Morgunblaðið - 04.05.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 04.05.2018, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Þegar maður er barn eru foreldrar „bara“ foreldrar. Þannig leit ég lengi vel á pabba minn. Þegar ég var 11 ára gömul skildu foreldrar mínir. Eftir skilnaðinn bjó ég hjá pabba og kynntist hon- um á nýjan hátt. En hann var áfram „bara“ pabbi minn. For- eldri sem sá um mig og ól mig upp. Á þessum árum velti ég lítið fyrir mér bakgrunni hans og upp- eldi. Bæði föðurafi minn og amma voru látin áður en ég kom til sög- unnar og því náðu tengslin við fortíðina aðeins til pabba og systkina hans. Ég vissi að pabbi minn var yngstur fimm systkina, sem misstu föður sinn ung. Pabbi átti ekki neinar minningar um föður sinn frekar en fyrstu æviár sín á Baldursgötunni í Reykjavík. Móðir hans flutti með fjögur yngstu börnin til bróður síns í Austurkoti í Hraungerðishreppi, þegar pabbi var fjögurra ára. Þaðan átti pabbi sínar fyrstu æskuminningar. Það var ekki fyrr en ég varð fullorðin sem ég Ólafur Ólafsson ✝ Ólafur Ólafs-son fæddist 3. júlí 1930. Hann lést 20. apríl 2018. Ólafur var jarð- sunginn 3. maí 2018. fékk áhuga á hvað það þýddi að hafa al- ist upp hjá fátækri ekkju á kreppuárum millistríðsáranna. Pabbi hefur lýst fá- tæktinni sem þau bjuggu við, en talaði aldrei um að sig hefði skort tilfinn- ingalegt atlæti. Þeg- ar móðurbróðir pabba lést árið 1941, flutti fjölskyldan á Selfoss þar sem amma byggði lítið hús, sem enn stendur við Austurveg, skammt frá Mjólkurbúi Flóa- manna. Selfoss var að verða til sem þorp þegar pabbi flutti þangað 11 ára. Austurvegur var aðalgatan og stærstu vinnustaðirnir Mjólk- urbúið og Kaupfélagið. Pabbi var þrjú ár í barnaskóla og lauk sinni skólagöngu 13 ára. Hann var eftir það á vinnumarkaði. Fimmtán ára byrjaði hann sem starfsmað- ur í Kaupfélaginu, en síðar sem gjaldkeri og fjármálafulltrúi hjá Selfossbæ. Öll þessi störf kröfðust sam- skipta við bæjarbúa og áttu sinn þátt í því að lengi vel þekkti hann alla á Selfossi. Pabbi var mannblendinn og átti auðvelt með að tala við fólk. Skipti þá engu staða þess, stétt eða aldur. Hann var jafnaðar- maður og það birtist í afstöðu hans til manna og málefna. Hann hafði alist upp í fátækt og hafði sterkar skoðanir á gildi sam- hjálpar og mikilvægi félagslegrar aðstoðar. Honum þótti erfitt að horfa á hrun jafnaðarmanna- stefnunnar, en yfirgaf hana aldr- ei sjálfur. Pabbi hlaut litla formlega menntun, en var vel lesinn í bók- menntum. Þessi áhugi hans átti þátt í því að vekja áhuga minn á skáldskap og reyndar menningu yfirleitt. Hann söng í kórum, sótti tónleika og hafði alla tíð mikla ánægju af því að fara í leikhús. Á síðari árum nýtti hann sér hljóð- bækur óspart og hlustaði á nán- ast allt sem var gefið út. Sem faðir var hann stoð og stytta. Hann vildi sínu fólki vel og sýndi því mikla ræktarsemi. Þetta átti ekki aðeins við um mig, systur mína og hennar börn, heldur systkini hans og börnin þeirra. Þegar fæturnir fóru að gefa sig og hann gat ekki lengur farið eins auðveldlega um og áður notaði hann símann og internetið til að fylgjast með – en líka raf- skutluna til að heimsækja sitt fólk og sækja kirkju. Allt þetta létti honum lífið hin síðari ár og átti sinn þátt í því að hann gat svalað áhuga sínum á sam- tímanum. Margrét Elísabet