Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
✝ Jón Rafn Jó-hannsson, land-
mælingamaður,
kortagerðarmaður
og þýðandi, fæddist
á Siglufirði 3. maí
1945. Hann lést á
Ísafold Garðabæ
13. apríl.
Foreldrar Jóns
voru Jóhann Býst-
röm Jónsson, f. í
Reykjavík 29. apríl
1900, d. 10. maí 1955, og Guðný
Kristjánsdóttir, f. á Kaldbakka
Bíldudal 7. október 1907, d. 20.
mars 2000. Systkini Jóns eru
Esther Anna, f. 1930, Kristján
Lýður Býström, f.
1932, d. 10. október
2006, Ástríður, f.
1936, d. 5. júlí 2016,
Örn Býström Jó-
hannsson, f. 16
mars 1943.
Börn Jóns eru, 1)
Kolbrún Jónsdóttir,
f. 22. júní 1967, gift
Steingrími Sigfús-
syni, f. 24. október
1966. Börn þeirra
eru fimm. 2) Bjarni Jónsson, f.
10. nóvember 1982, unnusta
Arna Hlynsdóttir.
Útför Jóns fór fram frá
Landakotskirkju 18. apríl 2018.
Elsku pabbi minn.
Ég skrifa þetta með tiltölulega
miklum ekka þar sem að tímarnir
tvennir standa að baki … en
þetta er jákvæður ekki.
Ég er búinn að hugsa mikið
síðustu daga og jafnvel síðustu ár
um okkar samband og er búinn
að sjá svo sterkt hvað við aug-
ljóslega höfum haft mikil áhrif
hvor á annan.
Ég held að það sé ekki til sú
manneskja í heiminum sem ýtti
jafnmikið undir þekkingarþorsta
og gagnrýna hugsun hjá mér og
þú. Ég man eftir ótal samræðum
hjá okkur um allt milli himins og
jarðar og eiginlega þar fyrir ut-
an.
Það mun líka alltaf vera stór
hluti af lífi mínu og virðingu
gagnvart þér að þú tókst Andrés
bróður minn alltaf inn á sama
stigi og mig sem þinn eigin son
og tókst hann með hvert sem er
hvenær sem er. Fúsi frændi fékk
meira að segja oft að fljóta með
og sérstaklega man ég eftir ferð-
inni á „Seven“ í Laugarásbíó þar
sem mér hefur aldrei brugðið
meira á ævinni og tókst að henda
öllu poppinu og kókinu mínu yfir
grey manninn fyrir aftan mig.
Eftir að þú baðst hann afsökunar
og hann gerði sér grein fyrir því
að þetta var bara eitthvert barn
hallaðir þú þér að mér og sagðir:
„Þetta var fyndið.“
Ég mun aldrei gleyma öllum
okkar tímum og hversu sérstak-
ur þú varst. Ferðin til Þýska-
lands, heimsóknir til ömmu,
heimsóknir til Kollu systur, allar
bíóferðinar okkar og hjólaferð-
irnar um miðbæinn þegar mér
fannst hann vera annar heimur.
Ég er ríkari í lífinu eftir þetta allt
saman og ég gæti ekki verið
ánægðari þegar ég spái í það í al-
vörunni. Ég er feginn að bera þín
gen áfram og elska að þú hafir
verið faðir minn og gefið mér frá-
bæra systur, vitneskju og upplif-
anir.
Ég veit að ekki verður tekið
betur á móti neinum og trúi því
eindregið að þú sért núna með
öllum að gera einhverja algjöra
snilld. Ég veit að þú heldur
áfram að dreifa vitneskju og
reynslu hinum megin og segi
bara til hamingju þið þar.
Ég elska þig núna, alltaf og
takk fyrir allt.
Þinn sonur,
Bjarni Jónsson.
Elsku pabbi minn, nú ertu far-
inn og hvíldin er komin. Þú barð-
ist við sjúkdóm þinn af miklu
hugrekki og áttir aðdáun okkar
og allra sem önnuðust þig þína
síðustu mánuði.
Ég, Steingrímur og barna-
börnin þín öll erum svo þakklát
fyrir stundirnar sem við áttum
saman síðustu tvær vikurnar af
jarðvist þinni.
