávöruverð Gull 1310.75 ($/únsa) Ál 2257.5 ($/tonn) LME Hráolía 73.28 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Fjármálaeftir- litið hefur veitt Fossum mörk- uðum starfsleyfi til að bjóða upp á fyrirtækjaráðgjöf til viðbótar við aðra starfsemi. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það geri Foss- um kleift að sinna alhliða fjármagnsþörfum við- skiptavina sinna, allt frá hluta- og skuldabréfaútgáfum yfir í kaup og sölu fyrirtækja, samruna og yfirtökur. Andri Guðmundsson verður fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Fossa en hann stýrir nú starfsstöð félagsins í Stokkhólmi. Andri var for- stjóri H.F. Verðbréfa áður en hann settist í stjórn Fossa og í framhald- inu leiddi uppbyggingu félagsins í Svíþjóð. Fossar fá starfsleyfi fyrir fyrirtækjaráðgjöf Andri Guðmundsson STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslenskir lífeyrissjóðir hafa talsverða hagsmuni bundna í hótelbyggingu sem nú er verið að slá upp við hlið Hörpu í Austurhöfn. Í gegnum net eignarhaldsfélaga halda þeir ásamt fleiri íslenskum fjárfestum á 38,5% hlut í verkefninu sem nú stefnir í að muni kosta hátt í tvo tugi milljarða króna. Verðmiðinn á hótel- byggingunni hefur rokið upp á und- anförnum mánuðum þar sem í ljós hefur komið að þær forsendur sem verkfræðistofan Mannvit lagði til grundvallar kostnaðarútreikningum hafa engan veginn staðist. Á sama tíma og leitað er lausna við hinum stóraukna kostnaði við fram- kvæmdina hefur sterkara gengi krónu sett strik í reikninginn. Þannig kemur meirihluti eiginfjárframlags- ins til verkefnisins frá aðilum utan landsteinanna. Gengisstyrkingin veldur því að mun færri krónur fást fyrir framlagið sem þessir aðilar hafa heitið til verkefnisins í erlendri mynt. Stærsti eigandinn bandarískur en með rík tengsl við Ísland Fyrirtækið sem stendur að bygg- ingu hótelsins, og hyggst framleigja húsnæðið til Marriott Edition-keðj- unnar þekktu, nefnist Cambridge Plaza Hotel Company ehf. Það félag er í 100% eigu Cambridge Plaza Port Company ehf. Það félag er svo aftur í 100% eigu Cambridge Plaza Port Venture Company ehf. Það félag er aftur í eigu tveggja félaga, annars vegar hollenska félagsins Cambridge Netherlands Investors B.V. og hins vegar Mandólíns ehf. Fyrrnefnda félagið mun vera í eigu bandaríska fasteignaþróunarfélags- ins Carpenter & Company og Egg- erts Þórs Dagbjartssonar, sem á síð- ustu áratugum hefur verið umsvifamikill í fasteignaviðskiptum í Bandaríkjunum. Viðskiptafélagi hans, Richard L. Friedman, er for- stjóri Carpenter & Company en í gegnum hann mun Bill Gates, einn auðugasti maður veraldar, koma að fjárfestingunni hér á landi. Friedman situr í stjórn Four Seasons-hótel- keðjunnar sem er í meirihlutaeigu Gates og Al-Waleeds bin Talals, prins frá Sádi-Arabíu. Íslenskir aðilar með 38,5% Á móti hollenska félaginu Cam- bridge Netherlands Investors B.V. heldur félagið Mandólín ehf. á 38,5% hlut í framkvæmdinni. Stærsti eig- andi þess félags er fjárfestingarsjóð- urinn SÍA III, sem er í rekstri sjóða- stýringafyrirtækisins Stefnis. Stefnir er í eigu Arion banka, sem er aðallán- veitandi að verkefninu og var raunar meðal stærstu eigenda lóðarinnar sem lögð er undir hótelið. Stærsti eig- andi SÍA III er Stefnir með rétt ríf- lega 50% hlut. Þá eiga Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi hvor sinn 7% hlutinn í sjóðnum. Þá er Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins með 4,9% líkt og Stapi lífeyrissjóður. Festa lífeyrissjóður heldur svo á 4,7% hlut. Aðkomu að Mandólíni á einnig félagið Stormtré ehf. með 12,5% hlut en það er að 87,5% hluta í eigu Hreggviðs Jónssonar og 12,6% hluta í eigu Jóhanns Arngríms Jónssonar. Jafnstóran hlut, eða 12,5%, á Varða Capital en það félag er