Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 9
„Ég er hæst- ánægður með Hæstarétt,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Hring- brautar, eftir að Hæstiréttur sýknaði hann í gær í meiðyrða- máli sem Guð- mundur Sparta- kus Ómarsson höfðaði gegn honum vegna ummæla sem birtust í frétt á vefmiðlinum Hringbraut í janúar 2016. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl á síðasta ári. Um var að ræða níu ummæli sem Guðmundur krafðist ómerkingar á, auk þess sem hann krafðist miska- bóta af Sigmundi Erni. „Ég trúði aldrei öðru en að málið færi á þennan veg, enda erum við einfaldlega bara að vitna í annan fjölmiðil sem hélt innihaldinu fram. Ég skildi í raun aldrei þennan mála- tilbúnað af hálfu kærandans,“ segir Sigmundur en umrædd frétt var byggð á fréttaflutningi RÚV og það tekið þrívegis fram. Þá var í eitt skipti vísað til annars innlends fjöl- miðils og tvisvar til erlendra fjöl- miðla. solrun@mbl.is Sigmundur sýkn- aður í meiðyrðamáli Sigmundur Ernir Rúnarsson. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Vertíð skemmtiferðaskipanna þetta sumarið hófst í gær þegar Cele- brity Eclipse kom til hafnar í Reykjavík. Um borð voru um 2.800 farþegar og 1.100 manna áhöfn. Þetta er fyrsta stóra skipið sem kemur þetta árið, ef undan er skilið Magellan sem kom hér við í mars- mánuði sl. Celebrity er mun stærra skip en Magellan, eða um 121 þúsund brúttótonn, á móti um 46 þúsundum hjá Magellan. Skipið kom hingað frá Belfast á Írlandi og heldur leið sinni áfram við Íslandsstrendur. Hefur skipið boðað komu sína til Akureyrar á morgun og markar þar með upphaf vertíðarinnar í þeirri höfn í ár. Talið er að ferðamenn verði 2,4 milljónir á þessu ári. Inni í þeirri tölu eru ferðamenn sem koma með flugi og skemmtiferðaskipum. Þetta er 11% fjölgun frá árinu 2017. Af þessum heildarfjölda koma í kringum 147 þúsund með skemmti- ferðaskipum, eða um 6% allra er- lendra ferðamanna hér. Celebrity Eclipse fékk fylgd að Skarfabakka Morgunblaðið/RAX Skemmtiferðaskip Celebrity Eclipse siglir að Sundahöfn í gær í fylgd hafnsögubáts Faxaflóahafna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær pólskan karlmann, Jerzy Arkadiusz Ambrozy, í sex og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á 11,5 lítrum af amfetamínbasa sem var ætlaður til söludreifingar hér á landi. Annar maður, sem einnig er pólskur, var hins vegar sýknaður af ákæru héraðssaksóknara. Amfetamínbasinn var fluttur frá Póllandi til Íslands í 23 hálfs lítra plastflöskum sem faldar höfðu verið í bensíntanki Citroën C5- bifreiðar, en bíllinn kom til lands- ins með Norrænu í október í fyrra. Það voru tollverðir á Seyð- isfirði sem fundu fíkniefnin við tollskoðun á Seyðisfirði. Hafa mennirnir báðir setið í gæsluvarðhaldi frá því 4. október í fyrra. Sex og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á amfetamínbasa Alls hafa heimildir til veiða á 50 þúsund tonnum af kolmunna verið seldar á tveimur uppboðum í Fær- eyjum í þessari viku og þeirri síð- ustu. PF Varðin keypti samtals 19.500 tonn á þessum uppboðum og borgaði að meðaltali 58 aura d.kr. fyrir kílóið í fyrra uppboðinu, en 40 aura á því seinna. Á fyrra uppboðinu fengust alls 9,7 milljónir danskar krónur fyrir heimildirnar, sem eru til eins árs. Á seinna uppboðinu fengust 13,8 milljónir. Samtals fengust því 23,5 milljónir d.kr. fyrir heimildirnar eða sem nemur um 385 milljónum íslenskra króna. Kolmunni boðinn upp í Færeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.