Hann pabbi minn var víðles-
inn, hann talaði ótal tungumál,
meðal annars hebresku og lat-
nesku, en hann var sjálflærður í
öllum þeim tungumálum sem
hann talaði og las. Hann var ver-
aldarvanur og ferðaðist ungur
um heiminn og um tíma bjó hann
í München og starfaði þar sem
grafískur hönnuður. Hann var
mikill listamaður, málaði og
teiknaði ófáar myndir af skútum
sem voru hans uppáhald. Pabbi
var hógvær maður og lét lítið
fara fyrir því sem hann afrekaði í
lífinu eins og að þýða bækur fyrir
Karmelsystur í Hafnarfirði.
Hann var stoltur af uppruna
sínum og að hafa alist upp fyrstu
ár sín á Siglufirði og þegar ég
kynnti hann fyrir manninum
mínum, Steingrími, og tengda-
foreldrum mínum, þeim Sigfúsi
Steingrímssyni og Sædísi Eiríks-
dóttur sem voru Siglfirðingar, þá
var hann glaður og mynduðust
sterk bönd þeirra á milli. Pabbi
minn sá ekki sólina fyrir Stein-
grími eiginmanni mínum og ég er
svo óendanlega þakklát fyrir allt
sem hann gerði fyrir pabba, það
voru ófá skiptin sem hann sagði
mér hvað hann væri þakklátur
fyrir allt sem hann gerði fyrir
sig. Pabbi gat alltaf hringt í
Steingrím á hvaða tíma sólar-
hrings sem var og þá rauk hann
til hans og hjálpaði honum. Pabbi
dýrkaði líka barnabörnin sín og
talaði um þau í hvert skipti sem
við hittumst eða töluðum saman í
síma. Þú horfðir alltaf á Önnu
keppa í fimleikum á öllum mót-
unum hennar og varst afar stolt-
ur, en uppáhaldsumræðuefnið
þitt þegar við töluðum saman
voru barnabörnin þín fimm.
Elsku pabbi, það er svo gott að
við Steingrímur og börnin okkar
öll, bróðir minn, hann Bjarni, og
kærastan hans, hún Arna, gátum
verið hjá þér þína hinstu stund.
Þín verður sárt saknað, elsku
pabbi minn.
Við fjölskyldan eigum hafsjó
af yndislegum minningum um
þig sem gott er að rifja upp og
eiga.
Elsku pabbi minn, við elskum
þig, nú ertu að dansa í kringum
jólatréð með öllum sem á undan
fóru. Amma tók á móti þér eins
og þú sagðir síðustu dagana þína,
þú fannst fyrir henni og fólkinu
okkar.
Hvíl í friði, elsku pabbi minn,
við söknum þín.
Þín dóttir,
Kolbrún.
Sæll Dundi bróðir!
Ég, Mannsi bróðir þinn, hefi
ákveðið að kveðja þig bróðir sæll
á þennan máta.
Ég minnist þess ekki að við
höfum í gegnum jarðvistargöngu
okkar ritað hvor öðrum of mörg
bréf eða þá þreytt hvor annan í
löngum símtölum. Því fer fjarri,
en hinsvegar höfum við verið
bræður á þessu ferðalagi og vitað
hvor af öðrum alla hundstíð og
haldið sjó sem slíkir. Ungir
drengir lékum við okkur saman í
Vetrarbrautinni á Siglufirði og
áttum okkar ævintýrahöll í Þor-
móðshúsinu að Vetrarbraut. Það
hús er horfið eins og allt við Vetr-
arbrautina. Hertervigsbakarí,
Frón og söluturninn okkar, þar
sem við keyptum Valash. Það
eina sem stendur eftir þar er
fæðingarstaður okkar, húsið
hennar fröken Margrétar; Vetr-
arbraut 4, þar sem Vignir press-
ari, klukkari, bjó með allar kis-
urnar sínar og við kölluðum
kisupabba við lítinn fögnuð hans.
Það urðu mikil umskipti hjá
okkur þegar pabbi veiktist og við
fluttum suður 1952, frelsið sem
við áttum á Siglufirði var glatað
og lífsbaráttan var hörð við hana
mömmu okkar eftir að við flutt-
um suður, en hún kvartaði ekki
mikið. Hún var ein af þessum
þöglu alþýðumanneskjum sem
báru ekki erfiðleika sína á torg.
Þið mamma voruð nú alla tíð
mjög náin hvort öðru og er ég al-
veg handviss að hún hefur tekið
vel á móti þér, bróðir sæll.
