Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 28

Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 ✝ Elín HrundJónsdóttir fæddist í Reykja- vík 15. júní 1964. Hún lést á kvenna- deild Landspít- alans 24. apríl 2018. Foreldrar hennar eru Hulda Pálína Matthías- dóttir húsmóðir, f. 4. nóvember 1930 í Reykjavík, og Jón Pétursson, fv. héraðs- dýralæknir, f. 23. júní 1930 á Egilsstöðum á Völlum. Systk- ini hennar eru Ólafur héraðsdýralæknir, f. 14. febr- úar 1957, kvæntur Eddu Kristrúnu Vilhelmsdóttur, synir þeirra eru Gunnar Orri og Pétur Þorri, og Guðrún, prófessor í Noregi, f. 9. mars er Helena Hanna Guðlaugs- dóttir flugmaður, f. 27. janúar 1992. 2) Hulda, læknanemi við Háskóla Íslands, f. 10. júní 1991, unnusti hennar er Jón Brynjar Björnsson verkfræð- ingur, f. 5. júní 1989. 3) Sig- urður Örn flugmaður, f. 27. júní 1995. 4) Kolbeinn grunn- skólanemi, f. 18. desember 2002. Elín Hrund ólst upp á Egils- stöðum og stundaði nám við Menntaskólann á Egilsstöðum, var eitt ár au pair hjá frænd- fólki sínu í Hamborg í Þýska- landi og nam þar þýsku. Leið hennar lá síðan í Fósturskóla Íslands og þaðan lauk hún leikskólakennaraprófi í maí 1988. Elín Hrund starfaði sem leikskólakennari og deild- arstjóri á leikskólum, lengst af á leikskólanum Stakkaborg í Reykjavík en síðasta árið á leikskólanum Vinagerði. Útför Elínar Hrundar fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík í dag, 4. maí 2018, klukkan 13. 1958, gift Øyvind Mo. Eftirlifandi eiginmaður El- ínar Hrundar er Þorsteinn Sig- urðsson fram- leiðslustjóri, upp- alinn á Blönduósi en fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1958. Giftust þau í Há- teigskirkju 23. febrúar 1991. Foreldrar hans voru Helga Ásta Ólafsdóttir, f. 5. júní 1932, d. 23. febrúar 1997, og Sigurður Heiðar Þor- steinsson, f. 14. júní 1934, d. 11. október 2017. Börn Elínar Hrundar og Þorsteins eru: 1) Jón Steinarr flugmaður, f. 14. október 1989, unnusta hans Það eru forréttindi að eiga mömmu sem er besta vinkona manns. Samband okkar var ein- stakt, jafnvel á unglingsárunum þegar mörgum þótti hallærislegt að vera með foreldrum sínum fannst mér skemmtilegast að fara í stelpuferðir með mömmu. Við heimkomu sátum við svo oft í bíln- um í yfir klukkustund að spjalla og nenntum ekki inn. Í mörg ár töluðum við um að taka stelpu- ferðirnar á næsta stig og fara í borgarferð til Bandaríkjanna og létum loks verða að því á 25 ára af- mælinu mínu að fara til Boston. Sú ferð var æðisleg í alla staði og byrjuðum við strax að ræða næstu ferð. Efst á lista hjá mömmu var að sýna mér New York. Því miður urðu ferðirnar ekki fleiri en ég er þeim mun þakklátari fyrir að hafa náð Boston-ferðinni. Við deildum áhuga á að skoða uppskriftir og prófa nýja rétti. Það varð til þess að við fórum að elda saman og voru þau kvöld í miklu uppáhaldi. Dagana fyrir skoðuðum við uppskriftir, svo var eldað, lagt fínt á borð með kerta- ljósum og borðað og spjallað langt fram á kvöld. Það er sárt að ná ekki fleiri svona kvöldum og skrýtið að lesa uppskrift og geta ekki sent hana á mömmu. Mamma var hjartahlý, traust og fyndin. Hún gat samið vísur á staðnum og ein