Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 34

Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 AL LT SEM ÞÚ ÞA RFT TIL AÐ SM ÍÐA SU MA RH ÚS IÐ EÐ A P AL LIN N! Hjólsög HKS210L 19.799,- Hleðsluborvél AKS45IND 24.541,- 39.420,- Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is VOR Steypuhrærivél Bútsög KAP305JL 52.500,- SKOÐIÐ FLEIRI VORTILBOÐ FRÁ HOLZMANN Á HEIMASÍÐU IÐNVÉLA: WWW.IDNVELAR.IS Dr. Stefán E. Matthíasson, skurðlæknir og æðaskurðlæknir, á 60ára afmæli í dag. Hann vinnur hjá Lækningu og Skurðstof-unni ehf. í Lágmúla og er stjórnarformaður þar, en 30 sér- fræðilæknar starfa þar. „Við erum með greiningu og meðferð við ýmsum sjúkdómum í mismunandi sérgreinum og gerum dagaðgerðir þar.“ Stefán er einnig formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja og hefur verið það frá stofnun samtakanna, en þau eiga tíu ára afmæli í ár. „Þetta eru hagsmunasamtök einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja og við erum alltaf að sækja í okkur veðrið, ekki veitir af.“ Stefán fer mikið á skíði og stundar útivist í frítímanum. „Við konan mín erum að fara með tvö yngstu börnin á Hvannadalshnúk eftir rúma viku og það er æft stíft þessa dagana og farið upp á hvert fjall sem við sjáum. Við förum með Ferðafélaginu og verðum á skíðum.“ Eiginkona Stefáns er Ásdís Ólöf Gestsdóttir, flugmaður og við- skiptafræðingur. Stefán á fimm börn sem eru Jóhanna Klara, lög- fræðingur og sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, Matthías há- tækniverkfræðingur, búsettur í Danmörku, Tómas Helgi tölvunar- fræðingur og tvíburarnir Björn Thor og Thelma Eir, fjórtán ára nemendur í Háteigsskóla. „Það verður slegið á frest öllum hátíðahöldum og ég ætla að vera svo hallærislegur að mæta í vinnuna í dag, en með köku. Svo er mein- ingin að gera eitthvað með haustinu. Elsta dóttirin er komin á steypir- inn svo það er ekki hægt að þvæla henni út um allan heim nú í þessu ástandi, en þetta verður fjórða barnabarnið.“ Á skíðum Ásdís Ólöf, Thelma Eir, afmælisbarnið og Björn Thor stödd í Beaver Creek í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Fer á Hvannadals- hnúk eftir viku Stefán E. Matthíasson er sextugur í dag I nga Þyri Kjartansdóttir fæddist í Hafnarfirði 4.5. 1943 og ólst þar upp og í Vestmannaeyjum. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Flens- borg, nam snyrtifræði hjá Snyrti- skóla Margrétar, stundaði nám í öld- ungadeild MH og tók ýmis stjórnun- arnámskeið við HR og HÍ. Inga Þyri starfrækti eigin snyrti- stofu á Húsavík 1978-81, rak heildsöl- urnar Ison og Hjölur sem flytja inn snyrtivörur og heildsöluna Bjarkar- hól sem flytur inn prjónagarn auk þess sem hún gaf út prjónablaðið Björk. Hún starfaði á skrifstofu Framsóknarflokksins 1983-85, rak útflutningsfyrirtækið Atlantsfisk ehf. ásamt elsta syni sínum, Kjartani. Árið 2002 stofnaði hún, ásamt eig- inmanni sínum, Bergþóri, og Kristínu Stefánsdóttur, Snyrtiakademíuna, einkaskóla á framhaldsskólastigi í snyrtifræði og nagla- og förðunar- skóli, og árið 2004 Fótaaðgerðaskóla Íslands, sem nú er rekinn af Keili. Inga Þyri var varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, átti sæti í útvarpsráði, sat í stjórn Sjúkra- liðaskóla Íslands, var formaður fé- lagsmálaráðs og átti sæti í lista- og menningarráði og vinabæjarnefnd Kópavogs, sat í stjórn Lands- sambands framsóknarkvenna og sit- ur í miðstjórn Framsóknarflokksins, sat í stjórn Félags íslenskra snyrti- fræðinga og var framkvæmdastjóri þess er stéttin öðlaðist löggildingu. Inga Þyri og Bergþór, bjuggu í 10 ár í Reykholti í Bláskógabyggð og byggðu þar Bjarkarhól þar sem nú er rekið Cafe Mika veitingahús, en þar ráku þau ferðamannaverslun um skeið. Árin 2016 og 2017 ráku þau svo gistiheimili í húsi sínu Hóli í Eyjum. Fjölskylda Inga Þyri giftist 1961 Jóni Hákoni Jónssyni, f. 1.9. 1941, vélvirkja. Þau skildu 1969. Hún giftist Baldvini E. Albertssyni, f. 27.4. 1943, fv. kaup- manni, en þau skildu 1978. Hún giftist Ingólfi A. Steindórssyni, f. 9.8. 1942, Inga Þyri Kjartansdóttir, snyrtifr. og fv. framkv.stj. – 75 ára Brúðkaup Inga Þyri og Bergþór giftu sig á Krít árið 2008. Hér er stór hluti barna, tengdabarna og barnabarna. Pólitísk athafnakona Með börnunum Efri röð frá vinstri: Hrannar, Kjartan og Baldvin en í neðri röð frá vinstri, þær Brynhildur, Hulda, afmælisbarnið og loks Sigurbjörg. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.