Morgunblaðið - 04.05.2018, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
Lítill drengur
gengur grátandi í
svörtum sandbyl
yfir Hafnarsand
með hest í taumi
rétt sex ára.
Sendur í búðina að sækja
björg fyrir heimilið um þó
nokkuð langan veg eða nokkra
kílómetra leið. Hann fær um-
beðið á listanum afgreitt og er
spurður hvort hann ætli ekki
bíða af sér veðrið en honum var
uppálagt að sækja vörurnar og
koma um hæl til baka af móður
sinni sem var ein heima með
lítil börn, vanfær að auki svo
litli drengurinn barðist hágrát-
andi til baka.
Móðir hans hafði ekki sent
Björn
Guðmundsson
✝ Björn Guð-mundsson
fæddist 24. ágúst
1926. Hann lést 11.
apríl 2018. Útför
hans fór fram 2.
maí 2018.
hann út í sandbyl
heldur hafði brost-
ið á rok sem reif
upp sandinn og
þeytti honum í loft
upp og þeir sem
hafa reynt vita
hversu sársauka-
fullt það er að fá
fínan sandinn í
andlitið. Leiðin lá
frá heimili hans
Hlíðarenda í Ölfusi
yfir eyðisand að Þorlákshöfn og
aftur til baka.
Nú gróið land að mestu en í
þá daga bara svartur sandur
megnið af leiðinni. Ellefu ára
ljómar af gleði þegar Jón gamli
frá Hlíð réttir honum pakka og
segir:
Það held ég þú hafir not fyr-
ir þetta væni minn. Þetta voru
fyrstu gúmmístígvélin hans og
fram til þess hafði hann hlaupið
um á skinnskóm og alltaf blaut-
ur í fæturna ef blautt var á.
Þá fluttur árið áður 1936 að
Hlíð í Grafningi þar sem for-
eldrar hans bjuggu þangað til
þau brugðu búi vorið 1963 og
fluttu til Reykjavíkur. Jón
gamli var fráfarandi bóndinn á
bænum og fékk að vera í horn-
inu hjá þeim. Pabbi var sendur
með hestvagn suður að Alviðru
í veg fyrir hálfkassabílinn sem
Ólafur Ketilsson átti. Óli
skammaðist yfir því að börn
væru send til að sækja vörurn-
ar en hlóð þeim þó á vagninn
en ef bílstjóri Óla var á bílnum
var vörunum hent á jörðina og
ekið á brott. Þá þurfti pjakk-
urinn að spenna hestinn frá og
velta vörunum upp kjálkana því
í þá daga voru kornsekkir 200
pund „enginn euro staðall í
den“.
Vinna um leið og hægt var
að vera til gagns eins og sagan
sýnir. Farið á skauta á vetrum
og hestbak um sumur ef hestar
voru tiltækir í þeim fáu frí-
stundum sem gáfust. Faðir
minn var ríflegur meðalmaður
á hæð, grannur, herðabreiður
og umtalaður í nærsveitum fyr-
ir fráleik sinn, fríður sýnum
með hrafnsvart hár sem grán-
aði afar seint.
Sögumaður af guðs náð,
kunni ógrynni af þulum og
kvæðum utanbókar sem móðir
hans hafði kennt honum á
barnsaldri, minnið brást honum
aldrei. Afar hjálpsamur þeim
sem á þurftu að halda og ótelj-
andi ferðirnar sem farnar voru
til að draga upp sveitunga og
ferðamenn.
Hann átti barnaláni að
fagna, eignaðist átta börn með
móður minni, Bergþóru, sem öll
komust til manns. Það er ekki
lítið að koma svona mörgum
börnum til manns, sinna þeim
veikum, skipta um bleyjur, elda
mat og þrífa húsið. Sitja með
þeim við eldhúsborðið og hjálpa
við heimalærdóm eftir langan
vinnudag.
Hann var ótrúlega góður í
stærðfræði, gat kennt okkur
nánast allt skyldunámið sem
var 9 ár en hann í skóla sam-
anlagt í 9 mánuði í farskóla,
held hann hafi kennt sér sjálfur
þegar hann var að kenna okk-
ur.
Takk, elsku pabbi, fyrir sam-
ferðina og alla ómetanlegu
hjálpina.
Fyrir börnin mín sem áttu
ófáar stundir undir verndar-
væng þínum og mömmu. Minn-
ingin lifir!
Snæbjörn (Snæi).