Jæja, Dundi minn, á stundum
sem þessum er jafnvel mér orða
vant, ég þessi kjaftaskur. Þú,
bróðir sæll, ert farinn af stað í
Sumarlandið okkar, þar sem
tvær sólir eru á lofti í einu og ég
bið þig þess að faðma pabba og
mömmu, Kristján bróður og Ástu
systur með kveðju frá honum
Mannsa og svo náttúrlega aðra
vini okkar og gleymdu ekki
Hedda og Helga sem er nýfarnir.
Ég ætla ekki að verða þér sam-
ferða í þetta skiptið í sólskins-
landið okkar, ég er orðinn spor-
latur með aldrinum en ég geri
mér grein fyrir því að í förina
styttist, enda kvað þar gott að
vera og enginn húsnæðisskortur.
Hver veit nema að við gætum
sest niður og spjallað um okkar
áhugamál sem við höfum alla tíð
átt sameiginleg, eins og t.d. bók-
lestur og skoðanaskipti um þær.
Bókaklúbburinn okkar beggja á
margt órætt en koma tímar,
koma ráð. Ég ætla bara að minna
þig á að einn síðasti sameiginlegi
bókalestur okkar frá því í vetur
er en óafgreiddur, þú last fyrir
sunnan, ég fyrir norðan.
Um tíma hélt ég að þú værir
að skipta um skoðun og ætlaðir
að fresta för að sinni, en enginn
ræður víst sínum næturstað.
Vertu sæll, Dundi bróðir, mér
þótti alltaf vænt um þig, vinur-
inn.
Mannsi bróðir,
Örn Byström Jóhannsson,
Einarsstöðum.
Nú erum við að kveðja tengda-
föður minn, Jón Rafn Jóhanns-
son, aðeins 72 ára að aldri.
Tengdafaðir minn var einstak-
lega vel gefinn maður og ákaf-
lega víðlesinn. Þrátt fyrir að hafa
verið mikið veikur í mörg ár og í
raun ekki komist út af heimili
sínu í nokkur ár þá var hann allt-
af glaður og jákvæður þegar
maður talaði við hann eða kom í
heimsókn.
Fyrr á árum starfaði hann við
landmælingar, kortagerð og
grafíska hönnun. Seinni árin,
þegar hann var orðinn veikur,
hafði hann alltaf nóg við að vera,
en hans helstu áhugamál voru
trúmál og skútur. Hann nýtti því
tímann sem hann hafði við að
þýða og skrifa trúarlegar bók-
menntir af hinum ýmsu tungu-
málum yfir á íslensku, en hann
talaði einhver 12 tungumál sem
hann lærði af bókalestri og sjón-
varpi. Margar bækur sem hann
þýddi hafa verið gefnar út, en
höfundarlaunin gaf hann óskipt
til systranna í Karmelklaustrinu
í Hafnarfirði. Af einhverjum
ástæðum hafði hann tekið upp
kaþólska trú um þrítugsaldurinn
og sinnti hann trúnni upp frá því.
Hann skrifaði meðal annars
margar greinar á vefinn kirkj-
a.net. Auk þessa hélt hann úti
vefsíðu um hitt áhugamálið sitt,
íslenska skútuútgerð fyrr á öld-
um.
Jón var fæddur á Siglufirði, en
flutti þaðan um 7 ára aldur, en
alla tíð taldi hann sig vera Sigl-
firðing og við hvert tækifæri sem
gafst þá sneri hann tali okkar að
Siglufirði.
Ég held að honum hafi fundist
minn stærsti kostur vera að ég
var líka Siglfirðingur. Einnig
fylgdist hann stoltur með öllu
sem barnabörnin voru að fást við,
hvort sem það voru íþróttir,
skóli, vinna eða hvað annað.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja Jón og ræða við hann um
allt á milli himins og jarðar, enda
fylgdist hann ákaflega vel með
því sem var að gerast í heiminum
og hafði á því ákveðnar skoðanir.
Þín verður sárt saknað af fjöl-
skyldu þinni.
Steingrímur Sigfússon.
Jón Rafn
Jóhannsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi, við þökkum
fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum með þér.
Þær hefðu mátt vera miklu
fleiri, en vegna veikinda
þinna urðu þær ekki eins
margar og við vildum. Við
gleðjumst samt við allar
þær góðu minningar sem
við eigum.
Takk fyrir allt, afi, við
söknum þín, guð blessi þig
og geymi.
Eva Dögg, Brynjar Daði,
Sindri Leó, Anna María
og Steingrímur Magnús.
Pabbi.
Hann pabbi er
dáinn. Pabbi sem
alltaf hefur verið til
staðar fyrir okkur öll í fjölskyld-
unni, hlýr og góður. Það var fátt
sem hann gat ekki aðstoðað við,
lagfært, búið til eða gefið góð ráð.
