Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Hvort er betra? Að fyrirbyggja eða bíða og laga seinna? Hver myndi ekki fara með bílinn í skoð- un þegar óþægileg skrölthljóð gera vart við sig? Fara á verk- stæði áður en bíllinn verður óökuhæfur? Hver vildi ekki fara upp á þak og kanna vandann þegar byrjar að leka, drífa í nauðsynlegar viðgerðir og þar með að fyrirbyggja að meira tjón verði? Hver, sem vill eiga fallegan garð, myndi ekki reyta upp óæskilegan gróður áður en sá leggur allan garð- inn undir sig? Það er vitað mál að aðgerð í tæka tíð sparar peninga og vinnu seinna meir. En hvernig standa málin hjá okk- ur mannfólki? Menn geta orðið fyrir alls konar áföllum bæði hvað lík- amlega og andlega heilsu snertir. Hvaða möguleika eigum við að fá hjálp og meðferð í tæka tíð? Langir biðlistar í heilbrigðisþjónustunni tala sínu máli. Hvað þarf til dæmis barn með geðræn vandamál að bíða lengi eftir greiningu og í framhaldi af því viðeigandi meðferð? Hvað er biðlistinn langur til að komast inn á Vog í áfengis- eða fíkniefna- meðferð? Hversu lengi þurfa menn að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þar með að geta byrjað nýtt líf án sárs- auka og verkjatöfluáts? Hversu vel gengur að komast í endurhæfingu og sjúkraþjálfun óháð því hvernig efnahagurinn er? Sú sem skrifar hér er nýkomin úr endurhæfingu hjá NLFÍ í Hvera- gerði. Þar er unnið einstaklega gott starf og menn eru margir að koma heim endurnærðir og tilbúnir að takast á við daglegt líf eftir sinni getu upp á nýtt. Mér er með öllu óskiljanlegt að svona stofnun þurfi stöðugt að skera niður í sinni starf- semi vegna fjárskorts. Sömu sögu er að segja frá Reykjalundi í Mos- fellsbæ. Og hvernig er ástandið á Grensásdeildinni? Að grípa inn í tím- anlega og hjálpa fólki að ná betri heilsu, starfsgetu og tækifæri til að geta lifað ánægju- legu lífi má auðvitað skoða frá fjárhags- legum sjónarhóli. Menn sem komast í viðeig- andi meðferð án þess að þurfa að bíða lengi og fá þar með orku og starfsgetu fyrr eru þjóðfélaginu ekki eins dýrir og þeir sem geta sökum veik- inda af allskonar tagi ekki lagt neitt til. En það er auðvitað svo miklu meira í húfi: Lífsgæði og ánægjan yfir því að vera til eykst með því að heilsan er í lagi og menn upplifa sig sem manneskju sem skiptir máli og getur verið að einhverju gagni. Með því að setja menn endalaust á biðlista erum við að ýta vandamál- unum á undan okkur þangað til þau stækka og stækka. Að gera við í tæka tíð þýðir að spara á endanum. Við eigum ekki að kasta krónum til að spara aura með því að fresta að- gerðum. Það ætti einnig að endur- skoða hvort hægt væri að bjóða fólki upp á reglulega og ókeypis krabbameinsleit. Hversu margir gætu notið þeirrar þjónustu miðað við kostnað vegna eins sjúklings sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda? Og þá tölum við ekki um ómælda þjáningu sem fylgir slíkum sjúkdómum. Ég vona að nýi heilbrigðis- ráðherrann skoði þessi mál með opnum huga og blási til aðgerða til að afmá ómanneskjulega biðlista. Einnig að hún sjái til þess að lagt verði meira fjármagn í þær stofn- anir sem sjá um endurhæfingu af alls konar tagi. Heilbrigðisþjónust- an – hvert stefnir Eftir Úrsúlu Jünemann Úrsúla Jünemann » Við eigum ekki að kasta krónum