Það sem er mér
efst í huga þessa
dagana þegar ég
hugsa til afa míns
er þakklæti, fyrst
og fremst. Ég er
þakklátur fyrir að afi vildi vera
í mínu lífi þegar ég var lítill
strákur og það sem hann
kenndi mér mun fylgja mér alla
tíð.
Allra fyrsta minningin sem
ég á um afa er rauður Bronco-
jeppi, ísilagt skautasvellið hjá
Hörðuvöllum og jeppinn dans-
aði og öskraði á svellinu, meðan
ég hló mig máttlausan, nær því
að gera í mig af gleði og
hræðslu.
Afi var skemmtilegur og
hann átti oft súkkulaðirúsínur
Kristján Jónsson
✝ Kristján Jóns-son fæddist 24.
mars 1931. Hann
lést 27. mars 2018.
Útför Kristjáns fór
fram 9. apríl 2018.
sem ég átti greiðan
aðgang að.
Seinna, þegar ég
fór aðeins að vitk-
ast, voru kominn
skíði undir lappirn-
ar á mér. Ég var 6
ára og þessi skíði
voru svolítið fram-
andi en þau og Blá-
fjöllin áttu eftir að
tengja okkur afa
saman órjúfanleg-
um böndum. Í minningunni var
meiri snjór en nú í dag og
drógu fjöllin afa eins oft og
veður leyfði.
Við bræðurnir voru alltaf
velkomnir með. Vel fyrir birt-
ingu voru amma og afi mætt
fyrir utan, afi flautaði (vel fyrir
kl. 9 að laugardagsmorgni) og
þá var eins gott að koma sér út
með græjurnar og nestaðir fyr-
ir tvo daga af mömmu, áður en
bílflautan vekti alla í götunni.
Svo var þeyst upp í Bláfjöll vel
yfir löglegum hraða, enda varð
að komast upp í skála áður en
birti.
Þetta eru minningar sem ég
geymi eins og gull, dýrmætur
tími með afa og ömmu þar sem
áherslan var að leika sér, njóta
dagsins og hlæja. Svona gekk
þetta fram á vor en þá var víst
kominn tími fyrir annað áhuga-
mál en afi var mikill stang-
veiðimaður, þar sem „veiða-
sleppa“ hugtakið var ansi fjarri
honum. Veiðistangir græjaðar á
okkur bræðurna og við fórum
með alveg þangað til haustaði
en þá var stönginni skipt út
fyrir annað veiðafæri.
Villibráð smakkaði ég fyrst
hjá afa. Ekki þótti mér hún
mér góð í fyrstu en að labba
með afa til rjúpna á Reykjanes-
inu kveikti lítið bál sem logar
enn í mér. Svona ganga gaf
okkur tíma til að spjalla, eða
öllu frekar að afi talaði og
kenndi mér á náttúruna og ég
hlustaði – þá var lífið einfalt og
ungur drengur naut nærveru
og visku afa síns.
Best samt af öllu var að
koma í heimsókn til afa og
ömmu, kúra hjá afa meðan
hann hraut yfir fréttunum og
glaðvaknaði svo þegar „Westr-
in“ byrjaði upp úr kl. 9. Það
tekur mann oft tíma að átta sig
á hversu dýrmætt það var að
dyrnar voru alltaf opnar hjá afa
og ömmu, hjartað alltaf opið og
að því virtist endalaus tími til
að hlusta og spjalla, eða bara
sitja saman án þess segja nokk-
urn skapaðan hlut.
Ég er viss um að afi er kom-
inn á betri stað, en langvinn
veikindi höfðu rænt hann
orkunni. Við fórum síðast sam-
an á skíði fyrir nokkrum árum,
þegar hann var ekki lengur
hæfur til að keyra bíl né að
rata um hverfið sitt, og það var
eins og hann hefði aldrei gert
neitt annað; hann renndi sér
niður gilið trekk í trekk án þess
að blása úr nös. Sumarlandið
hans afa, sem ég er viss um að
er endalaus sólbökuð skíða-
brekka, hefur nú kallað hann til
sín. Ég sakna hans og ég er
þakklátur fyrir það sem hann
gaf mér af sér. Hvíl í friði,
Krilli afi.
Kári Ibsen Árnason,
afastrákur.
✝ Kristjón Grét-arsson frá
Hellissandi fæddist
21. júlí 1963. Hann
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 21. apríl
2018.