Ólafsdóttir. Góð kynni eru ekki mæld í ár- um heldur í því sambandi sem verður milli manna þegar þeir kynnast. Þau eru ekki mörg misserin sem liðin eru frá því að fundum okkar Ólafs bar saman í fyrsta sinn. Þegar ég kom í heim- sókn til hans í huggulega íbúðina í Grænumörk, sem fylgisveinn Margrétar Elísabetar, dóttur hans, voru formlegheitin í kynn- ingum ekki mikil. Fyrr en varði vorum við komnir í hrókasam- ræður um flest milli himins og jarðar. Við ræddum stjórnmál, en um þau vorum við hæfilega sammála, þjóðlegan fróðleik, örnefni, bæj- arheiti og uppbyggingu þorpa og bæja. Ólafur lifði einhverja mestu umbrotatíma í sögu lands og þjóðar og hafði frá mörgu að segja. Hann hafði verið þátttak- andi í byggja upp það samfélag sem við nú lifum í og sá á því bæði kost og löst. Það sem einkenndi Ólaf þó sérstaklega, og átti örugglega ekki minnstan þátt í að fólki leið vel í samvistum við hann, var léttleiki, jákvæðni og bjartsýni þótt hann væri ekki blindur á dekkri hliðar mannlegs samfélags. Þótt Ólafur væri óðum að nálg- ast nírætt þá gleymdist það um leið og samræður hófust. Okkur stuttu kynni voru innileg og góð og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta þeirra samveru- stunda sem við áttum. Hvað sem við ræddum um heima og geima þá voru það samt dætur Ólafs og barnabörnin, velferð þeirra og hamingja, sem voru honum efst í huga. Ágúst Þór Árnason. Nú er hann Ólafur Ólafsson, eða Óli frændi eins og ég kallaði hann alltaf, fallinn frá. Mér þótti alltaf afskaplega vænt um hann Óla og þær voru ógleymanlegar ferðirnar sem farnar voru austur fyrir fjall. Mér er það alltaf minnisstætt að þeg- ar komið var fram á Kambabrún hýrnaði yfir mömmu, þá vissi hún að það yrði stutt í að hún myndi hitta bræður sína. Já, svona var þetta í gamla daga, við fórum og heimsóttum þá bræður reglulega. Ég átti margar góðar stundir á Selfossi þar sem við lékum okkur stundum saman Magga, Laufey, ég og Níels heitinn. En svo liðu árin, ég hætti að fara með í þess- ar ferðir og ég missti allt sam- band við ættingjana. Það var svo ekki fyrr en hún mamma lést að samband komst á aftur, hann Óli sá til þess. Honum var mjög umhugað um okkur bræður, fylgdist mjög vel með og hringdi reglulega til að fá fréttir af okkur. Það var svo auðvelt að tala við hann Óla frænda, hann færði manni fréttir af ættingjunum, bæði um sigra og sorgir, já og bara allt milli himins og jarðar, hann var svo vel inni í öllum mál- um. Þótt skrokkurinn hafi verið farinn að gefa sig þá var hugur- inn síungur. Ég sendi Möggu Betu, Lauf- eyju Þóru og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Óla vil ég þakka þá umhyggju sem hann sýndi mér og mínum. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer … (Þórunn Sigurðardóttir) Óli Laursen. Minnast vil ég með fáeinum orðum Ólafs Ólafssonar, stað- fasts félaga í morgunsöng í Grænumörk og síðar vikulegum nónsöng sem sunginn hefur verið hér hátt í tvo áratugi. Ólafur bjó yfir gáska og kátínu sem yljaði okkur söngfélögum hans. Ef bið varð eftir næsta lagi hjá söng- stjóranum var stutt í litla sögu hjá Óla. Hann átti lengi bústað í áður- nefndri Grænumörk og setti þar svip á samfélag sitt. Lengi söng Ólafur í kór Selfosskirkju. Eitt af uppáhaldslögum nón- söngvara eru Flóavísur Gísla í Króki við lag Sigurðar dýralækn- is Sigurðssonar, hér