til að spara aura með því að fresta aðgerðum. Höfundur er kennari á eftirlaunum. ursula@visir.is Ljósmæðrastétt er elsta launastétt kvenna í landinu en þær hafa verið emb- ættismenn/konur frá árinu 1762. Baráttu- mál ljósmæðra hefur frá upphafi verið að berjast fyrir bættum aðstæðum skjólstæð- inga sinna sem og kjörum en með mis- jöfnum árangri. Þrátt fyrir vitund og viðurkenningu ráða- manna á mikilvægi starfa ljós- mæðra eiga þær enn og aftur í kjarabaráttu. Hinn 2. maí 1919 komu 20 ljósmæður saman í Reykjavík til að stofna félag sem hlaut nafnið Ljósmæðrafélag Ís- lands og mun félag ljósmæðra því á næsta ári fagna 100 ára afmæli. Fé- lagið er fyrsta stéttarfélag fag- lærðra kvenna á Íslandi og fyrsta stéttarfélag kvenna í heilbrigðis- þjónustunni. Menntaðar ljósmæður hafa eingöngu verið konur ef frá er talinn einn karlmaður sem lauk ljós- mæðraprófi á Íslandi árið 1776. Enginn karlmaður á Íslandi hefur lokið ljósmæðranámi hérlendis í 242 ár enda þótt karlkyns ljósmæður sé að finna annars staðar á Norður- löndunum nema í Færeyjum og á Grænlandi. Árið 1918 hefur öðlast ákveðinn sess í þjóðarvitund Íslendinga. Er því vert að minnast nokkurra ljós- mæðra í Reykjavík sem lögðu sitt af mörkum í hinni skæðu veiki, spænsku veikinni, sem lagði marga að velli það ár. Í hópi ljósmæðra sem lögðu sitt af mörkum voru 16 ungar konur, sem hófu ljós- mæðranám í Yfir- setukvennaskólanum í Reykjavík fyrsta dag októbermánaðar árið 1918. Varla hefur þær órað fyrir þeirri eldskírn sem í vændum var og lá við að sumum féllust hendur eins og kemur fram í endurminn- ingum Elínar Sigríðar Jónsdóttur sem hóf nám í skólanum þetta haust. Við skólann störfuðu þrjár embættisljósmæður í Reykjavík og skólastjóri var Guð- mundur Björnsson landlæknir. Hlutverk ljósmæðranna þriggja var að taka ljós- mæðranemana með sér í heimahús í Reykjavík þar sem fæðingar voru í gangi og kenna þeim rétt handtök við fæðing- arhjálpina. Allar fæð- ingar fóru fram á heimilum fólks því hér var engin fæðing- arstofnun. Embættisljósmæður í Reykjavík árið 1918 voru þrjár, þær Þórdís El- ín Jónsdóttir Carlquist, Þórunn Ást- ríður Björnsdóttir og Þuríður Bárð- ardóttir. Þessar ljósmæður voru betur menntaðar en ljósmæður yfir- leitt, höfðu allar stundað ljósmæðra- nám við fæðingarstofnunina í Kaup- mannahöfn. Skólahald féll niður í Yfirsetu- kvennaskólanum í lok október 1918 og voru ljósmæðranemarnir sendir um Reykjavík til að aðstoða fæðandi konur og hjúkra öðrum sjúklingum. Elín ljósmæðranemi var ýmsu vön og lét hvergi bugast frekar en hinir nemarnir. Segir hún svo frá að fólk hafi dáið í hrönnum á meðan veikin var sem mögnuðust og einkum lagð- ist hún þungt á barnshafandi konur. Urðu þungaðar konur á fyrri hluta meðgöngutímans mjög veikar. Þórður J. Thoroddsen, læknir í Reykjavík árið 1918, var kallaður til 27 barnshafandi kvenna í Reykja- vík. Af þessum 27 konum dóu 10 af völdum veikinnar. Engin virk lyf voru til gegn spænsku veikinni nema hitalækk- andi lyf og hóstasaft. Fólk var beðið að halda sig heima, við rúmið og drekka heitan vökva. Heitir bakstr- ar voru lagðir á brjóstkassann við lungnabólgum. Olaf J. Olsen, að- ventistaprestur í Hafnarfirði, hjálp- aði til meðan spænska veikin geis- aði. Hann gekk um bæinn með þvottavinduna