eftirminnilegasta er þegar mamma sá pabba vera á nærbux- unum að tæma eldhúsruslið og fór að syngja „Nærbuxna Steini, skýst út með ruslið í leyni, Steini minn eini í leyni“. Ég man hvað við systkinin hlógum og þó pabba hafi ekki fundist þetta jafn fyndið leyfi ég mér að birta vísuna nú 15 árum síðar. Mamma var hlýjasta knúsið og besta öxlin að gráta á ef lífið var erfitt. Hún þekkti mig allra best, ég gat sagt „mamma, ég var að hugsa“ og hún botnað mig áður en ég náði að klára setninguna. Eitt sumarið var ég erlendis að keppa og leið illa en gat ekki sagt í sím- anum hvað mér lá á hjarta. Hún þurfti ekki frekari skýringar held- ur stökk af stað með næsta flugi til Spánar morguninn eftir. Hún bjargaði mér þarna, eins og svo oft áður, og gerði þessa ferð að yndislegum minningum. Að gefa mömmu gjafir eða gleðja hana á einhvern hátt var besta tilfinning í heimi því hún varð alltaf svo innilega glöð og þakklát. Síðasta sumar langaði mig að gera eitthvað sérstakt fyr- ir hana á afmælinu hennar og skipulagði óvissuferð um Suður- landið. Engan grunaði hvað væri framundan og að afmælin yrðu ekki fleiri en þó örlítil huggun að hennar síðasti afmælisdagur hafi verið svona eftirminnilegur og yndislegur. Ég mun líklega aldrei sætta mig við það að missa hana svona snemma, hún átti eftir að upplifa svo margt. Hún talaði oft um hvað hún hlakkaði til að verða amma og ég veit að hún hefði orðið besta amma í heimi. Mér er stundum sagt að við séum líkar og er fátt sem gleður mig meira. Takist mér að verða bara helmingi eins góð mamma og hún var yrði ég sátt. Mamma mun ávallt lifa í hjarta mér og ég mun reyna mitt besta að gera hana stolta. Hvíldu í friði, elsku mamma mín, ég elska þig og sakna þín óendanlega mikið. Að lokum vil ég þakka yndis- legu starfsfólki Kvennadeildar Landspítalans, það hefur reynst okkur vel þennan erfiða vetur. Þín Hulda. Augun voru stór og kringlótt undir þungum brúnum. Hún var bústin, búlduleit og á höfðinu var ljós dúnn. – Hún er alveg eins og Gunna, hrópaði Tóta ljósmóðir. Elín Hrund var komin í heiminn og ég var orðin stóra systir. Heit- asta óskin var uppfyllt eftir sex ára bið. Hvorki heimurinn né ég urðum söm við okkur eftir það. Fljótlega varð hún falleg með stríðnisglampa í augunum. Marg- ir sögðu hana líka Lillu móður- systur; aðrir kváðu hana líkjast pabba. Mér fannst hún mest lík mömmu. Enn satt best að segja var hún engum öðrum lík, hún var einstök. Hún skoppaði meira en hún gekk. Ljósa, þykka hárið hélst aldrei í löngu fléttunum, sama hversu fast mamma fléttaði. Elín Hrund var oftast úfin. Hún sagði og gerði hluti sem okkur eldri systkinum hennar hafði hreinlega ekki dottið í hug. Í stað þess að hjálpa pabba að leita að sokkunum hans, sagði hún bara: – Sofðu bara í sokkunum, pabbi minn. Þegar jólaguðsþjónustan varð of langdregin, klifraði hún upp á stólinn og hrópaði: – Þetta er hundleiðinleg messa. Flestir kirkjugesta voru henni sammála, enn bara hún hafði þor til að segja það. Þrátt fyrir hraða yfirferð gaf hún sér tíma til að sýna í orðum og gerðum að henni þætti vænt um okkur öll. Fjarlægð í kílómetrum skipti hana í raun litlu máli. Ná- grenni auðveldar