Kristjón bjó
lengst af á Hellis-
sandi og stundaði
þar sjómennsku en
síðustu árin bjó
hann í Grindavík þar sem hann
vann við eigið fyrirtæki. Krist-
jón var sonur hjónanna Guð-
nýjar Sigfúsdóttur og Krist-
jóns Grétarssonar. Bróðir hans
er Jóhann Grétars-
son kerfisfræð-
ingur.
Eftirlifandi börn
hans og Áslaugar
Sigmarsdóttur eru
Gerða Arndal
Kristjónsdóttir,
Grétar Arndal
Kristjónsson og
Óskar Freyr Arn-
dal Kristjónsson.
Sambýliskona
hans er Laufey Þorgrímsdóttir
frá Ólafsvík.
Kristjón verður jarðsunginn
frá Lindakirkju í dag, 4. maí
2018, klukkan 13.
Hann Kiddi, þessi káti fjör-
ugi strákur sem allt vildi gera
fyrir alla, fæddist á Sólvangi í
Hafnarfirði á fyrstu Skál-
holtshátíðinni. Það var fullt
tungl og allt fullt á fæðingar-
deildinni.
Hann var þar eini strákurinn
með átta stelpum. Á fyrsta ári
hans fluttum við á Hellissand,
þar sem hann bjó lengst af.
Kiddi var mjög kátur krakki,
alltaf brosandi, stríðinn prakk-
ari. Hann var orkumikið úti-
barn. Jóhann var innibarn og
reyndi Kiddi stundum að fá
hann með sér út í fótbolta, sem
var ekki auðvelt. Kiddi tók því
til sinna ráða og keypti bróður
sinn með Matchbox-bílum og
átti Jóhann stórt safn af bílum.
Snemma kom í ljós áhugi Kidda
á sjónum og fór hann ungur
með pabba sínum á sjó eða var
mættur á bryggjuna þegar
hann kom í land að hjálpa hon-
um að landa.
Hann stundaði sjóinn lengst
af og var bæði skipstjóri og
stýrimaður. Kiddi var vinamikill
og kynntist ungur Áslaugu Sig-
marsdóttur, en hún var ein úr
vinahópnum. Þau giftu sig og
voru saman í tuttugu og tvö ár.
Þau eignuðust saman þrjú börn,
Gerðu sem er gift Mána Ing-
ólfssyni og eiga þau þrjú börn,
Reyni, Irmu Júlíu og Marin
Leu. Grétar er í sambúð með
Brynhildi Guðmundsdóttir og
Óskar Freyr er í sambúð með
Nönnu Birtu Pétursdóttir.
Kiddi var mikill tónlistarunn-
andi og þegar hann hlustaði á
uppáhaldshljómsveitir sínar sat
hann eins og meðvitundarlaus,
þá var oft erfitt að ná sambandi
við hann.
Hann fór snemma að glamra
á gítar og þeir bræðurnir. Kiddi
samdi bæði ljóð og texta og
einnig samdi hann lög við ljóð
eftir pabba sinn. Þeir bræður
hafa síðan spilað mikið saman
tveir og einnig ásamt fleirum.
Kiddi var alla tíð trúaður en
Bakkus tók sinn toll, Kiddi fór í
meðferð hjá SÁÁ og Samhjálp
og átti löng edrútímabil. Kiddi
var mikið fyrir skepnur og átti í
mörg ár hesta.
Börnin eiga margar góðar
minningar frá þeim tíma með
pabba sínum. Hundurinn hans,
hann Rocky, lifir hann en þeir
hafa verið óaðskiljanlegir síð-
astliðin átta ár. Kiddi var nátt-
úrubarn og hjálpaði Kidda afa
sínum oft í trjágarði sem hann
ræktaði, Tröð, og einnig eftir að
afi hans lést og meðan hann bjó
á Hellissandi. Kiddi átt alltaf
lifandi blóm og hann elskaði
friðarlilju. Kiddi kynntist Berg-
þóru Fjölnisdóttir í meðferð á
Hlaðgerðarkoti og giftu þau sig
og bjuggu þau saman í nokkur
ár.
Þau stofnuðu saman hrein-
gerningafyrirtæki sem Kiddi
vann við í um fimm ár, eða þar
til hann tók árið 2013 við fyr-
irtæki föður síns, sem sá um
viðgerðir á fiskikörum, sem
hann vann við til dauðadags.