Maður kom aldrei að tómum kof-
unum þar.
Heima hjá pabba og mömmu
var alltaf pláss fyrir okkur til
lengri og/eða styttri dvalar. Það
stóð aldrei þannig á við systkinin
og fjölskyldur okkar gætum ekki
treyst á stuðning þeirra. Það eru
einnig ófáir sem hafa verið í fæði
og húsnæði hjá mömmu og pabba
í gegn um tíðina.
Það er vandfundinn vinnusam-
ari maður en pabbi var. Honum
féll aldrei verk úr hendi. Það eru
ekki mörg ár síðan pabbi smíðaði
nýja glugga í húsið sitt í Búðar-
dal. Þetta gerði hann einn. Eitt
sinn fyrir nokkrum árum komum
við til hans í desembermánuði og
þá var hann að skipta um útihurð
hjá sér, þurfti enga aðstoð við
það. Þetta eru einungis örfá
dæmi um verklagni og iðjusemi
pabba. Allt sem hann gerði var
yfirleitt nákvæmlega teiknað upp
Rögnvaldur
Ólafsson
✝ RögnvaldurÓlafsson fædd-
ist 9. júní 1931.
Hann lést 31. mars
2018.
Útför Rögnvald-
ar fór fram 11. apr-
íl 2018.
fyrst og auðvitað
voru allir útreikn-
ingar gerðir í hug-
anum.
Ættfræðin skip-
aði stóran sess í
áhugamálum pabba,
hann var með ein-
dæmum ættrækinn
maður. Hann gat
þulið upp heilu ætt-
irnar og sum okkar
oft löngu búin að
týna þræðinum í þeim upptaln-
ingum þegar þeim lauk, þá að-
allega ég, held að systkini mín
hafi átt mun auðveldara með að
fylgjast með.
Hann vissi nákvæmlega hver
var skyldur hverjum og hvernig,
ég tala nú ekki um hvar fólk átti
heima.
Umhverfis húsið hans í Búðar-
dal má sjá merki um eitt af þeim
áhugamálum sem hann brann
fyrir, það eru trén hans. Þar var
vandað til verka og naut hann að-
stoðar okkar og fjölskyldna okk-
ar við það síðustu árin.
Pabbi bjó einn í Búðardal frá
því að mamma dó þó hann kæmi
öðru hvoru til stuttrar dvalar í
Reykjavík. Við erum endalaust
þakklát fyrir þann vinskap og
stuðning sem hann naut frá Fjólu
og fjölskyldu hennar þar sem við
vorum jú ekki alveg í næsta ná-
grenni. Það er ómetanlegt að eiga
góða að.
Söknuðurinn er sár.
Úlfhildur (Úlla).
Kæra amma mín.
Nú ertu komin til
fólksins okkar á
himnum. Ég efa
ekki að endurfundir hafi verið til-
komumiklir og ánægjulegir. Ein
af fyrstu minningunum mínum
um þig var einmitt þegar við fór-
um saman til Akureyrar í heim-
sókn til ömmu Guðnýjar sem bjó í
litlu húsi við Höfðahlíð. Ég man
þegar við vorum í húsinu að róm-
urinn lá alltaf hátt þegar þið
langamma töluðuð saman enda
mikið um að ræða greinilega.
Kraftmiklar raddirnar ómuðu um
allt hús þannig að fimm ára
pjakkur tók eftir og án vafa nýtt-
ist þegar hinn sami tók upp söng-
nám. Við þetta tækifæri flaug ég í
fyrsta skipti í flugvél og man
hvað það var skemmtilegt, nokk-
uð sem átti eftir að hafa áhrif á
mig áfram. Einnig fékk ég í
fyrsta sinn að fara einn út í
sjoppu með smá aur þannig að ég
gat keypt mér bland í poka. Ég
man hvað mér þótti ég frjáls og
fullorðinn að geta tekið spölinn
einn og óstuddur út í sjoppu sem
mér fannst óralangt í burtu. Nú í
dag þegar ég sé leiðina er ljóst að
leiðin er ekki svo ýkja löng,
Sigrún Ólöf
Sveinsdóttir
✝ Sigrún ÓlöfSveinsdóttir
fæddist 26. sept-
ember 1930. Hún
lést 5. apríl 2018.