sína á bakinu til að vinda heita bakstra fyrir veika fólk- ið því heitir bakstrar voru mikið notaðir. Draga fór úr veikinni í byrjun desember 1918. Þórður J. Thorodd- sen læknir var kallaður til síðasta sjúklings í veikinni 6. desember. Eftir áramótin 1919 settust allar konurnar sem höfðu hætt námi við Yfirsetukvennaskólann í október- byrjun 1918 aftur á skólabekk og luku ljósmóðurprófi í mars árið 1919, reynslunni ríkari. Þær fóru ekki varhluta af veikinni, því sumar þeirra fengu hana en náðu bata og gátu sinnt sínum skjólstæðingum, fæðandi konum. Ljósmæður – elsta launastétt kvenna á Íslandi Eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur » Í hópi ljósmæðra sem lögðu sitt af mörkum í spænsku veikinni voru 16 ungar konur sem hófu ljós- mæðranám í Yfirsetu- kvennaskólanum í Reykjavík 1. október 1918. Varla hefur þær órað fyrir þeirri eld- skírn sem í vændum var. Erla Dóris Halldórsdóttir Höfundur er sagnfræðingur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ljósmóðir Þórunn Ástríður Björns- dóttir embættisljósmóðir í Reykja- vík árið 1918. Hún tók á móti mörg- um í Spænsku veikinni, lagðist sjálf og komst til heilsu. Skúli Jóhannsson verkfræðingur skrifaði grein í Morgunblaðið hinn 24.4. síðastliðinn, þar sem hann taldi að við Íslendingar ættum að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusam- bandsins (ESB) ásamt ACER. Hann færði fram þrenns konar rök. 1. Höfnum við þriðja orkupakkanum verðum við einir um það innan EFTA og völdum synd- ugum flækjum. Þetta er ekki gild röksemd, þann- ig ganga kaupin á eyrinni ekki fyrir sig í milliríkjaviðskiptum. Ef við eigum að samþykkja þetta þarf að vera eitthvað í því fyrir okkur og þar er ekkert að sjá nema hættu. Skúli segir að Stórþing Noregs hafi samþykkt pakkann með meira en 75% atkvæða, en sannleikurinn var sá að vegna andstöðu almennings greiddi vel innan við helmingur þingmanna honum atkvæði og jafn margir létu sig hverfa af þingi við atkvæðagreiðsluna. Niðurstaðan mun verða kærð á grundvelli stjórnarskrár. 2. Mótrök gegn andstöðu í Nor- egi. Skúli færir fram helstu svör fylgjenda (embættismannavaldsins) gegn rökum norskra andstæðinga innleið- ingar 3. orkupakkans og heimfærir á Ís- land. Fá þeirra þarfnast at- hugasemda hér, en þetta þó: „ACER fjallar ekki um hvort leggja skuli sæstreng frá Íslandi til Bret- lands.“ Þetta er rangt. ACER er þeg- ar með það á sínu borði hvort IceLink- verkefnið sé sameiginlegt hags- munamál Evrópu. Vegna hreinleika orkunnar hér verður að telja líklegt að svo verði ákveðið. Skúli telur reyndar að ACER fjalli ekki um aukið álag á virkjanir sem getur valdið meiri sveiflum í lónum, en hér er samanburður við Noreg ekki gildur. Hér á landi þarf að gera mun meiri kröfur til þess að lónum sé stýrt og rekstur þeirra samræmdur. Norska raforkukerfið þolir ósamræmi á þessu sviði miklu betur en hið íslenska. Samræming að því marki sem við þurfum mundi verða klár markaðsmisnotkun sam- kvæmt lögum ESB. 3. Skúli telur að hér sé hvorki geta né skilningur á því að halda uppi fullnægjandi gæðastjórnun í raforkukerfinu. Hér er ég verulega ósammála Skúla. Hér er næg geta til að halda uppi fullnægjandi gæðastjórnun og reyndar fullkominn vafi á að slík stjórnun geti náð viðunandi árangri