hins vegar að fylgja heilræðum Hávamála um vináttu: geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Þetta sannaði sig þegar Hrundin mín hleypti heimdragan- um og flutti til Reykjavíkur til að leggja stund á nám í leikskóla- fræðum. Elskulegheit hennar sýndu sig í verki í samskiptum hennar við móðurforeldra okkar í Reykjavík. Þorsteinn, maðurinn í lífi systur minnar, studdi líka heilshugar umhyggju Elínar Hrundar fyrir þeim. Ólík eins og þau voru, systir mín og mágur, voru þau samstiga um svo margt. Börnin þeirra fjögur bera þessu fagurt vitni. Elín var upptekin af menntun barna sinna. Hún kallaði sjálfa sig oft á tíðum skólaskelf- inn. Hún var mamman sem var annt um og hafði í krafti sinnar menntunar skoðanir á uppeldis- og kennslumálum. Hún var góður uppalandi sem með hlýju og húm- or vakti yfir velferð barnanna. Ég er þakklát fyrir að Elín og Þor- steinn hafa stutt og stuðlað að góðu sambandi mínu við frænku- börnin mín fjögur, Jón Steinar, Huldu, Sigurð Örn og Kolbein. Þau eru líka mitt ríkidæmi. Auk þess að vera góð mamma, hæf í sínu starfi, ritfær, músík- ölsk, bókelsk, fyndin, falleg og gjöful, var hún systir mín og vin- kona. Haf sem um árabil skildi að systur kom ekki að sök. Það er óbærilegt til þess að hugsa að okk- ar samtöl verða ekki fleiri. Ég lýt höfði í ást, virðingu og þakklæti fyrir samferðina með litlu systur minni með stóra gullhjartað. Í myndasafni foreldra minna er mynd af okkur systrum. Það er sumar á Héraði. Hrundin mín er í sinni fyrstu lautarferð. Vafin í drifhvíta sæng liggur hún í fangi stóru systur. Í dag verð ég meðal þeirra sem bera kistuna síðasta spölinn út úr hvítu kirkjunni hennar. Hún mun alltaf liggja við mitt hjarta. Guðrún Jónsdóttir. Hugurinn reikar aftur til þess tíma þegar stelpuhnáta með ljósa lokka fagnar bróður sínum fyrst allra þegar hann kemur heim við skólalok. Áköf þurfti hún að sýna mér svo margt og segja mér frá svo mörgu sem á daga hennar hafði drifið frá því við hittumst síðast. Hún fæddist í sumarbyrj- un og alltaf síðan voru sumardag- ar þá við hittumst. Systur mína var gott að eiga að. Hún og Þor- steinn bjuggu börnum sínum ást- ríkt heimili þar sem allir virtust fá notið sín og smáatriðin fengu ekki rúm til að þvælast fyrir í amstri daganna. Faðmur hennar fagnaði frændfólki og vinum og hélt fast utan um hennar nánustu. Faðmur sem líka gat farið út um allt þegar hugurinn fór á flug og leggja þurfti áherslu á mál sem hún brann fyrir. „Ég veit að ég hef rétt fyrir mér, ég hef það sterka til- finningu fyrir þessu,“ sagði hún eitt sinn við mig þegar ég taldi mig hafa haft betur í rökræðum um eitthvert dægurmálið. Systir mín reyndi aldrei að sýnast annað en hún var og var hispurslaus í fasi, en að sama skapi dul um eigin hagi. Hún var ekki skaplaus og föst fyrir ef svo bar undir, en aldr- ei langrækin. En mest minnist ég hlýju hennar og frændrækni og ekki síður þess hve gaman var að syngja með henni. Nú er söngur hennar hljóðnað- ur. Hann leið út í blánandi loftin og andvara vorsins eins og hann varð fyrst til. Hugur okkar er hjá foreldrum mínum, Þorsteini, börnum og tengdabörnum og megi Guð styrkja þau og blessa