er birt fyrsta vísan: Enn ég horfi yfir Flóann og í hljóði vísu syng: túnið, börðin, mýrarmóann, mosann, þúfur, berjalyng. Lengst í fjarska sé ég síðan safírbláan, mikið fríðan fagursveigðan fjallahring. (GH) Það er bjart yfir minningu Ólafs hjá vinum hans. Ingi Heiðmar Jónsson. Það var löng helgi á Snæfellsnesi í maí 1988, saman voru komnar 20-30 konur til að skyggnast inn á við og leita svara við stóru spurningunni undir leiðsögn Gloriu Karpinski frá Bandaríkjunum. Þar hitti ég Sigrúnu fyrst, sem þá var ný- komin út úr erfiðri krabba- meinsmeðferð. Hún hafði áttað sig á því að það var ekki nóg að sigrast á krabbameininu, það yrði líka að kafa djúpt inn í sál- artetrið, skoða það sem orsakað gæti líkamleg veikindi og vinna úr því. Sigrún átti síðar eftir að hjálpa fjölda manns í gegnum geisla- og lyfjameðferðir og að sigrast á óttanum við dauðann. Ekki grunaði mig þarna vorið 1988 að þetta yrði byrjunin á endalausri leit að tilgangi lífsins. Þar deildum við Sigrún áhuga- máli sem tengdi okkur sterkum böndum. Upp frá þessari helgi á Nesinu þróaðist með okkur góð vinátta sem entist fram á síðasta dag. Á bak við óborganlega kímni- gáfu Sigrúnar bjó alvörugefin, leitandi kona sem var óhrædd við að fara ótroðnar slóðir. Sig- rún og Þórir ferðuðust víða og bjuggu bæði í Texas og í Portú- gal. Þau voru listamenn en fyrst og fremst leitandi sálir. Fyrir um það bil 20 árum fundu þau sinn rétta farveg hjá Brahma Kumaris World Spiri- tual University á Indlandi. Í framhaldi af því stofnuðu þau Lótushús í Kópavogi þar sem þúsundir Íslendinga hafa lært hugleiðslu og sótt frið og kær- leik undanfarin ár. Ég fór ekki varhluta af því og hef notið þess að koma í Lótushús frá fyrstu tíð. Þó ég væri ekki alltaf sam- mála vinkonu minni tókst okkur að vera sammála um að vera ósammála um vissa hluti. Undanfarna daga hefur hug- urinn reikað um liðnar stundir, Sigrún Olsen ✝ Sigrún Olsenfæddist 4. maí 1954. Hún lést 18. apríl 2018. Minn- ingarathöfn um Sigrúnu var 28. apríl 2018. m.a. samveru á Reykhólum, í Portúgal og síðast en ekki síst á Ind- landi sem var Sig- rúnu afar kært. Ég minnist með gleði og þakklæti allra hláturskastanna og einlægra pæling- anna um Guð, lífið og tilveruna. Það er dýrmæt minning að hafa átt Sigrúnu að vini. Dauðinn tekur líkamann, Guð tekur til sín sálina, hugur okkar geymir minninguna, hjarta okk- ar heldur utan um kærleikann og trúin á eilíft líf sálarinnar segir okkur að við munum hitt- ast á ný. Þóri, Lilju móður Sigrúnar, systkinum og öðrum aðstand- endum votta ég samúð mína. Margrét Kjartansdóttir. Æskuvinkona okkar, Sigrún Olsen, lést 18. apríl síðastliðinn. Í dag hefði hún orðið 64 ára og viljum við minnast hennar með nokkrum orðum hér. Við vorum hópur stelpna úr Kópavoginum sem stofnuðum árið 1967 „saumaklúbb“ sem Sigrún gekk til liðs við. Þar bundumst við vináttuböndum sem hafa haldist æ síðan enda þótt við höfum far- ið misjafnar leiðir í lífinu. Á unglingsárunum var margt brallað, dansað, sungið, spáð í framtíðina og dýpstu rök tilver- unnar. Sigrún ásamt nokkrum okkar fór í Jassballettskóla Báru þar sem hún naut sín vel. Hún var lifandi dansari sem gat dans- að jazzballett með pípuhatt í netsokkabuxum, skottís og ræl í þjóðdanshópi í Kópavoginum eða sett upp danssýningu í Versló. Sigrún var einstaklega