ef hún er ekki að fullu á okkar for- ræði og ekki er tekið fullt tillit til sérkenna okkar orkukerfis þar sem ríkur skilningur er á öllu því sem hér er sérstakt. Við höfum þurft að sækja mörg ráð og margar aðferðir til útlanda, færa þau heim og að- laga hvert og eitt að íslenskum að- stæðum. Í þessu verki var Skúli sjálfur með drýgstu mönnum og hans framlag ásamt fleirum olli því að Íslendingar voru á tímabili að minnsta kosti taldir leiðandi í heim- inum í áætlanagerð fyrir raforku- kerfi. Þegar við hófum uppbyggingu okkar raforkukerfis hér voru Norð- menn langt komnir með sitt og þangað var leitað stíft eftir þekk- ingu fyrstu árin. Norðmenn byggðu í fyrstu upp sitt kerfi nánast fjörð fyrir fjörð og tengdu saman á eftir. Hér byggðum við upp flutnings- kerfið ýmist samhliða eða á undan virkjununum og útkoman varð ger- ólíkt kerfi, bæði vegna þess hvernig var að verki staðið, mismunandi landshátta og mismunandi vatna- fars. Við urðum því að aðlaga allt sem við fengum frá Norðmönnum að okkar þörfum og leysa okkar sérstöku vandamál sjálfir. Í samanburði við okkar kerfi býr það norska yfir miklum fjölda miðl- ana og í virkjunum þeirra er mikið umframafl, sem var fremur illa nýtt á þeirra heimamarkaði. Með því að tengjast Evrópu sterkari og sterk- ari böndum ná þeir að nýta það sem áður mátti líta á sem óþarfa vélarafl sér til hagsbóta og eru þar í miklu betri stöðu en við þótt hing- að kæmi sæstrengur. Við höfum hér byggt upp stærstu virkjanir okkar í tengslum við stór- iðjusamninga og þannig séð verið í samkeppni um viðskiptavini á al- þjóðlegum raforkumarkaði. Til að standast þessa samkeppni urðum við að sýna ýtrustu hagkvæmni í fjárfestingum bæði í virkjunum og flutningskerfi. Þetta gerði miklar kröfur til þeirra tæknimanna er sáu um flutningskerfið, ekki síður en þeirra sem voru Skúla megin, og flutningsmennirnir stóðu sig ekki síður. Hér er full geta til að takast á við vandamálin. Lokaorð Eitt það fyrsta sem maður heyrði um 3. orkupakkann og ACER var að þetta væri allt í lagi meðan ekki kæmi sæstrengur. Þetta er aum af- sökun fyrir samþykkt pakkans; að samþykktin sé skaðlaus þar til sæ- strengur kemur og hún taki ekki af okkur sjálfstæðið til að neita hon- um. Enginn hefur getað sagt hvað við höfum upp úr því að samþykkja, en það væri algerlega ástæðulaust fyrir ESB að knýja á um samþykkt þriðja orkupakkans ef ekki væri ætlunin að sæstrengur fylgdi í kjöl- farið. Allar umsóknir um sæstreng og tengdar virkjanir yrði Ísland að meðhöndla af ýtrustu sanngirni og í samræmi við aðrar reglur ESB eins og Ólafur Jóhannes Einarsson lög- maður minnir á í minnisblaði sínu til atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins frá 12. apríl 2018 og minnir þar á þjónustutilskipunina. Þau rök að sjálfræði Íslands sé í svo litlu skert með samþykkt þriðja orkupakkans að það skaði okkur ekki sneiða hjá þessum kjarna máls. Svar til Skúla Eftir Elías Elíasson »Enginn hefur getað sagt hvað við höfum upp úr því að sam- þykkja, en það væri al- gerlega ástæðulaust fyrir ESB að knýja á um samþykkt þriðja orku- pakkans ef ekki væri ætlunin að sæstrengur fylgdi í kjölfarið. Elías Elíasson Höfundur er sérfræðingur í orku- málum. eliasbe@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.