minningu systur minnar. Ólafur Jónsson. Elskuleg mágkona og föður- systir er fallin frá eftir stutt og erfið veikindi. Við minnumst hlýju og ræktarsemi hennar í okkar garð. Hún tók mér opnum örmum frá fyrstu stundu og fylgdist af einlægum áhuga með frændum sínum. Við vorum ekki í stöðugu sambandi, enda búið hvor í sínum landshlutanum, en alltaf var ánægjulegt að heimsækja þau og eins að fá þau í heimsókn til okkar. Fjölskyldurnar áttu einnig marg- ar skemmtilegar stundir saman á íþróttamótum þar sem frænd- systkinin voru að keppa. Það var líka ómetanlegt fyrir frændurna að norðan að eiga öruggt athvarf hjá frænku sinni í Reykjavík þeg- ar þeir voru í keppnisferðalögum og sjá frændfólkið á leikjum. Þótt oft væri fyrirvarinn stutt- ur var alltaf pláss á stóra heim- ilinu hjá Elínu frænku og mikil til- hlökkun hjá þeim bræðrum að hitta frændfólkið sitt. Þar var þeim tekið af miklum kærleika. Við söknum sárt og minnumst góðrar mágkonu og frænku. Við sendum Þorsteini og frændfólkinu í Hjálmholtinu og ömmu og afa okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Edda, Gunnar Orri og Pétur Þorri. Elskuleg mágkona mín. Þegar ég lít til baka finnst mér vera svo stutt síðan bróðir minn og þú komuð við hjá okkur á Sauð- árkróki á leið suður. Ég man enn hversu góða nærveru þú hafðir og ég sátt við að hafa fengið þig sem tilvonandi mágkonu. Ferðir okkar á milli voru ekki tíðar, ég bjó fyrir norðan en þið fyrir sunnan og voru ferðir helst farnar ef erindið var nauðsynlegt. Við flutning suð- ur sáumst við oftar. Á hverju sumri fórstu austur á Hérað með hópinn þinn sem stækkaði ört. En fyrir austan bjuggu foreldrar þínir og naust þú sumardvalanna á Héraði umvafin þínu fólki. Þegar foreldrar þínir fluttu suður áttu þau sína paradís fyrir austan og naust þú þess að dvelja þar hjá þeim í sumarleyf- um. Þú varst svo mikið náttúrubarn og naust útiveru bæði gangandi og hjólandi. Úr sumum þessara útivistatúra urðu til skemmtilegar frásagnir bæði í ræðu og riti. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að lesa pistlana þína. Því svo sannarlega hafðir þú dásamlega skemmtilegan húmor og ekki síst fyrir þér sjálfri. Síðasta vor fylgd- ist ég með áhuga á þeim stakka- skiptum sem urðu á svölunum þín- um. Pistlarnir voru nokkrir og var ég farin að bíða eftir þeim. Ferðin okkar til Boston var yndisleg og sumarbústaðaferðir, allt eru þetta ógleymanlegar stundir. Ekki síst fyrir þinn mikla kost að gera grín að hlutunum. Þú kunnir svo sann- arlega að halda gleðinni gangandi. Þú varst mikil fjölskyldumann- eskja, elsku Elín Hrund, og þar voruð þið hjónin samstíga, fylgd- uð börnum ykkar af miklum áhuga í íþróttum og námi. Hafa þau náð góðum árangri bæði vel menntuð og framarlega í sínum íþróttagreinum. Svo sást líka vel hversu miklir vinir þið voruð og eruð börnum ykkar. Börnin þín fjögur áttu einstaka móður og sást það vel á hinum mikla kærleik sem þú sýndir þeim. Sem leik- skólakennari sýndir þú líka börn- um annarra elsku og umhyggju. Fyrir þremur árum settist þú á skólabekk og stefndir á frekara nám, langaði þig að breyta um og takast á við önnur og ný viðfangs- efni. Og svo sannarlega fékkstu viðfangsefni. Þú þurftir að taka baráttuna við illvígt krabbamein og var það snörp barátta. Það er svo mikið sem þú áttir eftir að gera. En ég veit með vissu að Þor- steinn og börnin munu halda vel utan um hvert annað og ekki síst elsku Kolbein. Elín Hrund, ég hugsa til kvöld- stundanna þegar við systur og mágkonur hittumst, hversu oft við stilltum upp fyrir hina fullkomnu mynd, búningarnir og uppátækin þín. Alltaf gleði og svo gaman. Nú ylja minningarnar enn frekar þeg- ar maður flettir í gegnum mynd- irnar. Elsku Þorsteinn, Jón Steinarr, Sigurður Örn, Hulda og Kolbeinn, mikill er missir ykkar af svo elsku- legri eiginkonu og móður. Engin orð eru til yfir þá djúpu sorg sem þið gangið í gegnum nú. En þið er- uð heppin að eiga hvert annað, svo heila og samheldna fjölskyldu. Kæru Jón, Hulda, Ólafur og Guð- rún. Þið kveðjið yndislega dóttur og systur. Og svo sannarlega mun ég minnast elskulegrar mágkonu og hugsa til allra litlu broslegu hlutanna sem við upplifðum sam- an. Við hittumst í Sumarlandinu og hlæjum saman. Margret. Elsku hjartans Elín mín var skemmtileg, djúpvitur og óendan- lega hjartahlý. Sjálf var ég blessuð með heilla- dísum í vöggugjöf og hún var ein af þeim. Það var á þeim tíma þeg- ar fljótin á söndunum voru stór og óbrúuð og leiðin frá Höfn í Horna- firði til Reykjavíkur lá hringinn í kringum landið. Á slíkum ferða- lögum var grunnurinn lagður að ævilangri vináttu okkar Elínar enda voru foreldrar okkar kolleg- ar og vinir og því oft áð á Egils- stöðum. Eftir að hringvegurinn opnað- ist lögðust ferðir fjölskyldu minn- ar um Austurland af en við vin- konurnar dóum þó ekki ráðalausar og ferðuðumst á milli landshluta með rútu, með Barbie- dúkkur í farangrinum. Þess á milli skrifuðumst við á. Í minningunni byrjuðu flest hennar bréf á orðunum: „Nú hef ég svo sannarlega fréttir“. Þá hafði hún dottið á svelli, rifið fötin sín við að klifra yfir girðingu eða jafnvel eignast nýjan kött. Bréfin mín hófust hins vegar oftar en ekki á orðunum: „Héðan er fátt að frétta“. Eitthvað tíndist mér þó til, enda varð jafnvel hversdagurinn skemmtilegur þegar Elín var komin í spilið. Sem unglingur dvaldi hún einn vetur í Þýskalandi og þá skrifuð- umst við á af miklum þrótti. Við gengum því inn í virka og sterka vináttu þegar leiðir okkar beggja lágu til Reykjavíkur til náms. Þar bjó hún fyrst hjá Lillu frænku sinni og þangað fór ég þegar ég læsti mig úti, enda var Elín alltaf fyrsta manneskjan sem mér datt í hug að leita til þegar ég þurfti á hjálp að halda. Á þeim árum sem liðin eru hef- ur okkur tekist að rækta okkar dýrmætu vináttu og aðlaga hana breyttum aðstæðum. Þetta átti ekki síst við eftir að börnin fædd- ust og urðu eitt af öðru hluti af klíkunni. Þó sé ég þau líka fyrir mér lítil, heilsa kurteislega og láta sig svo hverfa fyrir horn, enda vissu allir sem okkur þekktu að kaffispjallið gæti tekið dágóða stund. Við Elín vorum á margan hátt ólíkar en áttum það sameiginlegt að geta endalaust velt fyrir okkur lífinu og oft séð spaugilegar hlið- ar, jafnvel á því sama og hafði grætt okkur stundu fyrr. Ein- staka sinnum sló í brýnu án þess þó að það hefði nokkurn tíma áhrif á