Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 44

Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 44
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 124. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Gerði risagat á torfvegg og ók burt 2. Ólafía Þórunn opnar sig 3. Hótelið sífellt dýrara 4. Munaði engu að illa færi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sendiráð Bandaríkjanna og Lista- safn Íslands bjóða til tónleika með bandaríska blásarakvintettinum Winds Aloft í Listasafni Íslands í dag kl. 12. Winds Aloft-kvintettinn er virt- asti hluti United States Air Forces in Europe Band (USAFE), hljómsveitar bandaríska flughersins í Evrópu, og var stofnaður árið 1955. Winds Aloft er vanalega í Ramstein-flugherstöð- inni í Þýskalandi og efnisskrá sveit- arinnar er fjölbreytt. Bandarískir blásarar í Listasafni Íslands  Gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði, í samstarfi við Tónlistar- skóla Ísafjarðar, bjóða til síðdegis- tónleika í Hömrum með þýsku tón- listarkonunni Ulrike Haage í dag kl. 17. Haage mun spila brot úr verk- um sínum, bæði verkum sem hún hefur unnið að á Ísafirði, sem og brot úr kvikmyndatónlist sinni. Haage hefur unnið til þýsku djassverð- launanna og ver- ið verðlaunuð fyrir kvikmynda- tónlist sína. Haage í Hömrum  Guðmundur Oddur Magn- ússon, Goddur, heldur fyrirlestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag kl. 12:10. Goddur er rannsóknar- prófessor við Listaháskóla ís- lands og mun hann fjalla um orðræðu mynda og myndmáls í tengslum við sýningu safnsins Þessi eyja jörðin. Orðræða listsýninga Á laugardag Suðvestan og vestan 8-13 m/s, en 10-15 sunnan- lands. Þurrt og bjart um landið norðaustanvert, en él í öðrum landshlutum. Hiti 1 til 7 stig að deginum, hlýjast norðaustantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 10-15 m/s og él, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Sunnan og suðvestan 13-18 eftir há- degi og bætir í élin. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Austurlandi. VEÐUR Fyrsti leikur sumarsins í Pepsi-deild kvenna í knatt- spyrnu fór fram í stórhríð á Samsung-velli Stjörnunnar í Garðabænum við slæmar aðstæður þar sem Breiða- blik skellti Stjörnunni 6:2. Frábær byrjun Blika á Ís- landsmótinu en að loknum fyrri hálfleik var staðan 2:1 og Kópavogsbúar gerðu því fjögur mörk í síðari hálfleik. Berglind Björg Þorvalds- dóttir gerði þrennu. »2 Blikar skoruðu sex í Garðabæ Arsene Wenger mun ekki ná að kveðja Arsenal með bikar á sínu síð- asta tímabili sem knattspyrnustjóri enska liðsins. Arsenal tapaði í gær fyrir Atletico Madrid 1:0 í Madríd í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Atletico leikur til úrslita í keppninni gegn franska liðinu Marseille. Frakk- arnir slógu út Salz- burg í Austurríki en þar þurfti fram- lengingu til að knýja fram úrslit. »1 Wenger nær ekki að kveðja með titli Eyjamenn eru komnir í afar góða stöðu gegn Haukum í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik eftir sigur, 25:22, á Ásvöllum í Hafn- arfirði í gær. Um var að ræða annan leik liðanna og er ÍBV 2:0 yfir í rimm- unni en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitarimmuna. Næsti leik- ur verður í Vestmannaeyjum næsta laugardag. »3 Eyjamenn í góðri stöðu gegn Haukum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Valsmenn eru ekki aðeins liprir í fót- um og höndum heldur hafa þeir