Morgunblaðið - 04.05.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 04.05.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 www.apotekarinn.is - lægra verð REYKLAUS VERTU Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ Nicotinell Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afslátt ur* * 2MG og 4MG 204 stk pakkningum. Gildir af öllum bragðtegundum. KRINGLU OG SMÁRALIND SKECHERS BREATH EASY DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. DÖMUSKÓR STÆRÐIR 36-41 VERÐ: 12.995 stærri en leyft var. Lítið sé við því að segja nú, þetta sé orðin stað- reynd. „Síðan kemur á vordögum, eins og þruma úr heiðskíru lofti ósk um aukna landfyllingu og byggingu gríðarstórra skemma sem liggja að byggðinni,“ segir Sveinn. Hann segir að bæjarstjórnin ætti að byrja á því að breyta aðalskipu- laginu til að 5.000 fermetra um- framstækkun rúmist innan þess, eða láta moka þessari ósamþykktu viðbót upp. Tekur hann fram að það síðarnefnda sé ekki kostur í stöð- unni. Að því búnu ætti að ræða hverfisverndina, hvort hún væri einhvers virði eða ekki. Ef menn vildu afnema hana væri hægt að fara að huga að breytingu á að- alskipulagi. Sveinn lýsir andstöðu sinni við frekari uppfyllingu í Krókalón með tilheyrandi byggingum. „Þá verður mikill hluti húsa þarna kominn undir verksmiðjuvegg. Okkur finnst blóðugt að bæjarstjórnin skuli setja svona hluti af stað,“ segir hann. Þeir sem eru á móti stækkun á Grenjum mælast til þess að aðrir kostir verði skoðaðir. Sveinn bend- ir á að nægt landrými sé fyrir iðn- aðarlóðir á Akranesi. Bærinn fái að dafna „Ég er ekki á neinn hátt andvíg- ur því að bærinn okkar fái að þroskast og dafna. Ekki veitir af,“ segir Sævar Jónsson blikksmiður sem ekki hefur legið á stuðningi sínum við áform Skagans 3X að stækka húsakynni sín. Hann segir að fyrirtækið sé að stækka um 30% á ári og þurfi auk- ið pláss. Með stærra húsnæði skapist ný störf, meðal annars fyr- ir tæknifræðinga og aðra sérfræð- inga. Eigandi fyrirtækisins hafi lýst því yfir að hann sé að kanna hug bæjarbúa með þessari um- sókn. Segist Sævar vona að fyr- irtækið verði þarna áfram, þótt það fái ekki stækkun. „En ég myndi hugsa minn gang ef ég ætti fyrirtæki á heimsmælikvarða, eins og Skagann 3X, ef bæjarbúar myndu ekki vilja hafa mig í bæn- um og vilja ýta mér í burtu. Ég tel að þetta ætti að vera öfugt, að fólk myndi sækjast eftir því að halda í fyrirtækið og störfin,“ segir Sæv- ar. Hann nefnir þetta í sambandi við brottför HB Granda frá Akranesi. Það hafi verið mikið áfall. Telur hann allt benda til þess að fyr- irtækið hafi farið vegna þess að það fékk ekki frið til að vaxa og dafna. Hávaði hafi verið vegna áforma um stækkun hausaþurrk- unar þess. Stjórnendur fyrirtækja geti ekki haldið áfram í neikvæðu andrúmslofti. Sævar telur að meirihluti bæj- arbúa sé fylgjandi því að Skaginn 3X fái að stækka. „Það heyrist samt alltaf mest í þeim sem eru á móti. Þetta eru mikið þeir sömu og voru með læti út af HB Granda,“ segir hann. Hann telur það ekki góða röksemd gegn þessum áform- um að íbúar einhverra húsa missi útsýni til Snæfellsjökuls nokkra daga á ári. Ekki sé hægt að stöðva framfarir í heilu bæjarfélagi með slíkum rökum. „Ég óska þess inni- lega að bæjarbúar fari að horfa á það sem jákvætt er í stað þess að sjá allt það neikvæða,“ segir Sæv- ar. Akranes Skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um áform um landfyllingu út í Krókalón til að stækka Skagann 3X. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórn tónlistar- og ráðstefnuhúss- ins Hörpu hefur sent frá sér yf- irlýsingu vegna umfjöllunar fjöl- miðla þess efnis að laun forstjóra fyrirtækisins hafi hækkað um 20% eftir tvo mánuði í starfi. Í yfirlýs- ingunni segir að samið hafi verið um ráðningu Svanhildar Konráðsdóttir í byrjun janúar 2017 og samkvæmt samningnum áttu laun forstjóra vera 1,5 milljónir króna á mánuði. Vegna breytinga á kjarasamningi VR séu launin nú 1.567.500 kr. Þá segir að hinn 30. desember 2016 hafi ný lög verið samþykkt á Alþingi sem kváðu á um að frá 1. júlí 2017 skyldu laun forstjóra ríkis- fyrirtækja ákvörðuð af stjórnum þeirra en ekki af kjararáði. Eftir að samið hafði verið um laun við nýjan forstjóra barst úrskurður kjararáðs um að laun forstjóra skyldu vera 1.308.736 kr. Því hafi forstjóri sam- þykkt launalækkun upp á 191.264 kr. fyrstu tvo mánuðina í starfi, en samningurinn gilti svo frá 1. júlí 2017. Umsamin laun séu því 14,6% hærri en niðurstaða kjararáðs. Stjórn Hörpu samþykkti ráðningarsamning nýs forstjóra ein- róma og telur að launin séu í sam- ræmi við sambærileg störf. Laun stjórnar og forstjóra félagsins hafa hækkað um 16,8% á fjórum árum. Segja launin ekki hafa hækkað um 20%  Stjórn segir forstjóra Hörpu hafa tekið á sig tímabundna launalækkun Svanhildur Konráðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.