vináttu okkar. Það sýnir vel tryggð hennar og kærleika hvernig hún tók son minn að sér þegar hann neitaði, allt of ungur, að vera hjá dag- mömmu. Það var bara ekki fyrir hann og það skildi hún og virti og opnaði faðm sinn og heimili fyrir honum. Kærleikurinn á milli þeirra var svo mikill að eiginmað- urinn var jafnvel rekinn úr rúmi þegar ég var í vinnuferð erlendis og barnið vildi hafa hana út af fyr- ir sig. Elín var alla tíð einstaklega tengd foreldrum sínum. Þau voru hennar bestu vinir. Hún stofnaði einnig heimili snemma og vissi ekkert betra en að hafa fjölskyld- una í kringum sig. Eftir standa nú foreldrarnir, hennar góði eigin- maður og börnin, sem eru einstak- lega glæsileg og vel gerð ung- menni. Það er mikil huggun að vita að Þorsteinn mun halda vel utan um hópinn, sem hefur misst svo mikið. Á kveðjustund þakka ég Elínu ómetanlegan stuðning og vináttu alla tíð. Ástvinum hennar sendum við fjölskyldan öll innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún Birna Birnisdóttir. Við Elín Hrund unnum saman í tveimur leikskólum í Reykjavík, fyrst í Birkiborg en svo lengst af í Stakkaborg. Samvinna okkar varði í tæp 20 ár. Við unnum lengst af á sömu deildum og oftast með sömu börnin. Það var ein- staklega skemmtilegt að vinna með Elínu og ekki er hægt að hugsa sér skemmtilegri sam- Elín Hrund Jónsdóttir Móðir mín, Dag- mar Svala, er látin, eftir baráttu við krabbamein. Hún var einungis rétt tæplega 17 ára þegar hún eign- aðist mig úti í Vestmannaeyjum. Mamma hefur verið mín stoð og stytta í gegnum lífið og kennt mér að horfa jákvætt á hvaðeina sem getur komið uppá á lífsins leið. Barátta hennar síðustu mán- uði ber fallegan vitnisburð um hvernig jákvæðni gefur af sér lífsgæði, gleði og ánægju alveg fram að síðustu stundu. Nokkr- um dögum áður en hún féll frá, fórum við á fund læknis hennar, sem tjáði okkur að meðferðir hefðu borið þann árangur að meinin stóðu flest í stað, eitt mein hefði stækkað örlítið þó án þess að vita hvað það gæti þýtt. Mamma var svo innilega ánægð með þessar niðurstöður, og við glöddumst svo innilega með Dagmar Svala Runólfsdóttir ✝ Dagmar SvalaRunólfsdóttir fæddist 25. júlí 1952. Hún andaðist 17. apríl 2018. Útför hennar fór fram 30. apríl 2018. henni. Hún hringir í sína nánustu til að segja þeim gleði- fréttirnar og er svo ánægð og jákvæð allt fram á næsta dag þegar meinið hefur yfirtekið heilsuna. Mamma er lögð inn á bráða- deild og er fallin frá nokkrum dögum seinna á líknardeild Landspítalans. Mamma skilur eftir sig þann lærdóm að horfa jákvætt á lífið og njóta þess meðan það varir. Barnabörn mömmu áttu stór- an sess í hennar lífi, hún nánast krafðist þess að fá þau í helgar- heimsóknir þegar þau voru minni. Hún kom í öllum vetrar-, sum- ar- og vorfríum til Danmerkur til að heimsækja barnabörnin, á meðan við María vorum í námi þar. Þannig ræktaði hún mikil og góð tengsl við sína afkomendur, enda var fjölskyldan það dýr- mætasta sem hún átti. Við kveðjum þig í dag, mamma mín, með þá fullvissu í hjarta að þér líði vel í faðmi fjölskyldumeð- lima sem þegar hafa kvatt okkur. Rúnar Ingi Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.