Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íumræðu- ogspjallþáttumljósvakamiðla gengur sama efnið aftur vikum, mán- uðum og árum saman og batnar síst við það. Um- ræðan um verðtryggingu er þrálát, ekki síst vegna þess að við einstakan atburð í ís- lenskri nútímasögu brann það fyrirkomulag heitt á mörgum. Þegar verðbólgan er lág eins og nú um stundir, þótt hættu- merki sjáist, og á meðan lán- veitendur eiga raunverulegt val um verðtryggð og óverð- tryggð lán, þá er erfitt að sjá að almenningi standi sérstök ógn af því að mega velja á milli kosta. Í fyrrtöldum samtölum bera menn gjarnan erlenda vexti við þá innlendu til að undir- strika sannfæringu spjallara, sem hefur þó verið endurtekin ótal sinnum síðustu árin, hversu ómögulegt Ísland sé í samanburði við umheiminn. Með „umheiminum“ er oftast átt við þau fjögur eða fimm lönd sem hagstæðast er að nota til sönnunarfærslu fyrir sannfæringu viðmælenda. Sífellt er látið eins og að stýrivextir seðlabanka fastir í kringum 0 séu hæsta einkunn sem efnahagsleg paradís get- ur fengið og talandi tákn um það hvernig alvöru yfirvöld eigi að umgangast almenning. En í þeim löndum sem neyðst hafa til að þvinga í gegn slíkt vaxtastig er umræðan með allt öðrum fomerkjum. Hið óeðli- lega vaxtaumhverfi sé talandi tákn um vanmáttugt og ótryggt efnahagsástand og eins um hitt, að aðgerðir sem sagðar voru bráðabirgða- aðgerðir í neyð og mættu ein- göngu standa örstutt hafi ekki skilað því sem að var stefnt. Það gefur augaleið að seðla- banki sem neyðist til að borga með sínu lánsfé í heilan áratug er kominn í miklar ógöngur með sín úrræði. Við blasa eyði- leggjandi áhrif slíks á tæki- færi og vilja til sparnaðar, en hann er ein helsta undirstaða heilbrigðs efnahags- og við- skiptalífs. Mitt í stununum um ís- lenska vexti og ömurlega efna- hagslega umgjörð er kvartað hástöfum yfir yfirgengilega háu fasteignaverði og það beintengt umræðunni um ok- urvextina hér. Látið er vera að nefna að hér hefur gilt sérstakt ástand að þessu leyti vegna stjórn- leysis og fyrir- hyggjuleysis í stærsta sveitarfé- lagi landsins. Skipulagsmistök, ákvarðanafælni og sérviska af ýmsu tagi hefur leitt til þess að lóðaframboð í höf- uðborginni er í órafjarlægð frá eðlilegri eftirspurn og hvert barn veit hvaða áhrif það hef- ur á þróun húsnæðisverðs. Hin mikla skekkja í um- ræðunni og ruglandi við hættustig gera ólíklegra en ella að rétt úrræði finnist fljótt og vel, eins og nauðsyn ber til. Í þessu sambandi gæti verið gagnlegt að horfa til greinar eftir Patrick Jenkins úr Fin- ancial Times sem birt var hér í blaðinu í gær, sem hluti af samvinnu FT og Morgun- blaðsins. Greinin hafði yfir- skriftina „Dekkri horfur fyrir sænsku bankana“. Þar er rifj- að upp hversu vel skandinav- íska bankakerfið kom út úr öldurótinu eftir bankaáfallið fyrir áratug og hversu mikils álits það hefur notið síðan, allt þar til sló í bakseglin síðustu mánuði. Í greininni segir: „Rekstrartölur Nordea, stærsta banka Norður- landanna (gengi hlutabréf- anna hefur lækkað um 13% undanfarna 12 mánuði), voru birtar í síðustu viku og hafa einungis vakið fleiri spurn- ingar um horfur hjá lánastofn- unum á þessu svæði. Þó svo að Casper von Koskull, forstjóri bankans, hafi staðhæft að Nordea verði rekinn með meiri hagnaði á þessu ári en því síðasta, þá voru tölur fyrsta ársfjórðungs lakari en búist var við. Hagnaður fyrir skatta lækkaði um 6% og skrifast að hluta á minnkandi vaxtamun á fasteignalánum. Sænski fasteignamarkaður- inn virðist svo sannarlega ekki líta vel út. Afar lágir vextir hafa ýtt fasteignaverði upp í hæstu hæðir. Meðalverð fast- eigna er núna tífalt hærra en meðaltekjur, sem er tvöfalt hærra hlutfall en fyrir tveimur áratugum, enda hefur sænska fasteignavísitalan verið á upp- leið allt síðan Svíþjóð lenti síð- ast í bankakreppu snemma á 10. áratugnum.