Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. M A Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 125. tölublað 106. árgangur
KRISTÍN
ÓMARSDÓTTIR
VERÐLAUNUÐ
STEINUNN Í SVIÐSLJÓSINU
RÓSBJÖRG
JÓNSDÓTTIR ER
NÝR FORMAÐUR
NEW YORK OG DRESDEN 30 LANDVERND 12MAÍSTJARNAN 31
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Íslenskur karlmaður með fötlun hefur hvorki rétt til
örorkulífeyris frá Tryggingastofnun né atvinnu með
stuðningi því hann bjó með foreldrum sínum í Svíþjóð
í 15 ár á barnsaldri.
Lárus Theodórsson Blöndal er í dag 27 ára og býr í
Svíþjóð þar sem hann fær örorkulífeyri og vinnur á
nytjamarkaði í gegnum
atvinnu með stuðningi.
Þriggja ára flutti hann
fyrst til Svíþjóðar með
foreldrum sínum. Árið
sem hann varð 18 ára
fluttu þau aftur heim og
er foreldrum hans þá
tjáð af Tryggingastofnun
ríkisins að hann eigi rétt
á örorkulífeyri eftir
þriggja ára samfleytta
búsetu hér á landi. „Eftir
þann tíma, þegar við
sækjum um örorkulífeyri
fyrir hann, kemur í ljós
að hann á engin réttindi á
Íslandi vegna þess að við
fluttum ekki heim í síðasta lagi þegar hann var 15
ára,“ segir Guðrún Lárusdóttir Blöndal, móðir Lár-
usar. „Samkvæmt reglum verður að flytja heim a.m.k
þremur árum áður en barnið verður 18 ára því upphaf
örorku í þessu samhengi miðast við sjálfræðisaldur-
inn. Lárus var orðinn of gamall þegar við fluttum
heim og mun því aldrei eiga rétt á örorkulífeyri hér á
landi.“
Réttur Lárusar til örorkulífeyris í Svíþjóð flyst
með honum til Íslands samkvæmt EES-samningnum
en ekki rétturinn til atvinnu með stuðningi sem helst í
hendur hér á landi við örorkubætur greiddar frá
Tryggingastofnun. Guðrún segir að vinnuréttindi
hans séu þeim geysilega mikilvæg. Vegna þessa fékk
Lárus enga vinnu hér á landi eftir stúdentspróf, sem
hafði mjög slæm áhrif á hann og varð til þess að fjöl-
skyldan flutti aftur út til Svíþjóðar. „Þetta hefur haft
geysileg áhrif á líf okkar og við erum dæmd til að búa í
Svíþjóð," segir Guðrún.
Flutti of
seint heim
til Íslands
MEru dæmd til að búa í Svíþjóð »11
Örorkulífeyrir
» Réttindi ein-
staklinga byggjast á
búsetu á Íslandi á
tímabilinu 16-67
ára. Skilyrði er að
einstaklingur hafi
verið búsettur á Ís-
landi a.m.k. þrjú
síðustu ár áður en
hann sækir um,
segir á vefsíðu
Tryggingastofnunar.
Íslendingur með fötlun á
erfitt með að búa hérlendis
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Eyjalistinn og H-listinn, Fyrir
Heimaey, ákváðu í gærkvöldi að
hefja formlegar viðræður um meiri-
hlutamyndun í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja. Ráðgert er að niður-
staða verði ljós fyrir næstu helgi.
Formlegar viðræður um myndun
meirihluta í sveitarstjórnum eru
víða langt komnar, þó ekki í öllum
sveitarfélögum landsins.
Í Hafnarfirði gekk Sjálfstæðis-
flokkurinn til formlegra viðræðna
við Framsóknarflokkinn, en bæjar-
stjórnarfulltrúi Bjartrar framtíðar,
samstarfsflokks Sjálfstæðisflokks í
fráfarandi bæjarstjórn, bauð sig þó
fram undir merkjum annars lista.