í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar. Félagið Snæból á einnig 12,5% hlut í Mandólíni en það er í jafnri eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jóns- dóttur. Almenni lífeyrissjóðurinn á beint 6,2% hlut í Mandólíni og 5,4% hlutur er í eigu Festu lífeyrissjóðs. Aðrir hluthafar eiga minna eða sam- anlagt um 4,1%. Lífeyrissjóðir með verulega hagsmuni í Hörpuhótelinu Eignarhald á byggingu Marriott Edition við Austurhöfn í Reykjavík Hótelbygging við AusturhöfnCambridge Plaza Hotel Company ehf. Cambridge Netherlands Investors B.V. SÍA III slhf., 46,8%. Stormtré ehf., 12,5%. Varða Capital ehf., 12,5%. Snæból ehf., 12,5%. Almenni lífeyrissjóðurinn, 6,2%. Festa – lífeyrissjóður, 5,4%. Aðrir, 4,1%. 61,5% 100% 100% 100% 38,5% Cambridge Plaza Port Company ehf. Cambridge Plaza Port Venture Company ehf. Mandólín ehf.  Arion lánar milljarða  Sjóðastýringafyrirtæki bankans leiðir hóp fjárfesta Hagnaður Landsbankans var 8,1 milljarður króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Til samanburðar var hagnaður bankans á sama tímabili í fyrra 7,6 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár var 13,7% á fjórðungnum. Hreinar vaxtatekjur voru 9,6 millj- arðar króna og hækkuðu um 20,2% miðað við fyrsta þrjá mánuði síðasta árs. Vaxtamunur eigna og skulda var 2,7% á fyrsta ársfjórðungi en var 2,2% á sama tímabili í fyrra. Hreinar þjónustutekjur námu 1,7 milljörðum króna og lækkuðu um 20,1% frá sama tímabili árið áður. Já- kvæðar virðisbreytingar námu 1,0 milljarði króna á tímabilinu en voru 1,8 milljarðar króna á fyrsta ársfjórð- ungi í fyrra. Útlán jukust um 11 milljarða króna og var aukningin bæði í útlánum til fyrirtækja og einstaklinga. Innlán jukust um 2,8% á milli tímabila, eða um 16,9 milljarða króna, og jukust innlán einstaklinga um átta milljarða króna. Heildareignir Landsbankans námu 1.206 milljörðum króna í lok mars. Eigið fé var 229 milljarðar og eigin- fjárhlutfallið 24,7%. Landsbankinn greiðir á þessu ári alls 24,8 milljarða króna í arð. Lilja Björk Einarsdóttir banka- stjóri segir í afkomutilkynningu að rekstur Landsbankans á fyrsta árs- fjórðungi hafi gengið vel. „Hærri markaðshlutdeild og aukin umsvif í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að bæði útlán og innlán hjá bankanum hafa vaxið umtalsvert á milli tímabila. Um leið hefur aðhald í rekstri og hagstæð- ari fjármagnsskipan bankans skilað markverðum árangri.“ Morgunblaðið/Golli Banki Lilja segir aukna markaðs- hlutdeild og aukin umsvif skýra vöxt. Hagnaður Lands- banka 8 milljarðar  Útlán jukust um 11 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Dick Friedman, forstjóri Car- penter & Company, segir að fyrirtæki hans hafi fulla trú á Marriott-verkefninu og að fyr- irtækið hyggist standa af full- um þunga á bak við það, þrátt fyrir að kostnaður við fram- kvæmdir hafi hækkað. Viðbrögð hans koma í kjölfar fréttar Morgunblaðsins frá því í gær þess efnis að erlendir hluthafar verkefnisins hefðu ekki áhuga á því að stórauka eiginfjár- framlag sitt til verksins sem nú stefnir í að fari milljarða fram úr kostnaðaráætlunum. „Marriott Edition-verkefnið er glæsilegt og frábærlega staðsett. Við munum ljúka við það og það á eftir að verða til mikils sóma og við erum al- gjörlega einbeittir í þeim ásetn- ingi okkar,“ segir Dick. „Á þeim fimmtíu árum sem við höfum staðið í hótelþróunarverkefnum höfum við aldrei brugðist skuld- bindingum okkar og öll okkar verkefni hafa gengið mjög vel upp. Þetta verkefni verður þar engin undantekning.“ Í yfirlýsingu sinni viðurkennir Friedman þó að verkefnið hafi farið fram úr kostnaðaráætl- unum, m.a. vegna hönnunar en einnig vegna styrkingar krón- unnar. Mun standa við sinn hluta FORSTJÓRI CARPENTER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.