haldið úti Valskórnum í aldarfjórð- ung og halda 25 ára afmælistónleika í Háteigskirkju á sunnudaginn kem- ur. Vegna tímamótanna leikur Lúðrasveit Reykjavíkur nokkur lög með kórnum á tónleikunum, sem hefjast klukkan 16. Dýri Guðmundsson, fyrrverandi leikmaður Vals, átti hugmyndina að stofnun kórsins og gekk í málið með Stefáni Halldórssyni. Markmiðið var að gefa áhugamönnum um kórsöng kost á að æfa og syngja saman einu sinni í viku undir stjórn góðs söng- stjóra og fengu þeir Gylfa Gunnars- son tónlistarkennara fyrst í verkið, en Stefán hafði umsjón með kór- starfinu. Ólafur Már Sigurðsson og Óttar Felix Hauksson, liðsmenn Valsbandsins, gengu þegar í kórinn og svo var um fleiri góða söngmenn. Georg Páll Skúlason er núverandi formaður kórsins. Kórinn er bland- aður og eru konurnar aðeins fleiri af ríflega 30 söngvurum. Nokkrir hafa verið með frá byrjun, þar á meðal Guðmundur Frímannsson og Þór- arinn Valgeirsson, en Halldór Ein- arsson hefur líka verið lengi að. „Ég var með rekstur úti í Úkraínu þegar kórinn var stofnaður haustið 1993 en gekk í hann um leið og ég kom heim,“ segir Halldór. Mikil dagskrá Valskórinn æfir í Friðrikskapellu á Valssvæðinu á Hlíðarenda einu sinni í viku. Aðventutónleikar, jóla- tónleikar og vortónleikar eru fastir liðir í starfinu en auk þess kemur hann fram við ýmis tækifæri, hefur einu sinni farið í tónleikaferð til út- landa og fer fljótlega í aðra ferð. Í vetur söng kórinn til dæmis með Fóstbræðrum og KFUM-kórnum á aðventunni, hélt tónleika með Bar- tónum og Lúðrasveit Reykjavíkur í Hörpu fyrir skömmu og með eldri félögum í Karlakór Reykjavíkur um nýliðna helgi. Fjósið á Hlíðarenda hefur verið gert upp sem félags- heimili. Það verður formlega opnað 25. maí og þá syngja Valskórinn og Fóstbræður. Fótbolti og söngur „Við mættum írska liðinu Glentor- an í Belfast í Evrópukeppninni 1977 og ég hef síðan haldið góðu sam- bandi við forsvarsmenn félagsins lengst af,“ segir Halldór um aðdrag- anda ferðarinnar til Belfast á 20 ára afmælisári kórsins. „Írarnir sáu um allan undirbúning og var ferðin afar vel heppnuð, svo vel heppnuð að Ír- arnir báðu okkur að koma sem fyrst aftur. Félagar okkar, sem eru í mun þekktari kórum, hafa ferðast víða og hafa ekki sömu sögu að segja!“ Í upphafi var lagt upp með að vera með fjölbreytta efnisskrá, íslensk og erlend dægurlög, ættjarðarlög og þjóðlög, og aðra tónlist sem kór- félagar hefðu áhuga á, og á tónleik- unum á sunnudag verða flutt lög eft- ir íslenska og erlenda höfunda, meðal annars lög úr kvikmyndum, söngleikjum og syrpa af þekktum lögum eftir Paul Simon. Kórstjóri er Bára Grímsdóttir, Marta Kristín Friðriksdóttir syngur einsöng og Sigurður Helgi Oddsson leikur á pí- anó. Miðasala verður við innganginn og frítt fyrir 12 ára og yngri. „Fram undan er ferð til Exeter í Englandi þar sem sungið verður á tónleikum með þarlendum kór 12. maí,“ segir Halldór og leggur áherslu á að Bára hafi haldið kór- félögum vel við efnið og kórinn verði betri með hverju árinu. „Það er gjarnan sagt á hverju vori að hann hafi aldrei hljómað betur og það eru orð að sönnu,“ segir hann. Valskórinn aldrei hljómað betur  Tónleikar í tilefni 25 ára afmælis og söngferð til Englands í kjölfarið Ljósmynd/Þorsteinn Ólafs Tónleikar Valskórinn heldur afmælistónleika í Háteigskirkju á sunnudaginn og verður síðan með tónleika á Englandi eftir rúma viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.