Sjálfstæðismenn í Kópavogi eru
ósammála um hvort flokkurinn skuli
halda áfram samstarfi við Bjarta
framtíð, nú undir merkjum BF/
Viðreisnar, eða leita til framsóknar-
manna um samstarf. Einhverjir
sjálfstæðismenn hafa lýst óánægju
með samstarfið á síðasta kjör-
tímabili. » 6
Hefja
viðræður
í Eyjum
Morgunblaðið/Ófeigur
Vestmannaeyjar Viðræður um
nýjan meirihluta í bæjarstjórn.
Óvissa um fram-
haldið í Kópavogi
Veðrið lék við fólk fyrir norðan og austan í
gær. Heitast var 24,3 stig í Ásbyrgi, sem er
hæsti hiti sem nokkru sinni hefur mælst þar í
maí og á Akureyri var hiti um 20 gráður þegar
best lét um miðjan dag, í sól og sunnanvindi.
Eva Ingólfsdóttir, Birna Pétursdóttir og Birg-
itta Björk Bergsdóttir, starfsmenn Lystigarðs-
ins á Akureyri, settu niður þessi litríku flauels-
blóm í beð þegar blaðamaður rölti um garðinn
síðdegis. Hlýtt verður áfram nyrðra í dag og
spáin er enn betri fyrir Austurland; gera má
ráð fyrir 22-24 stigum á Fljótsdalshéraði.
Blómlegt í veðursældinni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
lögfest innan sambandsins fyrir
árið 2025.
Fyrir liggur að nái bannið til Ís-
lands myndi það hafa gríðarleg
áhrif hérlendis en sérhver Íslend-
ingur notar að meðaltali fleiri tugi
kílóa af umbúðaplastvörum á ári.
Ísland hefur þegar hafið aðgerð-
ir til að draga úr plastmengun.
María Mjöll segir að áhersla verði
lögð á aðgerðir gegn plastmengun
í tengslum við formennsku Íslands
í norðurskautsráðinu og Norrænu
ráðherranefndinni. » 18
Verði tillaga framkvæmdastjórn-
ar Evrópusambandsins um að
banna einnota plastvörur að til-
skipun má telja líklegt að hún fái
einnig lagagildi á Íslandi. Þetta
staðfestir María Mjöll Jónsdóttir,
deildarstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, en tillagan er að mati ESB
„EES-tæk“ og myndi því falla
undir EES-samninginn. Auk
banns við ýmsum einnota plast-
vörum leggur framkvæmda-
stjórnin til að ákvæði um endur-
vinnslu á plastflöskum verði
ESB vill banna einnota plast
Morgunblaðið/Ómar
Plast ESB áformar að banna ein-
nota plastvörur með tilskipun.
Bannið fengi lagagildi á Íslandi vegna EES-samningsins
Starfandi utanríkisráðherra
tókst ekki að mæla fyrir þingsálykt-
unartillögu á Alþingi í gær um upp-
töku persónuverndarreglna ESB í
EES-samninginn. Miklar umræður
urðu um frumvarp dómsmálaráð-
herra um innleiðingu reglnanna í
íslenskan rétt og komst fyrrnefnda
málið ekki að.
„Það er brýnt að þessi mál klárist
fyrir byrjun júlí, þegar fyrirhugað
er að sameiginlega EES-nefndin
taki persónuverndargerð ESB upp í
EES-samninginn,“ segir Sigríður
Á. Andersen, dómsmálaráðherra og
starfandi utanríkisráðherra. Hún
segir mikilvægt að lögin verði tilbú-
in þegar reglurnar taka gildi þann-
ig að ekki verði hnökrar á miðlun
persónuupplýs-
inga frá Evrópu
til íslenskra fyrir-
tækja og stofnana
og ekki síður frá
þeim til Evrópu.
Ef þingsályktun-
artillagan sem
gerir ráð fyrir
heimild Alþingis
til að taka gerðina
upp í EES-samninginn verður ekki
tilbúin í tíma þýðir það að regl-
urnar verða ekki heldur teknar upp
í Noregi og Liechtenstein, sam-
starfsríkjum okkar í EFTA. Tíminn
er naumur því síðasti starfsdagur
Alþingis er áætlaður á fimmtudag í
næstu viku. »2, 18
Óvíst um gildistöku persónuverndarreglna
Sigríður Á.
Andersen