“ Spekingar spjallrása hér í nærumhverfinu hefðu gott af því að taka mið af þessu og ýmsu öðru sem þarna kom fram til að rétta af ruglið í um- ræðunni og hugsanlega koma henni niður á jörðina eða nær yfirborðinu. Sænski fasteigna- markaðurinn lítur ekki vel út. Afar lág- ir vextir ýta verði upp í hæstu hæðir} Niðurgreiddir vextir eru ekki náðarsól STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Þ að vefst ekki fyrir ráðamönnum þjóðarinnar að þiggja stökk- breyttar launahækkanir sem Kjararáð skaffar þeim reglulega. Laun sem hækka jafnan um tugi prósenta og oftar en ekki afturvirkt svo mán- uðum skiptir. En það vefst svo sannarlega fyrir þeim að leiðrétta kjör ljósmæðra sem ég vil fullyrða að séu ein elskaðasta starfsstétt landsins. Þetta er eitthvað svo óréttlátt og rangt. Það er ekki að furða þótt samfélagið ólgi af réttlátri reiði og traustið á alþing- ismönnum sem og embættismönnum sé ekki upp á marga fiska. Samið hefur verið við Sjúkratryggingar Íslands og sjálfstætt starf- andi ljósmæður en Ljósmæðrafélagið hefur ekki aðkomu að þeim samningi. Nú er deilan í algjörum hnút og næsti samningafundur haldinn 7. maí nk. Við hljótum að krefjast þess að ríkisvaldið leysi þennan hnút. Miklar kröfur Íslenskar ljósmæður eru ekki fjölmenn stétt. Ein- ungis eru 280 skráðir félagar í Ljósmæðrafélagi Íslands. Að jafnaði bætast aðeins tíu nýjar í hópinn árlega. Kröf- urnar sem til þeirra eru gerðar eru miklar, þær þurfa að ljúka sex ára háskólanámi til að öðlast réttindi sín. Hvergi á Norðurlöndum hafa ljósmæður lengra nám að baki og jafn víðtæka þekkingu í heilbrigðisfræðum og hér. Því miður er það einungis hluti þeirra sem skilar sér til starfa á Landspítalann. Það ætti ekki að vera erfitt að reikna út hvers vegna. Fegursta orð íslenskrar tungu Árið 2013 völdu Íslendingar fegursta orð ís- lenskrar tungu. Framtakið kom frá Hugvís- indastofnun og RÚV. Þann 12. nóvember sama ár var síðan kynnt í Kastljósþætti RÚV að feg- ursta orðið af þeim öllum væri orðið ljósmóðir. Ég er fjögurra barna móðir, en það voru ekki mínar hendur sem fyrstar tóku á móti börn- unum mínum í þennan heim, það voru hlýjar hendur ljósmóðurinnar sem færðu mér þau í fangið. Við vitum það öll að það tekur mislangan tíma fyrir okkur konur að koma börnunum okk- ar í heiminn, en það breytir ekki þeirri stað- reynd að allan þann tíma erum við umvafðar kærleika og hlýju ljósmóðurinnar sem víkur aldrei frá okkur meðan á fæðingunni stendur. Semjið strax Sumarið er á næsta leiti. Það er sá árstími þar sem barns- fæðingar eru hvað flestar. Er það virkilega svo að rík- isvaldið ætli að ganga fram með þeim hætti sem stuðlar að óöryggi og ótta á meðal verðandi mæðra? Við þörfnumst ljósmæðranna okkar og megum enga þeirra missa til ann- ara starfa. Veitum þeim þær kjarabætur sem þær réttilega krefjast. Ljósmóðir hefur tekið á móti okkur öllum. Inga Sæland Pistill Kjaradeila í hnút Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Heildarfjárhæð afsláttar afgjöldum, skattalegs hag-ræðis og ívilnana af op-inberum gjöldum vegna sex ívilnunarsamninga í tengslum við nýfjárfestingar í atvinnulífinu á ár- unum 2009 til 2017 nemur tæpum 87 milljónum króna. Þetta kemur fram í skriflegu svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Samtals hafa verið gerðir 13 íviln- unarsamningar við atvinnufyrirtæki á þessu tímabili, en meira en helmingur verkefnanna hefur ýmist enn ekki komið til framkvæmda eða hætt hefur verið við þau. United Silicon fengið mest Hæstu ívilnanir hefur United Silicon hlotið, samtals 30,6 milljónir króna. Það er vegna kísilvers í Helgu- vík sem hefur verið lokað vegna rekstrarvanda og óvíst er hvort taki til starfa að nýju. Næsthæstu íviln- anir hefur Becromal Iceland og tengd fyrirtæki hlotið, samtals tæpar 25 milljónir króna. Það er vegna ál- þynnuverksmiðju í Eyjafirði. Í þriðja sæti er Algalíf Iceland, samtals um 17,7 milljónir króna. Það er vegna smáþörungaframleiðslu við Ásbrú. Ívilanir til GMR Endurvinnsl- unnar vegna stálendurvinnslu á Grundartanga nema rúmlega 7,1 milljón króna. Ívilanir til Matorku vegna fiskeldisstöðvar í Grindavík nema tæplega 3,4 milljónum og íviln- anir til Verne Holdings vegna gagna- vers á Reykjanesi nema 2,8 millj- ónum króna. Tekið er fram í svari ráðherra að endanlegar tölur fyrir árið 2017 liggi ekki fyrir fyrr en síðar á þessu ári. Þau sjö verkefni til viðbótar, sem fengið hafa ívilnunarsamninga við ís- lensk stjórnvöld á þessu tímabili og ekki hafa komið til framkvæmda, eru Century Aluminum Company og Norðurál vegna álvers í Helguvík, Thorsil og tengd fyrirtæki vegna kís- ilmálmverksmiðju í Þorlákshöfn og kísilvers á Reykjanesi, Íslenska kís- ilfélagið og tengd fyrirtæki vegna kís- ilmálmverksmiðju í Helguvík, Mar- meti vegna fiskvinnslu í Sandgerði, PCC SE og tengd fyrirtæki vegna kísilverksmiðju í landi Bakka í Norð- urþingi og Silicor Materials vegna sólarkísilvers í Hvalfjarðarsveit. Ólöglegir samningar Haustið 2013 sendi ESA, Eftir- litsstofnun EFTA, frá sér tilkynningu þar sem sagði að fimm ofangreindra ívilnunarsamninga íslenskra stjórn- valda – við Becromal, Verne, Íslenska kísilfélagið, Thorsil og GMR endur- vinnsluna – fælu í sér ríkisaðstoð sem gengi gegn EES-samningnum. Yrðu stjórnvöld að endurheimta þær fjár- hæðir sem greiddar hefðu verið. Ekk- ert er vikið að þessu atriði í svari ráð- herra við fyrirspurn Óla Björns. Samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið aflaði hjá ráðuneytinu í gær leitaði það eftir endurgreiðslum og fékk um 9,5 milljónir til baka af um tæplega 40 milljóna króna ríkisaðstoð sem veitt hafði verið þremur fyrir- tækjanna. Í tilkynningu ESA kom fram að Íslandi væri heimilt að veita ríkisað- stoð til að stuðla að aukinni fjár- festingu og atvinnumögu- leikum á svæðum er eiga undir högg að sækja. „Hins vegar er nauðsynlegt að gengið sé úr skugga um að þau skilyrði sem sett eru fyrir slíkri aðstoð í EES-samningnum séu upp- fyllt, aðstoðin tilkynnt til ESA og samþykki stofnunarinnar liggi fyrir,“ sagði í tilkynningunni. Ívilnanir vegna fjár- festinga 87 milljónir Afslættir vegna ívilnunarsamninga 2009-2017 30 25 20 15 10 5 0 milljarðar kr. Verne Holdings Ltd. Matorka GMR Endur- vinnslan ehf. Algalíf Becromal Iceland ehf. United Silicon hf. Heildarfjárhæð afslátta af gjöldum, skattlegs hagræðis og ívilnana af opinberum gjöldum í milljörðum króna 2,9 3,4 7,1 17,7 24,9 30,6 Heildarupphæð afslátta 2009 til 2017* 86.692.840 kr. *Tölur fyrir 2017 eru ekki endanlegar Heimild: svar ráðherra á Alþingi „Ég hef alla tíð varað við svo- kölluðum ívilnunarsamningum, hvort heldur er við einstök fyr- irtæki eða atvinnugreinar. Með slíkum samningum er verið að skekkja stöðuna í atvinnulíf- inu, brengla alla ákvarð- anatöku. Afleiðingin er oftar en ekki verri nýting fjármagns og vinnuafls. Öðrum arðbærari fjárfestingum er rutt úr vegi,“ segir Óli Björn Kárason þing- maður. „Auðvitað er það rétt og skynsamlegt að ýta undir fjár- festingu í atvinnulífinu með skattalegum hvötum. Þannig er byggt undir bætt lífs- kjör landsmanna,“ seg- ir Óli Björn. Einföld reglusetning og hóf- söm skattlagning, þar sem allir lúta sömu leikreglum, séu efna- hagslegir hvatar sem brengli ekki ákvarð- anir eins og íviln- unarsamningar geri. Varar við ívilnunum SAMKEPPNI BRENGLAST Óli Björn Kárason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.