Síðastliðið ár var Kiddi í sam-
búð með Laufeyju Þorgríms-
dóttur frá Ólafsvík. Kiddi var
mikið ömmubarn bæði hjá Jó-
hönnu ömmu sinni í Fossvog-
inum, en þar var alltaf gist í
bæjarferðum, og var einnig í
miklu uppáhaldi Helgu ömmu
sinnar á Gilsbakka.
Sjálfur Guð ákvað að leyfa
þér að sofna og hvílir þú nú hjá
englunum. Við hittumst á himn-
um þegar Jesú kemur og sækir
okkur öll. Það verður fagnaðar-
fundur.
Kristjón verður jarðsunginn í
Lindakirkju í dag, þann 4. maí,
og jarðsettur í Ingjaldshóls-
kirkjugarði þann 6. maí við hlið
Helgu ömmu sinnar.
Ástar- og saknaðarkveðjur,
mamma og pabbi.
Meira: mbl.is/minningar
Kristjón
Grétarsson
Það er alltaf sárt
þegar kemur að
kveðjustund ætt-
ingja og góðs vinar
þótt vitað hafi verið
um nokkurt skeið að hverju
stefndi.
Svo var það um bróður okkar
Guðmund Helga Sigurðsson,
Mumma, eins og við systurnar
kölluðum hann alltaf.
Við ólumst upp í stórum systk-
inahóp á Freyjugötu 10a. Hús-
næðið var ekki stórt, en þar var
alltaf nóg pláss fyrir alla; ömmu
og afa, öll systkinin sjö, mömmu
og pabba, svo ekki sé talað um
alla ættingjana utan af landi sem
komu og dvöldu hjá okkur á
Freyjugötunni. Oft var þröng á
þingi og mikill hávaði. Glaðværð-
in og ánægjan eru þær minningar
sem eru okkur efst í huga frá
þessum tíma.
En tregablandnar hugsanir
hverfa fljótt þegar minningarnar
fara að hrannast upp og þær fjöl-
mörgu ánægjustundir, sem við
höfum átt með Mumma og Dísu
Guðmundur Helgi
Sigurðsson
✝ GuðmundurHelgi Sigurðs-
son fæddist 15. maí
1932. Hann lést 29.
mars 2018.
Útför hans fór
fram 6. apríl 2018.
yfirskyggja allt
annað. Þar má til
dæmis nefna ferða-
lögin bæði innan-
lands og utan og má
kannski segja að
ferðin til Egypta-
lands sé algjörlega
ógleymanleg.
Dísa og Mummi
voru einstaklega
samhent hjón og
miklir vinir. Þau
voru höfðingjar heim að sækja,
þær voru ófáar stundirnar sem
við nutum á heimili þeirra.
Mummi var einstaklega heil-
steyptur og hjartahlýr maður.
Hann var hægur í fasi og lét ekki
mikið fyrir sér fara en lagði ætíð
gott til málanna. Viðmótið var
blítt og hann var stöðugt boðinn
og búinn að rétta hjálparhönd ef
á þurfti að halda. Hann naut þess
sýnilega sjálfur að geta orðið öðr-
um að liði.
Söknuðurinn er vissulega mik-
ill en eftir standa góðu minning-
arnar og sú hlýja og gleði sem
þeim fylgir.
Elsku Dísa og fjölskylda, við
sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur á þessum erfiðu tím-
um, megi góður Guð vernda ykk-
ur og styrkja.
Sigurrós, Pálína Matthildur,
Árný og Guðný.
Okkar ástkæra móðir, amma og
tengdamóðir,
ARNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Frumskógum 7,
Hveragerði,
lést laugardaginn 21. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir til allra starfsmanna á Ási sem önnuðust hana af
mikilli alúð í veikindum hennar.
Ragnheiður María Björgvinsdóttir
Friðrik Björgvin Guðbjörnssson
Björg Anna Björgvinsdóttir Einar Guðmundsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
SVEINS GUÐBRANDSSONAR,
Unhól.
Sigurfinna Pálmarsdóttir
Pálína Svanhvít Guðbrandsdóttir Birgir Óskarsson
Pálmar Hörður Guðbrandsson Jóna Elísabet Sverrisdóttir
Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir Kristján Hilmarsson
Sigríður Guðbrandsdóttir
Elsku Bogga.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt, mín kæra.
Þín
Katharina.
Kristbjörg
Þórhallsdóttir
✝ Kristbjörg Þórhallsdóttir fæddist 22.október 1938. Hún lést 28. mars 2018.
Útför hennar fór fram 11. apríl 2018.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein