Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Peysufatadagur Verzlunarskólans var haldinn í gær. Eftir hátíðlega dagskrá í Bláa sal skólans var farið í rútu niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem nemendur gengu niður Laugaveginn og stigu svo prúðbúnir léttan dans á Ingólfstorgi. Stúlkurnar voru í þjóðlegum peysufötum eða upphlut og ekkert vantar upp á gleðina á þessari skemmtilegu mynd af viðburðinum, þrátt fyrir heldur napurt vorveður í Reykjavík í gær. Peysufatadagur Verzlunarskólans var haldinn hátíðlegur í gær Prúðbúnir verzlingar stigu léttan dans Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Atvinnuvegaráðuneytið stefnir að því að breyta útreikningi á tollkvóta fyrir innflutt kjöt þannig að innflutn- ingur á hreinum vöðvum og beikon- efni verði reiknaður sem kjöt með beini, til samræmis við verklag Evr- ópusambandsins. Það þýðir að toll- kvótinn nýtist verr en eftir fyrri út- reikningsreglum og þriðjungi minna verður flutt inn án tolla en annars hefði orðið. Breytingar hafnar Formaður Bændasamtaka Íslands hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir að grípa ekki til neinna mótvægisað- gerða vegna tollasamnings Íslands og Evrópusambandsins sem hefur tekið gildi og opnar fyrir stóraukinn tollfrjálsan innflutning á búvörum, einkum kjöti og ostum. Starfshópur sem landbúnaðarráð- herra skipaði lagði til ýmsar aðgerð- ir, sérstaklega til að bæta hag svína- og kjúklingabænda sem taldir eru verða fyrir mestum áhrifum breyt- inganna. Atvinnuvegaráðuneytið hefur svarað ásökunum formanns Bænda- samtakanna. Í tilkynningu kemur fram að tvær tillögur séu þegar komnar til framkvæmda og tvær til viðbótar langt komnar en ekki hafi verið tekin afstaða til fjögurra. Lendir á neytendum Ráðuneytið lýsir því yfir að til framkvæmda sé komið að auglýsa tollkvóta tvisvar á ári en það var um tíma gert einu sinni á ári. Um árabil var tollkvótunum úthlutað oftar. Starfshópur ráðuneytisins lagði til að það yrði gert fjórum sinnum á ári til þess að jafna innflutninginn yfir árið. Samtök atvinnurekenda hafa bar- ist á móti því að fjölga útboðum toll- kvóta. Ástæðan er sú að erfiðara er fyrir innflytjendur að skipuleggja innflutning og birgðahald. Það muni bitna á fyrirsjáanleika í rekstri og af- hendingaröryggi gagnvart verslun- um og veitingastöðum. Styttra tíma- bil auki hættu á að kvótar fullnýtist ekki og magn sem greitt er fyrir fyrnist. Þá hafi tíð útboð í för með sér meira umstang og kostnað fyrir innflytjendur og hærra verð á toll- kvótum. Það muni koma fram í end- anlegu verði til neytenda. 800 milljónir fyrir tollkvóta Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri SA, bendir á að innflytjendur muni greiða í ríkissjóð 820 milljónir króna fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum í ár. Þeir hafi greitt 420 milljónir fyrir kvótann í ársbyrjun, vegna fyrri tollasamninga og 400 til viðbótar við úthlutun aukins toll- frjáls innflutnings fyrir síðustu 8 mánuði ársins. Í blaðinu í gær mis- ritaðist að greiddar yrðu 500 millj- ónir fyrir viðbótartollkvótann. Breyta útreikningi tollkvóta á kjöti Morgunblaðið/Eggert Nautakjöt Hreinir vöðvar verða framvegis umreiknaðir í kjöt með beini.  Atvinnuvegaráðuneytið vinnur að framkvæmd tillagna um mótvægisaðgerðir vegna aukins innflutn- ings í kjölfar tollasamnings við ESB  Innflytjendur mótmæla tíðari auglýsingum tollkvóta Mótvægi » Ráðuneytið er farið að út- hluta tollkvótum tvisvar á ári. Þá hefur verið heimilað að nota hluta fjárfestingarstyrkja í svínarækt til úreldingar svína- búa. » Langt komnar í vinnslu eru tillögur um að magn tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini og unnið er að upplýsingagjöf og fleiru varðandi lyfjanotkun og heil- brigðiskröfur til innfluttra af- urða. Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 4,3% í apríl síðastliðnum, skv. upplýsingum Vegagerðarinnar, en aukningin frá áramótum nemur 3,4% sem er tæplega þrefalt minni vöxtur en á sama tíma á síðasta ári. Ekki hefur mælst meiri umferð í apríl- mánuði frá upphafi samantektar Vegagerðarinnar og nú hefur umferð í apríl aukist um 2,5% að jafnaði frá árinu 2005. Umferðaraukning á milli apríl- mánaðar á síðasta ári og nú var eins og áður sagði 4,3%, en þó komu fram nokkrar sveiflur á milli teljara. Mæli- snið ofan Ártúnsbrekku sýndi 9,2% samdrátt en mælisnið á Reykjanes- braut við Dalveg 15,2% aukningu og því er ekki hægt að útiloka bilun í búnaði, að mati Vegagerðarinnar. Umferð jókst á öllum virkum dög- um í apríl, mest á föstudögum. Á sunnudögum dróst umferð saman um 5%. Reiknað er með þriggja til fjögurra prósenta umferðaraukn- ingu á höfuðborgarsvæðinu út árið, sem er mun hóflegri aukning en sl. 3 ár. Aldrei meiri umferð í apríl  Þrefalt minni aukning á höfuð- borgarsvæðinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umferð Reiknað er með 3 til 4 prósenta umferðaraukningu út árið á höfuð- borgarsvæðinu, sem er mun minni aukning en síðastliðin þrjú ár. Nýju togararnir Páll Pálsson ÍS og Breki VE sigla nú hraðbyri norður Atlantshafið og eru væntanlegir til heimahafna um helgina. Systur- skipin voru smíðuð í Kína og lögðu af stað frá borginni Shidaho í Rongcheng-héraði 22. mars síðast- liðinn. Togararnir fylgdust að frá Kína til Möltu en þá skildi leiðir og er Páll tæpum sólarhring á undan Breka. Heimsiglingin hefur gengið mjög vel til þessa. Von er á Páli Pálssyni il Ísafjarð- ar síðdegis á laugardag eða að morgni sunnudags. Laugardaginn 19. maí verður formleg móttöku- athöfn þar sem skipinu verður gef- ið nafn, það blessað og sýnt almenn- ingi. Gert er ráð fyrir að Breki komi til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrir hádegi á sunnudag. Skipið verður sýnt almenningi síðdegis, en formleg nafngiftarafhöfn verður í Vestmannaeyjahöfn föstudaginn 1. júní. Þá verður nýja frystigeymslan á Eiði jafnframt opin almenningi. Nýju togararnir heim um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.