lífs- glöð stelpa með frjálsan og op- inn huga sem nýttist henni vel þegar hún fór til myndlistar- náms og hóf leit sína að tilgangi lífsins sem leiddi til stofnunar Lótushúss, hugleiðsluskóla. Lífsgleði hennar birtist bæði í dansi, myndlist og ekki síst í hennar einstaka húmor og dill- andi hlátri sem hún var óspör á og þau voru ófá hlátursköstin í saumaklúbbnum sem ætluðu engan enda að taka. Við vorum bæði stoltar og glaðar þegar Sigrún fór til náms í myndlist undir lok áttunda áratugarins og hélt glæsilega sýningu hér á landi að námi loknu. Verkin á sýningunni endurspegluðu lífs- kraftinn sem hún var svo full af og einhverja magnaða samsetn- ingu hugmynda, forms og lita. Þegar Sigrún var að hefja sinn feril sem myndlistarkona greindist hún með alvarlegt krabbamein og gekk í gegnum erfiða lyfjameðferð. Hún tókst á við veikindin með því æðruleysi sem einkenndi hana og leitaði nýrra leiða sem fólust m.a. í gjörbreyttu mat- aræði en á þeim tíma var slíkt lítt þekkt hér á landi. Hún kynntist makróbíótísku fæði sem í hennar huga sem okkar var lykillinn að bata hennar. Eftir að hún sigraðist á krabbameininu hélt hún áfram þeirri vegferð og hófst þá leit hennar að hinstu rökum tilverunnar, sannleikan- um og leiðum til að lifa lífinu í sem bestu jafnvægi og sátt. Hún breytti lífsháttum sínum og helgaði líf sitt síðustu áratugina heilsueflandi og mannbætandi starfsemi, fyrst á Reykhólum og síðar með stofnun Lótushúss ásamt Þóri, manni sínum. Sig- rún fann sína fjöl í hugmynda- fræði Brahma Kumaris og tók virkan þátt í starfsemi samtak- anna um heim allan. Með frum- kvöðlastarfi sínu hefur Sigrún hjálpað fjölda fólks að ná bata í veikindum eða friði í sálinni. Það var mikið áfall þegar hún veiktist aftur af krabbameini fyrir rúmum tveimur árum. Sig- rún tókst á við veikindin á sinn hátt, með æðruleysi sínu gekk hún til móts við dauðann og það líf sálarinnar sem hún trúði að tæki við þegar þessu lífi sleppti. Hún var trú sinni sannfæringu allt til enda og með hlýju sinni og innileik snart hún margar sálir. Við þökkum nærveru þína bjarta Sem snerti okkur djúpt í hjarta Þú varst okkur svo afar kær Við kveðjum í bili fagra mær. Innilegustu samúðarkveðjur sendum við til Þóris, Lilju og fjölskyldu. Blessuð sé minning Sigrúnar. Olga, Björg, Guðbjörg, Sigrún, Erna, Árdís og Brynhildur. Fallinn er frá góður og öflugur félagi, Steingrímur Jónsson frá Stokkseyri. Stein- grímur var formaður Bjarma á Stokkseyri þegar þrjú stéttar- félög voru sameinuð í eitt 25. júní 2002. Bjarmi Stokkseyri, Þór Selfossi og Báran Eyrar- bakka. Verkalýðsfélagið Bjarmi var stofnað 1904 og voru stofn- félagar 36. Félagssvæðið var Stokkseyrar-, Gaulverjabæjar- og Villingaholtshreppur. Ár- gjaldið á hvern félags mann var 50 aurar. Báran, félag sjó- manna og dagvinnulauna- Steingrímur Jónsson ✝ SteingrímurJónsson fædd- ist 14. september. Hann lést 1. apríl 2018. Útför Stein- gríms fór fram 10. apríl 2018. manna, var stofnað 14. febrúar 1903. Verkamannafélagið Þór var formlega stofnað 5. janúar 1941 í Tryggva- skála, stofnfélagar voru 19. Bjarmi og Báran voru með fyrstu stéttarfélög- um sem stofnuð voru á Íslandi. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og fé- lög hafa stækkað og eflst. Steingrímur var mikill fé- lagsmála- og hugsjónamaður. Hann hafði skoðanir á flestum þeim málum sem við komu kjörum fólks og gaf ekkert eftir ef því var að skipta. Sameining- arviðræður í félögum verða oft erfiðar, viðkvæmar og miklar tilfinningar fara af stað því öll- um þykir vænt um sitt félag. Steingrímur kemur inn í sam- einingarviðræður rúmlega 73 ára gamall af fullum krafti, stútfullur af hugmyndum með ákveðna og skýra framtíðar- stefnu. Það var ekki annað hægt en að smitast af þessari framsýni sem og áræðni sem hann sýndi í þeim viðræðum. Steingrímur sat í stjórn Bár- unnar, stéttarfélags fram til ársins 2011 þá 82 ára gamall. Undirrituð var starfsmaður Bárunnar, stéttarfélags og síð- an formaður frá 2010. Reglu- legar heimsóknir Steingríms á skrifstofu félagsins voru dýr- mætar þó að oft hvessti á milli aðila náðist alltaf niðurstaða um menn og málefni. Þegar á þurfti að halda skildi hann eftir sig eitthvað sem hægt var að vinna úr, ekki síst stuðning sem er ómetanlegur í hringiðu verkalýðsmála. Fram að síð- ustu stundu voru heimsóknirn- ar á heimili Steingríms nær- andi og fræðandi. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna Bárunnar, stéttar- félags þökkum við samfylgdina og sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldóra Sigr. Sveins- dóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags. Leiðir Guðrúnar Erlu og Fellaskóla lágu fyrst saman þegar hún kom í æfingakennslu í sérkennslunámi. Guðrún Erla starfaði í sérdeild í öðrum skóla en ætíð var tenging á milli henn- ar og starfsmanna í Fellaskóla, sérstaklega þeirra sem störfuðu á sama vettvangi og hún. Seinna fór hún í náms- og starfsráðgjöf og kom til starfa í Fellaskóla að því loknu. Við fögnuðum því sérstaklega að fá Guðrún Erla Ingvadóttir ✝ Guðrún ErlaIngvadóttir fæddist 22. desem- ber 1958. Hún lést 14. apríl 2018. Út- för Guðrúnar Erlu fór fram frá 27. apríl 2018. hana til liðs við okkur því við fund- um fljótt hvað hún hafði góðan bak- grunn til að takast á við flókin verkefni sem ekki voru alltaf auðveld úrlausnar. Hún átti auðvelt með mannleg sam- skipti, var jákvæð og með hlýtt við- mót. Guðrún vann sína vinnu af auðmýkt og hóg- værð og bar virðingu fyrir nem- endum og aðstæðum þeirra og hafði velferð þeirra ávallt að leiðarljósi. Hún var einstaklega umhyggjusöm og nærgætin og lagði mikla vinnu í að koma nemendum í þann framhalds- skóla sem þeim hentaði og fór hún oft út fyrir sitt starfssvið í þeim efnum. Hún sá einnig til þess að nemendur sem ekki héldu áfram í framhaldsskóla fengju vinnu að lokinni skóla- göngu og útvegaði jafnvel for- eldrum einnig vinnu. Fyrir tæpum tveimur árum flutti hún sig um set og starfaði í Borgarholtsskóla einn vetur. Þannig sótti hún sér áfram reynslu sem kæmi hennar skjól- stæðingum til góða því ætlunin var að koma aftur til baka í fyrra starf í Fellaskóla. En því miður auðnaðist henni það ekki því hún veiktist áður en að því kom. Að leiðarlokum er okkur sam- starfsfólki hennar efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt Guð- rúnu Erlu að vini og samstarfs- konu öll þessi ár. Við söknum hennar og þökkum henni góð viðkynni. Við sendum eigin- manni, dætrum, systur og fjöl- skyldum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Erlu. F.h. starfsfólks Fellaskóla, Ólöf Sigurðardóttir og Sigurlaug Hrund Svav- arsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.