Sigrún Ólöf var
jarðsungin 18. apríl
2018.
sjoppan er við hlið-
ina á húsinu. Það má
segja um ævihlaup-
ið sem líður hjá á ör-
skotsstundu, nokk-
uð sem fráhvarf þitt
og okkar nánustu
minnir okkur á.
Þú hefur alltaf
verið trúrækin og
gefið okkur þá gjöf.
Mér er t.d. minnis-
stætt að þú kenndir
mér að fara með bænirnar, nokk-
uð sem haldist hefur fram á þenn-
an dag.
Alltaf fannst mér gaman að
koma til þín í vinnuna þar sem
alltaf var eitthvað gómsætt á boð-
stólum líkt og heima fyrir. Þú
hefur alla þína tíð sýnt okkur
mikilvægi gjafmildi og örlætis
þar sem þú vildir alla tíð vera að
gefa af því sem þú áttir, sama hve
mikið var.
Þrautseigja þín og það hversu
óeftirgefanleg þú hefur verið í að
gera vel við þitt samferðafólk,
hvort sem er í umönnun sjúklinga
þinna eða fólksins þíns verður
alltaf leiðarljós fyrir okkur sem
berum kyndil þinn áfram hérna
megin.
Þegar ég horfi yfir farinn veg
er ég þakklátur fyrir hlýju þína
og ást og þau mikilvægu skilaboð
sem styrkur þinn og einbeiting
gefur okkur í veganesti út í lífið,
allt þangað til við hittumst á nýj-
an leik.
Amma mín, ég elska þig.
Albert.
Ragnar Ólafsson,
fyrrverandi aðal-
deildarstjóri Skatt-
stofu Reykjavíkur,
er látinn tæplega 91
árs að aldri. Hann
lauk próf frá Samvinnuskólanum
1947 og hóf störf hjá skattstjór-
anum í Reykjavík í ársbyrjun
1949 og starfaði þar til starfs-
loka. Hann var skipaður deild-
arstjóri atvinnurekstrardeildar
1958 og varaskattstjóri í Reykja-
vík í ársbyrjun 1959 til sex ára.
Ragnar átti sæti í framtalsnefnd
Reykjavíkur frá árinu 1967 og
var formaður nefndarinnar árin
1979-1983
Ragnar Ólafsson var um flest
eftirminnilegur maður og eftir
því skemmtilegur. Hann var far-
sæll í starfi sem hann sinnti af
kostgæfni, sanngjarn yfirmaður
en gekk þó ríkt eftir að starfs-
menn skiluðu verki. Hann var
viðræðugóður og þægilegur í
samskiptum, áhugasamur um
margbreytileika mannlífsins, og
skilningsríkur á aðstæður fólks.
Ragnar var þannig umburðar-
lyndur og með afbrigðum greið-
vikinn og hjálpsamur, beðinn
sem óbeðinn. Hann lét sér annt
um þá sem höllum fæti stóðu í
þjóðfélaginu og vék að þeim
Ragnar
Ólafsson
✝ Ragnar Ólafs-son fæddist 2.
júní 1927. Hann lést
26. mars 2018. Út-
för Ragnars fór
fram 10. apríl 2018.
góðu einu. Ragnar
var fyrirgreiðslu-
maður í bestu
merkingu þess orðs
og vildi hvers
manns vanda leysa
eða færa til betri
vegar ef hann átti
þess kost. Hann var
gestrisinn og veitull
og góður heim að
sækja, bóka- og
fróðleiksmaður,
sérlega áhugasamur um byggðir
landsins og fólkið sem þar býr,
og ættfræði var honum áhuga-
mál.
Ragnar hafði víðari sýn á við-
burði en almennt gerist og sá
einatt fleiri hliðar á þeim en aðr-
ir. Af því spruttu áhugaverðar
orðræður sem brugðu óvæntu
ljósi á menn og málefni. Ragnar
var sífellt að leita leiða til að
bæta starfshætti og vinnubrögð.
Hann var um langan aldur í far-
arbroddi við skattframkvæmd og
óragur við að takast á hendur ný
verkefni og leysa aðsteðjandi
vanda. Honum var einkar lagið
að laða að sér dugnaðar- og hæfi-
leikafólk og treysta því fyrir
verkum og sjálfstæði í vinnu-
brögðum, skattkerfinu og skatta-
aðilum til hagsbóta.
Að leiðarlokum þakka fyrrver-
andi samstarfsmenn Ragnari
Ólafssyni samfylgdina og færa
eiginkonu, afkomendum og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðjur
við andlát hans.
Magnús Jóhannesson.